Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2011, Síða 54
54 Sport 18.–20. nóvember 2011 Helgarblað NÓVEMBERTILBOÐ YFIR 30 GERÐIR GASGRILLA Á TILBOÐIHlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400 Er frá Þýskalandi www.grillbudin.is FULLT VERÐ 94.900 67.900 Nýtt kortatímabil S íðustu tvær vikur hafa reynst knattspyrnuunnendum erf­ iðar enda var tveggja vikna hlé gert á Evrópuboltanum, og þá auðvitað ensku úrvals­ deildinni, vegna landsleikja. En nú er ljóst hvaða lið eru komin á EM og verður ekki stoppað aftur vegna landsleikja fyrr en í mars. Enska úr­ valsdeildin er boðin velkomin aftur en í þessari tólftu umferð eru á dag­ skrá nokkrir áhugaverðir leikir. Stór­ leikur helgarinnar verður á Stamford Bridge þar sem Chelsea tekur á móti Liverpool en þar mun Fernando Torres vonast til þess að eiga betri dag en í byrjun árs þegar hann gekk skömmustulegur af velli eftir hræði­ lega frumraun með sínu nýja liði gegn sínu gamla. Annar áhugaverð­ ur leikur er á laugardaginn á Borgar­ leikvanginum í Manchester þar sem topplið Manchester City tekur á móti Newcastle. Þetta eru einu tvö tap­ lausu liðin í deildinni en Newcastle er nú að fara í erfiða þriggja leikja þolraun sem mun sýna liðinu al­ mennilega hvar það er statt. Þá mun Manchester United spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik í Wales. Allra augu á Suarez Chelsea tekur á móti Liverpool á laugardaginn í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Síðast þegar liðin mættust, snemma á þessu ári, var Fernando Torres nýgenginn í rað­ ir Chelsea fyrir 50 milljónir punda en þann pening nýtti Liverpool til kaupa á Luis Suarez og Andy Carroll. Aðeins einn þeirra, Luis Suarez, hefur virki­ lega staðið sig en nú liggur hann und­ ir ámæli fyrir kyn­ þáttníð. Suarez hef­ ur verið ákærður af enska knattspyrnu­ sambandinu fyrir kynþáttafordóma í garð Patrice Evra, bakvarðar Man­ chester United í leik liðanna fyrr á tímabilinu. Sjálfur segir Suarez þetta byggt á misskiln­ ingi og þjálfari hans, Kenny Dalghlish, stendur þétt við bakið á sínum manni. Verður þó fróðlegt að sjá hvern­ ig Suarez, sem hefur ver­ ið flottur fyrir Liverpool á tímabilinu, tekst á við mót­ lætið um helgina. Liverpool hefur jafnan velgt stórliðunum undir uggum og var fyrir nokkr­ um árum fyrsta liðið til að rjúfa langa heimaleikja­ sigurgöngu Chelsea. Það eru þó jafntefli gegn nýliðum Swan­ sea og Norwich sem hafa haldið aft­ ur af Liverpool­mönnum og vegna þeirra situr liðið aðeins í sjötta sæti með nítján stig. Þarf Liverpool því virkilega á sigri að halda. Prófraunir Newcastle Það hefði engum dottið í hug að þegar ellefu umferðir væru búnar af ensku úrvalsdeildinni að New­ castle væri enn taplaust. En sú er raunin. Newcastle situr í þriðja sæti deildarinnar en loksins hafa hlut­ irnir fallið með þeim og leikmenn haldist nokkuð heilir. Newcastle­ menn fá þó næstu vikurnar virkilega að sjá hvers þeir eru megnugir er liðið mæt­ ir Manchester City, Manc­ hester United og Chelsea, öllum í röð. Leikar hefj­ ast á laugar­ daginn gegn City á útivelli en þeir heiðbláu hafa litið ógnvænlega út og bíða þess væntanlega spenntir að fá að rífa spútniklið Newcastle í tætlur. „Það bjuggust ekki margir við þessu,“ segir Ryan Taylor, bakvörður Newcastle, sem skoraði glæsilegt sigurmark gegn Everton í síðustu umferð. „Það er virkilega góður andi í búningsklefanum. Við vitum að hlutirnir hafa fallið með okkur en við höfum líka spilað vel. Sérstak­ lega varnarlega og allur okkar ár­ angur en mikilli og góðri vinnu að þakka. Við fögnum þessum leikjum á næstu vikum því okkur langar að sanna okkur, alveg eins og marga langar að sjá okkur vera togaða aftur niður á jörðina. Það væri óðs manns æði að ætlast til að vera enn taplaus­ ir eftir þessa þrjá leiki en auðvitað ætlum við okkur sem flest stig út úr þeim,“ segir Taylor. United í Wales Sé eitthvað lið sem heillað hefur í ensku úrvalsdeildinni til þessa er það Swansea. Fyrsta liðið frá Wales sem leikur í ensku úrvalsdeildinni. Eftir brösótta byrjun hafa nýliðarn­ ir haldið í sinn stíl að spila boltan­ um á milli manna og er liðið jafnan kallað hið velska Barcelona. Ofurtrú stjórans, Brendans Rodgers, á þess­ ari spilamennsku hefur fleytt liðinu upp í tíunda sætið og í burtu frá fall­ draugnum í bili þó ekki megi mikið út af bregða. Ein af stóru stundun­ um í Swansea þetta tímabilið renn­ ur upp seinni part laugardagsins þegar Englandsmeistarar Manches­ ter United koma í heimsókn. Miðjumaðurinn Joe Allen hefur verið að gera það gott með Swan­ sea og hann fagnar því að fá meist­ ara í heimsókn. „Þetta verður bara hátíð. Við ætlum ekkert að gleyma okkur í gleðinni heldur spila okkar leik. Auðvitað verður þetta samt gaman fyrir stuðningsmennina sem eiga þetta svo skilið. Sjálfir ætlum við bara að spila okkar leik, berj­ ast og sjá hverju það skilar. United hefur verið á góðu skriði undanfar­ ið en það hefur líka sýnt veikleika til þessa. Við erum með frábæran stjóra sem mun undirbúa okkur vel og við erum spenntir fyrir þessum leik,“ segir Joe Allen. Ó, vertu velkominn aftur torresafvelli.jpg DV1110239234.jpg DV1108303918.jpg n Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir tveggja vikna landsleikjahlé n Stórleikur á Stamford Bridge n Newcastle hefur þriggja leikja prófraun gegn toppliðinu Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Slakur Fernando Torres gekk fúll af velli þegar hann mætti Liverpool fyrst með Chelsea. myNdir rEUtErS Á toppnum Manchester City fær spútniklið Newcastle í heimsókn en þau eru einu taplausu liðin. Úthvíldur Rooney var í fríi frá enska landsliðinu og hefur því fengið tvær vikur til að hvíla sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.