Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Page 13
Fréttir 13Helgarblað 13.–15. janúar 2012 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–14, lokað sunnudaga Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400. Listmuna uppboð Gallerís Foldar Vefuppboð á verkum lýkur 16. janúarGuðmundur frá Miðdal Guðmundar frá Miðdal Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 Það var svo mikil sæla sem fylgdi því að vera ekki alltaf hrædd,“ segir hún. Þrátt fyrir nýfengið frelsi segir Guð- rún allt hafa hrunið á þessum tíma. „Þarna gerði ég tilraun til að ræða um misnotkunina við móður mína. Mamma vildi vita hvað væri eigin- lega að hrjá mig. Ég sagði henni þá frá misnotkuninni. Hún afgreiddi það með því að spyrja hvort það hafi verið pabbi eða einhver í fjölskyld- unni. Þegar ég neitaði sagði hún gátt- uð á móti: „Þá skiptir það ekki máli.“ Svona var þetta allt afgreitt eins og ég væri að gera of mikið mál úr hlutun- um.“ Eftir samtalið gerði hún í fyrsta sinn sjálfsmorðstilraun. „Ég tók of stóran skammt af lyfjum. Fyrir þá sem hafa ekki upplifað þessa til- finningu þá hljómar svona tal eins og klisja og væl. Þarna leið mér bara eins og tómum líkama án sálar. Mér fannst ég svo einskis virði og mik- ið úrhrak. Eins og ég væri bara sorp á jörðu.“ Svo fór að Guðrún var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Eigna og peningalaus Guðrún segist hafa haft tilhneigingu til að leita í erfiðar aðstæður. Seinni maki hennar hafi ekki lagt á hana hendur eða talað niður til hennar. Það samband hafi hins vegar verið fullt af svikum, trúnaðarbresti og lyg- um. „Seinna áttaði ég mig á að raun- ar var ég ekki eina kærasta hans. Þetta var allt í þessum dúr.“ Hún lýsir sam- bandinu sem stöðugu framhjáhaldi og öfund. „Svo varð ég ótrú honum. Í fyrsta og eina skiptið sem ég hef gert það. Þá breyttist allt og að lokum lauk sambandinu,“ segir Guðrún. „Ég stóð allslaus eftir sambandaði. Við áttum saman einbýlishús, sumar- bústað, bíla og fyrirtæki en allt var á hans nafni og við vorum ógift. Það skipti engu þótt ég hefði lagt það fé sem ég átti eftir fyrri skilnaðinn inn í húsið og bæturnar mínar hafi far- ið í mat og rekstur heimilisins,“ seg- ir Guðrún. Hún segir síðustu ár vera bestu ár ævi sinnar. Það hafi þó ekki komið til án fórna. Hún standi uppi peningalaus á bótum og í félagslegri íbúð. Hafi ekki samskipti við fjöl- skyldu sína og finni sterkt hvað hún sé ein og án öryggisnets. „Það er ekki mikið gert ráð fyrir því að fólk standi án stuðnings frá sínum nánustu. Ég get til dæmis ekki farið og fengið lán- að ef það er ekki til mjólk eða mat- ur. Ég verð bara að ganga úr skugga um að alltaf sé eitthvað til eða leita til Fjölskylduhjálpar.“ Erfitt að viðurkenna eigin fátækt Tvö ár eru síðan Guðrún leitaði fyrst til Fjölskylduhjálpar eftir aðstoð við matarinnkaup. Hún er með tæpar tvö hundruð þúsund í bætur á mán- uði. Að auki er hún með félagslega íbúð frá Reykjavíkurborg fyrir sjálfa sig og tvö börn. Guðrún segist sjálf al- veg gera sér grein fyrir að ekki þurfi að skammast sín fyrir fátækt. „Maður dettur bara alltaf í þann pakka. Það er mjög stórt skref að viðurkenna að maður tilheyri hópi fátækra,“ seg- ir hún og bætir við að fátækir hafi oft mikla fordóma gagnvart sjálfum sér og öðrum í sömu stöðu. „Þann- ig leið mér og líður raunar enn, eins og ég eigi ekki skilið alla þessa hjálp og hlýju sem mér býðst. Ég er ekki sveltandi. Það er yfirleitt til matur og alltaf er eitthvað til að borða. Það er ekki eins og við drekkum bara vatn og veitum okkur ekkert.“ Guðrún segir að henni líði enn eins og hún sé að svindla í röðinni. „Tilfinningin er ekki eins sterk og áður og mér líður ekki eins illa en þetta er nagandi tilfinning.“ Las um sig í fjölmiðlum Mikið var fjallað um málefni Guð- rúnar í fjölmiðlum fyrir jól. Ítarlega var sagt frá því þegar hún brotnaði saman á fatamarkaði Fjölskyldu- hjálpar. Sjálf segist Guðrún ekki hafa vitað af umfjölluninni fyrr en nokkr- um dögum síðar. „Konan sem gaf dóttur minni snjóbuxur í fyrra skipt- ið bað okkur um að koma aftur viku seinna og taka við fötum frá henni. Þegar ég kom þá sagði sjálfboða- liði við mig að þau hefðu verið að bíða eftir mér. Ég varð mjög hissa og spurði hvers vegna og var þá spurð ertu búin að sjá Pressuna?“ Það segir hún hafa verið erfitt og skrýtið. „Ég hafði aldrei hugsað út í það að hægt væri að skrifa um fólk án þess að það vissi af því. Ég tók auðvitað nærri mér athugasemdir um að ég væri að væla eða sníkja. Ég bað ekki um þessa umfjöllun og las hana ekki fyrr en eftir á.“ Umfjöllunin hafði jákvæða hluti í för með sér en nafnlaus maður gaf henni hundrað þúsund krónur með milligöngu Fjölskylduhjálpar. „Hann á allar okkar þakkir skildar fyrir gjöf- in. Við erum honum innilega þakk- lát. Við settumst alveg gáttuð nið- ur öll fjölskyldan þegar við fengum peninginn. Strákurinn minn sagði bara vá, það er til svona gott fólk,“ segir hún og hlær. Að auki tilkynnti 66°Norður að fyrirtækið ætlaði að gefa útifatnað fyrir sjö milljónir króna til Fjölskyldu hjálpar í kjölfar fréttarinnar. Jákvæðari gagnvart framtíðinni Guðrún segist jákvæðari gagnvart framtíðinni en áður. Hún sé ham- ingjusamari en nokkru sinni fyrr. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að geta farið til vinnu í framtíðinni seg- ir hún það ólíklegt. „Ég hef oft hugs- að um það vegna þess að ég er svo einangruð. Ég öfunda svo fólk sem er á vinnumarkaði og á kunningja í vinnunni. Ég veit líka að ég er veik bæði á líkama og sál. Í gegnum tíðina hef ég byrjað á ýmsu. Mig langar í lík- amsrækt en ég geri það ekki. Ég hef til að byrja með ekki efni á henni en það sem skiptir máli er að um leið og eitthvað kemur upp á þá dett ég út. Það sem þá gerist er að ég einangra mig enn meira og fer bara inn í rúm og sef,“ segir Guðrún sem enn finnur fyrir þessari hræðslu en þó minni en áður. „Ég er hrædd við að takast á við vinnu eða skóla. Það blundar í mér. Mér finnst ég ekki vera neitt. Hvað heldur þú að presturinn segi um mig í líkræðunni. Ég hugsa það stundum því ég er ekki neitt.“ Þrjú frábær börn Eins og áður sagði þá á Guðrún þrjú börn. Elsti sonur hennar á sjálfur barn. Hún segir hann gríðarlega dug- legan og ósérhlífinn. Hann standi sig vel. Hjá henni búa svo tvö yngri börn hennar sem hún á með seinni manni sínum. Strákur sem er sextán ára og sjö ára stúlka. „Læknarnir segja allt- af við mig að ég eigi þrjú frábær börn og af því geti ég verið stolt. Einu sinni sagði einn læknir að hann vildi óska að hann hefði kynnst mér áður en allt þetta gekk á. Honum þætti ég svo frábær. Ég hef svolítið reynt að halda í það,“ segir Guðrún, brosir og drekk- ur úr bollanum sínum. „Ég tók auðvitað nærri mér athuga- semdir um að ég væri að væla eða sníkja. Ég bað ekki um þessa umfjöllun og las hana ekki fyrr en eftir á. Guðrún Elísabet Bentsdóttir Segist hamingjusamari og frjálsari en áður þrátt fyrir mikla fátækt eftir sambandsslit. MYND EYÞÓR ÁRNASON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.