Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Side 25
Dómstóll götunnar
Glókollur í fjötrum
„Mjög vel.“
Guðmundur Auðunsson
56 ára viðhaldsstjóri á Hótel Hilton
„Það er óljóst. Mjög óljóst.“
Andri Steinn Snæbjörnsson
34 ára forritari
„Bara vel.“
Sveinn Orri Vignisson
47 ára vinnur í tölvugeiranum
„Bara mjög vel.“
Vigdís Sigurðardóttir
27 ára lögfræðingur
„Bara betur en það síðasta.“
Jón Orri Briem
20 ára þjónn á Tapasbarnum
Hvernig leggst
nýja árið í þig?
Jón og séra Jón
U
m daginn skoðaði ég bíómynd
um Jón Ísleifsson. Að vísu sýndi
myndin mér það, einna helst,
að prestar eru fullkomlega
ónauðsynlegir. En grimmd hræsninn-
ar er slík þegar kristni sveitardurganna
er annars vegar, að sómakær maður
er dæmdur fyrir það eitt að vera ekki
nákvæmlega jafnferkantaður og þær
liðleskjur sem kalla sig bændur og
þykjast öðru fólki fremri, vegna þess
eins að þeir sjálfir tilheyra landbún-
aðarkerfi sem tryggir ójöfnuð. Séra
Jón er óþarfur, þar eð guðhræðslan og
biblíubullið sem uppúr honum vellur
er ekki þess virði að á það sé hlustað.
Ekki nær boðskapur guðsorðsins eyr-
um þeirra gráðugu bænda sem vilja
hljóta búdrýgindi af dúntekju. En Jón
er nauðsynlegur; án hans hefði þessi
ágæta mynd aldrei orðið til.
Við höfum í landinu afætur og svo
höfum við vinnandi millistétt sem
heldur samfélaginu gangandi. Við
höfum bændur og presta. Við höfum
heimavinnandi sendiherra og við höf-
um fólk sem gætir þess að alræmdir
glæpamenn beri ekki skarðan hlut
þegar til skipta kemur. En svo höfum
við einnig heiðarlegt fólk sem er dæmt
norður og niður ef það vogar sér að
fordæma græðgina sem grasserar.
Hvernig ætli standi á því að prestar
fái greitt meira fyrir vinnu sína en t.d.
kennarar? Ég spyr vegna þess að ég
hef áttað mig á því að annar hópurinn
er nauðsynlegur en hinn fullkomlega
óþarfur. Hvernig ætli standi á því að
við erum hér með ofverndaða bænda-
stétt sem getur ráðskast með hagi
meðaljónsins? Hljótum við ekki að
gera þá kröfu að jafnræði og jafnrétti
sé virt – þrátt fyrir margbreytileika
samfélagsflórunnar?
Og fyrst við erum að tala um Jón og
séra Jón, er eðlilegt að maður spyrji:
Hvernig er hægt að velja mann einsog
Jón Bjarnason í embætti ráðherra
landbúnaðar- og sjávarútvegsmála?
Jón setti kvótabraskara í nefndina sem
á að finna bestu lausnina varðandi
kvótann. Er þetta bara grín? Og svo
grenjar hann einsog hvítvoðungur
þegar hann fær ekki lengur að stunda
sitt hagsmunapot.
Ætlum við okkur að reka hér sam-
félag sem hefur það eitt að leiðarljósi
að vernda hagsmuni yfirstéttar smá-
borgara og framsóknarmanna í öllum
flokkum?
Elítuhugsunin er á undanhaldi.
Millistéttin, menntamennirnir, hug-
sjónafólkið, allir sem minna mega
sín og þeir sem virkilega trúa á upp-
risu mannsandans, þurfa nú að taka
höndum saman og eyða þeirri guð-
dómlegu hræsni sem tryggir afætum
og auðmönnum arð á meðan heiðar-
lega fólkið herðir sultarólina og greiðir
allar sínar álögur samviskusamlega.
Er ekki kominn tími til að leita já-
kvæðra lausna, sem eru heildinni í
hag?
Er flestir vilja varast tjón
af völdum frekra manna
þá sitja Jón og séra Jón
í súpu örlaganna.
Ó
lafur Ragnar Grímsson, rakara-
sonur frá Ísafirði, er hinn eini
sanni bjargvættur þjóðar sinnar.
Hann er í öllum skilningi frum-
herji á hinum pólitíska vettvangi og í
sömu andrá samnefnari margs þess
besta og versta hjá þjóðinni. Hann er
blanda af hugsjónamanni og lýðskrum-
ara þannig að úr verður kokkteill sem
flestir kunna að meta.
Ólafur Ragnar komst til áhrifa með
því að rífa kjaft við valdsmenn lands-
ins og benda á alla veikleikana og spill-
inguna sem var í ormétnu lýðveldinu.
Hann kom sem stormsveipur inn á
sviðið og hristi svo sannarlega upp í
samfélaginu. Allir veittu eftirtekt þess-
um grimma glókolli sem nýtti sér nýjan
fjölmiðil sem sýndi fólk í bæði mynd og
hljóði. Sjónvarpið kom til sögunnar og
glókollur varð stór.
Þessi ungi maður sem þjóðin dáðist
að átti sér rætur á Vestfjörðum. Hann
ólst upp á Ísafirði en vakti fyrst athygli
á Þingeyri þar sem hann var í fóstri um
tíma. Barnunginn var svo hamslaus
að ekki var annað til ráða en að tjóðra
hann í garðinum. Þetta voru fyrstu ein-
kenni þess sem átti eftir að verða þegar
hann fór hamförum um allt land og
þaðan út í heim. Þótt böndin á Þingeyri
hafi um tíma haldið drengnum í garð-
inum áttu þau eftir að bresta.
Ólafur Ragnar náði fljótlega þeim
áfanga að verða fjármálaráðherra undir
merkjum sósíalista. Þar uppgötvaði
hann dásemdir einkavæðingar og æfði
sig með því að færa útgerðarfélag úr
ríkiseigu og til einkaaðila. Sporgöngu-
menn hans notuðu uppskriftina seinna
þegar þeir færðu ríkisbankana yfir til
valinna einkaaðila úr vinahópum sín-
um. Þá var Ólafur orðinn forseti og nýju
bankaeigendurnir, björgólfar bank-
anna, urðu fastagestir á forsetasetrinu
á Bessastöðum. Og forsetinn þeyttist
um heimsbyggðina á einkaþotum vina
sinna í útrásinni. Útrásarvíkingarnir
voru mættir og að sjálfsögðu var for-
seti vor í stafni þeirrar skútu. Þá var kátt
í höllinni. Engin bönd héldu glókolli
lengur.
En flest sem skýst upp kemur nið-
ur aftur. Bankarnir fóru á hausinn og
þjóðin horfði með fyrirlitningu á forseta
sinn. Hann var krafinn svara um dekrið
við þá sem komu landi íss og elda á
kaldan klaka. Glókollur stóð fastur á
rauðu ljósi.
Það sýnir aðlögunarhæfni forset-
ans að smám saman hvarf sú ímynd
að hann væri forsöngvari útrásarinnar.
Hann ferðaðist um landið og hlustaði
á skammir fólksins. Og fyrr en varði var
hann orðinn talsmaður fátækra í land-
inu og því til viðbótar einn helsti stuðn-
ingsmaður mótmælenda. Hann tók sér
stöðu með fólkinu gegn ríkisstjórninni
sem var til mikillar óþurftar í hvívetna.
Þetta nýja hlutverk náði hæstu hæðum
þegar eiginkona forsetans vildi ekki
lengur ganga með silkihúfum lýðveldis-
ins til þingsetningar en vippaði sér yfir í
hóp mótmælenda.
En nú virðist Ólafur vera á förum.
Litli drengurinn sem sprengdi af sér
böndin á Þingeyri er búinn að fara
um allt samfélagið. Hann hefur farið
um dýpstu dali og hæstu tinda. Nú
hefur hann sagt að hugsanlega sé
hann á förum. Hann muni nýtast
þjóð sinni betur óbundinn af skyld-
um og kvöðum forsetaembættisins.
Jafnframt hefur hann gefið til kynna
að hann sé tilbúinn að vera áfram ef
meirihlutinn lofar fyrirfram að kjósa
hann. Svarthöfði leggur til að forset-
inn verði óbundinn. Það yrði mann-
réttindabrot að halda áfram að fjötra
hann.
Helgarhlákan Þegar hefur tekið að hlána og ef spár standast þá er von á heldur meiri rigningu en liðna helgi víðast hvar á landinu. Það er því eins víst að svellin geri vart við sig
og gott að fara varlega í umferðinni. Mynd Sigtryggur AriMyndin
Mest lesið á DV.is
1 Edda kærir Hjört fyrir líkamsárás
Uppnám á RÚV – „Þetta er búið að vera
ömurlegt“
2 Á von á sjötta barninuFyrirsætan Ósk Norðfjörð er komin fjóra
mánuði á leið með sitt sjötta barn.
3 Ragna á ekki fyrir leigunni í London
Flutt þangað með Ellu Dís – Fær ekki 20
milljónir frá Sjúkratryggingum Íslands.
4 Hjörtur rekinn í skyndi af RÚVÍþróttafréttamanninum Hirti Júlíusi
Hjartarsyni hefur verið sagt upp á RÚV.
5 „Má búast við holskeflu lítilla typpa“
Lýður Árnason – á bloggsíðu sinni þar
sem hann tjáir sig um mál málanna þessa
dagana. Brjóstastækkanir og aðrar
fegrunaraðgerðir.
6 Vill deyja áður en mynd er gerðGuðlaugur Friðþórsson segir það af og frá
að hann sé sáttur við gerð myndarinnar
Djúpsins
7 „Jón Gnarr má skammast sín“Úlfar Bjarki Hjaltason, starfsmaður
Bjarkaráss, um þá ákvörðun borgarinnar
að þroskahemlaðir starfsmenn ættu að
greiða 610 krónur fyrir hverja máltíð.
Umræða 25Helgarblað 13.–15. janúar 2012
Skáldið skrifar
Kristján Hreinsson
Svarthöfði
Er ekkert svakalegur
prinsippmaður
Hann er
góður maður
Hugleikur Dagsson skrifar ekki fyrir Moggann né Libero. – DVSvanhildur Jakobsdóttir, móðir Önnu Mjallar, um Cal Worthington. – DV
… stærra verkefni
en við ætluðum
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson um Sportelítuna. – DV