Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Qupperneq 42
Hvað er að gerast? Laugardagur Föstudagur Sunnudagur 19 NÓV 18 NÓV 20 NÓV Lay Low með útgáfutónleika Ein fallegasta og innilegasta plata ársins er Brostinn strengur Lay Low. Á henni syngur hún ljóð eftir aðrar íslenskar konur, fyrir utan eitt sem er eftir Lovísu sjálfa. Tónleikarnir verða haldnir í Fríkirkjunni. Úrslit í Fyndnasta manni Íslands Á skemmtistaðnum Spot verður keppt í fyndni. Á úrslitakvöldinu keppa fimm einstaklingar um titil- inn fyndnasti maður Íslands 2011. Hver keppandi fær 8–10 mínútur til að spreyta sig og mun núverandi titilhafi, Þórhallur Þórhallsson, halda uppi stemningunni þess á milli. Húsið er opnað klukkan 18 og mun Spot bjóða upp á hamborgara- tilboð frá klukkan 18:30–20:00. Hamborgari, franskar og einn íííískaldur af krana á 1.500 kr. Miði í forsölu kostar 2.000 kr. Óseldir miðar verða seldir við dyrnar á 2.500 kr. Útgáfutónleikar Árstíða í Salnum Hljómsveitin Árstíðir fagnar útgáfu annarrar hljóðversplötu sinnar, Svefns og vöku skil, með tónleikum í Salnum, Kópavogi, laugardag kl. 21. Nýja platan var tekin upp í sam- starfi við Ólaf Arnalds og Styrmi Hauksson og er hljóðmyndin öllu stærri þar sem ekkert var til sparað. Á þessum tónleikum njóta Árstíðir liðsinnis tveggja strengjaleikara og verða tónleikarnir öllu glæsilegri fyrir vikið. Styrktartónleikar Mæðra- styrksnefndar Styrktartónleikar Caritas í þágu Mæðrastyrksnefndar með Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni stórtenór og Helgu Rós Indriðadóttur sópran ásamt mörgum af helstu lista- mönnum þjóð- arinnar verða sunnudaginn 20. nóvember kl. 16 í Kristskirkju við Landakot. Tónleikar Caritas marka upphaf aðventunnar fyrir marga og fjölmargir gestir koma ár eftir ár á þessa eftirsóttu tónleika, njóta fagurra lista og leggja góðu mál- efni lið. Efnisskrá tónleikanna verður glæsileg og fluttar verða skærustu perlur tónbókmenntanna ásamt einsöngvurum, strengjasveit og kórum. Judy Garland í Þjóðleik- húskjallaranum Judy Garland var ein frægasta söng- og leikkona síðustu aldar. Hún hóf feril sinn aðeins tveggja og hálfs árs gömul og lifði fyrir skemmtanabransann og aðdáendur sína. Hún lék í fjölda kvikmynda, kom fram í sjónvarps- þáttum og á tónleikum og sendi frá sér hljómplötur. „All my songs tell my life story,“ sagði Judy í við- tali og hér er saga þessarar vinsælu listakonu sögð í gegnum tónlistina sem hún flutti. Lára Sveinsdóttir, leik- og söng- kona, mun ásamt Djasshljómsveit Úlfs Eldjárn flytja ýmis vinsæl lög Judy Garland og leiða áhorfendur inn í stormasamt líf hennar. 42 18.–20. nóvember 2011 Helgarblað „Ekkert dregið undan og höfundur fer inn að eigin kviku“Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Fallið Þráinn Bertelsson „Hljóðfæraleikurinn er upp á tíu“ Svefns og vöku skil Árstíðir F jórða breiðskífa hljóm- sveitarinnar Diktu kem- ur í verslanir í dag, föstu- dag. Heiti plötunnar er Trust Me og með henni fylgir Dikta eftir platínuplötu sinni, Get It Together, sem gefin var út síðla árs 2009 og naut mikilla vinsælda. Sérstakra vinsælda nutu lögin From Now On og Just Getting Started auk þess sem Thank You var á hvers manns vörum. Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, segir í viðtali við DV að markmið sveitar- innar hafi aldrei verið að semja smelli á borð við Thank You. „Reyndar hefur ávallt ríkt hjá okkur ákveðið stefnuleysi hvað lagasmíðar varðar. Við höfum hist og samið lög, eða samið heima, svo hafa hug- myndirnar þróast og við höfum útfært þær á ýmsan hátt. Við höfum aldrei, í það minnsta ekki meðvitað, verið að semja fyrir einhverja markhópa,“ segir Haukur Heiðar. Hvað vinsældir lagsins Thank You áhrærir komu þær Hauki Heiðari í opna skjöldu. „Ég hélt að lagið Thank You yrði ekki einu sinni smáskífa. Mér fannst ólíklegt að það næði vinsældum í útvarpi.“ Að sögn Hauks Heiðars var efni nýju plötunnar nánast samið eingöngu í sumar sem leið: „Við vorum allir án dag- vinnu og fengum úthlutað einni kennslustofu í Sjálands- skóla í Garðabæ. Við vorum bara tónlistarmenn, hittumst klukkan níu á morgnana og leiddum saman hesta okkar. Með því móti gátum við unn- ið betur í lögunum og kafað dýpra ofan í þau. Að mínu mati hafði það annars konar áhrif á endanlega útgáfu en hefðu þau verið samin hér og þar. Núna gátum við hellt okkur meira út í lagasmíðarnar.“ Meiri atvinnumennska en fyrr Í stuttu spjalli við DV segir Máni Pétursson, umboðsmaður Diktu og útgáfustjóri hjá útgáfu- fyrirtækinu Kölska, að hann hafi merkt breytingu á Diktu frá plötunni Get It Together. „Þeir voru fagmannlegri núna, strákarnir, ekki lengur eingöngu tónlistaráhugamenn heldur faglegir tónlistarmenn og diskurinn ber þess merki – er mun heilsteyptari en Get It Together.“ Máni telur ekki ólíklegt að einhver lög á Trust Me muni slá við vinsældum laga af Get It Together, með einni undan- tekningu – Thank You. „Það mun ekkert lag slá við laginu Thank You hvað vinsældir varðar. Það lag sem mun gera það verður að vera mjög sér- stakt, enda hitti Thank You á mjög sérstakan stað hjá þjóð- inni,“ segir Máni og bætir við að það hafi ekki verið ætlun strákanna að semja „nýtt“ Thank You. „Enda slíkt ekki tilgangur plötunnar, þeir voru ekki að eltast við Get It Together. Það eru frábærir smellir á nýju plöt- unni, Diktu-smellir, en hún er miklu betri en Get It Together og að mínu mati er um að ræða mun heilsteyptari tónsmíð,“ segir Máni, en bætir hreinskil- inn við að hann sé kannski ekki besti maðurinn til að tjá sig um þetta þar sem hann sé, auk þess að vera umboðsmaður Diktu og útgáfustjóri sveitar- innar, góður vinur strákanna. Máni segir að sú ákvörðun Hauks Heiðars og félaga hans, Jóns Bjarna Péturssonar, Jóns Þórs Sigurðssonar og Skúla Z. Gestssonar, að leggja allt annað til hliðar og einbeita sér eingöngu að tónlistinni hafi borið góðan ávöxt: „Þeir gáfu sér betri tíma í plötuna en ella og höfðu þar af leiðandi meira svigrúm til að prófa ýmislegt og melta útkomuna.“ Lítil spádómsgáfa Sem fyrr segir komu vinsæld- ir Thank You Hauki Heiðari í opna skjöldu og aðspurður hvaða lag hann telji líklegri en önnur á nýju plötunni til að slá í gegn kemur á hann andar- taks hik. „Í ljósi spádómsgáfu minnar hvað varðaði Thank You er frekar hæpið að biðja mig að spá fyrir um þetta. En uppá- haldslagið mitt á plötunni er Home, lokalagið. Ég tel samt ólíklegt að það verði vinsælt, það er mjög rólegt lag, óvenju- legt í uppbyggingu en er í sér- stöku uppáhaldi hjá mér. Aftur á móti fékk ég á til- finninguna að upphafslag plöt- unnar, What Are You Waiting For, sem nú er í spilun í útvarp- inu, yrði hugsanlega vinsælt, þegar við spiluðum það í fyrsta skipti á Akureyri um verslunar- mannahelgina. Þá varð mér lit- ið út í sal í Sjallanum og áheyr- endur voru vel með á nótunum og tóku undir í viðlaginu án þess að hafa heyrt lagið nokk- urn tímann áður. Það snertir greinilega einhverja taug,“ segir Haukur. Ólíku saman að jafna Haukur segir að ekki sé hægt að bera saman þær tilfinningar sem fylgi því að spila annars vegar fyrir ölvaða áheyrendur sem syngi með sem óðir væru og hins vegar áheyrendur sem njóti tónlistarinnar á rólegri hátt. „Hvort tveggja veitir manni ánægju, en á tvo ólíka vegu. Á þriðjudag spiluðum við tvisvar Trey tu mér Trust Me, fjórða plata Diktu, kemur í verslanir í dag, föstudag. Dikta hefur verið ein vinsælasta hljómsveit landsins um langt skeið og án efa hafa margir beðið nýrrar plötu frá henni með eftirvæntingu. DV sló á þráðinn til Hauks Heiðars Haukssonar og Mána Péturssonar, umboðsmanns Diktu, og forvitnaðist um nýja afurð sveitarinnar. Kolbeinn Þorsteinssson kolbeinn@dv.is Viðtal Haukur Heiðar Hauksson Segist ekki réttur maður til að spá fyrir um smelli á nýrri plötu Diktu. M y n d B a Ld u r K r is tj á n s
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.