Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Síða 35
Bækur 35Helgarblað 11.–13. nóvember 2011
H
a
u
ku
r
0
9
b
.1
1
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Haukur Halldórsson hdl.
haukur@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
lögg. verðbr.- og fasteignasali,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A.
Þóroddsson hrl.
sigurdur@kontakt.is
Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta.
Skráning á www.kontakt.is
• Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í
tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar.
Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is.
• Spennandi sérverslun í miðbæ Reykjavíkur. Verslunin er vel þekkt og hefur
langa og stöðuga rekstrarsögu. Ársvelta um 65 mkr. og EBITDA um 10% af
veltu. Orðspor, saga og staðsetning bjóða upp á spennandi möguleika á að
þróa reksturinn frekar.
• Eitt besta og þekktasta bakarí borgarinnar til sölu eða leigu. Ársvelta um 80
mkr.
• Lítil heildverslun með innflutning á sérhæfðum tæknivörum. Góður hagnaður.
• Sérhæfð ferðaskrifstofa sem hefur verið í miklum vexti á undanförnum árum
óskar eftir framkvæmdastjóra og meðeiganda sem myndi eignast fyrirtækið
allt þegar núverandi eigandi hættir vegna aldurs. Nýr framkvæmdastjóri
þarf að hafa gott fjármálavit og skipulagshæfileika til að halda utan um
fyrirsjáanlega stækkun fyrirtækisins.
• Lítið sérhæft verktakafyrirtæki sem vinnur fyrir sveitarfélög og einkafyrirtæki.
Góð verkefnastaða og miklir stækkunarmöguleikar á áhugaverðu sviði.
Góður tækjakostur. EBITDA 15 mkr.
• Framleiðslufyrirtæki með eigin verslanir. Með yfir 50% markaðshlutdeild og
góða vaxtamöguleika. Ársvelta 400 mkr. Góð framlegð.
Hvers vegna hrun?
Þráinn
fallinn!
Þ
að voru nokkur tíðindi þegar
spurðist út að Þráinn Bert-
elsson, rithöfundur og al-
þingismaður, væri að gefa út
bók um þá lífsreynslu sína
að hafa fallið á áfengisbindindi eftir
áralangt bindindi. Fall Þráins hafði
spurst út síðastliðið sumar og mikill
sögusveimur var um Færeyjaferð
hans og það að hann hefði komið
heim frá Færeyjum sem rjúkandi
rúst. Óvildarmenn þingmannsins
reyndu að koma málinu inn á fjöl-
miðla og gera persónulegan harm-
leik hans opinberan. Dylgjað var um
málið á vefsíðunni amx.is en aðrir
fjölmiðlar létu kyrrt liggja. Svo virtist
sem fall Þráins yrði aldrei opinbert
að öðru leyti en því að Gróur lands-
ins kjömsuðu á örlögum hans.
Það sýnir styrk Þráins að hann fer
í sína meðferð og hefst síðan handa
við að skrifa bók um fallið. Þar er
ekkert dregið undan og höfundur-
inn fer inn að eigin kviku í uppgjöri
sínu. Sagan hefst í Færeyjum þar sem
hann er á ferð sem þingmaður og
grípur glas með léttvíni. Fallinu er
lýst í smáatriðum. Næstu dagana er
hann á hótelherbergi sínu og drekkur
einn eins og algengt er með forfallna
alkóhólista. Heima á Íslandi spyrst út
hvernig komið er fyrir þingmannin-
um. Vinir hans og félagar hefja þegar
björgunaraðgerðir undir forystu Öss-
urar Skarphéðinssonar, Ólínu Þor-
varðardóttur og Hrafns Jökulssonar
sem tryggja að Þráinn fái læknishjálp
ytra og að hann skili sér heim til Ís-
lands.
Þráinn segir sögu sína í bland við
það að samferðafólk hans lýsir sinni
sýn. Úr þessu verður listilega ofinn
söguþráður sem bókstaflega rígheld-
ur lesandanum. Einkenni bókarinnar
er svartur húmor höfundarins í bland
við undanbragðalausa einlægni. Les-
andinn fær innsýn í baráttu alkóhól-
ista sem sér á sínum erfiðustu stund-
um hið kómíska við lífið. Inni á Vogi
hittir hann handrukkarann Sigga
Súpermann sem hafði einnig verið
á Vogi 15 árum fyrr þegar Þráinn hóf
edrúgöngu sína. Snilldar lýsing er á
starfi Sigga sem vinnur við að inn-
heimta hjá mönnum sem „þjást af
greiðslufælni“. Sögð er saga af því
þegar Siggi leggur leið sína í fjölbýlis-
hús til þess að hafa jákvæð áhrif á
greiðsluvilja manns sem þar bjó. Þrá-
inn segir sögur af fleiri karakterum á
Vogi. Þar er menntamaðurinn, skáld-
ið, unglingurinn, Begga hjúkrunar-
kona og loks auðmaðurinn sem flúði
undan þingmanninum. Á meðferð-
arstöðinni er hópur venjulegs fólks
sem hefur hrasað í lífinu. Sagnaþul-
urinn Þráinn fer með lesendur sína í
kynnisferð um Vog þar sem allir eru
í náttfötum. Manni líður eins að vera
kominn í meðferð.
Þráinn lýsir því hvernig fordómar
gegn áfengissjúkum gegnsýra allt
samfélagið. Hann lýsir þeim kvíða sín-
um að fjölmiðlar segi frá fallinu. Fyrir-
sagnirnar gætu verið: Þráinn fallinn!
Eða: Alþingismaður í áfengismeðferð.
Meira að segja inni á Vogi finnur hann
harkalega fyrir fordómunum. Eftir að
þingmaðurinn birtist sprettur upp
umræða á göngum og í smóknum um
að ekki sé eðlilegt að slíkt stórmenni
opinberi veikleika sinn innan um al-
menning. Einhverjir úr hópi sjúk-
linganna eru á því máli að eðlilegra
væri að Þráinn leitaði sér hjálpar í
útlöndum. Á endanum tekur Þráinn
sjálfur á málunum og messar yfir sam-
ferðafólkinu á Vogi um að alkóhólismi
sé eins sjálfsagður og hver annar sjúk-
dómur. Þá hættir þessi umræða.
Það góð við Fallið er að manni
líður vel við að lesa. Þekkt er að Þrá-
inn er óhræddur við að afhjúpa mál
sem flestir byrgja innra með sér. Í bók
sinni Einhvers konar ég fjallaði hann
um þunglyndi sitt og alkóhólisma
án þess að draga neitt undan. Með
þessu hefur hann lagt sitt lóð á vogar-
skálarnar til að eyða fordómum og
opna umræðu um mál sem stundum
eru afgreidd sem aumingjaskapur
viðkomandi. Þetta framlag hans er
ómetanlegt og mun vonandi halda
merki hans hátt á lofti.
Fallið er lítil bók að formi og blað-
síðutali. En hún er risastór þegar litið
er til innihaldsins. Boðskapur hennar
á erindi til hvers einasta manns. Vin-
kona mín, Sonja Zorrilla, kvartaði
stundum undan stórum þungum
bókum sem erfitt væri að handleika.
Bók Þráins hefði fallið henni vel í geð.
Passlega létt. Þrungin samanþjöppuð-
um boðskap og kímni. Það er ástæða
til að óska Þráni til hamingju með að
hafa með bók sinni mátað allar kjafta-
kerlingar á Íslandi. Í skúmaskotum
amx og annarra illfygla samfélagsins
er ekkert ósagt um fall þingmanns-
ins í Færeyjum. Hann lýsir þessu öllu
sjálfur. Fallið fær fjórar stjörnur sem
er engin ofrausn. n
Reynir Traustason
rt@dv.is
Dómur Fallið
Höfundur: Þráinn Bertelsson.
Útgefandi: Sögur.
190 blaðsíður
Þráinn Bertelsson
Féll á fallegum
júnídegi í Færeyjum.
Áhugaverðar
fræðibækur
Bankastræti núll eftir Einar Má Guðmundsson
n Hér fjallar Einar Már um ofurvald fjármálaheimsins, um eldfjöll, banka
og byltingar, skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, gamanleikara og
kökubakstur, fátækt og ríkidæmi, réttlæti og óréttlæti, og setur þetta
allt fram í sönnum sögum þar sem veruleikinn slær öllum skáldskap við.
Íslenskir kommúnistar 1918–1998
eftir Hannes Hólmstein Gissurarson
n Fróðleg og vel skrifuð bók þar sem rakin er saga íslenskra
kommúnista í máli og myndum frá því að Brynjólfur Bjarnason tók
þátt í götuóeirðum í Kaupmannahöfn haustið 1918 og fram til þess
tíma þegar þau Margrét Frímannsdóttir og Svavar Gestsson þáðu
boðsferð til kommúnistaflokks Kúbu haustið 1998.
1001 þjóðleið eftir Jónas Kristjánsson
n Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, hefur áratugum saman
skrásett þjóðleiðir á Íslandi og afraksturinn birtist í þessari einstöku
bók. Yfir 1.000 göngu- og reiðleiðum er lýst og þær sýndar á vönduðum
kortum. Þessi útgáfa er viðburður í íslenskri bókaútgáfu. Bókinni fylgir
stafrænn diskur sem gerir kleift að hlaða leiðunum inn í GPS-tæki.
Icesave-samningarnir eftir Sigurð Má Jónsson
n Icesave-málið er fordæmalaust í íslenskri sögu. Sigurður Már
Jónsson, fyrrverandi ritstjóri Viðskiptablaðsins, skyggnist á bak við
tjöldin og lýsir vinnubrögðum og niðurstöðum samninganefndar
Svavars Gestssonar og Lee Buchheit.