Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2011, Page 54
54 | Sport 11.–13. nóvember Helgarblað Harðjaxlinn 56 tæklingar Lucas Leiva – Liverpool Brasilíumaðurinn Lucas Leiva er ekki þessi týpíski Brassi því sjald- an gerir hann hluti á vellinum sem fá menn til að rísa úr sæt- um. Hann vinnur skítverkin og vinnur þau vel og vandlega. Fyrir utan að vera með flestar tækl- ingar er hann með hlutfallslega bestu tæklingarnar því 75 prósent þeirra heppnast. n Fyrsti fjórðungur ensku úrvalsdeildarinnar er að baki n Hverjir standa sig best? n Helsta tölfræðin gerð upp Leiva er mesti harðjaxLinn Skotglaðastur 43 skot Luis Suarez - Liverpool Úrúgvæinn Luis Suarez er mikil ógn við mark andstæðinganna og algjör- lega óhræddur við að skjóta. Hann hefur skotið oftast allra á markið en er þó nokkuð frá efstu mönnum á marka- skoraralistanum. Suarez hefur skorað fjögur mörk á meðan Robin van Persie hjá Arsenal hefur skorað ellefu. Liðsfélaginn 767 heppnaðar sendingar Yaya Toure – Manchester City Yaya Toure er búinn að stimpla sig inn sem einn allra besti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar. Ekki nóg með að hann hafi gefið flestar sendingar til þessa á tímabilinu held- ur er hann einnig með bestu sendingaprósentuna. Áttatíu og níu prósent sendinga hans hafa farið á liðsfélaga. Traustur miðjumaður þar á ferð. Einspilarinn 85 hlaup með boltann Victor Moses – Wigan Það er ekki mikið að gerast hjá Wig- an þessa dagana enda í raun ótrú- legt að liðið sé enn að spila á meðal þeirra bestu. Victor Moses missti besta liðsfélaga sinn í sumar, Charles N’Zogbia, og finnst því væntanlega eins og hann þurfi að gera allt sjálfur. Krossarinn 98 fyrirgjafir Sebastian Larsson – Sunderland Svíinn sykursæti Sebastian Larsson er vopnaður mögnuðum hægri fæti. Hann er líka óhræddur við að nota hann, hvort sem það er til að gefa fyrir eða skjóta. Það er því við hæfi að hann hafi gefið flestar fyrirgjafir á tímabilinu. Níutíu og átta talsins. Á röngum stað 21 rangstaða Javier Hernandez – Man. Utd Það hefur borið minna á litlu bauninni við upphaf þessa tímabils en gerði í fyrra. Varnarmenn þurfa þó greinilega alltaf að vera á tánum því Mexíkóinn smávaxni hangir á aftasta varn- armanni og mega þeir því ekki gleyma sér. Þeir hafa staðið vaktina ágætlega hingað til því 21 sinni hefur Chicharito ver- ið gripinn í landhelgi. Grófastur 25 brot Grant Holt – Norwich Strákarnir í Norwich lofuðu því fyrir tímabilið að berjast eins og grenjandi ljón og ýjuðu að því að þeir ætluðu að vera vondu strákarnir í deildinni. Grant Holt hefur allavega staðið við stóru orðin því enginn hefur brotið oftar af sér í úrvalsdeildinni en hann. Vondir strákar 157 liðsbrot – Blackburn Enn sem komið er hefur Norwich ekki náð því að eiga vondu strákana í deildinni því ekkert lið hefur brotið meira af sér en Blackburn. Það er þó meira vegna lítillar getur frekar en baráttu og vilja. Þetta er væntanlega eina taflan sem Blackburn mun toppa í vetur. Skotglaðir 181 skot liðs – Manchester City Ætli það sé ekki við hæfi að liðið sem hefur skorað langflest mörkin, 39 talsins, 11 fleiri en næsta lið, sé búið að skjóta oftast á markið. Leikir City í deildinni til þessa hafa verið meira og minna einstefna og þurfa markverðir að vera vel vakandi þegar þeir mæta Mancini og strákunum. Uppleggið 6 stoðsendingar Nani – Man. Utd David Silva – Man. City Tveir af liprari leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar og þeir sem hafa gefið flestar stoðsendingar. Nani og Silva eru nokkuð ólíkir leikmenn en enn sem komið er eru þeir að skila því sama þegar kemur að því að leggja upp mörk. Gott að vera með svona mönnum í liði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.