Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Qupperneq 45
45Helgarblað 11.–13. nóvember „Þóra Einarsdóttir ber af sem Pamína“ Töfraflautan í flutningi Íslensku óperunnar Tree of Life Herbertson Hvernig er draumahelgin? „Herbert og sonur hans með fallega plötu“ S tutt og laggott fjallar leikritið um örlög kirsuberjatrjágarðs á óðali rússneskrar aðalsfjölskyldu um aldamótin fyrri. Garðurinn sá er bæði frægur og fagur, en nú verður hann að víkja fyrir Nú- tímanum – með stóru N-i. Eitt sinn var hann nytjaður, sultan af trjánum færði björg í bú, sú tíð er löngu liðin. Enginn kann lengur að búa til sult- una. Það hefur enginn döng- un í sér til neins af þessu fólki. Eins og svo oft er hjá Tsjekhov. Samt þykir manni svo vænt um persónur hans, að maður fer aftur og aftur að sjá sýning- ar á þessum fjórum eða fimm leikritum sem hann náði að klára á sinni stuttu ævi. Því að það eru mannlýsingarnar sem heilla hjá Tsjekhov. Ekki sögurnar, sem oftast eru ekki neitt neitt og ekkert endilega symbólíkin sem hann fléttar inn í þær. Eins þótt hún sé áhugaverð og vefji sig innan í og utan um hið mannlega drama, einkum í Kirsuberja- garðinum. Nær ekki tökum á Tsjekhov Hilmir Snær Guðnason hefur verið að hasla sér völl sem leikstjóri á síðustu árum. Dagur vonar og Fjölskyldan voru góðar sýningar frá hans hendi. Nú fær hann að spreyta sig á Tsjekhov, en nær ekki tökum á honum. Tsjekhov er sleipur; það hafa ýmsir leikstjórar fengið að reyna á undan Hilmi Snæ. Það má hvorki leika hann of trag- ískt né of kómískt. Hvorki of raunsætt né of stílfært. Hvorki jarða hann í þyngslalegum, ofurdramatískum natúral- isma (sem var gamla leiðin að Tsjekhov) né leysa hann upp í einhvers konar leikrænar til- raunir, gefa sér óhóflega mikið frelsi gagnvart honum. Sem mér finnst Hilmir Snær gera hér. Það vantar í sjálfu sér ekki að bæði er grát- ið og hlegið í þessum Garði. Og dansað, mikið dansað. Fólkið er dansandi í tíma og ótíma og hefur til þess heila þrjá músíkanta sem eru alltaf að koma inn á sviðið öðru hverju. Þeir eru mjög flinkir – en Kirsuberjagarðurinn er bara ekki melódrama. Loks þegar kemur að dansleikn- um í þriðja þætti, hinum eina sem höfundurinn skrifaði inn í verkið, er maður fyrir löngu búinn að fá nóg af öllum þess- um dansi. En ég býst við að það eigi að vera einhver sym- bólismi í því, einhver „sögn“, eins og leiklistarfólkið segir stundum. Á hún að vera sú, að þarna sé dansað á hengiflug- inu, bjargbrúninni sem allir munu að lokum steypast yfir? Eigi svo að vera, þá er þeirri sögn hressilega fylgt eftir – of hressilega fyrir minn smekk. Hilmi Snæ mun í viðtölum hafa orðið margrætt um það hversu kómískur Tsjekhov sé. Víst vildi Tjsekhov kalla Kirsuberjagarðinn kómedíu. En það hugtak getur þýtt svo margt. Mig hefur lengi grunað að hann hafi gert þetta til að stríða Stanislavský, leikstjóra sínum, sem honum fannst ofdramatísera leikritin sín. Og kaffæra þau í natúralisma. Besta Tsjekhov-sýning sem ég hef séð var gerð af Tékkanum Otomar Krejca, sem er talinn einn af fremstu Tsjekhov-túlk- endum sögunnar. Það sem sló mig í þeirri sýningu, sem var unnin upp úr æskuverkinu Platonov, var hversu mýst- ískan hún gerði Tsjekhov. Kannski var Tuminas hinn litháíski á svipuðum slóðum í sínum Kirsuberjagarði fyrir fimmtán árum; mér fannst það ein besta sýning hans hér, eins þótt dimmt væri yfir henni. Eftir að hafa horft á Kirsu- berjagarð Hilmis Snæs fæ ég ekki varist þeirri hugsun að hann hafi verið mun ást- fangnari af leikstjórnaraðferð- inni sinni en skáldskap Tsjek- hovs. Hilmir Snær er vitaskuld kunnáttumaður og hann fær hér að tefla fram mörgum af bestu leikurum Leikfélagsins. Það eru mörg fallega unnin lítil atriði í sýningunni, sumt er til hreinnar fyrirmyndar. Al- mennt séð finnst mér lofsvert hversu oft leikstjórinn leyfir leikendum að dvelja við ein- stök atriði, gæla við þau, reyna að ná út úr þeim sem mestum dramatískum safa. Hér er ekki þessi innantómi og einhæfi hamagangur sem er að verða svo sorglega algengur á ís- lensku leiksviði, ekki síst hjá yngstu kynslóðinni, því miður. Leikstjórinn á lof skilið fyrir það. Kraðak á sviðinu Sums staðar skilar nostursem- in sér greinilega, jafnvel einna best í minni hlutverkunum. Ég hef til dæmis aldrei séð Val Frey Einarsson jafn skemmti- legan og í hlutverki hrakfalla- bálksins Epihodovs sem er sí- fellt að reka sig á eða detta um eitthvað; hér fær hann meira að segja að renna á rassin- um niður heilan stiga sem hann gerði með glæsibrag. Já, Hilmir Snær er ófeiminn við að demba sér út í farsa ef því er að skipta. Stiginn er enn ein viðbót leikstjórans sem telur sig ekki þurfa að eltast við smotterí á borð við sviðslýs- ingar höfundar, steypir saman úti- og innisenum eins og ekkert sé, býr til efra svið ofar aðalsvið inu, rými sem er svo lítið sem ekkert nýtt enda ekk- ert sem kallar á það í textan- um. Ég var lengi að reyna að átta mig á öllum þeim skerm- um og skápum, kimum og krókum sem Halla Gunnars- dóttir hafði búið til á sviðinu, hvaða stíl þetta átti nú að vera í, eitthvað af júgend var þarna sýndist mér, og jafnvel smávegis „japonaiserie“, sem Van Gogh kallaði svo, og fleiri stílar gátu verið þarna á kreiki, mér gekk ekki alltof vel að henda reiður á því. Búning- ar voru ekki heldur í períódu nema takmarkað, eitthvert millistig á milli ritunartíma verksins og okkar eigin. Ef til vill var ætlunin að vera „póst- móderne“. Mér fannst þetta bara verða kraðak. Leiks- lokin, sem vel túlkuð eiga að verða mjög áhrifamikil, fóru með öllu forgörðum í þessari umgerð. Það er kannnski fullmikið sagt að hver sýning á Kirsu- berjagarðinum standi og falli með túlkun Ljúbov Andre- évnu Ranévskaju, konunn- ar sem á ættaróðalið og ber endanlega ábyrgð á falli þess. Tsjekhov var ekki að skrifa fyrir stjörnuleikhús; hann vill helst að allir leikarar séu stjörnur og veitir þeim tæki- færi til þess. Í hinni fullkomnu sýningu á leikritinu – og mað- ur getur vel látið sig dreyma um slíka sýningu – hygg ég þó að Ranévskaja verði að vera fremst meðal jafningja. Sumar af bestu leikkonum okkar hafa fengið tækifæri til að leika hana: Guðrún Ás- mundsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Edda Heiðrún Bachmann sem gerðu henni allar góð skil. Sigrún Edda Björnsdótt- ir leikur hana nú, en nær að miðla litlu af þeim töfrum og trega sem líf þessarar konu er samslungið af. Það er HÆGT að sýna Ranevskaju sem ein- hvers konar tilfelli, dæmi um meðvirkan einstakling, svo notað sé vinsælt tískuorð, konu sem hefur aldrei tekið fulla ábyrgð á lífi sínu og lifir í gegnum aðra. Manneskju sem er sjálfhverf og ástsjúk. Þegar við skiljum við hana í leiks- lok eru allar líkur á því að hún sé á leið á botninn. Samt er aldrei að vita nema einhverjar leiðir opnist henni. Við óskum þess af hjarta, en við höfum ekki hugmynd um hvernig það á að gerast. Hið eina sem við vitum er að Garðurinn verður höggvinn, gamla húsið rifið og að stórfjölskyldan sem bjó í því kynslóð eftir kynslóð splundrast fyrir fullt og allt. Og að um leið hrynur heill heimur. Að kapítalisminn mun taka við af lénsveldinu og sveitasamfélaginu. Og að Byltingin bíður á næsta götu- horni. Fulltrúar beggja, kapít- alsins og kommúnismans, eru mættir þarna – báðir jafnvissir um að þeirra sé Mátturinn og Dýrðin. Á einhvern hátt verður þessi kærulausa og hálf-von- lausa kona ímynd alls þess góða sem hinar félagslegu hamfarir munu sópa burt og hafa sópað burt á okkar tíð. Hún er dauðadæmd og allt hennar ríki; við vitum það. En var það ekki betra ríki en það sem hinn glæsti og sigur- vissi Nútími hefur búið okkur? Þrátt fyrir bændaánauðina og misskiptingu auðsins. Hver veit nema gamla aristókratíið hafi, þegar best lét, verið sið- menntaðra og hjartabetra en hinn nýi aðall peninga og byltinga sem er að brölta til valda – og hikar ekki við að höggva niður alla þá kirsu- berjagarða sem á vegi hans verða? Eins þótt jörðin öll standi að lokum eftir auð og tóm. Alexía kom ánægjulega á óvart Sigrún Edda er vandvirk leik- kona, en hún hefur lengi átt til að festast í ákveðnum leiktökt- um, einhvers lags stelpulegu tísti sem hefur aldrei orkað á mig sem annað en tilgerð. Ég hef sterkan grun um að góður leikstjóri eigi að geta náð henni upp úr þessu fari, því að hún er gáfaður og næmur listamaður. En hverju sem um er að kenna, þá rann Ranevs- kaja úr höndum hennar og þrátt fyrir stöku góðan sprett stóð manni að lokum á sama um konuna – og um leið garð- inn hennar, og allt sem hann stendur fyrir. Þó fékk Sigrún ágætan mótleik bæði frá Þresti Leó Gunnarssyni, sem túlkaði hinn einhleypa og undarlega bróður hennar, Gaév, af næm- leik og húmor, og Rúnari Frey Gíslasyni sem var fínn í hlut- verki Lopakhins, kaupmanns- ins sem hirðir garðinn að lokum. Rúnar Freyr sýndi vel hversdagsleika þessa manns, hörkuna sem býr með hon- um, og elskuna sem hann ber þó undir niðri til fólksins sem hann veit að hann er að tor- tíma. Ilmur Kristjánsdóttir var full stíf í hlutverki stjúpdótt- urinnar Vörju, sem annast heimilishaldið, en Varja er ekki endilega mjög geðþekk persóna. Kveðjuatriði þeirra Lopakhins var eitt hið besta í sýningunni; grátbroslegt á þennan sanna tsjekhovska hátt. Birgittu Birgsdóttur tókst ekki að gera barnslega ein- lægni dótturinnar Önju nógu hrífandi, en Alexía Björg Jó- hannesdóttir kom ánægjulega á óvart í hlutverki Charlotte. Pétur Einarsson var yfirborðs- legur í hlutverki gamla þjóns- ins Firs, litlu en mjög mikil- vægu. Snyrtilega unnin sýning Gömul þýðing Jónasar Krist- jánssonar, sem er ekki gerð úr frummálinu, hljómaði skemmtilega gamaldags. En eitt smáatriði má ég til með að nefna. Fræg ræða byltingar- stúdentsins Trófímovs, sem Guðjón Davíð Karlsson lék vel, hefst á orðunum: „Allt Rússland er okkar garður“ – og er þá táknræn vísun í kirsu- berjagarðinn. Hér er Trofímov aðeins látinn segja: „Allt land- ið er okkar garður.“ Það finnst mér nú hljóma heldur snaut- lega. Var leikstjórinn kannski að reyna að „af-rússífíera“ verkið? Hafi svo verið, þá var það að mínum dómi misráð- ið. Tsjekhov var Rússi, þetta er rússneskur harmleikur. Harm- sögu rússnesku þjóðarinnar þekkjum við öll, það er hún sem veitir þessu verki sinn djúpa hljómbotn, gerir það að spásögn sem snertir okkur öll. Í ríki Tsjekhovs verðum við öll Rússar. Og niðurstaðan um Kirsu- berjagarð LR: snyrtilega unnin sýning sem nær aðeins örsjaldan að fanga þann tón sem er Tsjekhovs og einskis annars höfundar. Ekki í garði Tsjekhovs Leikrit Jón Viðar Jónsson Kirsuberja- garðurinn eftir Anton Tsjekhov Leikfélag Reykjavíkur Íslensk þýðing: Jónas Kristjánsson Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason Leikmynd og búningar: Halla Gunn- arsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmunds- son Sýnt í Borgarleikhúsinu er ekkert að sprengja sig á verkefnum. Maður tekur bara það að sér sem maður ræður við. Ég fer svo út 9. desem- ber og kem næst heim í maí. Það hljómar kannski langt en þetta er allt svo fljótt að líða. Ég var einmitt virkilega farinn að hlakka til þess að fá að vera hér heima í þrjá mánuði en nú eru tveir af þeim liðnir og ég veit ekkert hvað varð um þá. Þetta er allt frekar fljótt að líða,“ segir tenórinn Sveinn Dúa Hjörleifsson. Á sjó Sveinn Dúa entist ekki í sjómennskunni og gerðist tenórsöngvari. myNd EyþóR ÁRNASoN Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir rithöfundur og forsetaframbjóðandi „Um helgar finnst mér skemmtilegast að vera með fjölskyldunni, elda góðan mat og sofa vel og lengi.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.