Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Side 40
Sakamál 7.000 7.000 dalir í tryggingafé Lyda Anna Mae Troubleblood (1892–1958) giftist fjórum sinnum en enginn eiginmanna hennar þurfti að kemba hærurnar því hún sá sér hag í dauða þeirra. Með tíð og tíma hafði hún upp úr krafsinu 7.000 dali sem voru ærin upphæð í þá daga. Hún var handtekin, árið 1921. Hún fékk reynslulausn 1941.U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s
Þ
að hlýtur að teljast eðlilegt þegar fólk
rífur sig upp með rótum og flyst til
annars land að það reyni eftir fremsta
megni að laga sig að nýjum háttum og
má enda gera ráð fyrir að eitthvað hafi verið
eftirsóknarvert við nýja landið sem olli því
að þangað var yfirhöfuð flutt.
Þetta var þó ekki mat Ibros Barudzija, 53
ára Svartfellings, sem var handtekinn í Sa-
rajevo, höfuðborg Bosníu og Hersegóvínu,
nýlega. Nefndur Ibro hafði verið eftirlýstur
á alþjóðavísu síðan hann reyndi árið 2005
að myrða þá sautján ára son sinn í Kolding í
Danmörku.
Reyndar var Ibro handtekinn í Sarajevó
vegna annars máls en þegar lögreglan þar
kannaði bakgrunn hans nánar kom í ljós að
hann var eftirlýstur vegna morðtilraunar í
Danmörku. Í kjölfarið var hann framseld-
ur til Danmerkur þar sem réttað verður yfir
honum í Kolding.
Forsaga málsins er sú að árið 2005 bjó
Ibro Barudzija ásamt fjölskyldu sinni við
Palme Allé í Kolding. Þann 6. desember skaut
Ibro son sinn í bringuna fyrir framan móður
hans og félagsráðgjafa, ónafngreindum, með
þeim afleiðingum að sonur hans var nærri
dauða en lífi í margar klukkustundir.
Ibro taldi son sinn, og reyndar öll börn
þeirra hjónanna, hafa fært skömm yfir fjöl-
skylduna enda voru þau orðin „danskari“ í
háttum en góðu hófi gegndi að mati Ibros
sem var á þeim tíma lýst sem staðföstum
múslíma.
Til að bæta gráu ofan á svart hafði eigin-
kona hans farið fram á skilnað enda taldi hún
Ibro ekki ganga heilan til skógar hvað geð-
heilsu varðaði og ekki var sú skoðun hennar
til að létta lund Ibro.
Því hafði Ibro kallað til félagsráðgjafa með
það fyrir augum að haldinn yrði fjölskyldu-
fundur og hafði komið upp upptökuvél til að
taka fundinn upp.
Þess var skammt að bíða að hitnaði í kol-
unum og þá kom í ljós að fjölskyldufaðirinn
hafði mætt „undirbúinn“ til leiks og fyrir-
varalaust stóð hann á fætur seildist í buxna-
vasa sinn og dró upp svarta skammbyssu.
Sekúndubroti síðan skaut hann son sinn í
bringuna með fyrrgreindum afleiðingum.
Nokkrum dögum eftir morðtilraunina
lýsti yfirmaður lögreglunnar í Kolding því
yfir að Ibro væri veikur á geði, lýst eftir hon-
um og hann sagður „hættulegur“.
Fjölskyldu Ibros var komið fyrir á leynd-
um stað enda talið mögulegt að Ibro léti til
skarar skríða gegn henni.
Síðar kom í ljós að Ibro Barudzija hafði
flúið Danmörku og tókst honum að fara
huldu höfði allt þar til nú þegar allt annað af-
brot varð þess valdandi að lögregluyfirvöld
í Sarajevó höfðu af honum afskipti og mun
hann þurfa að svara fyrir glæp sem hann
framdi árið 2005.
Það er sennilega ekki oft sem morðtilraun
á borð við þessa næst á mynd sem er í fram-
haldinu notuð til að sækja tilræðismanninn
til saka.
Ætla mætti að yfirvöld væru í góðum
málum hvað varðar málsókn á hendur Ibro,
en dæmin hafa sannað að þegar kemur að
lögum og réttlæti er ekkert sjálfgefið.
Fór huldu
höfði í 6 ár
Skaut son sinn í kviðinn
Lífefnafræðingurinn Larissa
Schuster Eiginmaður Larissu endaði
ævina í tunnu fullri af saltsýru.
n Larissa Schuster var dæmd fyrir morð á eiginmanni sínum n Tim Schuster
endaði ævi sína í sýrutunnu n Fjölmiðlar gáfu Larissu viðurnefnið „Sýrudaman“
Sýruda an
L
arissa Foreman fæddist
árið 1960 og ólst upp á bú-
garði í Clarence í Missouri í
Bandaríkjunum. Hún lagði
stund á lífefnafræði við
Missouri-háskóla og komst í kynni
við framtíðareiginmann sinn, Tim
Schuster, þegar hún vann á um-
önnunarheimili, en Tim stund-
aði um þær mundir nám í hjúkr-
unarfræði. Þau gengu í hjónaband
árið 1982, eignuðust dóttur, Krist-
inu, 1985 og síðan son, Tyler, 1990.
Árið 1989 flutti fjölskyldan til
Fresno í Kaliforníu þar sem Lar-
issa fékk starf á rannsóknarstofu í
landbúnaði. Síðar kom hún á lagg-
irnar sinni eigin rannsóknarstofu
og hagur fjölskyldunnar vænkað-
ist. Fjölskyldan flutti í stærra hús-
næði í Clovis í Kaliforníu árið 2000
og allt virtist leika í lyndi. Ári síð-
ar var svo komið að Larissa aflaði
tvöfaldra tekna á við Tim og óveð-
ursský hrönnuðust upp við sjón-
deildarhringinn.
Skilnaður og forræðisslagur
Árið 2002 sótti Larissa um skilnað
og fljótlega varð ljóst að sá skiln-
aður færi ekki friðsamlega fram.
Auk þess að berjast um eignirn-
ar lenti sonur þeirra, Tyler, á milli
steins og sleggju því bæði kröfð-
ust forræðis yfir honum. Að lok-
um fór svo að Larissa fékk forræð-
ið yfir Tyler og rétt til að búa áfram
á heimili þeirra hjóna. Tim þurfti
aftur á móti að flytja út og búa sér
heimili annars staðar sem hann
og gerði í íbúð í fjölbýlishúsi.
En ekki voru öll kurl komin til
grafar og greinilega var grunnt á
því góða með skötuhjúunum því í
ágúst 2002 brutust Larissa og Jam-
es Fagone, aðstoðarmaður hennar
af rannsóknarstofunni, inn í íbúð
Tims, að sögn Larissu til að endur-
heimta einhverjar eigur Larissu.
Heift Larissu í garð Tims virt-
ust lítil takmörk sett og í samtali
við vinkonu sína sagði hún meðal
annars að hún gæti myrt Tim og
komist upp með það.
Eina bláa tunnu var að finna á
rannsóknarstofu Larissu og einn
góðan veðurdag í apríl 2003 spurði
hún einn starfsmanna sinna, Jo-
seph Boatwright, hvort hann teldi
að tunnan rúmaði lík. Joseph hélt
að Larissa væri að grínast.
Óskemmtileg skilaboð
Eðli málsins samkvæmt dvaldi
Tyler oft hjá föður sínum og þeg-
ar svo bar undir átti Larissa til
að hringja og skilja eftir miður
skemmtileg skilaboð á símsvar-
anum. Í einum skilaboðunum
brýndi hún fyrir Tyler að tryggja
að faðir hans kæmi með hann
heim klukkan sex síðdegis, ef ekki
þá „… hefði það slæmar afleiðing-
ar fyrir föður hans.“
Í öðrum skilaboðum sagði Lar-
issa: „Ég vona að þú brennir í hel-
víti einhvern daginn og vittu til,
það gerist“ og í enn einum: „…
bíddu bara, það er yfirvofandi …“
Það átti eftir að koma á daginn
að Larissu var ekki grín í huga þeg-
ar hún velti stærð bláu tunnunn-
ar fyrir sér. Að morgni 10. júlí 2003
hafði Tim mælt sér mót við vinnu-
félaga sinn en mætti ekki. Síðar
um daginn átti hann að sækja son
sinn til Larissu en það gekk ekki
eftir.
Augu lögreglunnar beindust
strax að Larissu og hún var yfir-
heyrð af lögreglunni en ekki kærð.
Þrátt fyrir að Tims væri sakn-
að fóru Larissa og Tyler í Disney-
world og síðan til Missouri, eins
og planlagt hafði verið einhverju
áður. Á meðan sat lögreglan ekki
auðum höndum og á meðal þeirra
sem voru yfirheyrðir var áður-
nefndur James Fagone sem mas-
aði eins og hann fengi borgað fyrir
það.
Klóróform og stuðbyssa
Fagone viðurkenndi að hann og
Larissa bæru ábyrgð á hvarfi Tims;
9. júlí lokkuðu þau Tim af heim-
ili hans og notuðu síðan klóróf-
orm og stuðbyssu til að yfirbuga
hann. James Fagone tróð síðan
Tim meðvitundarlausum í bláu
tunnuna og fyllti hana með salt-
sýru. Tunnunni var síðan komið
fyrir í geymslu sem Larissa hafði
fengi einn starfsmanna sinna til
að leigja undir því yfirskyni að hún
þyrfti stað til að geyma eigur sínar
svo Tim hirti þær ekki.
Við leit í geymslunni fann lög-
reglan líkamsleifar Tims og Lar-
issa Schuster var handtekin á St.
Louis-flugvellinum og ákærð fyrir
morð.
James Fagone var ákærður fyr-
ir mannrán og morð og réttarhöld
yfir honum hófust í nóvember
2006. Vörn hans byggðist á því að
Larissa hefði verið heilinn á bak
við morðið og að hún hefði nánast
neytt hann með hótunum til að
aðstoða hana – í raun hefði Jam-
es óttast um líf sitt. En James hafði
fyrir réttarhöldin sagt of mikið og
ýmislegt sem hann reyndi við rétt-
arhöldin árangurslaust að draga
til baka: „Ég studdi við tunnuna,
ég setti hann [Tim] í hana, hellti
vökvanum í hana og hún [Larissa]
þoldi ekki við. Svo hún sagði settu
það á, lokið. Og ég hjálpaði henni
að setja lokið á og hún setti tunn-
una í geymsluna.“
James Fagone var sýknaður af
mannránsákærunni en var, þrátt
fyrir að kviðdómur mæltist til
vægðar honum til handa, dæmd-
ur til lífstíðarfangelsis án mögu-
leika á reynslulausn.
„Sýrudaman“ sakfelld
Um miðjan október 2007, meira
en fjórum árum eftir að Larissa
var ákærð, hófust réttarhöld yfir
henni. Færa þurfti réttarhöldin
frá Clovis til Los Angeles því und-
irbúningur réttarhaldanna hafði
valdið svo miklu írafári og Larissa
fengið viðurnefnið „Sýrudaman“
í fjölmiðlum.
Saksóknarar höfðu úr nógu
að moða og á meðal þess sem
þeir lögðu fram voru skilaboðin
frá Larissu sem höfðu varðveist
á símsvara Tims. Larissa hafði
aðgang að sýrunni sem var not-
uð við morðið auk þess sem sak-
sóknarar ýjuðu að því við kvið-
dóminn að Larissa hefði staðið í
þeirri trú að hún kæmist upp með
að myrða Tim og jafnvel reynt að
ráða mann til verksins.
James Fagone var ekki kall-
aður til vitnis en Larissa ákvað
að bera sjálf vitni sér til varnar.
Að hennar sögn kom hún af fjöll-
um hvað varðaði morðið á Tim
og sagði að Fagone væri í reynd
morðinginn. Hún sagði að James
hefði sagt við hana að það hefði
orðið slys „… og Tim væri dauð-
ur.“ Larissa hefði talið James vera
að grínast, en annað hefði kom-
ið á daginn. Hún viðurkenndi að
hafa aðstoðað James með líkið af
Tim, en það væri allt og sumt.
En allt kom fyrir ekki og hún
talaði fyrir daufum eyrum. Lar-
issa Schuster var dæmd fyrir
morð með fjárhagslegan ávinn-
ing í huga og fékk lífstíðardóm,
16. maí 2008, án möguleika á
reynslulausn.
Lokakveðja dóttur Larissu
Þegar dómurinn var kveðinn
upp nýtti Kristin dóttir hennar
rétt sinn til að gefa yfirlýsingu:
„Þú hefur fyrirgert öllum rétti
til að kallast móðir, eiginkona,
dóttir, vinur og kona. Þú hefur
smánað fjölskylduna – ert au-
virðileg manneskja. Ég bið þess
að þú verðir allar nætur ofsótt af
myndinni af föður mínum þar
sem hann barðist fyrir lífi sínu.
Ég vona að þú engist sundur og
saman og fáir martraðir þar sem
þú sérð fyrir þér þann hryllilega
ofbeldisverknað sem þú hefur
framkvæmt.“
Svo mörg voru þau orð.
„Ég vona að þú
brennir í hel-
víti einhvern daginn og
vittu til, það gerist.
40 13.–15. janúar 2012 Helgarblað