Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Qupperneq 48
48 Lífsstíll 18.–20. nóvember 2011 Helgarblað Feitasta 4 ára barn í heimi K ínverjar eru sífellt að þyngj- ast og fjögurra ára snáði, Lu Zhihao, er líklega stærsta og þyngsta fjögurra ára barn í heimi. Lu Zhihao býr hjá foreldrum sínum í Foshan í Guangdong-héraði. Hann er rúmur metri á hæð og yfir 62 kíló að þyngd. Að sögn foreldra hans fór hann að þyngjast hratt aðeins þriggja mánaða. Læknar vita ekki hvað veldur en telja að ójafnvægi í hormónastarfsemi eigi hlut að máli. Matarlist Lu Zhihao er gríðarleg og samkvæmt blaðamanni Reuters iðu- lega mætt af foreldrum hans og öðr- um ættingjum sem neita drengnum aldrei um aukabita. „Hann á í erfiðleikum með að komast upp og niður stiga. Hann þarf hjálp til að komast um borð í skólabílinn sem ekur honum í leik- skólann. Það er líka mjög erfitt að baða hann,“ sagði móðir hans, Chen Huan, í viðtali við Reuters-fréttastof- una. Samkvæmt kínverskum gögnum er fimmta hvert barn undir fimm ára aldri of þungt. Þessi gríðarlega fjölgun offituvandamála í Kína er tal- in tengjast bæði betri afkomu fjöl- skyldna og reglum um að hjón megi aðeins eignast eitt barn. Reglan er talin valda því að öll athygli og pen- ingar foreldranna, frænka, frænda og annarra ættingja snúist um þetta eina barn. BBC sagði frá öðru svipuðu dæmi í fyrra. Sú grein fjallaði um 12 ára kínverskan dreng, Liu Tao, sem vó 114 kíló eða 40 kílóum meira en meðalþungt tólf ára barn. n Kínverska þjóðin þyngist sífellt n Feitasti fjögurra ára drengur í heimi n Metri á hæð og 62 kíló Atvinnuleysi Samkvæmt rannsókn í British Medical Journal eru tvisvar sinnum meiri líkur á að atvinnulaus einstaklingur þyngist frekar en léttist. Í rannsókninni kom í ljós að 3% manna sem misstu vinnuna léttust um 10%, en 8% þeirra þyngdust um 10%. „Að missa vinnuna þýðir að missa megintilganginn sem verður til þess að við höfum nægan tíma til að borða,“ segir Zoë Harcombe, höfundur The Obesity Epidemic. Reykleysi Um 8% karlmanna þyngjast um meira en tólf kíló þegar þeir hætta að reykja. Hlutfallið er lægra á meðal kvenna eða um 6%. Svartir og einstaklingar undir 55 ára aldri eru enn líklegri til hlaða á sig aukakílóunum þegar þeir drepa í. Þetta kemur fram í rannsókn sem birtist í tímaritinu New England Journal of Medicine. Háskólanám Konur á fyrsta ári í háskóla þyngjast 36 sinnum hraðar en ómenntaðar konur á sama aldri. Þetta kemur fram í rann- sókn sem birtist í tímaritinu Addictive Behaviors. „Það er fátt öflugra en félagslegur þrýstingur og ekkert veitir meiri huggun en matur,“ segir fjölskylduráðgjafinn Jade Teda sem skrifaði lífsstílsbókina The New ME Diet. Hamingja Að líða vel í sambandinu eykur líkur á aukakílóum samkvæmt grein sem birtist í Psychology, Health and Medicine. Hamingjusöm pör fara oftar út að borða, borða meira af súkkulaði og liggja lengur í rúminu og þyngjast því frekar en þeir einhleypu og óhamingjusömu. Meðganga leiðir til mestu þyngdaraukningar í sambandi á meðan vandamál í sambandi verða frekar til þess að einstaklingar léttast. Meðganga Yfir 40% karlmanna þyngjast þegar konur þeirra eru ófrískar. Margir menn finna fyrir öðrum einkennum óléttunnar svo sem ógleði, bakveiki, aukinni matarlist og löngunum í furðulegar matartegundir. Þetta kemur fram í bókinni Birthing Fathers: The Transformation of Men in American Rites of Birth, sem kom út árið 2005. Skilnaður Konur eru 22% líklegri til að þyngjast ef þær skilja við menn sína. Þeir þyngjast líka en ekki jafn mikið. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem var kynnt á árlegum fundi American Sociological Association í sumar. Misnotkun í æsku Konur sem voru misnotaðar í æsku eru þrisvar sinnum líklegri til að þjást af offitu þegar þær ná 27 ára aldri en konur á sama aldri sem urðu ekki fyrir slíku ofbeldi. Þetta kemur fram í rannsókn sem birtist í tímaritinu Pediatrics. Hjónaband Það eru 48% líkur á kona sem gengur í það heilaga þyngist verulega, sér í lagi ef hún er komin yfir þrítugt. Þetta kemur fram í rannsókn sem birt var í sumar. Kona sem flytur aðeins inn með maka er mun ólíklegri til að þyngjast. „Sambýlingar telja meiri líkur á að sambandið muni renna út í sandinn en giftir einstaklingar. Þess vegna halda sambýlingarnir sér í formi, því líkurnar á að þeir lendi aftur á markaðnum eru töluverðar,“ kemur fram í ritgerðinni Why Does Getting Married Make You Fat? sem skrifuð var af prófessor við háskólann í Kaliforníu árið 2009. Jólin Við borðum meira, drekkum meira og erum stressaðri í kringum jólin en aðra tíma ársins samkvæmt grein í tímaritinu Health Psychology. Þar kemur fram að bandarískir offitu- sjúklingar þyngjast fimm sinnum meira á milli þakkargjörðarhá- tíðarinnar og nýársdags en alla aðra daga ársins. Framhaldsskólaganga Samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn þyngjast nemendur þegar þeir fara í framhaldsskóla. Þar kemur fram að með auðveldara aðgengi að óhollari mat, minni hreyfingu og óreglu- legum svefni aukist líkur á þyngdaraukningu. Vísindamenn rannsóknarinnar hafna hins vegar fyrri kenningum um að byrjendur í framhaldsskólum þyngist um 7 kíló á fyrsta árinu og segja þyngdaraukninguna nær 10%. Í rannsókninni, sem birtist í tímaritinu Journal of American College Health, kemur fram að 70% byrjenda í framhaldsskóla borða minna en fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag og yfir 50% þeirra borða djúpsteiktan og fituríkan mat alla vega þrisvar í viku. Það ásamt hreyfingarleysi veldur því að kílóin hlaðast upp. Af hverju fitnum við? Með foreldrunum Lu Zhihao, fjögurra ára, ásamt for- eldrum sínum á gangi úti á götu. Matargat Samkvæmt Reuters er Lu Zhihao mikið matargat. Leikur Lu Zhihao er eins og önnur fjögurra ára börn og finnst gaman að leika sér.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.