Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Síða 30
30 Viðtal 13.–15. janúar 2012 Helgarblað varð stúdent í vor og stundar núna tónlistarnám, er trommuleikari og spilar með rafhljómsveitinni Sykri sem hefur verið að gera það gott. Síðustu misserin hefur sonar­ dóttir hans einnig búið hér en er nú komin aftur til móður sinnar, stjúpa og bræðra sem eru nýflutt heim eftir tveggja ára dvöl erlendis. Unnur Sara klárar stúdentinn í vor en hún er að­ eins einu og hálfu ári yngri en Hall­ dór. Enda byrjaði Þórarinn að eignast börn þegar hann var 23 ára og hætti því ekki fyrr en hann varð 42. Elsti sonur hans eignaðist svo dótturina þegar hann var tvítugur. „Þannig að tíminn líður,“ segir Þórarinn. „Elsta barnabarnið orðið 19 ára.“ „Unnur Sara á líka móðursystur sem er jafngömul yngsta föðurbróð­ urnum. Það er til mjög falleg mynd af þeim þremur saman þar sem þau eru öll með snuð,“ segir Þórarinn og brosir fallega. Stundum talar eldra fólk um að það sé skemmtilegra að eiga barna­ börn en börn. Þórarinn sér ekki mik­ inn mun á því. „Kannski stafar það af því að það er svo lítill aldursmunur á yngsta syni okkar og elsta barna­ barninu. Þau urðu eins og systkini og hafa alltaf verið svo góðir vinir. Svo kemur það líka til að við misstum elsta son okkar og þá breyttust hlut­ verk okkar allra gagnvart henni. Ég hef ekki upplifað þetta að vera búinn að koma upp öllum mín­ um börnum og vera orðinn gamall að eigin mati og farinn að bíða eftir barnabörnum sem ég get spillt. Ætli það sé ekki aðallega það sem fólk er að tala um þegar það segir þetta.“ Alltaf einhver tregaklumpur eftir „Við höfum orðið fyrir þessum stóru áföllum. Við höfum misst tvo syni. Það er reynsla sem er náttúrulega ákaflega erfið. Það er eins og það sé búið að snúa því við sem manni þyk­ ir eðlilegt þegar foreldrar þurfa að sjá á eftir börnunum sínum. Það er erf­ itt að komast yfir það og kannski geri ég það í raun og veru aldrei þó að ég læri að lifa með því og halda áfram. Við áttum alls fimm syni og það eru þrír eftir sem við erum alsæl með. En þetta breytir manni og það verður alltaf einhver tregaklumpur eftir inni í manni. Það er misjafnt hvað mað­ ur finnur mikið fyrir honum en hann fer aldrei. Stundum stækkar hann og stundum …“ segir hann og hikar. Sigtryggur Ari grípur orðið og spyr hvort það komi fyrir að tregaklump­ urinn sé stærri núna en fyrst. „Öðru­ vísi,“ segir Þórarinn, „en jú, það kemur fyrir. Sérstaklega við vissar aðstæður. Til dæmis öll tímamót svo sem jól, skammdegi, fæðingardaga og dánardaga. Eða á gleðistundum þegar maður upplifir eitthvað og fer að hugsa með sér að þeir sem eru farnir missi af þessu. Við höfum meðal annars tekið á þessu með því að stofna minningar­ sjóð sem hefur þrisvar sinnum út­ hlutað verðlaunum til framúrskar­ andi tónlistarmanna. Það er liður í því að sá sem er farinn gleymist ekki. Þegar fólk deyr svona ungt og allir aðrir halda áfram gerist það svo oft – það er eins og óskrifað blað. Það er ekki góð tilfinning.“ Kannski er söknuðurinn meiri núna því að í ár verða tíu ár frá því að Kristján dó. Það stendur því til að halda minningartónleika í vor. Vildi frekar veikjast sjálfur Sigtryggur Ari segist hafa spurt af persónulegum ástæðum: „Á sínum tíma fór ég ekki í gegnum mikla úr­ vinnslu og skildi eiginlega ekki hvað gerðist. En stundum, sérstaklega í seinni tíð þegar ég hef þroskast að­ eins sjálfur þá finn ég miklu meira fyrir því. Ég sakna Eldjárns oft miklu meira núna.“ „Söknuðurinn hverfur aldrei,“ segir Þórarinn. „Ekki þessi,“ segir Sigtryggur Ari. „Það er bara eitthvað allt annað með svona ungan mann heldur en gaml­ an afa manns.“ „Þar er auðvitað söknuður til staðar,“ segir Þórarinn. „En ef ein­ hver deyr saddur lífdaga eftir að hafa átt mjög góða ævi áratugum saman og hefur þá tilfinningu að hann hafi lokið flestu sem hugur hans stóð til að gera þá er ekki hægt að biðja um neitt meira. En þegar ungt fólk sem stendur á þröskuldi þess að fara að njóta ávaxtanna af því sem það hefur unnið að af metnaði er kippt í burtu er ekki hægt að sætta sig við það. Samt er ekkert annað í boði. Sem foreldri upplifir maður líka að maður beri alltaf ábyrgð á börn­ unum sínum. Þá er ég reiðubúinn til þess að gera hvað sem er. Þegar þetta tengist veikindum eins og í okkar tilfelli þá myndi ég frekar vilja bera sjúkdóminn sjálfur. En maður fær það ekki.“ Héldu að æxlið væri taugaklemma Kristján Eldjárn sonur okkar fékk heilaæxli sem ekki var ráðið við. „Allt í einu fékk hann skrýtna löm­ un í fótinn og varð haltur. Til að byrja með héldum við að þetta væri taugaklemma, enda ranglega greint í fyrstu sem úttaugarbilun sem hægt væri að þjálfa upp. Seinna kom á daginn að löm­ unin stafaði af æxli í höfðinu. Þeg­ ar æxlið var greint kom í ljós að það var af verstu hugsanlegu tegund. Í raun var þetta vonlaust frá upp­ hafi.“ Það var haustið 2000 sem fyrstu einkennin birtust. Í desember var Kristján kominn í geislameðferð og hrakaði hratt. „Lömunin hélt áfram og fór í handlegginn og út fingurna. Það gat ekki verið óréttlátara því hann var gítarleikari og hafði séð fyrir sér að hann gæti alltént unnið að músíkinni þótt hann væri veikur. En það var ekki hægt. Sumarið 2001 varð svo smá stopp. Þá glæddist vonin. En svo hélt þetta bara áfram eins og var í raun vitað að myndi gerast. Það er samt aldrei hægt að gefast upp og segja að þetta sé búið því þrátt fyrir allt veit maður það aldrei fyrirfram. Í mörgum tilfellum er krabbamein ekki klár dauðadómur lengur. Menn geta jafnvel lifað góðu lífi árum sam­ an en það fer bara eftir því hvers eðl­ is það er.“ Þórarinn segir samt að sonur sinn hafi vitað hvað var í vændum. „Það er afskaplega erfitt að fylgja barninu sínu í gegnum slíkt. Þegar fólk veikist svona alvarlega og átt­ ar sig á því hver endalokin verða, jafnvel þótt það reyni að berjast, þá kemur yfirleitt í ljós að viðkomandi hefur miklu meiri áhyggjur af sín­ um nánustu en sjálfum sér. Hon­ um fannst hræðilegt að leggja þetta á okkur foreldrana, ekki síst vegna þess að við höfðum misst son áður.“ Sonurinn reyndist fjölfatlaður Næstelsti sonur þeirra hjóna, Ólaf­ ur, fæddist í Svíþjóð árið 1975. Með­ gangan gekk vel og fæðingin var fullkomin. „Daginn eftir að hann fæddist kom hins vegar í ljós að það var eitthvað að. Hann fékk krampa. Það gat stafað af ýmsu en fljótlega var ekkert annað eftir en að heila­ skaði ylli þessu. Svo tók við biðtími til að sjá hvert það leiddi. Þegar verið er að fást við erfið veikindi koma alltaf þessir bið­ tímar. Eitthvað er rannsakað og svo þarf að bíða og sjá hvað kemur út úr því. Síðan hefst meðferð og svo þarf enn að bíða og sjá hvernig hún tekst. Aftur og aftur þarf maður að bíða í von og ótta. Og það er alltaf erfitt. Skaðinn reyndist vera það mik­ ill að Ólafur komst aldrei í samband við umheiminn nema að mjög tak­ mörkuðu leyti. Einhverjar brautir í höfðinu voru ekki í lagi og sonur okkar varð fjölfatlaður.“ Það var meira en lítið áfall fyrir ungt par. „En það skipti máli að við áttum fullkomlega heilbrigt barn fyrir. Svo eignuðumst við annan son ári síðar. Þá upplifði ég það svo sterkt hvað það er mikið kraftaverk að börn fæðist heilbrigð. Í sjálfu sér er engin ástæða til að allir séu alltaf á nálum yfir því að eitthvað gæti verið að. En þegar maður hefur fengið að reyna slíkt er maður aldrei öruggur eftir það. Að sama skapi kann mað­ ur enn betur að meta það ef allt er í lagi.“ Voru rétt að skríða saman Þar sem Ólafur þurfti sólarhrings­ umönnun fór hann á stofnun þar sem hlúð var að honum. „Við heimsóttum hann og tókum hann oft heim en það hefði ekki verið gerlegt að hafa hann heima. Það hefði ekki gefið honum neitt en reynst öðrum mjög erfitt.“ Ólafur lést 23 ára árið 1998. „Þó að við vissum að hann ætti ekki sömu möguleika og aðrir vorum við ekki að hugsa um neitt annað en að hann myndi lifa. Við vorum ekki að undir­ búa okkur undir það að hann myndi deyja. Við hugsuðum ekkert út í það. Svo þegar hann var farinn þá mynd­ aðist mjög mikið tómarúm. Það var svo margt sem aldrei hafði náðst að vinna úr, alveg frá því að hann fæddist og við þurftum að taka fyrir. Við vorum svo rétt að byrja að skríða saman eftir þetta áfall þegar Kristján, sem hafði aldrei kennt sér meins, veiktist. Það gekk hratt yfir.“ Hann dó árið 2002. Bræðurnir hvíla í gamla kirkju­ garðinum við Hólavallatorg. „Ég á oft leið þangað,“ segir Þórarinn og bætir því við að það sé góður stað­ ur. „Flestir sem hafa einhver tengsl við þennan kirkjugarð eiga þar for­ feður en það er dálítið sérstök staða og ekki eftirsóknarverð að eiga þar afkomendur – í gamla kirkjugarðin­ um,“ segir Þórarinn. Stóðu saman Á þessum tíma stóð fjölskyldan þétt saman og gerir enn. „Ef fólki tekst að komast í gegnum svona áfall saman þá verður það aðeins til þess að efla samheldnina. En það er ekkert sjálf­ gefið að það takist. Þess eru vissu­ lega dæmi að fólk megnar ekki að taka á hlutunum saman og hver fer í sitt ferli. Það getur orðið til þess að hjónabandið liðast í sundur. En okk­ ur tókst að fara í gegnum þetta sam­ an. Við skiptumst á að fara í mismun­ andi hlutverk. Við fengum líka hjálp og leituðum eftir henni. Við áttum auðvitað þrjá aðra syni og það hefði verið óréttlátt gagn­ vart þeim ef þeir hefðu þurft að alast upp í sorg það sem eftir væri. Það var ekki hægt. Svo við þurftum að kom­ ast í gegnum þetta með einhverjum hætti.“ Að vissu leyti gat Þórarinn skrif­ að sig frá sorginni. „Skáldskapurinn hjálpaði því ég hef fjallað um þetta í ljóðum. Þá gat ég komið tilfinning­ um í orð og það er alltaf léttir. En ég leysi ekki slík mál með því að fremja skáldskap.“ Með Sykur í eyrunum Þórarinn leggur líka áherslu á að sýna sonum sínum hversu vænt hon­ um þyki um þá. „Ég geri það meðal annars með því að vera áhugasam­ ur um það sem þeir eru að fást við. Halldór og Úlfur eru báðir tónlistar­ menn. Úlfur stundar nám í tónsmíð­ um, skellti sér í það á gamalsaldri en spilar auk þess með Orgelkvar­ tettnum Apparati og er frábær saxó­ fónleikari að auki. Ég hlusta mik­ ið á bæði Apparat og Sykur, er með hvort tveggja í i­Podinum sem ég hef í eyrunum þegar ég fer út að hlaupa og get mælt sérstaklega með þessari músík fyrir hlaupara. Ari er líka þrælmúsíkalskur þó að hann hafi ekki lagt það fyrir sig en það kemur fram í því hvað hann er góð eft­ irherma. Hann lærði reyndar á flautu þegar hann var lítill. Hann sýndi ágæta takta á flautuna, en það þarf að hafa hana í munninum svo hann lagði hana frá sér þegar hann áttaði sig á því að máttur orðsins er meiri en flautunnar.“ Líkt og Þórarinn sem lengi var kenndur við fyndnu kynslóðina hef­ ur Ari slegið í gegn sem húmor isti. „Hann hefur reyndar starfað sem uppistandari frá því að hann stóð fyrst upp hér heima. Svo varð hann svo lánsamur að geta gert sitt innra eðli að starfi. Hann er líka rithöfundur eins og ég og nam kvikmyndahand­ ritaskrif í London. Reyndar hafa þeir allir skrifað.“ Sár reynsla en þroskandi „Auðvitað mótaði þessi reynsla strák­ ana mjög mikið. Fyrir utan sorgina þá er þetta líka lífsreynsla sem er mjög sár en um leið þroskandi. Jafnframt getur þetta verið brýning um að nota tækifærið og lífið á meðan maður hef­ ur það, því við vitum að það er ekkert sjálfgefið að halda því. Nota tímann í stað þess að festast í því fari að þykja allt tilgangslaust og vita ekkert hvað maður ætlar að gera. Þegar mað­ ur hefur upplifað það að horfa upp á mann sem þráði að lifa deyja áttar maður sig kannski betur á því hvað það er mikils virði að eiga þess kost.“ Þrátt fyrir allt heldur Þórarinn áfram og trúir því ekki að það fylgi honum eða þeim einhvers konar ógæfa. „Áföll eru ekki það sama og ógæfa en auðvitað hugsa ég stundum til þess að við megum ekki við mikið meiri hremmingum. Ég hugleiði það stundum en svo verðum við bara að halda áfram.“ „Það er ekkert merkilegt út af fyrir sig að vera forseti „Flestir sem hafa einhver tengsl við þennan kirkjugarð eiga þar forfeður en það er dálítið sérstök staða og ekki eftirsóknarverð að eiga þar afkomendur – í gamla kirkjugarðinum. Þroskandi lífsreynsla Þórarinn segir erfið- leikana hafa kennt sér að nota tækifærið og lífið á meðan maður hafi það. Lífið sé ekki sjálfgefið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.