Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Síða 29
Viðtal 29Helgarblað 13.–15. janúar 2012 „Söknuðurinn hverfur aldrei“ stuð væri ég aldrei í stuði,“ segir hann og hlær. „Þetta er klassískt vandamál rithöfunda. Þetta gengur samt misvel. Stund­ um er ég ekki vel upplagður. Það koma alltaf tímabil þar sem mér gengur illa og ekkert gengur upp. En það er ekkert við því að gera ann­ að en að halda áfram. Þetta er bara svona og ég valdi þetta sjálfur. Á móti kemur að það fylgir því mjög góð tilfinning þegar ég er búinn að koma einhverju saman sem ég get verið ánægður með. Oftast fara hlutirnir að ganga betur um leið og ég kemst á skrið. Þegar ég er svo far­ inn að ná utan um verkin þá taka við tarnir. Þá á ég það til að einangra mig og leita mikið norður í Svarfaðardal þar sem við eigum afdrep.“ Draumur sem rættist Stundum fer hann til útlanda. Í vor á hann til dæmis inni í listamanna­ miðstöð í Róm. Þar ætlar hann að vera í tvo mánuði. „Ég held að það sé hollt og gott að skipta um umhverfi.“ Hann fer einn út en eiginkonan, Unnur Ólafsdóttir, ætlar nú að kíkja í heimsókn. Þar ætlar hann að vinna í skáld­ skap sem hann vonast til að geta gefið út á þessu ári. „Ég get ekki far­ ið nánar út í það því það kann ekki góðri lukku að stýra. Ég er einn af þeim höfundum sem skrifa ekki neitt ef ég tala of mikið um það.“ Það er því best að þegja. Hann þekkir þetta eftir fjörutíu ára fer­ il. Á þessum tíma hefur hann aldrei langað að gera eitthvað annað, hann er einn af þeim sem tókst að láta drauminn rætast, en draumurinn um að skrifa hefur fylgt honum frá unga aldri. „Mig langaði snemma að fara að skrifa. Ég hafði mikinn áhuga á bókmenntum, las mikið og hreifst af mörgu. Þá langaði mig að athuga hvort ég hefði eitthvað í þetta. Þetta er eitthvað í blóðinu. Þegar ég kom í gagnfræðaskóla og síðan menntaskóla fór ég að eiga sálufélag við ýmsa sem voru að yrkja ljóð, skrifa sögur og gefa út skóla­ blöð. Frá þeim tíma var það draumur að gera þetta að mínu starfi. Ég vann markvisst að því og allt í einu var það orðið þannig. Annars rek ég ánægjuna af skáld­ skap fyrst og fremst til sköpunar­ gleði. Ég sé ekki mikinn mun á því að smíða góðan grip, mála mynd eða skrifa sögu. Allt byggist þetta á löng­ uninni til að skilja eitthvað eftir sig en ekki því að ég ætli að frelsa heim­ inn eða búi yfir einhverri speki sem ég vil endilega koma í alla aðra,“ segir hann en bætir því svo við að það sé reyndar góður bónus ef það gerist óvart „að ég frelsi heiminn eða verði til þess – kannski alveg óvart, að ein­ hver gríðarleg sannindi ljúkist upp fyrir einhverjum. En það hefur aldrei verið tilgangurinn.“ Haturspóstur og efasemdir Uppskerutímanum fylgir svo kvíða­ blandin tilhlökkun fyrir viðtökunum. „Ég er alltaf efins. Þess vegna er ég alltaf undir það búinn að verkunum mínum verði ekki tekið með húrra­ hrópum. Reyndar hef ég heldur ekki orðið fyrir því að verkin séu tætt nið­ ur og trampað á þeim með stórum yfirlýsingum og Þórðargleði um það hversu ömurleg þau séu.“ Það hefur engin kveikt í bílnum hans. En hann hefur fengið haturs­ póst. „En ég veit ekki hvort það teng­ ist endilega einhverju sem ég hef skrifað. Ég hef auðvitað fengið sím­ töl og bréf frá rugluðu fólki. Yfirleitt skil ég ekkert um hvað það er að tala. Kannski eitthvað sem ég hef skrifað, ég veit það ekki. Svo hef ég líka orðið fyrir því að menn hafa haft samband, ekkert endilega reiðir, en handvissir um að eitthvað sem ég hef skrifað fjalli um þá. Í hvert sinn hef ég komið af fjöll­ um. En ég reyni að dvelja ekki um of við það sem ég hef gert og velti mér alls ekki upp úr því hvað eitthvað sé vellukkað og stórkostlegt. Auð vitað vona ég alltaf að nýjasta verkið sé best. Ég held að það sé heilbrigt að vona alltaf að næst muni ég gera eitt­ hvað sem er ívið skárra en það sem á undan kom.“ Hann hlær stríðnislega þegar hann er spurður hvort hann sé hógvær. „Ég held að ef maður segist vera hógvær þá sé maður það senni­ lega ekki!“ Hlutverkin breyttust þegar sonurinn dó „Halló,“ kallar ungur maður og geng­ ur inn. Halldór er kominn heim. Hann heilsar upp á okkur en vill ekki trufla viðtalið svo þeir Sigtryggur Ari spjalla aðeins saman frammi á gangi áður en hann kveður aftur. Á meðan segir Þórarinn frá syni sínum sem „Við vorum svo rétt að byrja að skríða saman eftir þetta áfall þegar Kristján, sem hafði aldrei kennt sér meins, veiktist. Það gekk hratt yfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.