Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Síða 26
26 | Viðtal 11.–13. nóvember Helgarblað
G
uðrún Ebba Ólafsdóttir
býr í litlu fjölbýlishúsi í
gamla Vesturbænum,
mitt á milli sjávar og
kirkju. Á sama andar-
taki og ég dingla opnast dyrn-
ar. Í gættinni stendur maður,
klæddur í svartan frakka. Hann
er á útleið en staldrar við eitt
andartak, heldur dyrunum
opnum á meðan ég bíð eftir
svari. Lætur sig svo hverfa um
leið og hún býður mér inn. Hún
tekur á móti mér á stigapall-
inum, ljóshærð og brosandi,
klædd í grænröndóttan kjól.
Ljósin eru slökkt í eldhús-
inu á annarri hæðinni þar sem
Guðrún Ebba er að hita sér te
en við setjumst í rauðu sófana
frá afa og ömmu inni í stofu.
Þar er þægilegra að vera, segir
hún, búin að dekka borð, ostar,
vínber og brauð bíða okkar.
Hrædd við að segja söguna
Hún er umtöluð þessa dag-
ana, þessi dama. Hefur held-
ur betur hrist upp í kerfinu og
komið við kaunin á mörgum.
Saga hennar var sögð í bókinni
Ekki líta undan, sem Elín Hirst
skráði, og er mest lesna ævi-
sagan um þessar mundir. Þetta
er saga barns sem lifir af sifja-
spell og glímir við afleiðingarn-
ar. Hreinskiptin og ósérhlífin
saga þar sem fjallað er um erf-
ið mál án þess að leita hefnda.
Efni bókarinnar er auðvitað
eldfimt, ekki síst þar sem ger-
andinn í máli Guðrúnar Ebbu
er faðir hennar og hann var eitt
sinn biskup Íslands, séra Ólaf-
ur Skúlason. „Ég hef verið rosa-
leg hrædd við að segja frá þessu
opinberlega.“
Fjölskyldan ver Ólaf
Guðrún Ebba er búin að vita
það lengi að hún yrði einhvern
tímann að segja frá reynslu
sinni opinberlega en óttinn við
afleiðingarnar hefur hingað til
haldið henni frá því. Það var
svo í fyrra sem DV greindi frá
því að bréf hennar til biskups
lægi ósvarað á Biskupsstofu en
þar óskaði hún eftir fundi með
kirkjuráði þar sem hún vildi
greina frá kynferðisofbeldinu
sem faðir hennar, biskupinn,
beitti hana. Í kjölfarið upp-
hófst mikil umfjöllun um Bisk-
upsmálið, ásakanir kvenna á
hendur biskupi árið 1996, og
viðbrögð kirkjunnar við því.
Málið var sett í nefnd, út kom
skýrsla og konurnar fengu bæt-
ur. Og Guðrún Ebba fékk sinn
fund.
En aldrei vildi hún segja
sögu sína í fjölmiðlum. Nú þeg-
ar fjölskylda hennar hefur sent
frá sér yfirlýsingu þar sem hún
segist standa með Ólafi og sak-
ar Guðrúnu Ebbu um falskar
minningar er kannski auðveld-
ara að skilja af hverju.
Ákvað að skrifa bók
„Í ágúst í fyrra hafði Jóhann Páll
Valdimarsson hjá Forlaginu
svo samband við mig og spurði
hvort ég væri ekki til í að skrifa
bók um þetta. Ég var að deyja
úr meðvirkni gagnvart þessu
indæla fjölmiðlafólki sem ég
hafði lofað viðtali en með bók
hefði ég allavega rúmt ár til
stefnu. Svo ég fékk að hugsa
málið.
Skömmu síðar hringdi Elín
Hirst í mig. Það var á föstudags-
kvöldi og hún gaf sig ekki fyrr
en ég samþykkti að hitta hana
á sunnudeginum. Hún kom á
hárréttum tíma inn í líf mitt svo
við fórum til Jóhanns sem leist
bara vel á þetta.“
Þetta ferli hefur þó síður en
svo verið auðvelt. Í gegnum tíð-
ina hefur það auðvitað komið
fyrir að Guðrún Ebba hafi þurft
að taka sér frí úr vinnu einn og
einn dag, kannski tvisvar á ári
eða svo, eins og þegar pabbi
hennar dó og þegar Sigrún Pá-
lína fékk langþráða áheyrn
kirkjuráðs. En síðasta vetur
varð hún að taka sér veikinda-
leyfi.
„Ég hef alltaf verið rosalega
dugleg og frá því að ég kom úr
áfengismeðferð árið 2003 hef ég
alltaf verið í meira en hundrað
prósent starfi. Mín sjálfsvirðing
hefur legið þar. Ég hef alltaf ver-
ið að sýna það og sanna að það
væri ekki rétt sem pabbi segði
um mig, að ég væri niðurbrotin
manneskja.“
Gat ekki unnið
„En ég brotnaði í fyrra þegar
ég gat hvergi falið mig. Fram
að því gat ég alltaf gleymt mér í
erli dagsins, það var enginn að
pæla í því að ég væri biskups-
dóttir eða þolandi kynferðis-
brota. Allt í einu fannst mér ég
ekki lengur geta farið neitt og
verið örugg um að enginn vissi
hvað ég væri að glíma við.
En heimilislækninum
fannst ekkert eðlilegra en að ég
færi í frí á meðan ég væri undir
svona miklu álagi og þurfti að
vinna betur úr afleiðingunum.
Ég gat ekki lengur keyrt áfram
til að þurfa ekki að staldra við
og hlúa að mér.
Þannig að þótt við Elín
ættum frábært samstarf og
öðluðumst dýrmæta vináttu í
gegnum þetta ferli þá myndi ég
ekki vilja fara í gegnum þetta
aftur. Líka af því að hún gerði
sér ekki alltaf grein fyrir því
hvað hún spurði hvassra spurn-
inga, ég fékk stundum fyrir
hjartað. Og þegar hún var búin
tók aðalritstjórinn, Guðrún Sig-
fúsdóttir, við og síðan Nanna
Rögnvaldardóttir.“
Mundi eftir fullnægingu
Minningarnar og óttinn frá því
að hún var lítil kom aftur upp
líkt og árið 1996. Guðrún Ebba
fylltist skelfingu gagnvart því
sem gæti gerst þegar þetta yrði
gert opinbert. „Ég sá bara svart.
Og ég var með ofboðslega sekt-
arkennd, mér fannst ég vera að
svíkja pabba.
Mér fannst það reyndar líka
þegar ég sá Skúla í Kastljósinu
og var heltekin af sektarkennd
gagnvart fjölskyldunni. Enda
var það notað á mig þegar ég fór
í meðferð að fjölskyldan væri
búin að ganga í gegnum nóg.“
Eins og fram hefur kom-
ið voru minningarnar bældar.
Engu að síður var alltaf eitthvað
sem hún vissi en ýtti frá sér. „Ég
vissi til dæmis alltaf að það væri
eitthvað kynferðislegt á milli
mín og pabba. Ég talaði bara
aldrei um það.
Ég mundi líka eftir því þegar
ég var að leiða hann í London
og var eins og kærastan hans,
tólf ára gömul. Eins man ég eft-
ir því sem ég held að hafi verið
fullnæging. En það sem rugl-
ar börn svo í ríminu er að kyn-
ferðisofbeldi er ekki eins og
annað ofbeldi, hann var ekki
endilega að meiða mig. Það var
ekki fyrr en seinna sem ég átt-
aði mig á því að þetta væri líka
ofbeldi.
Pabbi sýndi mér einnig
mikla athygli og gat verið mjög
umhyggjusamur. Það flækir
auðvitað málin að það sé ekki
hægt að draga fólk í dilka og
segja að það sé annað-
hvort gott eða vont.“
Breytir ekki
sannleikanum
Guðrún Ebba hefur þó gott
bakland og sálfræðingurinn
hennar endurtók í sífellu að
þetta væri hennar saga og
hún gæti ekki breytt henni
til að þóknast öðrum. „Sem
þýðir að það eru mótsagnir
í sögunni.
Ég hef ekki fegrað minn
hlut eða hlíft sjálfri mér. Auð-
vitað væri þægilegra að segja
að ég myndi eftir öllu en hefði
kosið að líta fram hjá því. Eða
sleppa því að tala um atvikið
í Kanada. En ég geri það ekki
af því að ég er að segja sann-
leikann. Ég þarf ekki að breyta
honum svo öðrum þyki þægi-
legra að trúa mér,“ segir hún
einlæg.
Henni finnst betra að við-
urkenna það að hún lét pabba
sinn passa stelpurnar sínar,
en þakkar fyrir að hann hafi
ekki beitt þær ofbeldi. „Og það
að ég barðist ekki um úti í Kan-
ada og lét eins og ekkert væri
daginn eftir. Samt verður mér
óglatt núna þegar ég segi að ég
hafi látið eins og ekkert væri,“
segir hún alvarleg. Auðvitað
var ekkert eins og það átti að
vera. Þarna fann ég minn botn.
Ég vissi að ég yrði að gera eitt-
hvað í mínum málum og ákvað
að skilja við manninn minn.
Seinna áttaði ég mig á því að ég
þyrfti að fara í áfengismeðferð.“
Þetta með skilnaðinn er
reyndar eitt sem dóttir hennar
segir að hún hafi fegrað í bók-
inni, því Guðrún Ebba gekk
bókstaflega út á meðan mað-
urinn hennar var að tala í sím-
ann og tók aðra stelpuna með
sér. Hin var ekki heima og fékk
sjokk þegar hún kom heim og
mamma var farin.
Afleiðingar ofbeldis eru
svona. Guðrún Ebba gerði allt
til að gleyma, lokaði á tilfinn-
ingar, hélt fram hjá, drakk og
kastaði upp.
Sárt að sjá Kastljósið
Bróðir Guðrúnar Ebbu, Skúli,
kom fram í Kastljósi á mánu-
dag, sama dag og fjölskyldan
sendi frá sér yfirlýsinguna. Þar
rengdi hann hana varðandi
atvikið í Kanada og sagði að
móðir hans segðist hafa verið
andvaka alla nóttina með Ólaf
hrjótandi við hlið sér.
Guðrúnu Ebbu vöknar um
augu þegar hún ræðir þetta.
„Mamma hefur aldrei sagt
þetta við mig. Þetta er í fyrsta
sinn sem ég heyri þetta.“
Auðvitað er sárt að fara
í gegnum svona reynslu án
stuðnings fjölskyldunnar. Og
það sem verra er, Guðrún
Ebba upplifir sig stundum sem
vonda. „Mér fannst ég ofboðs-
lega vond á mánudagskvöldið.
Sumir spyrja hvort ég hefði
ekki mátt búast við þessu, en
það undirbýr mann enginn fyr-
ir svona. Þetta kom á óvart og
var ótrúlega sárt, ég grét. Þetta
er litli bróðir minn. En Skúli
mátti auðvitað segja sína sögu.“
Kannski var það nýlegur
ritdómur um bókina í Frétta-
blaðinu sem ýtti við fjölskyld-
unni. Þar segir meðal annars
að vandlega komi fram að fjöl-
skyldan hafi aldrei trúað henni
og staðið þétt saman við hlið
níðingsins.
Sögð vera á geðdeild
Höfnunin er búin að vera til
staðar í átta ár. „Dætur mín-
ar fóru í fjölskylduboð fram til
ársins 2006 en þeim fannst það
óþægilegt því allt frá árinu 2003
var ég ósýnileg. Það var ekki tal-
að um mig eða spurt um mig.
Árið 2008 fékk ég að heyra
það að ef ég væri tilbúin til að
tala aldrei aftur um það sem
er liðið gæti ég komið aftur. Ég
Guðrún Ebba Ólafsdóttir segir mikilvægt að fólk viti að með því
að segja frá sifjaspellum geti það kallað yfir sig útskúfun. Henni
hefur verið sagt að ef hún er tilbúin til að hætta að tala um kyn-
ferðisofbeldið geti hún orðið hluti af fjölskyldunni á ný en til þess
þyrfti hún að kyngja of miklum sársauka. Hún þekkir það, gerði það
í mörg ár, drakk, kastaði upp og hélt fram hjá til að deyfa sig. Og
segir að lífið sé alltaf betra í sannleikanum, þrátt fyrir höfnun fjöl-
skyldunnar. Jafnvel þótt hún þrái samþykki hennar og langi bara
til að eiga mömmu sem hún getur leitað til. Sem hún gerir enn eftir
átta ára baráttu og mun sennilega alltaf gera.
Ingibjörg Dögg
Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Viðtal
Grét vegna mömmu
„Sumir spyrja
hvort ég hefði
ekki mátt búast við
þessu, en það undir-
býr mann enginn fyr-
ir svona. Þetta kom
á óvart og var ótrú-
lega sárt. Þetta er
litli bróðir minn.
Óttaðist að hann biði hennar
Þessi mynd er notuð á kápuna á
bókinni Ekki líta undan, en þetta er
myndin sem kom alltaf upp í huga
Guðrúnar Ebbu þegar faðir hennar
sagðist ætla að bíða eftir henni í
dauðanum, þau yrðu alltaf saman.