Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Page 34
Í fimmtándu sakamálasögu Arn- aldar Indriðasonar víkur sögunni til ársins 1972. Aðalsöguhetjan er Marion Briem, lesbísk rann- sóknarlögreglukona á miðjum aldri. Sögusviðið er Reykjavík og heims- meistaraeinvígi skákmeistaranna Fischers og Spasskys er í brennidepli. Íslendingar hafa gaman af því að rifja upp þann tíma þegar sérviska Bobbys Fischer var á forsíðum blað- anna, körfukjúklingur á Naustinu sem þótti meiriháttar exótísk fæða og framandi siðir sem Íslendingar áttu bágt með að fylgja. Svo sem að þrífa fingur í vatnsskál eftir sóðalegt kjúk- lingabitaát. Íslendingar áttu það víst nefnilega til að drekka sítrónuvatnið í grunnu skálunum sem var ætlað til þess að ná fitu af fingrum. Arnaldur laumar tíðarandanum fínlega að án þess að þreyta lesand- ann, á köflum er þó fullmikið lagt í staðreyndir svo að söguþráður- inn fer að líkjast handriti að kvik- mynd. Hann hefur þó vinninginn af því að velja þessa leið því lýsing- ar á Íslendingum þessa tíma vekja væntumþykju. Veikleikar sögunnar felast helst í langdregnu plotti. Lesandinn fær mun meiri áhuga á að kynnast betur hinni dularfullu Marion Briem en að ráða lausn á morðgátu. Arnald- ur þjónar þeim áhuga með löngum frásögnum og minningarbrotum úr æsku hennar. Marion er þrátt fyrir þá áreynslu líklega meiri ráðgáta fyrir lesandanum en þeir dularfullu atburðir sem henda í Hafnarbíói þar sem unglingur lætur lífið á bíósýn- ingu. Hún er eins og Erlendur. Sterkur einfari sem myndi seint kallast líf- legur. En í Marion eru gloppur. Það er ómögulegt að gera af henni mynd í huga sér. Föst í minninu er fremur ódýr persónulýsing fram- arlega í bókinni. Tvennt gengur af fundi með Marion og annað segir: Var þetta karl eða kona? Slík undra- vera er hún greinilega hún Marion Briem. Margar aukapersónur þarf að rifja upp með herkjum eftir lestur. Vinur og verndari Marion, Aþaníus, er þar undantekning. Arnaldur er hér aftur að snúa á hvolf og teygja í persónu- sköpun. Hann hefur líklega gaman af því að leika sér með hefðbundna sýn á konur og karla. Nafnið er óvenju- legt og mannkostirnir líka. Hálfsystir Marion er óljós, samstarfsfélagi Mar- ion, Albert, er gufukenndur og það eru líka þeir sem flækjast í plottið. Niðurstaða: Skemmtileg saga þar sem er dregin upp skondin mynd úr Íslandssögunni en langdregið plott og óáhugaverðar aukapersónur. n 34 Bækur 11.–13. nóvember 2011 Helgarblað A llt frá bankahruninu haustið 2008 hafa áhugamenn um þjóðfélagsmál rýnt í íslenskt samfélag áranna fyrir hrun og reynt að greina hvað fór úrskeiðis og hvers vegna. Jóhann Hauksson er einn reyndasti og ritfær- asti blaðamaður íslenskur og hefur fjallað mikið um þessi mál í blaða- greinum. Í þessari bók kafar hann dýpra, reynir að skyggnast undir yfirborðið, greinir ýmsa meginþætti (og galla) íslensks stjórnkerfis og viðskiptalífs síðustu tíu til fimmtán árin fyrir hrun og hyggur jafnframt að ýmsum kenningum um valdið og beitingu þess. Þær eru flestar erlend- ar að uppruna en Jóhann mátar þær við íslenskan veruleika og það sem hér gerðist. Niðurstaða hans virðist mér vera sú, í sem allra stystu máli, að íslenskir valdhafar og viðskipta- jöfrar hafi á árunum fyrir hrun engan veginn verið færir um að fara sem skyldi með það vald sem þeim var fengið, hvorki pólitískt né efnahags- legt. Þeir hafi ítrekað misbeitt valdi sínu, viljandi og óviljandi, og látið stjórnast af hroka, græðgi og heimsku og ekki síður af rótgróinni frænd-, flokks- og kunningjahygli. Með því hafi þeir grafið undan efnahagslífinu sem að lokum hrundi eins og spila- borg. Máli sínu til stuðnings rekur Jóhann mörg dæmi frá áratugnum fyrir hrun. Þau eru flest vel þekkt og snúa með einum eða öðrum hætti að samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og hinni illræmdu helmingaskiptareglu. Mörg þessara dæma eru harla ljót, ekki síst þegar við þekkjum afleiðingarnar, og í sum- um tilvikum var að líkindum um að ræða athæfi sem hefði talist saknæmt í mörgum nágrannalöndum okkar, jafnt austan hafs sem vestan. Aðferð Jóhanns er bráðsnjöll og hann styður niðurstöður sínar í flestum tilvikum með ljósum dæm- um og traustum rökum. Helsti gall- inn við röksemdafærslu hans er að minni hyggju sá, að hún hefur ekki nægilega sterka sögulega skírskotun. Lesendur, sem ekki þekkja vel til ís- lenskrar stjórnmála- og atvinnusögu 20. aldar gætu glapist til að halda að frændhygli, aðstöðubrask, einkavina- væðing, kunningjapólitík og flokks- ræði hafi hafist á Íslandi nálægt ár- þúsundamótunum 2000 og jafnvel að þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi fundið þetta allt upp með dyggri aðstoð pólitískra fylgi- sveina og óprúttinna peningamanna. Þetta er vitaskuld fjarri lagi. „Spill- ingin“, sem sumir nefna svo, var ef til vill grófari en áður á síðustu ár- unum fyrir hrun, en umfram allt sýnilegri nú – ekki síst vegna þess að allt hrundi. Meinið hafði hins vegar verið að grafa um sig áratugum sam- an, a.m.k. frá því gömlu valdaætt- irnar, sem öllu réðu á Íslandi á 19. öld, náðu pólitískum völdum í skjóli þingræðis með upphafi heimastjórn- ar árið 1904. Og sjálfstæðismenn og framsóknarmenn voru fráleitt einir um að fara illa með valdið og hygla flokksbræðrum, frændum og vinum. Þeir gerðu vissulega meira af því en aðrir, m.a. vegna þess að þeir voru lengst í ríkisstjórn og réðu löngum stærstu bæjarfélögunum og stærstu viðskiptablokkunum. Aðrir flokkar létu hins vegar ekki sitt eftir liggja þegar þeir fengu tækifæri til. Á við- reisnarárunum á 7. áratug 20. aldar þóttu kratar allra flokka spilltastir og alþýðubandalagsmenn létu fá tæki- færi sér úr greipum ganga til að hygla sínum mönnum þegar þeir komust að kjötkötlunum. Illu heilli virðist mér sitthvað benda til þess að sama gamla meinið sé byrjað að grafa um sig aftur, þótt formerkin séu önnur og nú njóti aðrir en áður. Ég get tek undir með Jóhanni Haukssyni um þær meinsemdir sem hann greinir í bók sinni, en þær áttu sér mun dýpri rætur en frásögn hans gefur til kynna. Þess vegna hefði þetta ágæta og vel skrifaða rit að mínum dómi orðið enn betra ef það hefði hafist á stuttum sögulegum inngangi. Þá hefðu lesendur átt auðveldara með að skilja um hvað þræðir valdsins og vondur spuni þeirra snerist. Eftir lestur þessarar bókar ætti engum að dyljast, að íslenska stjórn- mála- og viðskiptakerfið, sem var við lýði nánast alla 20. öld, var hel- sjúkt – gegnumrotið. Um árþús- undamótin var það eins og skraufa- þurr bálköstur og ekki annað eftir en hella á hann olíu og bera eld að honum. Það verk önnuðust stjórn- málaforingjar og viðskiptajöfrar með góðlátlegu samþykki mikils hluta þjóðarinnar. n Skáldið af Jökuldal Föstudaginn 11. nóvember kem- ur út hjá bókaforlaginu Bjarti ný ljóðabók eftir Ingunni Snædal: Metsöluskáldið af Jökuldal. Bókin heitir: Það sem ég hefði átt að segja næst – þráhyggjusögur. Þetta er fimmta ljóða- bók Ingunnar, áður hafa komið út hjá Bjarti: Guðlausir menn – hugleiðingar um jökulvatn og ást, Í fjarveru trjáa – vegaljóð og Komin til að vera, nóttin. Fyrsta bók Ingunnar var Á heitu malbiki og vakti mikla athygli. Ingunn fékk bókmenntaverð- laun Tómasar Guðmundssonar og var tilnefnd til Íslensku bók- menntaverðlaunanna fyrir Guð- lausa menn. Ingunn les upp úr verkum sínum á Bókamessu í Bók- menntaborg í Iðnó, klukkan fimm á sunnudaginn, ásamt fleiri skáldum. Hvers vegna hrun? Öll verk Irène gefin út Skáldsögunni Franskri svítu eftir Irène Némirovsky var vel tekið hér á landi. Þessi bók sem hefur farið sigurför um heiminn kom fyrst út í París árið 2004, sextíu og tveimur árum eftir  að höf- undurinn lést í útrýmingar- búðum nasista í Auschwitz í júlí 1942. Margar skáldsagna Irène hafa verið endurútgefnar síðan, en miðvikudaginn 9. nóvember koma öll verk hennar út í París í fyrsta sinn, í tveimur bindum eða alls um 4.000 blaðsíður. Hér er um að ræða texta frá því hún var að byrja að skrifa, blaðagreinar, smásögur, kvikmyndahandrit og skáldsögur. Þarna birtist talsvert efni eftir hana í fyrsta sinn, en auk þess prýða útgáfuna svipmyndir frá ævi Irène Némirovsky. Myrknætti vel tekið Myrknætti Ragnars Jónassonar kemur með látum inn á íslensk- an bókamarkað. Bókin er í öðru sæti yfir íslensk skáldverk á nýjasta Bók- sölulistanum sem mælir söl- una frá 9.–22. október. Þá var Myrknætti sjöunda mest selda bók vik- unnar í Eymundsson. Ragnar Jónasson hefur áður gefið út bókin Snjóblindu, sem var valin ein af fjórum bestu skáldsögum haustsins 2011 í Þýskalandi af tímaritinu Gala. Sögusviðið er í Skagafirði þar sem finnst illa út- leikið lík og á sama tíma bíður ung nepölsk kona dauða síns, lokuð inni í myrkri á óþekktum stað á Íslandi. Jón Þ. Þór Dómur Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Dómur Þræðir valdsins Kunningjaveldi, aðstöðubrask og hrun Íslands. Höfundur: Jóhann Hauksson. Útgefandi: Veröld. 198 blaðsíður Einvígið Höfundur: Arnaldur Indriðason. Útgefandi: Forlagið. 316 blaðsíður Kafað dýpra „Jóhann Hauksson er einn reyndasti og ritfærasti blaðamaður íslenskur og hefur fjallað mikið um þessi mál í blaðagreinum. Í þessari bók kafar hann dýpra.“ Skondin mynd úr Íslandssögunni Tíðarandinn árið 1972 Í sögunni Einvígið eru sannsögulegir atburðir sögusviðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.