Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Page 2
2 Fréttir 13.–15. janúar 2012 Helgarblað „Hann er góður maður“ Skilnaður ís­ lensku söng­ konunnar Önnu Mjallar Ólafs­ dóttur og bílasal­ ans og milljarða­ mæringsins Cals Worth ington hef­ ur vakið mikla at­ hygli. Svanhildur Jakobsdóttir svaraði sögusögnum um skilnaðinn í miðvikudagsblaði DV þar sem hún sagði að Cal væri góður maður. Harka hefur færst í málið, Cal hefur sagt að Anna Mjöll fái ekki krónu meira út úr skilnaðinum en framfærslu upp á 500.000 krónur mánaðarlega í sex mánuði. Anna Mjöll lætur hart mæta hörðu og krefst þess að fá helming af andvirði rúm­ lega 400 milljóna króna glæsivillu þeirra í Beverly Hills auk framfærslu. 400 konur með PIP-brjóst Um fjögur hundruð íslenskar kon­ ur eru með svo­ kallaðar Poly Implant Prothese (PIP) silíkon­ brjóstapúða­ fyllingar sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum síð­ ustu daga. Í púðunum er iðnaðar­ silíkon sem ekki er leyfilegt að nota í brjóstapúða. Þá er þeim hættara til að leka en öðrum púðum. Margar konur hafa stigið fram og sagði DV reynslusögur þeirra í blaðinu. „Það er greinilegt að það er eitthvað að, brjóstin á mér eru öll farin að af­ lagast,“ sagði kona sem fékk PIP­ fyllingar hjá Jens Kjartanssyni árið 2007. Launin duga ekki fyrir hádegismat Þroska­ hamlað­ ir starfsmenn á Bjarkarási og Lækjarási, áttu frá og með næstu mán­ aðamótum að greiða 610 krón­ ur fyrir hverja máltíð sem þeir borðuðu á meðan þeir nota dagþjónustuna. Þetta átti að vera nýtt gjald, áður voru máltíðirnar ókeypis fyrir starfs­ fólk. Hefðu breytingarnar tekið gildi hefðu launin í sumum til­ fellum ekki dugað fyrir matnum. Þessi umdeilda ákvörðun hefur verið dregin til baka og verður endurskoðuð. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 Tangabryggja 14-16, 110 Rvk. S. 567 4840 www.hofdahollin.is RÝMINGARSALA! Þ etta er aðdáunarvert framtak og sýnir óendanlega mögu­ leika í nýsköpun ef rétt er á haldið,“ segir Þorsteinn I. Sigfússon, forstjóri Nýsköp­ unarmiðstöðvar Íslands, um ísfirska bókasafnsfræðinginn Ingu Maríu Guðmundsdóttur. Fyrir fjórtán árum, nánar tiltekið í mars árið 1998, stofnaði hún leikja­ síðuna dressupgames.com. Síðan virkar sem eins konar miðstöð fyrir þá sem hafa gaman af dúkkulísuleikjum. Síðan er með margar milljónir not­ enda á mánuði og tugi milljóna flett­ inga. Mikið hefur verið rætt um mikil­ vægi nýsköpunar í samfélaginu árin eftir hrun og segir Þorstein Ingu svo sannarlega vera frumkvöðul á því sviði og sanni þetta fyrirtæki henn­ ar að hugmyndirnar þurfi oft ekki að vera stórar til þess að ná góðum ár­ angri. „Maður virkilega samgleðst henni,“ segir Þorsteinn. Mikill hagnaður Vefsíðan er rekin af einkahlutafélag­ inu Dress up Games en félagið skilaði 88,3 milljóna hagnaði á árinu 2010 samkvæmt ársreikningi félagsins. Fyrirtækið er með þeim öflugri á Vest­ fjörðum og þótt víðar væri leitað, en árið 2009 var það sagt hafa skilað mestum hagnaði vest­ firskra fyrirtækja samkvæmt álagningaskrá skattstjóra. Samkvæmt ársreikn­ ingnum nam samanlagður hagnaður félagsins á ár­ unum 2008 og 2009 213 milljónum króna. Hagnað­ ist fyrirtækið því um þrjú hundruð milljónir á þessum þremur árum. Tekjur í gegnum Google „Það þurfti örugglega mikla leikni til að ná þeim árangri sem hún hefur náð,“ segir Þorsteinn. Einhverjir gætu spurt sig hvernig fyrirtæki getur haft svo mikla innkomu af leikjasíðu. Síðan er með auglýsingasamning við net­ risann Google sem selur auglýsingar inn á síðuna i gegnum Google Ad­ words. Fyrirtæki Ingu fær greitt fyrir hvert skipti sem notendur síðunnar skoða auglýsingu Google Adwords. Í viðtali við ísfirska frétta­ miðilinn Bæjarins besta var greint frá því að síð­ an væri með sjö milljónir notenda á mánuði og fjörutíu milljón flettingar. Ekki náðist í Ingu Maríu við vinnslu þessarar fréttar en í sama viðtali við Bæjar­ ins besta árið 2007 sagði hún þessa leiki ganga út á miklu meira en að klæða dúkkur í föt. „Ég hef alltaf haldið því fram að ástæðan fyrir því að þetta er vinsælt sé sú að þetta er leikur hjá börnun­ um sem gengur út á miklu meira en bara að klæða dúkkur í föt, eins og fullorðnir virðast oft halda. Ég hef séð krakka í svona leikjum, og þeir tala við sjálfa sig og gleyma sér alveg í þessum heimi,“ sagði Inga María við Bæjarins besta. „Maður virkilega samgleðst henni“ n Ísfirsk dúkkulísusíða með tæpar 90 milljónir í tekjur árið 2010 n Með auglýsingasamning við Google n Aðdáunarvert framtak segir forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands „Það þurfti örugg- lega mikla leikni til að ná þeim árangri sem hún hefur náð. Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is Farsæl Dúkkulísusíða Ingu Maríu Guðmundsdóttur nýtur mikilla vinsælda. MyNd BæjAriNs BesTA/HAlldór sveiNBjörNssoN vinsæl vefsíða Dúkkulísusíðan nýtur mikilla vinsælda en margar milljónir notenda heimsækja síðuna mánaðarlega. Svona verst þú vatnstjóni Margir hlakka til þess að hlýna fari í veðri en spáin fyrir næstu daga gefur til kynna leysingar. Eftir langvarandi snjóa­ og frostakafla þurfa húsráðendur að gera ráð­ stafanir til þess að koma í veg fyrir vatnstjón. Hlýnandi veður þýðir að vatn safnast fyrir og þá verða niðurföll að vera hrein til þess að taka við vatninu. Flest tjón við þessar aðstæður má rekja til þess að ekki var mokað frá niðurföllum eða snjór var ekki hreinsaður af þökum og svölum. Sjóvá hefur því sent frá sér hollráð til þess að hús­ eigendur geti varist tjóni á heim­ ilum sínum og í sumarhúsum. Þetta getur þú gert: Heimili n Vertu viss um að vatn eigi greiða leið að niðurföllum n Brjótið klaka við niðurföll og mokið snjó frá niðurföllum n Hreinsaðu sand og lauf frá nið­ urföllum n Hreinsaðu snjó af svölum, en gættu þess að hvorki bílar né fólk sé fyrir neðan n Losaðu klaka og grýlukerti úr þakrennum og af þakskeggi n Við niðurgang í kjallara og við glugga og veggi á neðri hæð gæti þurft að moka snjó frá sumarhús n Eftir langa frostakafla þá þarf að huga að vatnslögnum sumarhúsa n Vatn getur frosið í leiðslum og þegar það hlýnar þá er hætta á vatnstjóni vegna frostsprunginna lagna DV_mar_d03.jpg Ósáttur við kjararáð Lögmaður seðlabankastjóra segir málaferli hans vegna launakjara ekki vera deilu við Seðlabankann sjálfan heldur kjararáð sem hafi skort laga­ heimild til að úrskurða um laun. Í lagarökum segir að ekki fái staðist að Már njóti ekki sömu réttinda og aðrir emb­ ættismenn. Hann segir að búið hafi verið að semja um launa­ kjör við skipun hans í embætti og því eigi ákvörðun kjararáðs ekki við í hans tilfelli. Hann vill að héraðsdómur hnekki henni. Vísir greinir frá þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.