Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Qupperneq 42
42 11.–13. nóvember Helgarblað Sakamál 9 daga drottningin Lafði Jane Gray var þjóðhöfðingi Englands í níu daga, frá 10. júlí 1553 til 19. júlí sama ár. Hún er einnig þekkt sem Níu daga drottningin. Jane Grey var ýtt til hliðar eftir níu daga í valdastóli og varpað í fangelsi. Jane Grey var fundin sek um landráð í nóvember 1553 og um tíma leit út fyrir að lífi hennar yrði þyrmt. Sú varð ekki raunin og hún var hálshöggvin 12. febrúar 1554, sextán eða sautján ára að aldri.U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s xxx S krifstofur franska háðsádeilutíma- ritsins Charlie Hebdo voru eyði- lagðar í byrjun nóvember. Gerð var bensínsprengjuárás á skrifstofurnar degi eftir að tilkynnt var að spámaðurinn Múhameð væri aðalritstjóri næsta tölu- blaðs tímaritsins og á forsíðu gat að líta teikningu af spámanninum þar sem hann lét sér spaugsyrði um munn fara. Forsætisráðherra Frakklands, Fran cois Fillon, var ómyrkur í máli í kjölfarið og sagði að um væri að ræða óréttlætanlega árás á frelsi fjölmiðla. Stephane Charbonnier, aðalritstjóri tímaritsins, fór ekki í launkofa með skoðun sína: „Það, að við getum gert grín að öllu í Frakklandi, að við getum talað um allt í Frakklandi annað en íslam og afleiðingar íslamisma, er pirrandi.“ Reyndar vildi Charbonnier ekki taka svo djúpt í árinni að fullyrða að franskir mús- limar stæðu að baki árásinni, og hafði á orði að um væri að ræða „heimska öfgamenn“. Það kann að skjóta skökku við að orsök árásarinnar má rekja til tölublaðs sem hugs- að var til að „fagna“ sigri flokki íslamista í nýafstöðnum kosningum í Túnis og ljóst er að ekki eru allir sammála ritstjórn tímarits- ins um hvernig viðeigandi sé að fagna nið- urstöðunum í Túnis. Að sögn Charbonnier höfðu tímaritinu borist nokkrar hótanir á Twitter og Facebo- ok áður en árásin var gerð á skrifstofurnar en tímaritið „léti þetta ekki á sig fá“. Að auki var gerð atlaga að vefsíðu tímaritsins og inn á hana sett skilaboð á ensku og tyrknesku. Engin slys urðu á fólki í árásinni sem gerð var í morgunsárið miðvikudaginn 2. nóvember. Í viðtali við fréttastofu AFP daginn áður sagði Charbonnier að tilgangurinn með tölublaðinu væri ekki að ögra: „Okkur finnst við bara vera að sinna vinnunni eins og vanalega. Eini munurinn þessa vikuna er að Múhameð er á forsíðunni og það er sjaldséð.“ Inni í blaðinu er að finna leiðara sem tileinkaður er Múhameð og fleiri teikning- ar af honum, meðal annars eina sem sýnir spámanninn með rautt trúðsnef. Á forsíðunni er teikning af Múhameð spámanni þar sem hann segir: „100 svipu- högg ef þú ert ekki að deyja úr hlátri.“ 100 svipu- högg ef … Sprengjuárás gerð á franskt ádeilutímarit E lizabeth Bathory fæddist 7. ágúst 1560 og var fjöl- skylda hennar ein sú auð- ugasta í Ungverjalandi þess tíma. Fimmtán ára að aldri giftist hún Ferenz Nadasdy greifa og bjuggu þau í Nadasdy-kastala í vesturhluta landsins. Sagan segir að greifynjan hafi tamið sér að myrða ungar konur, láta þeim blæða út og baða sig síð- an upp úr blóðinu. Sagt er að upp- haf þessa hafi mátt rekja til þess að eitt sinn hafi blóðdropi úr einni þjónustustúlku, sem Elizabeth rak vænan löðrung, slest á hana. Greif- ynjan var þess fullviss að litarhaft hennar hefði breyst til batnaðar þar sem dropinn lenti. Þaðan í frá baðaði Elizabeth sig reglulega upp úr blóði. Líklegt verður að teljast að Elizabeth Bathory hafi pyntað og myrt vegna kvalalosta og staða hennar í samfélaginu olli því að hún komst upp með voðaverk sín í þó nokkurn tíma. Einsemd og leiðindi Ungverjar áttu í styrjöld við Ottóm- ana um 1580 og eiginmaður henn- ar var yfirmaður herja landsins. Í fjarveru hans féll það Elizabeth í skaut að sjá um málefni er vörð- uðu eignir hjónanna og leiguliða á landareign þeirra. Ungverjaland tók einnig þátt í Ottómanastríðunum 1591 til 1606 og var Nadasdy greifi því löngum fjarverandi og oft og tíðum var lítið vitað um afdrif hans. Einsemd og hégómi einkenndu líf Elizabeth og hún neytti ýmissa lyfja til að vinna bug á höfuðverk sem herjaði á hana auk þess sem hún eyddi ófáum stundum í að dást að eigin fegurð í spegli. Tengdamóðir hennar spurði hana í tíma og ótíma hví hún eign- aðist ekki börn og samkvæmt einni sögu lét Elizabeth ergelsi sitt vegna afskipta tengdamóður sinnar bitna á þjónustustúlkunum. Síðar meir eignuðust hjóna- kornin börn, allt í allt fimm, en ein- ungis þrjú þeirra komust á legg. Kvalalostinn ágerist Með árunum jókst kvalalosti greif- ynjunnar og með aðstoð dyggra starfsmanna fann hún fórnarlömb utan vébanda kastalans. Starfs- mennirnir kembdu sveitirnar í leit að stúlkum sem gætu svalað fíkn Elizabeth. Sumar voru lokkaðar til kastal- ans með fögrum fyrirheitum um gott starf, en ef það gekk ekki var þeim byrluð ólyfjan og þær síðan fluttar nauðugar viljugar í kastal- ann. Stúlkur sem hurfu inn fyrir veggi kastalans snéru aldrei til síns heima og orðrómur um illsku greif- ynjunnar fór eins og eldur í sinu um nærliggjandi þorp. Nadasdy greifi safnaðist til for- feðra sinna 47 ára að aldri upp úr aldamótunum 1600 og í kjöl- far dauða hans náðu ódæði Eliza- beth nýjum hæðum og máttu fórnarlömb hennar þola miklar píslir áður en dauðinn líknaði sig yfir þau. Fjölbreytt verkfæri Elizabeth nýtti sér fjölda ólíkra verkfæri og beitti ólíkum aðferðum við misþyrmingarnar. Nálar, hnífar, svipur og glóandi skörungar voru á meðal þess sem hún notaði við iðju sína. Stúlkurnar voru afklæddar og þeim haldið föstum af vitorðs- mönnum Elizabeth. Nálum var stungið í brjóst stúlknanna eða undir neglur og kynfæri stúlknanna sluppu ekki við glóandi skörunga eða kertaloga. Sumar stúlknanna voru dregnar eftir snævi þakinni jörðinni utan kastalans, yfir þær hellt köldu vatni og þær síðan ofurseldar dauðan- um í brunagaddi. Þessar pyntingar stóðu oft og tíðum svo klukkutímum skipti en kvalalosti blóðgreifynjunnar virtist með öllu óseðjandi. Lík fórnarlambanna voru ýmist grafin, látin rotna þar sem þau lágu eða þeim fleygt út fyrir kastala- veggina þar sem þau urðu að úlfa- fæðu. En svo fór að Elizabeth gekk of langt. Hún leitaði fórnarlamba út fyrir samfélag bændanna og for- eldrar þeirra stúlkna viðruðu grun- semdir sínar. Rannsókn, réttarhöld og sektardómur Konungur Ungverjalands, Matt- hias, lét að lokum undan þrýst- ingi um rannsókn á iðju greif- ynjunnar og setti Thurzo greifa, nágranna hennar, yfir rannsókn- ina. Greifinn lét til skarar skríða síðla kvölds 29. desember 1610 og greip greifynjuna og vitorðs- menn hennar glóðvolg við miður þokkalega iðju. Elizabeth og skósveinar hennar voru ákærð fyrir áttatíu morð. Sex starfsmanna hennar voru sakfelld- ir, dæmdir til dauða og dómunum var fullnægt. Sumir þeirra fengu að reyna á eigin skrokki þá meðferð sem fórnarlömbin höfðu sætt. Elizabeth Bathory, blóðgreif- ynjan, var sakfelld og úrskurðað að hún skyldi múruð inni í eigin svefnherbergi. Lítil rauf var gerð í múrinn svo unnt yrði að koma til hennar mat og drykk. Þremur árum síðar, 21. ágúst 1614, kom í ljós að hún var ekki lengur í tölu lifenda. Inni í herbergi hennar fundust nokkrir diskar með ósnertum mat og því ekki hægt að fullyrða nákvæmlega hvaða dag hún skildi við. n Elizabeth Bathory var ungversk greifynja n Hennar er minnst sem afkasta- mikils morðkvendis n Hún var sökuð um að hafa myrt hundruð stúlkna„Stúlkur sem hurfu inn fyrir veggi kastalans snéru aldrei til síns heima og orðrómur um illsku greifynjunnar fór eins og eldur í sinu um nærliggj- andi þorp. BLÓÐGREIFYNJAN Blóðgreifynjan Elizabeth Bathory var haldin óseðjandi kvalalosta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.