Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Page 22
22 Umræða 13.–15. janúar 2012 Helgarblað Stoltur af að vera enn í starfi Ragnar Sigurðarson: Ætlar þú í forsetaframboð?  Jón Gnarr: Nei. Tryggvi Jónsson: Ertu sáttur í starfi sem borgarstjóri? Finnst þér þú hafa þá getu sem þarf til að taka á daglegum verkefnum borgarinnar? Hefurðu íhugað að segja af þér sem borgarstjóri og láta annan taka við embættinu?  Jón Gnarr: Ég er mjög sáttur og næ betri og betri stjórn á skyldum mínum. Segja af mér? Nei, það hefur aldrei hvarflað að mér. Ég er of ábyrgur til þess. Óðinn Ragnarsson: Hvers vegna lætur þú grunn- og leikskóla og aðra spara helling á meðan Orkuveitan sleppur með skrekkinn?  Jón Gnarr: Orkuveitan hefur aldeilis ekki sloppið með skrekkinn. Þar hefur þurft að fara í margar og sársaukafullar aðgerðir, m.a. uppsagnir á starfsfólki. Það er ömurlegt. Ebenezer Ásgeirsson: Ertu stoltur af því að hafa orðið borgarstjóri án þess að það væri alvara í neinu hjá þér? Finnst þér þú hafa tekið stjórnmál á hærra eða lægra plan?  Jón Gnarr: Ég er mjög stoltur af Besta flokknum og mér fyrir að hafa haft það hugrekki sem þurfti til að gera þetta. Hvort stjórnmálin eru á hærra eða lægra plani, það mun sagan dæma um. Jens Kjartansson: Finnst þér eðlilegt að 6 ára börn þurfi að borga 350 kr. í strætó ef stakt gjald er borgað, það kostar 2.800 kr. ef 4 manna fjölskylda ákveður að geyma bílinn heima og taka strætó niður í bæ og til baka?  Jón Gnarr: Gjaldskráin fyrir strætó er hugsuð þannig að hvatt er til jafnrar og mikillar notkunar. Lang- tímakort eru miklu hagkvæmari en stök fargjöld. Þetta er allt útpælt. Fundarstjóri: Spurning barst í pósti: Hvernig réttlættir þú að þroskahamlaðir myndu greiða hærra gjald í mötuneyti á vinnustaðn- um Bjarkarási en borgarfulltrúar og embættismenn borga í Ráðhúsinu og Höfðatorgi?  Jón Gnarr: Ég réttlæti það ekki. Í þessu tilfelli var um misskilning að ræða og þetta hefur nú verið aftur- kallað. Við ætlum að endurskoða þetta í samvinnu við hagsmuna- aðila og notendur þjónustunnar. Heiða Sigmundsdóttir: Nú var biðlað til fólks að aka ekki á vetrardekkjum í borginni, því borgin myndi sjá um að götur væru færar. Ertu sáttur við árangurinn?  Jón Gnarr: Nei, við höfum hvatt til þess að nota vetrardekk. Nagla- dekk eru hins vegar ekki góð og alls ekki betri en vetrardekk. Strætó notar til dæmis ekki nagladekk. Nagladekk eyða malbikinu og skapa hættulegt svifryk. Guðmundur Magnússon: Af hverju er ekki fylgst með gulu saltkössunum, að þeir séu fylltir? Þeir hafa verið tómir nokkuð lengi. Og hvað hefurðu fyrir þér í að salt virki best í frosti?  Jón Gnarr: Ég veit ekki betur en að það sé fylgst með kössunum og auðvelt að bæta úr því. Takk fyrir ábendinguna. Varðandi salt og frostvisku mína þá hef ég hana frá starfsmönnum borgarinnar. Heiða Sigmundsdóttir: Finnst þér ásættanlegt að um 70 manns hafi þurft að leita til bráðamóttöku vegna þess að hvorki var sandborið né saltað síðustu helgi? Þetta gæti skapað skaðabótaskyldu á borgina.  Jón Gnarr: Slys eru aldrei ásættanleg en þau eru raunveru- leiki. Við skulum athuga það að slysavarðstofan sinnir ekki aðeins Reykjavík heldur öllu höfuðborgar- svæðinu. Um 80.000 manns búa í hinum sveitarfélögunum. Ég vil líka benda á það að hver fermetri af borgarlandinu er ekki á ábyrgð borgarinnar, t.d. einkalóðir og fyrir- tækjalóðir. Óskar Steinn: Er ekki kominn tími til að koma fyrir gulum kössum með sandi víðar, svo almenningur geti aðstoðað við að verjast hálku?  Jón Gnarr: Þetta er góð hugmynd sem ég skal koma á framfæri. Rafn Steingrímsson: Ég keypti mér strætókort í fyrra, og viku síðar var leiðarkerfinu breytt þannig að ég gat varla notað það lengur. Ég er til í að borga meira. Hvers vegna bætið þið ekki þjónustuna og tvöfaldið verðið?  Jón Gnarr: Strætó er alltaf að reyna að bæta þjónustuna. Notendur Strætós eru almennt sáttir við þjónustuna. Kostnaðar- hlutdeild notenda í Reykjavík er lægri en í nágrannalöndum okkar. Guðni Gíslason: The Wire voru frábærir þættir. Takk fyrir að vekja athygli á þeim. Ertu með aðrar þáttaraðir í huga sem þú getur mælt með?  Jón Gnarr: Game of Thrones? Óðinn Ragnarsson: Af hverju viltu afnema skólaskyldu?  Jón Gnarr: Ég myndi vilja að fólki stæði til boða heimaskólun, eins og í mörgum öðrum löndum. Sjálfur hafði ég mjög slæma reynslu af skólakerfinu vegna lesblindu og athyglisbrests. Ólafur Bárðarson: Mikið er ég ánægður með að þið sáuð sóma ykkar í að sleppa að rukka fyrir mat á Bjarkarási á 50% hærra verði en fyrir ykkur í Ráðhúsinu. Þetta fólk á betra skilið. Þið eruð aflögufær og getið hækkað þar. Hilmar Elíasson: Er Jón Gnarr geimvera eins og hann sagði ekki alls fyrir löngu?  Jón Gnarr: Já. Við erum öll geimverur. Stefán Drengsson: Þú ert nú fjallmyndarlegur maður og orkumikill. Hvað færð þú þér í morgunmat til að vera svona gordjöss?  Jón Gnarr: Ég borða hafragraut, tek lýsi og fjölvítamín. Svo fer ég út að labba með hundinn minn. Unnsteinn Jóhannsson: Hverju ertu stoltastur af hingað til?  Jón Gnarr: Að hafa staðist mótlæti og erfiðleika og vera enn í starfi. Ég er mjög stoltur af því. Pétur Jónsson: Hver yrði kostnaðurinn ef borgin gæfi öllum borgarbúum frítt árskort í strætó? Myndi þetta ekki spara á öðrum sviðum, eins og viðhaldi á götum, hreinsunum o.fl.? Hefur þetta verið reiknað út?  Jón Gnarr: Þetta er erfitt reikn- ingsdæmi. Reykjavíkurborg rekur Strætó í samvinnu við hin sveitar- félögin þannig að við erum ekki einráð um reksturinn. Óðinn Ragnarsson: Hvers vegna var ákveðið að leikskólakennarar fengju ekki laun í hádegishléi líkt og verið hefur?  Jón Gnarr: Þeir fá laun í hádegis- hléi. Yfirborganir sem leikskóla- kennarar höfðu haft í Reykjavík, einu sveitarfélaga, gengu inn í kjarasamninga. Það var hin svokallaða Reykjavíkurleið sem formaður félags leikskóla- kennara talaði um. Það var alltaf skýrt af hálfu samninganefndar borgarinnar að ef launahækkunin kæmi til myndi þessi yfirborgun falla niður. Birgir Olgeirsson: Er ekki skynsamlegast og löngu tímabært að sameina öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu?  Jón Gnarr: Jú, það tel ég. Ágúst Arnarsson: Hvenær verður annað uppistand með Jóni Gnarr ?  Jón Gnarr: Á næstu Gleðigöngu í ágúst. Óskar Thor: Hvar er ísbjörninn?  Jón Gnarr: Hann er einn úti á ísnum að bíða eftir því að verða skotinn, því miður. Sigrún Jónsdóttir: Er ekki erfitt að verða svona mikið fyrir neikvæðri umfjöllun í fjölmiðlum þegar fólk vill bara einblína á það sem miður fer? Hvernig heldurðu andlegu jafnvægi í öllu þessu neikvæða áreiti?  Jón Gnarr: Jú, það er erfitt. Ég sæki mér andlega næringu í grín og tólf spora kerfi AA-samtakanna. Svo er ég taóisti. Pétur Jónsson: Er fólk almennt ánægt með sorphirðu eftir breytingu?  Jón Gnarr: Já, ég held það. Við erum að þróast í átt til þess sem viðgengst í nágrannalöndum okkar. Ég vil sjá meiri ábyrgð hjá fólki í endurvinnslu sorps. Örn Arnarson: Hvers vegna var sundgjaldið hækkað? Hvenær fáum við frítt handklæði í sund eins og þú lofaðir?  Jón Gnarr: Það er rosalega dýrt að reka sundstaði. Við verðum öll að taka þátt í því. Auðvitað reynum við að bjóða eins góða þjónustu og við getum fyrir lítið fé. Ég næ ekki handklæðunum að svo stöddu. Gunnlaugur Sigurðsson: Finnst þér stjórnmálafólk vera spillt?  Jón Gnarr: Nei, almennt er það eins og annað fólk, mjög misjafnt. Áður en ég byrjaði hafði ég fordóma en þeir hafa mikið lagast. Þetta er yfir- leitt vel meinandi fólk. Stjórnmála- menningin hér er hins vegar slæm margra hluta vegna. Við höfum reynt að breyta því. Bryndís Antonsdóttir: Hvenær á að hækka húsaleigubætur i samræmi við hækkandi húsaleigu?  Jón Gnarr: Ég er bara ekki með það á hreinu. Atli Fanndal: Fé er takmarkað en eru litlar og ódýrar breytingar ekki mögulegar til að bæta þjónustu Strætós? T.d. pirrandi í kulda að mega ekki taka götumál með kaffi í strætó. Kostar lítið en breytir miklu.  Jón Gnarr: Við erum sífellt að fara yfir svona hugmyndir. Góð ábending. Albert Ingason: Jón, þú ert flottur, og ég elska þig :*  Jón Gnarr: Takk sömuleiðis, Albert. Egill Kristjánsson: Hvað stendur helst í vegi fyrir því að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu?  Jón Gnarr: Fólk er misjafnlega hrifið af hugmyndinni. Ætli það sé ekki helsta ástæðan. Óðinn Ragnarsson: Hvað myndi gerast ef allur niðurskurður yrði afturkallaður líkt og borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokks og Vinstri-grænna vilja?  Jón Gnarr: Tekjur borgarinnar myndu dragast saman, kostnaður aukast og þá þyrfti að draga úr þjónustunni. Gísli Halldórsson: Að utanskildum Besta flokknum, hvaða stjórnmálaflokkur samræmist best þínum skoðunum í dag?  Jón Gnarr: Enginn. Hrannar Gunnarsson: Jón, með hverjum heldur þú í enska?  Jón Gnarr: Þeim sem er að tapa. Gunnlaugur Sigurðsson: Telurðu að stjórnmálamenn gæti frekar hagsmuna þrýstihópa eins og t.d. LÍÚ en almennings?  Jón Gnarr: Ég held að það sé mis- jafnt eftir fólki. Ólafur Bárðarson: Er eitthvað að frétta af ísbirninum? Er hann eitthvað að koma? Og átti ekki að koma útisvæði fyrir hunda á Klambratúni ?  Jón Gnarr: Ísbjörninn er ekki á leiðinni til Reykjavíkur. Næsti ís- björn sem kemur til landsins verður að öllum líkindum drepinn með köldu blóði. Ísland er eina landið í heiminum sem beitir þessum frumstæðu aðferðum til að takast á við þessi glæsilegu dýr. Varðandi hundagerði í borginni þá er gert ráð fyrir þeim í nýjum hundasam- þykktum. Ég er ekki alveg viss um hundagerði á Klambratúni en þau munu koma. Óskar Guðmundsson: Stendur til að gera eitthvað í leigubílaröðinni um helgar í miðborginni? Núverandi staðsetning á röðinni, við Lækjartorg, er hræðileg og veldur töfum á umferð og slysahættu  Jón Gnarr: Já, þetta er til skoðunar. Bróðir minn er leigubílstjóri og hann talar ekki um neitt annað við mig. Gunnlaugur Sigurðsson: Ertu með ADHD og ef svo er, hvernig hefur það haft áhrif á líf þitt til þessa?  Jón Gnarr: ADHD er ég. Það hefur mótað allt mitt líf. Bryndís Antonsdóttir: Hvað finnst þér þið vera búin að gera fyrir einstæða foreldra? Annað en að hækka gjaldskrár? Og er einhverra breytinga að vænta i húsnæðismálum?  Jón Gnarr: Það er ný og metn- aðarfull húsnæðisstefna í mótun hjá borginni til að útvega fólki leiguhúsnæði á sanngjörnu og viðráðanlegu verði og til að bæta úr húsnæðiseklu. Varðandi einstæða foreldra þá er Reykjavík með lægstu gjaldskrá á landinu fyrir þá jafnt sem annað fjölskyldufólk. Ásgeir Einarsson: Hver er skoðun Besta flokksins á aðskilnaði ríkis og kirkju?  Jón Gnarr: Aðskilja strax! Unnsteinn Jóhannsson: Verður Laugavegurinn aftur göngugata næsta sumar?  Jón Gnarr: Það ætla ég rétt að vona! Guðmundur Franklín Jónsson: Ætlar Besti að láta rannsaka meinta spillingu innar OR fyrr á árum?  Jón Gnarr: Núna stendur yfir úttekt á OR. Borgarstjórn skipaði sjálfstæða úttektarnefnd sem mun skila niðurstöðum seinna í vetur. Reynir Traustason: Hvernig gengur reykingabindindið?  Jón Gnarr: Vel. Reykingar eru líka hættulegar eins og öll tóbaks- notkun. Björn Björnsson: Styðurðu Bubba sem forseta Íslands?  Jón Gnarr: Já. Ég myndi kjósa hann byði hann sig fram. Ólöf Hugrún Valdimars- dóttir: Má eiga von á leikverki/kvikmynd/ sjónvarpsþáttum byggðum á reynslu þinni sem borgarstjóri þegar þú lætur af störfum sem slíkur?  Jón Gnarr: Það tel ég mjög líklegt. Óðinn Ragnarsson: Hvers vegna þurfa borgarbúar að fara sjálfir með jólatrén sín á endurvinnslustöðvar ?  Jón Gnarr: Þeir keyptu trén og geta því skilað þeim. Eða styrkt íþróttafélagið sitt til að taka þau, Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, heimsótti DV á miðvikudag- inn og sat fyrir svörum á Beinni línu í hálfan annan tíma. Hann var bæði spurður erfiðra spurninga og skemmtilegra. Hann upplýsti til dæmis að hann ætlar ekki í forsetaframboð, hann vill flugvöllinn úr Vatnsmýri og Héraðsdóm Reykjavíkur af Lækjar- torgi. Hann segir ADHD hafa mótað allt sitt líf og að hann hlakki til að verða fimmtugur. Nafn: Jón Gnarr. Aldur: 45 ára. Starf: Borgarstjóri í Reykjavík. Menntun: Grunnskólapróf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.