Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Qupperneq 39
39Helgarblað 13.–15. janúar 2012 „Snyrtilega sett upp og á heildina litið vel leikin.“ „Frábær og einlæg þroskasaga.“ Póker í uppsetningu Fulls húss Götumálarinn Þórarin Leifsson Uppáhaldsjólagjöfin? Uppáhaldsjólagjöfin sem ég fékk í ár var án efa fallegt leirlistaverk sem þriggja ára dóttir mín gaf mér. Gunna Dís, útvarpskona Músur músíkanta hefði átt allt sem falt var fyrir fé, „… en pabbi og mamma höfðu aldrei sagt mér að þau elskuðu mig.“ Vafasamur heiður Chrissie nokkur Shrimpton var kærasta Micks Jagger um þriggja ára skeið frá 1963 til 1966. Sagan segir að hún hafi að einhverju leyti verið efnivið- ur nokkurra vinsælla laga The Rolling Stones, bæði meðan á sambandi þeirra stóð og eftir að því lauk. Sumir hafa leitt að því líkur að lagið Under My Thumb hafi verið samið með Chrissie í huga og Jagger hafi í reynd ver- ið að segja að honum hafi loks tekist að temja hana. Sjálfur sagði hann aðspurður um texta lagsins að um væri að ræða „[…] grínlag. […] og það er svar til stúlku sem var mjög ágeng kona.“ Samband Micks og Chris- sie leið undir lok skömmu fyrir jólin 1966 en Mick hafði eytt 15. desember í verslunar- ferð með Marianne Faithfull í stað þess að fara með Chrissie til Jamaíka eins og þau höfðu ákveðið. Þremur dögum síðar reyndi Chrissie að svipta sig lífi eftir heiftarlegt rifrildi við Mick. Læknum tókst að bjarga lífi hennar og var Mick sendur reikningurinn. Hann neitaði að greiða reikninginn en lét þess í stað pakka öllum eigum henn- ar í íbúð hans niður og sendi burt. Einnig gaf hann frá sér opinbera yfirlýsingu þess efnis að sambandi þeirra væri lokið. Tveimur vikum síðar stráði hann salti í sárin þegar lagið Let’s Spend the Night Together sló í gegn, en það lag var samið eftir fyrstu nóttina sem Mick og Marianne eyddu saman. Mýmörg dæmi Hér að framan hefur aðeins verið stiklað á stóru því enn er ógetið fjölda dæma þess að tónlistarmenn finni innblástur í eiginkonum sínum, vinkonum, einhverjum sem á vegi þeirra verða og þar fram eftir götum. Lítil áhöld eru um að John Lennon sótti innblástur í Yoko Ono í tónlist sinni og öfugt og sagt er að Sara Lownds hafi ver- ið hvað áhrifamest þeirra músa sem veittu honum andagift. Önnur kona sem var Bob Dylan mikill innblástur var Suze Ro- tolo, en mynd af þeim prýðir umslag plötunnar The Freew- heelin’. Samband þeirra varði í fjögur ár. Rokkarinn sálugi Roy Orbi- son ku hafa skrifað sitt frægasta lag Oh Pretty Woman með eig- inkonu sína Claudette í huga og Paul McCartney samdi fjölda laga fyrir Lindu eiginkonu sína og án efa einnig fyrir Heather Mills, aðra eiginkonu sína, þó honum kunni nú að finnast sem hann hafi kastað perlum fyrir svín hvað Heather varðar. Að sögn Paul McCartney varð stöðuvörður, Meta Davies, sem gaf honum stöðumælasekt honum innblástur að laginu Lovely Rita. „Hún leit út eins og Rita í mínum augum,“ sagði hann aðspurður um nafnið. Og þannig mætti halda lengi áfram. HeiMild Wikipedia, obserVer.guardian.co.uk, dailyMail. coM, ourstage.coM og fleiri I ngmar Bergman var einn af þeim stóru. Hann var að í sextíu og fimm ár, sífrjór og skapandi. Hann byrjaði í leikhúsinu og endaði þar í rauninni líka. Vald hans yfir list- forminu var oft göldrum líkast. Og hann var engu minni leik- stjóri á sviði en í filmu. Í pers- ónuleikstjórn átti hann fáa sína líka, enda vann hann gjarn- an með sama fólkinu. Hann var lengst af mjög umdeildur, enda fór hann alltaf eigin götur, stóð utan við meginstrauma aldarinnar. Nú er hann kominn á stallinn. En þó að Bergman sé stór, efa ég að hann verði, þegar fram líða stundir, talinn til hinna stærstu – og þá er ég að tala um hann sem kvik- myndaskáld. Hann var gríðar- legur mannþekkjari, en maður var ekki alltaf jafn sannfærður um að hann væri nokkur sér- stakur mannvinur. Persónur hans hafa mér alltaf fundist frekar tilbúnar; jafnvel tungutak þeirra ópersónulegt og bóklegt. Ég hef horft á myndir hans af og til í um fjörutíu ár, sumar aftur á seinni árum, og þær vekja með mér blendnar tilfinningar. Ég spyr mig hvort hann hafi ekki í rauninni haft meiri áhuga á því stóði púka og drauga, sem hann sagði að leitaði á sig, en að skoða manninn sem fyrirbæri, skilja hann og þjást með hon- um. Sem ég held að sé það sem á endanum skilji á milli feigs og ófeigs í listinni. Nú er Bergman sjálfur „en saga blott“, eins og Svíar segja, og smátt og smátt munum við skoða hann úr meiri fjar- lægð. Návist hans er þó enn yfirþyrmandi. Nú er meira að segja farið að setja kvikmynda- handrit hans upp á leiksviði, ekki aðeins á Norðurlöndum; leikgerð af mynd hans Såsom i en spegel var til dæmis frum- sýnd í New York í fyrra – við litla hrifningu gagnrýnenda. Það er skiljanlegt að þessi verk freisti leikhúsfólks, en menn verða þá að gera sér grein fyrir því að leikhús og kvikmynd eru ekki eitt og hið sama. Þann mun þekktu fáir betur en Bergman. Við gerð mynda sinna átti hann kost á ýmsum bestu leikurum heims og hann kunni að láta þá leika fyrir myndavélina. Þeir eru ekki margir sem hafa beitt nærmyndinni af sömu leikni og hann. Ef menn vilja flytja þessi verk yfir í annan miðil, verða þeir að finna eitthvað sem bætir það upp – sem virðist ætla að verða vandfundið. Ég sá leiksýningu upp úr Fanný og Alexander, síðustu myndinni sem hann skrifaði og stýrði sjálfur (1982), á sviði Konunglega leikhússins í Kaup- mannahöfn í fyrravor. Mér fannst útkoman ekki sann- færandi. Þó að þarna stæðu á sviði sumir af bestu leikurum Dana, tókst þeim ekki að blása í þetta lífi. Síðan horfði ég aftur á myndina, kvikmyndaútgáfu hennar. Mér finnst enn margt aðdáunarvert í henni, einkum fyrsti kaflinn. Þar er Berg- man í jólaskapi og dregur upp áhrifamikla mynd af borgara- fjölskyldu að halda jól á hefð- bundna sænska vísu. Seinni hlutinn er góður framan af, en dulúðin og draugarnir undir lokin finnst mér missa marks. Þar dettur sagan niður, verður á köflum ótrúverðug, vantar rök- lega tengingar, að lokum heldur hún vart athygli manns lengur. Leikfélag Reykjavíkur frum- sýndi nú á þrettándanum leik- gerð sem Stefán Baldursson hefur sett saman upp úr sjón- varpsgerð myndarinnar og leik- stýrir. Stefán hefur löngum ver- ið mistækur leikstjóri, oft gert mjög vel, en stundum miður og svo er að þessu sinni. Þetta er marflöt sýning sem lifnar stöku sinnum við, en fellur alltaf í sama farið aftur. Þau mistök, sem hún einkennist af, skrifast að langmestu leyti á leikgerð og leikstjórn. Vondur stjúpfaðir Fanný og Alexander er saga tveggja ungra systkina. Þau alast upp í Uppsala-fjölskyldu sem er sérkennileg blanda af bóhemíu og háborgaralegum fínheitum. Pabbi þeirra, Óskar Ekdahl, er leikhússtjóri. Hann er orðinn dauðveikur, þegar myndin hefst, en reynir að dylja veikindi sín til þess að spilla ekki jólagleðinni. Skömmu eftir jól hnígur hann niður í leik- húsinu og er borinn heim til að deyja. Eftir andlát hans giftist kona hans og móðir barnanna bisk- upi sem er varmenni hið mesta. Hann kvelur börnin og leggur hendur á Alexander litla. Þau sleppa þó úr prísundinni og eru í lokin sameinuð hinni stóru og skemmtilegu og á heildina litið samhentu Ekdahls-fjöl- skyldu. Yfir henni ríkir amma þeirra, gamla frú Ekdahl; hún er fulltrúi hins góða, Lífsins og Kærleikans, andstæða og aðal- mótleikari hins illa biskups. Bæði eru meistaralega túlkuð í myndinni af tveimur fremstu leikurum Svía: Gunn Wåll- gren og Jan Malmsjö. En sagan sjálf er, eins og þetta ágrip ætti að sýna, gamaldags meló- dramatískur fjölskyldureyfari. Það sem gerir gæfumuninn er nálgun Bergmans, sameigin- leg list hans og leikaranna við að klæða persónurnar holdi og blóði. Í myndinni er Alexander tíu ára gamall, systir hans yngri. Stefán Baldursson lætur full- orðinn leikara leika hann, gerir sér hægt um hönd og breytir aldri drengsins í fjórtán ár (sjá leikskrá). Þessi breyting á sér engar forsendur í verki Berg- mans og sama máli gegnir um þá ákvörðun Stefáns að flytja leikinn fram um tuttugu ár. Bergman lætur söguna gerast á árunum 1907 – 1910 og sú tímasetning er ekki út í bláinn: það er sú fræga „veröld sem var“, heimur hinnar evrópsku borgarastéttar fyrir fyrra heims- stríð, sem hér er verið að lýsa. Svíar kenna tímabilið við Óskar II sem ríkti frá 1872 til 1907; það er þeirra Viktoríutími. Árið 1927 var heimurinn orðinn annar, einnig í augum unglings sem var að verða kyn- þroska. Heimur Fannýar og Al- exanders er hins vegar heimur sakleysisins; veruleiki holdsins enn aðeins kitlur, gælur, hlýja, nærvera. Engar stjórnlausar fýsnir, kröfur, valdabarátta, af- brýði, leiði, ógeð, hatur. Berg- man sýnir hvoru tveggja í fyrsta kafla myndarinnar – jólakafl- anum – af óviðjafnanlegri snilli. Hann gefur líka í skyn nálægð dauðans sem er með frá upp- hafi og við skynjum í sjúkdómi föðurins. Í útgáfu Stefáns vant- aði þennan leik andstæðnanna með öllu. Ekki var neinn sjúk- leika að merkja á Óskari í túlk- un Þrastar Leós Gunnarssonar; maðurinn var hinn brattasti að sjá, einnig á banasænginni. Og þar með hvarf hinn myrki undirtónn jólagleðinnar sem sagan má ekki án vera. Er þar vitaskuld við leikstjórn að sak- ast; Þröstur Leó er einn þeirra leikara sem eiga að geta flest. Hilmar Guðjónsson er sem sagt of gamall í Alexander. Og ekki er honum auðveldaður leikurinn með því að láta barn leika Fanný á móti honum. Jafn óskiljanlegt er val leikstjóra á Rúnari Frey Gíslasyni í hlut- verk biskupsins. Rúnar Freyr er vandaður leikari, en hann leikur ekki hvað sem er. Í mynd Bergmans leggur ískaldan gust af biskupi; áhorfandinn sér strax að undir svartri hempu og samanbitnum svip leynist forað. Fársjúkur maður, geðbil- aður sadisti. Biskup Rúnars Freys var aðlaðandi maður sem áhorfandinn gat vel skilið að móðir barnanna vildi giftast. Hjá Bergman gerir hún það af því að hún treystir sér ekki til að standa ein; Ewa Fröling sýnir vanmátt hennar átakanlega, vanmátt konu sem hjúskapar- staðan sviptir eignum og rétti. En sú Emilía Ekdahl, sem Hall- dóra Geirharðsdóttir lýsir, er tápmikill nútímakvenmaður sem virðist fullfær um að standa uppi í hárinu á bónda sínum og því kvennahyski sem hann hefur í kringum sig. Þegar Emilía birtist hjá tengdamóð- ur sinni fyrrverandi, segist illa haldin og ber sig upp undan biskupi, spyr maður sig hvort maður hafi misst af einhverju. Hjá Bergman eru konurnar í biskupshúsinu gróteskar verur. Þær eru líkastar afturgöngum eða illum öndum og leiða hug- ann að Strindberg og Dickens, tveimur helstu innblástursgjöf- um Bergmans. Á sviði Borgar- leikhússins eru þetta ósköp venjulegar konur, snyrtilega búnar og ekkert sérlega frá- hrindandi, síst hin aldraða móðir biskups. góð ættmóðir Sumar persónur Ekdahls-fjöl- skyldunnar takast betur. Krist- björg Kjeld ber þó af þeim öllum í hlutverki gömlu frú Ekdahl. Það er ekki leikkonunni að kenna þó að nærmyndina vanti, þá togstreitu dapurleika og vonar, sem Gunn Wåll- gren náði svo ógleymanlega í myndinni. Jóhanni Sigurðar- syni tókst að hressa við salinn með tilþrifamiklum leik í einu atriði eftir hlé sem var vel þegið af áhorfendum. En einstakir sprettir geta litlu bjargað þegar handritsgerð og leikstjórn er með þeim hætti sem hér er. Eitt atriði verður að nefna þar sem mjög er farið yfir strik smekkvísinnar. Það er atriðið þegar Karl frændi prumpar fyrir börnin í jólaboðinu; þið sem hafið séð myndina munið örugglega eftir því. Þar gerir frændinn það að sjálfsögðu í laumuspili í dimmum stiga- ganginum, grallaralegum leik sem er bara á milli hans og krakkanna. Í Borgarleikhúsinu leysir hann einfaldlega niður um sig á miðju stofugólfinu og fretar út í loftið fyrir framan allt selskapið sem lætur sér vel líka. Hvernig sænskmenntaður leik- stjóri, sem ætti að þekkja hug- arfar Svía út og inn, lætur svona nokkuð frá sér fara, er mér fyrir- munað að skilja. Þó að Ekda- hlarnir séu öðrum þræði „líbó“, eru þetta samt Svíar! Bergman sálugi hefði fengið áfall, hefði hann þurft að horfa upp á slíkt og þvílíkt. Hann var nú alltaf svolítið viðkvæmur blessaður – eða svo sagði hann. Í kvikmyndinni beitir Bergman ýmsum brögðum til að berja í bresti sögunnar, fá áhorfandann til að kyngja sumu því ósennilegasta – að minnsta kosti á meðan hann er að horfa á myndina. Hér er engu slíku fyrir að fara. Töfrar og önnur trix eru svo þunn að maður fer nánast hjá sér. Allt í einu hefur börnunum verið bjargað, rétt si svona, eins og hendi sé veifað. Lokakaflinn, sem fer fram á heimili hins dularfulla Ísaks, gamla gyð- ingsins sem er einkavinur frú Ekdahl og gegnir lykilhlutverki í björgun barnanna, hann fer í vaskinn af því að í hann vantar þá dul sem hann býr þó yfir í myndinni. Það er í meira lagi sérkenni- legt að bæði höfuðleikhús þjóð- arinnar skuli bjóða upp á hlið- stæða leikviðburði nú um jólin. Þjóðleikhúsið treður upp með tætlur af einu af meistaraverk- um íslenskrar skáldsagnagerð- ar. Og Leikfélag Reykjavíkur fylgir fast á hæla því með þess- ari útþynningu á einu af stór- virkjum kvikmyndasögunnar. Það væri betur ef leikhúsin stilltu saman strengi sína með einhverjum öðrum hætti en þessum. Hvað varð um Bergman? Jón Viðar Jónsson leikmynjar@akademia.is Leikrit Fanný og Alexander eftir Ingmar Bergman Þýðandi: Þórarinn Eldjárn leikstjóri: Stefáns Baldurssonar leikmynd: Vytautas Narbutas búningar: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir tónlist: Jóhann G. Jóhannsson ljós: Björn Bergsteinn Guðmundsson Sýnt í Borgarleikhúsinu um val á leikurum Hilmar Guðjónsson er sem sagt of gamall í Alexander. Og ekki er honum auð- veldaður leikurinn með því að láta barn leika Fanný á móti honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.