Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Qupperneq 8
8 Fréttir 18.–20. nóvember 2011 Helgarblað Þóttu skara fram úr n Verðlaunaðir á degi íslenskrar tungu Á annað hundrað grunnskóla- nemar í Reykjavík tóku við ís- lenskuverðlaunum skóla- og frístundaráðs við hátíðlega at- höfn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Verðlaunin voru afhent á degi íslenskr- ar tungu, 16. nóvember síðastliðinn. Það var verndari verðlaunanna, frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti, sem afhenti verðlaunin ásamt þeim Oddnýju Sturludóttur, formanni skóla- og frístundaráðs, og Mörtu Guðjónsdóttur, formanni nefndar um íslenskuverðlaun. Grunnskólanemarnir sem tóku við verðlaunum hafa skarað fram úr á ýmsa vegu í íslenskunámi, skapandi skrifum og framsögn. Nokkrir þeirra eiga annað móðurmál en íslensku, en hafa sýnt miklar framfarir í íslensku- námi og tjáningu. Meðal verðlauna- hafa eru ljóðskáld, leikskáld og lestr- arhestar á aldrinum 8 til 15 ára. Allir verðlaunahafar fá til eignar vegleg- an verðlaunagrip sem hannaður er af Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur. „Markmið verðlaunanna er að hvetja nemendur til framfara í tján- ingu talaðs máls og ritaðs og vekja þau til vitundar um auðinn í íslenskri tungu,“ segir Marta Guðjónsdóttir, for- maður nefndar um verðlaunin. Glæsilegir handunnir skartgripir, einstakir í hönnun Skartgripir Hansínu Jens fást eingöngu hjá eftirtöldum a›ilum: /Listhús Ófeigs, Skólavör›ustíg 5 / KRAUM, A›alstræti 10 / Icelandair Hotel Reykjavík Natura /Hilton Reykjavík Nordica / Nordicstore, lækjargötu 2 / Karl R. Gu›mundsson, Selfossi /Gullsmi›ja Hansínu Jens, Dugguvogi 10 Sími: 551 8448 K jarrás ehf, Félag Ólafs Laufdal Jónassonar og eiginkonu hans Kristínar Ketilsdóttur, hef- ur verið tekið til gjaldþrota- skipta. Kröfur í félagið nema tæplega 200 milljónum króna en fé- lagið fjárfesti í hlutabréfum í ýmsum fyrirtækjum fyrir hrun. Ársreikningar félagsins fyrir árin 2008 og 2009 sýna mikið tap á rekstri félagsins en 256 milljóna króna hagnaður var af rekstri þess árið 2007 og var arður greiddur til eigendanna, Ólafs og eiginkonu hans, það ár. Heildarskuldir félagsins, þegar mest var, námu 800 milljónum króna en helstu eignir þess voru í bönkum og öðrum félögum sem komu illa undan efnahagshruninu haustið 2008. Ólafur Laufdal er ekki þekktur fyr- ir hlutabréfaviðskipti en hann er einn þekktasti veitingamaður landsins. Hann hefur verið áberandi í skemmt- analífi landsmanna um margra ára- tuga skeið en hann rak meðal annars skemmtistaðinn Broadway í Mjódd, þar sem nú er rekið kvikmyndahús, auk þess að reka Hótel Ísland, sem síðar varð að Broadway, í Ármúla. Meira en 800 milljóna skuldir Árið 2007 skuldaði félagið Lands- banka Íslands rúmar 795 milljónir króna en stór hluti þeirrar skuld- ar virðist hafa verið greiddur. Sam- kvæmt ársreikningi félagsins lækk- uðu skuldir félagsins um 537 milljónir króna á milli áranna 2008 og 2009. Svo virðist einnig vera sem Ólafur og eiginkona hans hafi lán- að félaginu 70 milljónir árið 2008 til að standa straum af öðrum skuldum eða kostnaði. Skuldin lækkar svo árið 2009 um tæpar 20 milljónir króna. Af þessu að dæma virðist sem Ólafur og eiginkona hans hafi tapað á félaginu. Þau voru þó ekki meðal kröfuhafa en það var aðeins Arion banki sem gerði kröfu í búið. Langtímaskuldir félagsins á rekstrar árinu 2009 eru allar í erlend- um myntum. Skuldirnar eru sam- kvæmt ársreikningnum í japönskum jenum og svissneskum frönkum. Alls nema langtímaskuldir félagsins 156 milljónum króna en gengisbreytingar frá hruni hafa líklega haft mikil áhrif á skuldastöðu félagsins. Borgaði höfuðstólinn Ólafur segist sjálfur sjá eftir því að hafa farið út í hlutabréfaviðskipti. „Já, auðvitað gerir maður það. Þetta er nett sjokk,“ segir hann og tek- ur skýrt fram að félagið hafi ekki skuldað laun eða opinber gjöld. Það var búið að greiða bankanum höf- uðstólinn en bankinn vildi vextina umfram það og verðbæturnar,“ seg- ir Ólafur um skuldir félagsins. Hann segir Arion banka ekki hafa verið til í samningaviðræður við sig þrátt fyrir að hann hafi greitt höfuðstól lánsins. Skuldir og hlutabréfaeign félagsins voru tengd föllnu íslensku bönkun- um að sögn Ólafs. „Það var ekkert hægt að ná samningum við bank- ann.“ Félagið tæknilega gjaldþrota 2008 Félagið á enn eignarhlut í nokkrum fyrirtækjum, þar á meðal Marel, Fö- röja Banka, Decode Genetics og Arg- nor Wireless Ventures. Þá á félagið einnig hlut í Kaupþingi hf. og Exista hf. en bókfært verð þeirra bréfa er ekkert. Ljóst er að félagið hefur tapað mik- ið á fjárfestingum sínum frá hruni en nafnverð bréfanna er rúmlega tveim- ur og hálfri milljón króna meira en bókfært virði þeirra. Í ársreikningi félagsins vegna rekstrarársins 2008 segir endurskoð- andi reikninganna að vafi leiki á rekstrarhæfi félagsins. Sá vafi er langt frá því að vera úr lausu lofti gripinn en eftir efnahagshrunið 2008 fór fé- lagið að tapa mörg hundruð milljón- um króna. Eigið fé félagsins var strax eftir það rekstrarár orðið neikvætt um 270 milljónir króna. Staða félagsins versnaði svo um 15 milljónir króna á rekstrarárinu 2009. Tap félagsins þessi tvö ár nam samtals um 550 milljónum króna. n 200 milljóna gjaldþrot fjárfestingarfélags Ólafs Laufdal n Tapaði hátt í 600 milljónum eftir bankahrunið n Er líklega sjálfur á meðal kröfuhafa félagsins Veitingamaður í skuldavanda „Hann hefur verið áberandi í skemmtanalífi lands- manna um margra áratuga skeið en hann rak meðal ann- ars skemmtistaðinn Broadway í Mjódd. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Ólafur og Kristín Kjarrás ehf, Félag Ólafs Laufdal og eiginkonu hans Kristínar Ketilsdóttur, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Mynd Björn BLöndaL Verðlaunahafarnir Hér sjást nokkrir þeirra sem fengu verðlaun ásamt frú Vigdísi, Oddnýju og Mörtu. Nýbýlavegur 12 & Grensásvegur 8 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 GANGTU Á MUSTANG! Herraskór í stórum stærðum st. 41-46 Verð 17.995 St. 42-50 Verð 14.995 st. 41-46 Verð 17.995 Sjálfstæðis- menn sektaðir Stöðumælaverðir og lögreglan hjálp- uðust að við að sekta bílaeigendur sem höfðu lagt ólöglega fyrir framan Laugardalshöll- ina á fimmtudag, þar sem lands- fundur Sjálf- stæðisflokks- ins fer fram nú um helgina. Á annað þúsund manns voru samankomin við setningu landsfundarins. Margir gætu því hafa lent í vandræðum með að finna sér bílastæði í nálægð við Laugardalshöllina. DV hefur ekki upplýsingar um hversu margir fengu sekt en ef landsfundur verður áfram svo fjölmennur um helgina, verður nóg að gera hjá stöðumælavörðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.