Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Blaðsíða 36
H annibal Valdimarsson er í hópi eftirminnilegustu stjórnmálamanna síðustu aldar – vígreifur verkalýðs- leiðtogi, róttækur jafnaðar- maður og einlægur áhugamaður um sameiningu vinstri manna en jafn- framt skeleggur andstæðingur kommúnista. Hannibal fæddist í Fremri-Arnardal í Skut- ulsfirði. Hann stund- aði sjósókn og almenna verkamannavinnu á ung- lingsárunum en að loknu gagnfræðaprófi á Akureyri hélt hann til Danmerkur og lauk prófi frá kennaraskól- anum í Jonstrup 1927. Hannibal hélt smábarna- skóla á Ísafirði 1927–28, var kennari á Akranesi 1928–29, var skólastjóri í Súðavík 1929–31, stundaði skrifstofu- störf hjá Samvinnufélagi Ísfirðinga og kenndi 1931–38 og var skólastjóri Gagnfræðaskólans á Ísafirði 1938–54. Hannibal hóf afskipti af verkalýðs- baráttu er hann var kennari í Súðavík, 1930. Að hans sögn komu þá til hans tveir fátækir verkamenn sem haft höfðu forgöngu um stofnun verka- lýðsfélags í plássinu. Atvinnurek- endur á staðnum höfðu bægt þeim frá vinnu af þeim sökum og báðu nú kennarann að taka að sér for- mennsku í félaginu því hann ætti síð- ur á hættu að missa við það lifibrauð sitt. Hannibal sló til og varð fljótlega helsti verkalýðsleiðtogi Vestfjarða og jafnframt í forystusveit Ísafjarðarkrat- anna sem þekktir voru um allt land fyrir róttækni en jafnfram andstöðu við kommúnista. Hannibal var for- maður Verkalýðsfélags Álftfirðinga í tvö ár, síðan formaður Verkalýðs- félagsins Baldurs á Ísafirði 1932–39, forseti Alþýðusambands Vestfjarða frá 1934–54 og forseti ASÍ frá 1954–71. Hannibal var bæjarfulltrúi á Ísa- firði 1933–49, alþm. 1946–73, heil- brigðis- og félagsmálaráðherra í síðustu vinstri stjórn Hermanns Jón- assonar 1956–58 og félagsmála- og samgönguráðherra í vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar 1971–73. Hannibal neitaði að fylgja Héðni Valdimarssyni er Héðinn klauf Al- þýðuflokkinn og gekk til liðs við kommúnista með stofnun Sósíalista- flokksins,1938, en átti síðan sjálfur eftir að fara svipaða leið og Héðinn. Hann fór á þing fyrir Alþýðuflokkinn 1946, varð formaður flokksins 1952 og jafnframt ritstjóri Alþýðublaðsins en laut í lægra haldi í formannskosn- ingu fyrir gömlum félaga frá Ísa- firði, Haraldi Guðmundssyni, 1954. Hannibal klauf síðan Alþýðuflokkinn 1956 er hann gekk til samstarfs við Sósíalistaflokkinn í kosningabanda- lagi sem forsvarsmaður Málfunda- félags jafnaðarmanna. Þegar þessu kosningabandalagi, Alþýðubanda- laginu, var formlega breytt í stjórn- málaflokk, 1968, sá Hannibal að hann hafði misst þar tögl og hagldir – sagði skilið við Alþýðubandalagið og stofn- aði nýjan flokk, Samtök frjálslyndra og vinstri manna 1969. Hannibal var forseti ASÍ, 1958, er ASÍ þing neitaði Hermanni Jónas- syni forsætisráðherra um svigrúm með því að fresta umsömdum launahækkunum. Sú höfn- un varð til þess að Her- mann Jónasson sagði af sér og vinstri stjórnin fór frá. Í kjölfarið fylgdi minnihlutastjórn Al- þýðuflokks með stuðn- ingi sjálfstæðismanna, róttækar breytingar á kjördæmaskipan og kosningar og upphaf Viðreisnarstjórnar Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks með mjög róttækum efnahags- ráðstöfunum og samstarfi sem stóð í tólf ár. Er Viðreisnarstjórnin hafði set- ið í tólf ár frá 1959–71, var það fyrst og fremst framboð Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og stórsigur þeirra undir forystu Hannibals, sem felldi Viðreisnarstjórnina. Þá var mynduð vinstri stjórn Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna undir forsæti Ólafs Jóhannes- sonar. Hannibal og félagi hans Björn Jónsson, rákust hins vegar illa í því stjórnarsamstarfi og er þeir gengu úr skaftinu, 1974, sprakk vinstri stjórnin. Við tóku kosningar og stjórn sjálf- stæðismanna og Framsóknar undir forystu Geirs Hallgrímssonar. Reynd- ar bendir eitt og annað til þess að Hannibal hafi fremur viljað nýta stór- sigur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, 1971, til að framlengja Við- reisn með Alþýðuflokki og Sjálfstæð- isflokki, en hann var ekki einráður í sínum flokki. En hvað sem sagt verður um hug- leiðingar Hannibals, árið 1971, verður því ekki neitað að hann var mikill ör- lagavaldur í ólgusjó íslenskra stjórn- mála frá því upp úr miðri síðustu öld. Hann hafði flutti í Selárdal í Arnar- firði 1966 og var þar með búskap til 1977 en foreldrar hans höfðu búið á Bakka í Bakkadal í Arnarfirði og ólst hann þar upp með systkinum sínum. Hann snéri því frá sviptingum stjórn- málanna með því að snúa aftur heim í tvenns konar skilningi: Heim á af- skekktar æskuslóðir og heim í gamla, góða Alþýðuflokkinn sem hann hafði ungur gefið hjarta sitt. Eiginkona Hannibals var Sólveig Ólafsdóttir og eignuðust þau þrjú börn. Eru synir þeirra allir lands- þekktir, þeir Arnór heimspekiprófess- or, Ólafur, rithöfundur og fyrrv. vþm., og Jón Baldvin, fyrrv. alþm., ráðherra, formaður Alþýðuflokksins og sendi- herra. Bróðir Hannibals var Finnbogi Rútur, ritstjóri, alþm. og bankastjóri, tengdafaðir Styrmis Gunnarssonar ritstjóra. 36 Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 13.–15. janúar 2012 Helgarblað B aldur fæddist að Víðirhóli á Hólsfjöllum í Norður-Þing- eyjarsýslu. Hann stundaði nám í húsgagnabólstrun á Akureyri 1939–43 og lauk sveinsprófi 1943, stundaði nám við Iðnskólann á Akureyri og sótti kvöld- námskeið í tungumálum, lauk stúd- entsprófi utan skóla frá Menntaskól- anum á Akureyri 1946, stundaði nám í þýskum og íslenskum fræðum, í frönsku og ítölsku við háskóla í Zürich 1946–49, sótti námskeið í frönsku við háskóla í Genf sumrin 1947 og 1948, stundaði nám í þýskum og íslenskum fræðum og í listasögu við Kielarhá- skóla 1951–56, var löggiltur dómtúlk- ur og skjalaþýðandi úr og á þýsku frá 1959, dvaldi við nám í Ravenna á Ít- alíu sumarið 1968, sótti námskeið og fór kynnisferðir til Þýskalands sumrin 1971 og 1977 á vegum Göethe-Insti- tut sem og þrívegis á námskeið fyrir þýskukennara hér á landi. Baldur var kennari í þýsku og ís- lensku við Menntaskólann á Akur- eyri og í íslensku við Húsmæðraskól- ann á Akureyri 1949–51, starfaði við Ferðaskrifstofu ríkisins 1950–51, var fulltrúi þar 1954–61, var fararstjóri á vegum ferðaskrifstofunnar víðs vegar um Evrópu 1954–56 og leiðsögumað- ur erlendra ferðamanna hér á landi sumrin 1954–61, stundakennari í þýsku við Menntaskólann í Reykjavík 1956–61, fastur kennari þar 1961–87 og deildarstjóri þar í þýsku frá 1966, kennari í þýsku, frönsku og ítölsku og íslensku fyrir útlendinga við Mála- skólann Mími 1956–60 og í ítölsku við Námsflokka Reykjavíkur í tvo vetur. Hann var prófdómari í þýsku við ýmsa skóla, s.s. framhaldsdeild- ir gagnfræðaskólanna í Reykjavík í nokkur ár og um árabil við Háskóla Íslands frá 1979, var stundakennari í skjalaþýðingum við Háskóla Íslands frá 1985, kenndi þýsku í Sjónvarp- inu 1969–70 og á kvöldnámskeiðum hjá lögreglunni í Reykjavík og sinnti skjalaþýðingum og dómtúlkun, m.a. fyrir ráðuneyti, dómstóla og sendi- ráð Þýskalands. Þá var hann bréfritari ræðismannsskrifstofu Ítalíu í Reykja- vík á árunum 1960–70. Baldur var formaður Sund- félagsins Grettis á Akureyri 1943– 46, garðprófastur á stúdentagarðin- um Christian-Albrecht-Haus í Kiel í þrjú námsmisseri, sat í stjórn Fé- lags löggiltra dómtúlka og skjala- þýðenda um árabil frá 1965, var formaður Félags þýskukennara frá stofnun 1970–79, gjaldkeri Félags menntaskólakennara 1971–73, sat í stjórn Félags kennara við Mennta- skólann í Reykjavík, sat í prófnefnd fyrir dómsmálaráðuneytið vegna löggildingarprófa fyrir væntanlega dómtúlka og skjalaþýðendur og var skipaður í nefnd til að endurskoða reglugerð um slík próf. Baldur var höfundur kennslubók- anna Þýska, í bókaflokknum Mála- bækur Ísafoldar, útg. 1962; Þýsk- ir leskaflar og æfingar, útg. 1970 og margsinnis endurútgefin; Þýsk mál- fræði, útg. 1967 og margendurútgefin. Hann samdi ritgerðina Þýskukennsla í Reykjavíkurskóla, ritgerð í Sögu- slóðum, afmælisriti Ólafs prófessors Hannessonar, útg. 1979. Þá tók hann saman niðjatölin Niðjar Magnúsar Hannessonar og Steinunnar Run- ólfsdóttur í Böðvarsdal, útg. 1971 og 1984, og Niðjar Kristjáns Sigurðsson- ar á Grímsstöðum á Fjöllum og Niðj- ar Páls Jóhannessonar á Austaralandi í Öxarfirði, útg. 1987. Þá skrifaði hann fjölda blaðagreina um þýsk málefni, hefur samið og þýtt texta í sýningar- skrár, ferðabæklinga, landkynning- arrit um Ísland og hefur þýtt þýskar smásögur í tímarit og blöð, m.a. eft- ir Stefan Zweig, Berthold Brecht og Heinrich Böll, og þýddi skáldsögurn- ar Vitaskipið, eftir Siegfried Lenz, og Bilun, eftir Friedrich Dürrenmatt. Baldur var sæmdur æðstu heið- ursorðu þýska ríkisins: Bundes Ver- dienstkreuz fyrir áratuga störf í þágu samskipta Íslands og Þýskalands. Fjölskylda Baldur kvæntist 20.8. 1951, Elisa- beth Bahr, f. 1.6. 1926, d. 14.12. 1965, handavinnukennara. Hún var dóttir Hans-Joachims Bahr, f. 28.6. 1895, d. 2000, herprests, og k.h., Gertrud Bahr, f. Schöne 10.12. 1897, húsfreyju síðar í Minden í Þýskalandi. Synir Baldurs og Elisabethar eru Baldur Joachim Baldursson, f. 15.6. 1953, arkitekt og kennari við Iðnskól- ann í Reykjavík, en kona hans er Ing- veldur Halla Hauksdóttir, starfsmaður hjá Glitni; Hans Eiríkur Baldursson, f. 22.3. 1957, fræðimaður í búddískum fræðum, ráðgjafi og háskólakenn- ari í Bandaríkjunum; Magnús Diðrik Baldursson, f. 21.7. 1959, skrifstofu- stjóri rektorsskrifstofu og gæðastjóri Háskóla Íslands, en kona hans er Sig- ríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heim- speki við Háskóla Íslands, og er dóttir þeirra Elísabet Magnúsdóttir, f. 23.5. 1986, læknanemi í Þýskalandi. Baldur kvæntist 14.4. 1973 Krist- ínu Hólmfríði Pétursdóttur, f. 23.1. 1934, bókasafnsfræðingi og fyrrv. for- stöðumanni skjalasafns Landsbanka Íslands. Þau skildu. Systkini Baldurs: Kristjana Hrefna Ingólfsdóttir, f. 13.11. 1914, d. 10.3. 1994, húsfreyja í Pálmholti í Reykja- dal og síðar á Akureyri; Hörður Ing- ólfsson, f. 22.2. 1916, d. 28.4. 1933, drukknaði; Sigurður Ingólfsson, f. 27.10. 1917, d. 20.11. 1954, bóndi á Hróarsstöðum og Smjörhóli í Öxar- firði; Ragna Ásdís Ingólfsdóttir, f. 22.6. 1922, d. 16.1. 1983, húsmóðir í Reykja- vík; Magnús Ingólfsson, f. 3.10. 1923, d. 12.3. 1940, varð úti; Stefán Arnbjörn Ingólfsson, f. 13.11. 1925, d. 27.6. 1995, verkstjóri og skrifstofumaður á Akur- eyri; Þórunn Elísabet Ingólfsdóttir, f. 16.9. 1928, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík; Jóhanna Kristveig (Hanna) Ingólfsdóttir Johannessen f. 28.11. 1929, d. 25.4. 2009, hárgreiðslumeist- ari og húsmóðir í Reykjavík; Kristján Hörður Ingólfsson, f. 9.5. 1931, tann- læknir í Reykjavík; Karólína Guðný Ingólfsdóttir, f. 31.7. 1932, d. 3.1. 1997, húsmóðir í Reykjavík; Hanna Sæfríð- ur Ingólfsdóttir, f. 31.7. 1932, d. 23.12. 2006, húsfreyja og saumakona í Ási í Kelduhverfi og síðar á Akureyri; Birna Svava Ingólfsdóttir, f. 13.1. 1938, hús- móðir á Akureyri; Magnús, f. 24.9. 1940, skrifstofumaður og bókari á Egilsstöðum; Páll Ingólfsson, f. 24.9. 1940, landfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Baldurs voru Ingólfur Kristjánsson, f. 8.9. 1889, d. 9.1. 1954, bóndi á Grímsstöðum og á Víðirhóli á Hólsfjöllum í Fjallahreppi í Norður- Þingeyjarsýslu, síðar á Kaupvangs- bakka í Eyjafirði, og k.h., Katrín María Magnúsdóttir, f. 13.10. 1895, d. 17.3. 1978, húsfreyja, síðast saumakona á Akureyri og í Reykjavík. Ætt Ingólfur var sonur Kristjáns, b. á Grímsstöðum á Fjöllum Sigurðsson- ar, b. á Hólum í Laxárdal Eyjólfssonar, bróður Þuríðar, langömmu Sigurðar, b. á Sigurðarstöðum í Bárðardal, föð- ur Sigurðar dýralæknis. Móðir Krist- jáns var Arnbjörg Kristjánsdóttir, syst- ir Árna, afa Aðalgeirs Kristjánssonar skjalavarðar. Annar bróðir Arnbjarg- ar var Kristján, langafi Jónasar Jóns- sonar búnaðarmálastjóra og Kristjáns Árnasonar dósents. Móðir Ingólfs var Aldís Anna Ein- arsdóttir, b. á Hvappi í Þistilfirði og síðar á Fossseli í Reykjadal Kristjáns- sonar, b. í Torfunesi og á Hóli, ættföð- ur Hólsættar í Kinn Árnasonar. Móð- ir Einars var Guðrún Friðfinnsdóttir, systir Guðnýjar, langömmu Stefaníu á Vatnsenda, síðar á Akureyri, ömmu Odds Helgasonar, sjómanns og ævi- skrárritara. Katrín var dóttir Magnúsar, b. í Böðvarsdal í Vopnafirði Hannesson- ar, b. í Böðvarsdal Magnússonar, b. í Böðvarsdal Hannessonar. Móðir Magnúsar eldra var Guðný Björns- dóttir, stúdents í Böðvarsdal Björns- sonar og Guðrúnar Skaftadóttur, syst- ur Árna, langafa Magðalenu, ömmu Ellerts B. Schram, fyrrv. alþm., rit- stjóra og forseta ÍSÍ og Bryndísar Schram. Móðir Magnúsar yngra var Guðrún Jónsdóttir, b. í Syðrivík Ein- arssonar og Guðrúnar Stefánsdóttur, systur Svanborgar, langömmu Hall- dórs, föður Kristínar, fyrrv. alþm. Móðir Guðrúnar var Sólveig Björns- dóttir, systir Guðnýjar frá Böðvarsdal. Baldur Ingólfsson kennari, þýðandi og námsbókahöfundur f. 6.5. 1920 – d. 5.1. 2012 Andlát Merkir Íslendingar Hannibal Valdimarsson forseti ASÍ, ráðherra og alþm. f. 13.1. 1903 – d. 1.9. 1991 Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.