Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Síða 14
14 Fréttir 13.–15. janúar 2012 Helgarblað V ið erum ung hjón með tvö börn, erum reglusöm og höfum aldrei verið í van- skilum. Við erum búin að reyna allt og viljum segja sögu okkar í von um að hún sýni fram á að 110% leiðin er eng- in lausn fyrir fjölda fólks og hálf- gerður skrípaleikur,“ segir ung kona en þau hjónin vilja ekki koma fram undir nafni. Þau keyptu sína fyrstu íbúð árið 2006 en ákváðu að fara hægt í sakirnar og völdu ódýra íbúð í blokk. Leituðu þau til ráð- gjafa og ættingja og var ráðlagt að taka öruggt ríkislán í stað erlends bankaláns. Bundin í skuldaklafa „Við tókum lán hjá Íbúðalánasjóði upp á 12,3 milljónir króna, íbúðin kostaði 14,9 milljónir króna en við áttum sparnað upp á 2,6 milljón- ir króna. Í dag er eignin metin á 14 milljónir og lánið er í 18,3 milljón- um. Við erum komin með tvö börn, íbúðin óhentug og við erum bundin í skuldaklafa sem við komumst ekki út úr,“ segir hún. Þegar þau fengu 110 prósenta leiðina samþykkta sendi Íbúðalánasjóður (ÍLS) matsmann til að gera verðmat. Hjónunum fannst það verðmat óraunhæft og leituðu álits hjá annarri fasteignasölu og kom í ljós töluverður munur á verð- mati eignarinnar. „Mat ÍLS var tæp- lega 20 prósentum hærra en virkt fasteignamat þar sem við búum en mat fasteignasalans sem við feng- um var rúmlega 8 prósentum yfir fasteignamati. Þeir aðilar sem við höfum ráðfært okkur við voru sam- mála þeirri skoðun okkar að hér væri um að ræða óraunhæfan mismun á fasteignamati og verðmati,“ segir hún. Eins var bíll þeirra metinn allt of hátt, sem þau fengu leiðrétt, og þau eru ósátt við að námslán þeirra séu ekki tekin með sem skuld. Það úrræði sem þau hafa fengið er að lán þeirra var lækkað um 400.000 krónur en í dag hefur lánið hækkað um það aftur og gott betur. Hugsa um að hætta að borga Þau kærðu ÍLS til úrskurðarnefndar félags- og húsnæðismála á vegum velferðarráðuneytisins í tvígang en kæru þeirra var hafnað í bæði skiptin og eru þau afar ósátt við að úrskurð- arnefndin sem á að dæma í slíkum óútkljáðum málum skuli vinna fyrir ríkið. „Ríkið þarf að greiða fyrir það tap sem ÍLS verður fyrir ef fólki í okk- ar stöðu er dæmt í hag,“ bendir hún á. „Við höfðum engin ráð. Það eina sem við gátum gert í stöðunni var að leita aðstoðar velferðarráðherra og athuga hvort þar væri einhver mannlegur þráður sem gæti tog- að í spotta og hlustað á okkar rök. Aðstoðarmaður ráðherra sagði við okkur að ekkert væri hægt að gera þar sem ríkisstjórnin þyrfti að borga tapið sem ÍLS verður fyrir og það væri ekki þingmeirihluti fyrir því. ÍLS kemst því upp með að halda öllu sínu eftir þeim leiðum og klækj- um sem hann hefur búið til innan veggja regluverksins vegna þess að sjóðurinn er í rauninni beggja vegna borðsins.“ Hún segir þau vera búin að reyna allt en leiðin sé meingölluð fyrir þá sem fóru ekki fram úr sér við íbúða- kaup. „Við vitum ekki hvað við eig- um að gera núna. Við erum búin að fylgja þessu eins fast eftir og við get- um og erum orðin fúl og reið. Við erum heiðarleg og dugleg og búin að gera allt sem við getum en erum núna hreinlega farin að hugsa um að hætta að borga,“ segir hún að lokum. Eina vitið að fara í gjaldþrot „Í fyrsta lagi er 110 prósenta leið- in galin og algjört rugl. Það var bara verið að lögfesta einhverja leið til að sýnast og með henni er verið að fella niður skuldir sem eru hvort eð er tapaðar,“ segir Guðmundur Andri Skúlason, hjá Samtökum lánþega. Í öðru lagi segir hann það algjör- lega út í hött að það sé lagt í hend- urnar á mönnum úti í bæ að meta hversu mikið á fella niður af skuld- um en þar vísar hann til þess að sýnt hafi verið fram á að fasteigna- salar geti sett fram afar mismunandi verðmat á eignum fólks. Eðlilegra sé að styðjast við fasteignamat sem er opinber tala. „Í þriðja lagi eru þessi ungu hjón, eins og fjölmargir aðrir, í þeirri stöðu að þau losna ekki út úr þessu svo glatt. Þau geta ekki borgað, ekki selt og eru yfirveðsett. Eina vitið hjá þeim er að fara í gjaldþrot. Það tekur 2 ár í stað þess að hlaupa eins og hamstur á hjóli í 3 til 5 ár í 110 prósenta leið- inni og þá jafnvel sitja enn uppi með yfirveðsetta eign. Þetta er eina úr- ræðið sem virkar.“ Galin leið Hann segir að Samtök lánþega hafi aðstoðað fjölda fólks við að fara í gegnum gjaldþrot og það fólk sé mun ánægðara en þeir sem þráast við. Að- spurður hvað gerist ef allir þeir sem eru í þessari pattstöðu ákveði að fara í gjaldþrot segir Guðmundur Andri að þá sætu bankarnir uppi með gríð- arlegt magn af eignum. „Það yrði erfitt að koma þessum eignum út á markaðinn nema með tilheyrandi verðhruni sem mundi leiða til þess að fleiri færu í gjaldþrot. Það mundi skapa samfélaginu öllu mikið tjón og hér sést vel hve 110 prósenta leiðin er gölluð. Hún hjálpar ekki neinum neitt.“ Löggjafinn er sökudólgurinn Íbúðalánasjóður verður að fara eft- ir þeim lögum sem sett voru þeg- ar 110 prósenta leiðin var ákveð- in og Guðmundur Andri segir að ekki sé við sjóðinn að sakast. „Þar er ekki hægt að taka neinar ákvarð- anir nema það sé búið að sam- þykkja þær í stjórnarráðinu. Söku- dólgurinn er því löggjafinn með ranga leið sem ekki virkar,“ segir hann og bendir á þá hugmynd sem kom fram á hagfræðingaráðstefnu um að hafa þetta 70 prósenta leið í staðinn. Þá hefði bankinn eignast 30 prósent í eigninni á móti skuld- aranum. Hann segir þá leið hefði virkað mun betur þar sem bankinn hefði getað eignfært sinn hlut og einstaklingurinn haft möguleika á að selja íbúðina. Með slíku úrræði hefðu ein- hverjir verið áfram í vandræðum og þá hefði verið hægt að hjálpa þeim einstaklingum með sértækum úr- ræðum í stað þess að sitja uppi með stóran hóp af fólki sem er í mjög slæmum málum, eins og staðan er í dag. Vilji til leiðréttingar er ekki til staðar Guðmundur segir að hægt sé að leið- rétta þetta með mjög einfaldri laga- setningu. Það þurfi bara vilja til þess sem er ekki til staðar. „Fjármagnseig- endur, fyrst og fremst lífeyrissjóðirn- ir, eru það sterkir að breyting á þessu mun aldrei nást í gegn með núver- andi stjórnvöld við völd. Það eina jákvæða sem þessi ríkisstjórn hefur gert var að stytta fyrningarfrest gjald- þrota í 2 ár. Fólk sem er komið í patt- stöðu getur komið til okkar og feng- ið aðstoð og upplýsingar um hvernig best sé að undirbúa sig fyrir að fara í gjaldþrot.“ Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Engin hjálp í 110% leiðinni“ n Gjaldþrot er eina leiðin, segir Guðmundur Andri hjá Samtökum lánþega Staða hjónanna Þegar íbúðin var keypt og í dag 2006 Kaupverð 14,9 milljónir króna Lán hjá ÍLS 12,3 milljónir króna Eigið fé 2,6 milljónir króna 2012 Verðmat 14,0 milljónir króna Lán 18,3 milljónir króna Eigið fé -4,3 milljónir króna Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 49 83 4 frá kr. 75.900 með gistingu í 7 nætur. Einstakt tækifæri! 31. janúar og 7. febrúarKanarí Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum þann 31. janúar og 7. febrúar í 7 nætur á frábæru tilboði. Í boði er m.a. frábær sértilboð á hinu vinsæla íbúðarhóteli Parque Sol. Einnig bjóðum við Barcelo Margaritas og Beverly Park hótelin með öllu inniföldu ásamt öðrum hótelum. Ekki missa af þessu einstaka tilboði. Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta í boði. Verð getur hækkað án fyrirvara! Kr. 75.900 – Parque Sol Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með 2 svefnherbergjum á Parque Sol 31. janúar í viku. Verð m.v. 4 fullorðna í íbúð með 2 svefnherbergjum kr. 82.800 á mann 31. janúar í viku. Verð m.v. 2 fullorðna í íbúð með 2 svefnherbergjum kr. 99.900 á mann 31. janúar í viku. Kr. 109.900 – Beverly Park með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi 7. febrúar í 7 nætur. Verð m.v. 2 fullorðna í herbergi 134.700. Kr. 105.500 – Barcelo Margaritas með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi 31. janúar í 7 nætur. Verð m.v. 2 fullorðna í herbergi 124.900. Guðmundur Andri Skúlason Segir að eina vitið sé að fara í gjaldþrot. Mynd HEiðA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.