Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Qupperneq 26
26 Viðtal 13.–15. janúar 2012 Helgarblað Þ að er dásamleg tilfinning að geta miðlað því sem mér þyk- ir skemmtilegt. Harðar frétt- ir ganga yfirleitt út á að segja frá því sem miður fer, en mitt mottó er að reyna að skemmta fólki,“ segir Marta María Jónasdóttir, frétta- stjóri dægurmála og ritstýra Smart- lands á mbl.is. Fylgir hjartanu Marta María hefur starfað við fjöl- miðla í meira en áratug. Fyrst á Séð og Heyrt, þá á Fréttablaðinu, hún ritstýrði tímaritinu sáluga Veggfóðri um tíma og tók þátt í uppbyggingu Pressunnar áður en hún réð sig til starfa í Hádeg- ismóum. Hún er ánægð í vinnunni og segist ætla að halda áfram svo lengi sem það er gaman. „Það skiptir mig miklu máli að það sé skemmtilegt í vinnunni. Um leið og ég verð leið verð ég að breyta til. Ef við fylgjum alltaf hjartanu stöðnum við ekki því hjartað hreyfist til,“ segir Marta María sem hefur ástríðu fyrir starfinu. „Aðalatriðið held ég samt að sé að taka lífið svolítið á húmornum. Um daginn skrifaði til að mynda frétt um að Kim Kardashian hefði fengið sér nýtt iPhone-hulstur því mér þótti það einfaldlega svo ógurlega fyndið. Ég fékk nokkrar athugasemdir þar sem ég varð spurð að því hvort þetta væri frétt. Í mínum huga var þetta frá- bær frétt, enda fékk hún afbragðslest- ur. Góður lestur er merki þess að les- endur eru sammála mér,“ segir hún brosandi. Ætlaði í hönnunarnám „Ég reyni alltaf að halda vel á spöðun- um og eitt af áramótaheitunum mín- um er tilkomið af hreinni nauðsyn; að reyna að slaka meira á – að horfa meira á sjónvarp og vera minna í tölv- unni. Maður brennur fljótt út ef mað- ur er allan sólarhringinn í vinnunni.“ Aðspurð segist hún ekki hafa ætlað sér að verða blaðamaður. „Ég komst snemma að því að ég væri skapandi og sköpunin er ennþá mjög stór part- ur af mér. Ég ætlaði alltaf í hönnunar- nám en kynntist blaðamennskunni og hef ekki getað slitið mig frá henni. Ég næ samt að samtvinna þetta tvennt því ég fæ útrás fyrir sköpunarkraft- inn í vinnunni. Ég lærði til dæmis að fótósjoppa um daginn og stunda það grimmt þótt það megi reyndar deila um hæfileika mína á því sviðinu.“ Lífið er ferðalag Marta María verður 35 ára á árinu. Hún er gift Jóhannesi Ingimundar- syni sjónfræðingi og eiga hjónin tvö börn en fyrir átti Jóhannes dótturina Fanneyju, sem er 19 ára. Frumburð- ur Mörtu er Helgi sem er fimm ára og Kolbeinn Ari er tveggja ára. Hún seg- ir móðurhlutverkið hafa breytt sér til hins betra. „Það breytti öllu að verða mamma. Lífið snérist á hvolf. Ég verð þó sigldari með árunum. Þetta er samt mikið púsluspil. Ég á eina vinkonu sem segist fá köfnunartilfinningu þeg- ar hún sér dagskrána mína. Maður- inn minn er einnig í krefjandi starfi og það tekur stundum á. Lífið er stund- um eins og hjá Línu Langsokk, en við fáum mikla hjálp frá fjölskyldunni og ég held að það sé ánægja fólgin í kaó- tíkinni. Lífið er ferðalag og ef það er gaman á leiðinni er þá ekki tilgangin- um náð?“ spyr hún og neitar að þjást af samviskubiti, líkt og svo margar mæður tala um. „Ef ég væri með sam- viskubit, þá væri ég í annarri vinnu. Ég vel þetta sjálf. Ég blómstra ekki nema það sé nóg að gera og svo er ágætt að muna að ef mamman er glöð, þá eru allir glaðir.“ Andlega á staðnum Viðurnefnið „smarta“ hefur í gegnum tíðina loðað við Mörtu Maríu og ekki að ástæðulausu. Líklega myndu flest- ir telja hana fyrirmyndarhúsmóður en hún þvertekur fyrir að heimili henn- ar sé ávallt spikk og span. „Mér finnst miklu mikilvægara að safna minn- ingum en að taka til. Auðvitað neyð- ist ég til þess en það er yfirleitt ekki í forgangi. Vinkona mín kenndi mér að taka til í borðstofunni því hún sagði að heimilið liti betur út ef það væri fínt þar, segir hún og bætir við að hún vilji frekar eyða tímanum með strákunum sínum en við þrif. „Við förum frekar í sund eftir leikskóla en að taka til. Mér finnst mikilvægt að vera með börn- unum þegar við erum saman. Og þá meina ég að gera eitthvað saman, ekki vera andlega fjarverandi í sínum verk- efnum. Ef fólk nær því, þá þarf enginn að hafa samviskubit. Ég reyni að fara ekkert í tölvuna á meðan þeir eru vak- andi nema í algjörri neyð – hef sett á húsverka- og tölvubann.“ Sökuð um að hvetja til átröskunar Upp á síðkastið hefur Marta María unnið efni fyrir nýja þætti sem fara í loftið á mbl Sjónvarpi á sunnudags- kvöld. Þættirnir heita Leiðin til betra lífs og þar ræðir Marta María við fólk sem hefur glímt við offitu og hefur náð að koma sér á réttan kjöl. Athygli vakti þegar Diljá Ámunda- dóttir, varaborgarfulltrúi Besta flokks- ins, birti opið bréf til Mörtu Maríu á Facebook eftir að Marta María hafði beðið hana um að svara spurning- um varðandi útlitið. Umfjöllun Mörtu Maríu um lífsstílsbreytingu nokkurra kvenna fór líka fyrir brjóstið á ákveðn- um hópi. Hún segist hlusta á gagn- rýni en að það sé ómögulegt að ætla að gera öllum til geðs. „Sjálf þarf ég að hafa fyrir því að vera ekki of þung og ég hef oft verið með mun mýkri línur. Fyrir mér felast meiri lífsgæði í því að vera hraust og í formi. Ég þarf á því að halda fyrir börnin mín og fjölskyld- una. Mér fannst alltaf leiðinlegt í leik- fimi, en ekki lengur og þess vegna vil ég sýna konum að það geti verið stuð í ræktinni. Ég var sökuð um að hvetja til átröskunar en ég trúi ekki öðru en að ég og Sigrún Daníels sálfræðing- ur, sem safnaði liði gegn Smartlandi, viljum það sama. Auðvitað hlusta ég á svona gagnrýni og læt ekki eins og ekkert hafi gerst. Í kjölfarið skoðaði ég málið ofan í kjölinn og komst að því að þetta er spurning um framsetningu og orðalag.“ Femínistar á villigötum Líklega hafa raddir femínista sjald- an verið jafn háværar. Marta María fagnar umræðunni en segir hana oft á villigötum. „Það er allt í lagi að hafa  ákveðnar skoðanir en það er heppilegra að kynna sér málin áður en einhverju er varpað fram. Mér hef- ur fundist þessi umræða oft stýrast af vanþekkingu, sem er kannski ekkert skrýtið því mikið af þessum konum er svo ungir femínistar. Þær vita ekki betur. Femínistar ættu miklu frekar að vera að pönkast í körlum en kynsystr- um sínum og hætta að gera lítið úr áhugamálum vinkvenna sinna. Karl- menn ráðast ekki á áhugamál kyn- bræðra sinna og kannski er það þess vegna sem þeir eru í sterkari stöðu á ýmsum sviðum. Þeir standa allt- af saman – á sumum sviðum þurfum við að læra þá samstöðu,“ segir Marta María en kvartar þó ekki. „Að ráðast á aðra með öfgum er leið minnihlutahóps til að fá athygli. Ég yrði ekki fyrir barðinu á þessum hópi ef enginn læsi vefinn. Með allan þennan lestur væri eitthvað skrítið ef enginn myndi gagnrýna.“ Samstarfið með Binga Marta María kom að uppbyggingu vefmiðilsins Pressunnar en yfirgaf vef- inn síðasta vor. „Það er alltaf gaman að taka þátt í nýsköpun. Við fórum af stað í heimahúsi þegar efnahagskerfið var nýhrunið. Þetta var gaman og ævin- týralegt hvernig síðan varð vinsæl á skömmum tíma. Á ákveðnum tíma- punkti breyttust áherslur eigendanna og hlutirnir fóru að færast í aðrar átt- ir. Ég reyndi að koma mínum sjónar- miðum á framfæri en þegar það gekk ekki var bara tvennt í stöðunni, að sætta sig við það eða hætta. Ég valdi seinni kostinn. Þegar mér bauðst starf á stærsta vefmiðli landsins gat ég ekki sagt nei.“ Aðspurð segir hún Björn Inga Hrafnsson, útgefanda og stjórn- arformann Vefpressunnar, hafa marga góða kosti. „Hann virkar ofsalega vel í hóp og það er mikil stemming í kring- um hann þegar hann er í stuði. En þegar hann steig úr ritstjórnarstóli Pressunnar eftir útkomu rannsóknar- skýrslunnar breyttist margt.“ Alin upp af pabba Foreldrar Mörtu Maríu skildu þegar hún var fimm ára. Hún varð eftir hjá pabba sínum, Jónasi Garðarssyni, en mamma hennar, Edda Lyberth, flutti til Grænlands nokkru síðar og hefur búið þar síðan Marta María var átta ára. Hún segir að það fari í taugarnar á sér þegar fólk geri athugasemd við að hún hafi orðið eftir hjá föður sínum við skilnað. „Ef við ætlum okkur að koma okkur áfram í jafnréttisbarátt- unni verðum við að hætta að dæma. Ef við viljum jafnrétti milli karla og kvenna og að konur hafi nákvæmlega sama rétt, þá ætti að þykja jafn eðli- legt að börn dvelji hjá föður sínum eft- ir skilnað. Okkur mömmunum finnst við oft eiga einkarétt á börnunum en það hjálpar ekki í jafnréttisbarátt- unni,“ segir hún. „Pabbi hætti á sjónum til að vera með okkur. Þetta voru mikil viðbrigði fyrir hann. Allt í einu var hann farinn að vinna í landi og sjá um tvö börn sem þurftu að vakna í skólann. Það gerðist margt spaugilegt á þessum tíma. Mér fannst ég alltaf vera heppin og upplifði það ekkert neikvætt þótt þau væru skilin.“ Þolir ekkert vesen Hún segir vinkonur sínar halda því fram að hún beri þess merki að hafa verið alin upp hjá karlmanni. „Þær kalla mig stundum JR,“ segir hún hlæjandi og bætir við að hún þoli ekki óþarfa vesen. „En það er samt ekki hægt að segja að ég sé alin ein- göngu upp hjá karlmanni því pabbi kynntist stjúpmóður minni, Hörpu Helgadóttur, stuttu eftir skilnaðinn og sá hún um að allt væri í föstum Laus við samviskubitið Fjölmiðlakonan Marta María Jónasdóttir hefur verið harkalega gagnrýnd af femínistum sem hafa meðal annars sakað hana um að hvetja til átrösk- unar með skrifum sínum. Marta María, sem var alin upp af föður sínum, stóð við hlið hans þegar hann var dæmdur í fangelsi eftir skelfilegt sjóslys sem olli dauða tveggja einstaklinga. Marta María hefur ástríðu fyrir starfinu en segir móðurhlutverkið hafa breytt sér til hins betra. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal „Ef ég væri með samviskubit, þá væri ég í annarri vinnu. Ég vel þetta sjálf. Fylgir hjartanu Marta María hefur það fyrir reglu að fylgja hjartanu. Þess vegna ákvað hún að hætta þegar Pressan tók stefnu sem hún var ósátt við. MYND GoLLi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.