Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2012, Qupperneq 54
Brast í grát á sviðinu n Gleðin bar Ísabellu, dóttur Bjarkar, ofurliði B orgarstjórinn Jón Gnarr hélt upp á afmæli sitt í menningar­ húsinu Norðurpólnum á sjálf­ an gamlársdag. Sonur hans Frosti hélt upp á 25 ára afmæli sitt þennan sama dag og eiginkona Jóns tók upp á því að halda upp á afmæli sitt sem hún á reyndar í júlí. Margt góðra gesta var í veislunni og fleiri en hundrað manns mættu á skemmtun Jóns Gnarrs. Hans gamla gengi var þar mest áberandi og skemmti gestum með söng og skemmtiatriðum. Þar á meðal voru Margrét Örnólfsdóttir, Magga Stína, Sigurjón Kjartansson og meðlimir Besta flokksins. Stórstjarnan Jónsi úr Sigur Rós og kærasti hans, Alex Somers, voru einnig mættir sem og Gaukur Úlfarsson leikstjóri. Skemmtilegast alls þótti keppni í bakstri piparkökuhúsa. Piparköku­ hús þessarar keppni hafa verið um­ töluð en þau voru af allra frum­ legustu gerð. Ragnar Kjartansson listamaður stillti til að mynda upp útikamar úr piparkökum. En keppn­ ina unnu Björk Guðmundsdóttir og maður hennar, Matthew Barney. Piparkökuhús þeirra var líkan af rústunum í New York eftir fall Tví­ buraturnanna 11. september. Björk og Matthew fóru upp á svið og tóku á móti verðlaununum og dóttir þeirra Ísabella var með í för. Sú stutta vakti athygli með svarta englavængi á bak­ inu og þegar á sviðið var komið báru tilfinningarnar hana ofurliði og hún brast í grát í gleðinni miðri. Eftir keppnina var gestum boð­ ið að smakka á húsunum við mikla lukku. kristjana@dv.is 54 Fólk 13.–15. janúar 2012 Helgarblað Hollur matur of dýr Útvarpsmaðurinn og hreysti­ mennið Ívar Guðmundsson segir það ekki skrýtið að íslenska þjóðin sé að þyngjast svo mikið því hollur matur sé einfaldlega of dýr. „Af hverju er svona dýrt að kaupa hollan mat? Lítil askja af bláberjum kostar 589 krónur og 90 grömm af harðfiski kosta 1.198 krónur. Ekki skrýtið að þessi þjóð sé að þyngjast með hverju árinu þegar maður getur fengið súkku­ laði og gos fyrir lítið brot af þessu,“ skrifar Ívar reiður á Facebook­síðu sína. Fransína endaði á bikiní Grínistinn Anna Svava Knútsdótt­ ir, einn handritshöfunda áramó­ taskaupsins, er kannski hvað þekktust fyrir að hafa leikið Frans­ ínu mús í Stundinni okkar. Í viðtali við Monitor segir Anna Svava frá hvernig hún nýti Fransínu til að gera grín í dag. „Ég geri stundum grín í uppistandinu mínu, að ég leiki Fransínu og segi kannski frá því að ég hafi komið heim, ekki nennt úr gallanum og sofið hjá kærastanum. Fólki finnst það svo­ lítið fyndið. Ég var líka kynnir um daginn á Bakkus og í lokaatriðinu kom ég í Fransínu­gallanum og strippaði og hún endaði á bikiní.“ Björgvin gefur treyjur Landsliðsmarkvörðurinn í hand­ bolta, Björgvin Páll Gústavsson, er gjafmildur þessa dagana. Hann er byrjaður með leik á Facebook­ síðu sinni þar sem hann gefur áritaðar treyjur af sér fyrir þá sem geta giskað á rétt úrslit í leikjum Íslands. „Þetta eru glænýjar stutt­ erma treyjur sem eru eins og þær sem ég spila í á EM,“ segir Björg­ vin. Á fyrsta klukkutímanum eftir að Björgvin setti inn færsluna voru komin rétt tæplega 200 ágiskanir enda Björgvin með ríflega 26 þús­ und manns á síðunni. É g er kannski ekki beint að­ dáandi en ég hef fylgst með í gegnum árin og haft ánægju af,“ segir Árni Hjartarson sem tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrsta sinn. Lag Árna, Við hjartarót mína, verður flutt laug­ ardagskvöldið 14. janúar en það er söngkonan Heiða Ólafsdóttir sem syngur. Árni er jarðfræðingur að mennt og vinnur að rannsóknum á jarðhita og grunnvatni hjá Íslenskum orkurannsóknum. Hann hefur skrif­ að bækur og greinar um jarðfræði og er formaður Hins íslenska náttúru­ fræðifélags. Aðspurður segir hann vísindin passa vel með listinni. „Ég held að það sé ágætt að blanda þessu tvennu saman þótt það séu ekki mikil líkindi með þessu. Jarðfræðin er mitt starf en tónlistin tómstundargaman. Ég hef verið viðloðandi leiklist um ára­ raðir. Ég starfa með leikfélaginu Hug­ leik, aðallega sem texta­ og lagahöf­ undur, en ég hef líka skrifað leikrit í seinni tíð. Í fyrra skrifaði ég söngleik sem þótt of viðamikill fyrir leikfélagið okkar svo nú þarf ég að koma honum og mér á framfæri svo hann liggi ekki óbættur hjá garði ofan í skúffu. Þess vegna tek ég þátt í þessari keppni. Lagið er úr þessum söngleik,“ segir hann en söngleikurinn heitir Mitt er hjarta sárum sært og fjallar um ævi og ástir Vatnsenda­Rósu. Árni segir Heiðu Ólafs hafa orðið fyrir valinu þar sem hún hafi reynslu í söngleikjum. „Heiða er mjög góð söngkona og hefur allt með sér í þetta. Í laginu túlkar hún Agnesi Magnúsdóttur sem var tekin af lífi fyrir morð árið 1830,“ útskýrir hann. Sjálf segist Heiða strax hafa hrif­ ist af laginu. „Þar sem ég er leik­ kona varð ég strax hrifin af því að lag­ ið kemur úr söngleik. Það er stór og skemmtileg áskorun að fá að túlka Agnesi,“ segir hún og bætir við að hún hafi lítillega kannast við sögu Vatnsenda­Rósu. Aðspurð segja þau að atriðið muni bera keim af því tímabili sem söngleikurinn segir frá. „Nútím­ inn mun hitta gamla tímann. Fyr­ ir Agnesi voru hlutirnir svartir eða hvítir. Atriðið verður því blóðrautt eins og lagið og tilfinningarnar sem það túlkar,“ segir Heiða. indiana@dv.is Jarðfræðingur með Eurovisiondrauma n Sendir lag úr söngleik sem hann samdi n Segir vísindin passa vel með listinni Viðloðandi leiklist Árni tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins til að koma sér og söngleik sínum á framfæri. mynd SiGtryGGur Ari Heiða er Agnes Heiða segir stóra og skemmtilega áskorun að túlka Agnesi Magnúsdóttur sem var dæmd til dauða fyrir morð árið 1830. mynd SiGtryGGur Ari Var með englavængi Ísabella var afar ánægð með að hljóta verðlaunin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.