Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Qupperneq 21
Fréttir 21Helgarblað 18.–20. nóvember 2011 Eignamissir og gjaldþrot Feðgarnir hafa misst allar helstu eignir sínar Feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson, sem kenndir eru við Baug, voru stærstu eigendur smásölurisans Haga. Þeir hafa glatað öllum helstu eignum sínum eftir bankahrunið 2008. Baugur er gjaldþrota og skilur eftir sig skuldahala upp á nærri 317 milljarða króna – stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar. Skiptum á búi Baugs er ekki lokið. Kröfuhafar Haga yfirtóku verslanafyrirtækið og hafa selt hluta þess á markaði til nýrra fjárfesta. Hlutabréf í FL Group, stærsta eiganda Glitnis, sem Baugur var stærsti hluthafinn í urðu verðlaus í bankahruninu 2008. Heildarskuldbindingar Baugs og tengdra félaga námu 5,7 milljörðum evra í lok árs 2007, rúmlega 500 milljörðum króna miðað við gengi krónunnar þá. Feðgarnir hafa ekki, svo vitað sé, tekið þátt í fjárfestingum eftir hrunið 2008. Afar ólíklegt er að þeir verði aftur stórir þátttakendur í íslensku viðskiptalífi. Jón Ásgeir, eða Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona hans, halda þó eftir fjölmiðlafyrirtækinu 365. Það er eina verulega fjárfestingareignin sem Jón Ásgeir tengist á Íslandi í dag. Jón Ásgeir hefur sjálfur sagt að hann sé eignalítill eftir hrunið 2008. Erfitt er þó að sannreyna þá staðhæfingu. Stærsta gjaldþrot einstaklings Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleig- andi og stjórnarformaður Landsbankans, gaf bú sitt upp til gjaldþrotaskipta sumarið 2009 tæpu ári eftir fall Landsbankans. Persónulegar skuldir Björgólfs námu þá 96 milljörðum króna. Þetta er stærsta gjaldþrot einstaklings í Íslandssögunni. Fyrir hrun átti Björgólfur meðal annars Eimskip, fótboltaliðið West Ham og Morgunblaðið. Björgólfur heldur ekki eftir neinum eignum persónulega, svo vitað sé, en skiptastjóri þrotabús hans vinnur nú að því að gera upp bú hans. Björgólfur býr í Laugarneshverfinu í Reykjavík, í húsi sem skráð er eiginkonu hans en ekki hann persónulega, og hefur sést keyra um götur bæjarins á Benz-jeppa sem einnig er í eigu konu hans. Björgólfur lætur lítið fyrir sér fara, lifir hæglátu lífi og sést stundum ganga um hverfið með hund þeirra hjóna í bandi. Björgólfur hefur ekki gerst líklegur til að stunda fjárfestingar hér á landi eftir hrun og er afar ólíklegt að hann verði aftur þátttakandi í íslensku viðskiptalífi. Til Rússlands eftir gjaldþrot Magnús Þorsteinsson varð þjóðkunnur þegar hann keypti kjölfestuhlut í Landsbankanum ásamt Björgólfi Guðmundssyni og syni hans, Björgólfi Thor Björgólfssyni, árið 2002. Þremenningarnir mynduðu Samson-hópinn svokallaða. Þeir ráku saman brugg- verksmiðjuna Bravo í Rússlandi sem þeir seldu síðan til Heineken fyrir um 400 milljónir dollara árið 2002. Magnús var úrskurðaður gjaldþrota árið 2009 og hefur skiptastjóri bús hans unnið að því gera bú hans upp. Fjárfestirinn er búsettur í Rússlandi um þessar mundir en bjó áður á Akureyri. Kröfur upp á ríflega 25 milljarða króna hafa borist í þrotabú hans. Reikna má með að afskrifa þurfi stóran hluta af þessum eignum. Karl Wernersson, fjárfestir og fyrrver­ andi aðaleigandi eignarhaldsfélags­ ins Milestone, mun að öllum líkind­ um halda lyfjaverslunum Lyfjum og heilsu samkvæmt skuldauppgjöri sem hann er að ljúka við Íslandsbanka. Skuldauppgjörið mun líklega fela í sér skuldaafskriftir hjá Lyfjum og heilsu og eða móðurfélagi þess, Aurláka ehf. Lyf og heilsa er með á milli 30 og 35 prósenta markaðshlutdeild á lyfja­ markaðnum á Íslandi. Lyf og heilsa skuldaði um 1.700 milljónir króna í árslok 2009 og Aurláki ehf. skuldar Ís­ landsbanka um 3 milljarða króna. Í nóvember í fyrra greindi DV frá því að Karl Wernersson hefði greitt rúmlega 389 milljóna króna arð út úr Lyfjum og heilsu og til Aurláka á árun­ um 2008 og 2009. Arðurinn rann upp í skuldir Aurláka við Íslandsbanka. Þetta kom fram í óbirtum ársreikn­ ingum Lyfja og heilsu sem DV hefur undir höndum. Samkvæmt þessum ársreikningum var rekstrarhagn­ aður lyfjaverslananna mjög góður bæði árin, 600 og 300 milljónir króna. Rekstrartekjurnar árið 2009 námu 6,6 milljörðum króna og skuldirnar námu 1,7 milljörðumkróna. Karl var stærsti eigandi eignar­ haldsfélagsins Milestone sem úr­ skurðað var gjaldþrota eftir hrunið árið 2009. Milestone var eitt stærsta eignarhaldsfélag landsins á árun­ um fyrir hrunið og átti meðal annars tryggingafélagið Sjóvá, fjárfestingar­ bankann Askar Capital, eignarhlut í Glitni, fjármögnunarfyrirtækið Avant sem og fjármálafyrirtæki og aðrar eignir erlendis. Skiptum á þrotabúi Milestone er ekki lokið en reiknað er með að kröfuhafar fái einungis nokkur prósent, í mesta lagi, upp í 90 millj­ arða króna kröfur á hendur félaginu. Karl hefur því misst stóran hluta af eignum en mun halda Lyfjum og heilsu ef skuldauppgjörið við Íslands­ banka gengur eftir. Karl býr í glæsilegu einbýlishúsi í Engihlíð og heldur eftir hestabúgarð­ inum Feti í nágrenni við Hellu, svo eitthvað sé nefnt af hans persónulegu eign, auk nokkurra lúxusbifreiða. Halda eignum eftir milljarðaafskriftir Gunnar og Gylfi í Bygg Stóreignamenn eftir skuldauppgjör Karl Wernersson Lyf og heilsa er mjólkurkú Karls 90 milljarðar Ágúst og Lýður Guðmundssynir Erlendir kröfuhafar vildu bræðurna Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmunds­ syni, sem kenndir eru við matvælafyr­ irtækið Bakkavör, skildu eignarhalds­ félagið Exista eftir með skuldahala upp á 262 milljarða króna. Inni í Exista voru helstu eignir þeirra eins og hlutur í Kaupþingi, tryggingafélagið VÍS, fjár­ mögnunarfyrirtækið Lýsing, Síminn og Bakkavör. Exista hefur verið yfir­ tekið af kröfuhöfum fyrirtækisins. Bræðrunum tókst hins vegar að halda yfirráðum yfir Bakka­ vör með því að gera nauða­ samninga við kröfuhafa sína í fyrra. Erlendir kröfuhafar Bakka­ varar vildu að bræðurnir fengju að stýra félaginu áfram og fengu þeir vilja sínum framgengt þrátt fyrir andstöðu einhverra af ís­ lensku kröfu­ höfunum. Ágúst er því ennþá forstjóri fyrirtækisins og Lýður stjórnarformað­ ur þess. Í nauðasamningunum fólst að Bakkavör, undir stjórn bræðranna, ætti að greiða kröfuhöfunum rúmlega 90 milljarða króna á næstu þremur árum. Ef þetta gengi eftir ættu bræðurnir að geta haldið eftir 25 pró­ senta hlut í fyrirtækinu. Ólíklegt er að þetta gangi eftir þar sem Bakkavör tap­ aði 2,5 milljörðum króna í fyrra. Bræð­ urnir munu því að öllum líkindum tapa eign sinni í Bakkavör endanlega þegar fyrir liggur að markmið nauða­ samninganna eru óraunhæf. Tugmillj­ arða króna afskriftir af skuldum sem félög bræðra stofnuðu til eru því óhjá­ kvæmilegar. Þrátt fyrir þessa stöðu tók Ágúst 112 milljónir króna í laun út úr Bakka­ vör í fyrra, líkt og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Bræðurnir hafa það því fínt, þrátt fyrir skuldastöðuna og erfiðleikana í rekstri Bakkavarar, og eiga báðir verulegar eignir. Lýður á til dæmis glæsilegt einbýlishús á Star­ haga og báðir hafa þeir reist sér glæsileg sumarhús á Suðurlandi, Ágúst við Þingvallavatn og Lýður í Fljótshlíðinni. óráðið Framhald á næstu opnu Heimilin skulda Aðeins hluti skulda heimilanna hefur verið afskrifaður en fyrirtæki hafa fengið marg- falt meira afskrifað. Myndin er frá mótmælum við Alþingishúsið í janúar síðastliðnum. Mynd Sigtryggur Ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.