Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Side 42
42 Lífsstíll 13.–15. janúar 2012 Helgarblað Skuldbinding Mánaðarverð Engin binding 3.091 kr. 3 mánuðir 2.944 kr. 6 mánuðir 2.688 kr. 12 mánuðir 2.473 kr. DV sent heim þrisvar í viku, á mánudögum, miðviku dögum og föstudögum. Netáskrift fylgir frítt með! Komdu í áskrift Það er ódýrara en þig grunar! Glitrandi vor Í byrjun nýs árs fara tískuspekúlantar að leggja línurnar fyrir vorið og tímarit og tískuvefsíður taka saman það allra heit- asta í vortískunni. Víð belti, þægilegur og klæðilegur íþróttafatnaður, leður, kven- legir og flæðandi kjólar og pils, mínímal- ískur klæðnaður, villt og litrík sólgleraugu og glitrandi skart, skór og fylgihlutir eru meðal helstu tískustrauma sem spáð er fyrir vorið. Glitrandi Marc Jacobs sýndi fjölbreyttar samsetningar sem glitruðu og lýstu upp salinn. Skór voru gjarnan með gliti í, pils og blússur. Alexa Chung er gjarnan í skóm með gliti til að lífga upp á heildarútlitið. Víð belti Víð belti, helst úr leðri, sáust víða á tískupöllunum og eru í flestum tískutímarit- um talin til heitustu fylgihluta vorsins. Jean Paul Gaultier og Alexander Wang sýndu breið leðurbelti með flíkum sínum. Sportlegt Philip Lim notaði pastelliti, gagnsæ efni og þægileg en klassísk snið með vísun í sport og líkamsrækt. Fyrirsæturn- ar báru allar sólgleraugu og voru með hárið sleikt aftur. Kvenlegt Hvað er vortískan án léttra efna og blóma- mynstra? Klassík sem gengur alltaf aftur, í vor eru mynstrin stærri og efnin meira flæðandi. Mitti og brjóst fá gjarnan að njóta sín. Dolce og Gabbana notaði grænmeti og ávexti í stað blóma í ár, Prada notaði kassalaga form á móti kvenleikanum og Dries Van Noten kynnti fal- leg mynstur sem líktust einhvers konar ímynduðu landslagi. Jason Wu kynnti nýlega sölulínu sína í verslunum í Bandaríkjunum og þar ríkir hreint æði fyrir stuttum og stelpulegum vorkjólum hans. Mínímalískt Mínímalismi er allt annað en leiðinlegur. Hlutlausir litir og skörp form eru frískandi tilbreyting eftir dökkan og dimman vetur í ólögulegum ullarklæðnaði. Phillip Lim þótti bera af með sumarlínu sinni og hjá tískuhúsi Celine slógu í gegn kassalaga blússur og bolir. Villt sólgleraugu Litrík og í alls kyns formum og stílbrigðum. Allt er leyfilegt þegar kemur að sólgler- augnatískunni nema þá helst klassíkin og öryggið. Villt er málið. Sólgleraugu frá Kenzo og Rochas þóttu sú allra heitustu og gefa tóninn fyrir vorið. Leður Fínlega unnið og mjúkt leður er í tísku núna. Þá allra helst leðurpils. Leikkonan Michelle Williams vakti athygli í rauðu leðurpilsi á dögunum og leðurpils frá Acne seljast eins og heitar lummur á útsölu þeirra á vefsíðunni studioacne.com. 1950–1960 Tíðarandi sjötta áratugarins svífur enn yfir vötnum eins og síðustu misseri. Jafnvel enn sterkar en áður. Phillip Lim Phillip Lim Marc Jacobs Alexa Chung í glitskóm Glitrandi hálsmen frá Dior Fyrirsætan Jessica StamStella McCartney Leðurpils frá Acne Dolce& Gabbana Proenza SchoulerJason WuPrada Jonathan Saunders Förðun í anda 6. áratugarins KenzoRochas Leikkonan Michelle Williams Celine Jean Paul Gaultier

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.