Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 24
Sandkorn S tundum er haft á orði að auð- söfnun sé ekki endanlegt mark- mið í sjálfu sér. Að sóknin ein eftir ríkidæmi geti ekki verið nægjanlegt markmið til að glæða líf manna tilgangi, fylla þá lífs- hamingju eða gera þá farsæla: Önnur markmið og önnur gæði en auðgildið þurfa að koma til. Engum dylst að visst fjárhagslegt öryggi getur verið mikilvægt til að fólk geti náð þeim markmiðum sem það lítur á sem endanleg. Arkitektinn þarf að eiga í sig og á meðan hann teiknar hús sem á að jafna Hörpu að glæsileik; myndlistar- maðurinn getur varla sofið í súrtunnu þegar hann undirbýr sýningu lífs síns og verkfræðingurinn getur ekki liðið sult við hönnun næstu stíflu. Í þessum dæmum eru peningarnir þó bara tæki sem þetta fólk notar til að ná markmið- um sínum: Þeir eru ekki markmiðið í sjálfu sér sem það sækist eftir. Samt sem áður er það svo að um- ræðan hér á landi um mörg stór hita- mál snýst eingöngu um peninga, um fjárhagslega þætti mála sem eru miklu umfangsmeiri en svo að hægt sé að smætta þau niður í tal um krónur. Rétt eins og flestir hljóta að vera sam- mála um það að maðurinn sem ein- göngu sækist eftir auðævum í lífinu er á rangri leið þá hlýtur það að vera villu- ljós þegar þjóð einskorðar umræðu sína við fjárhagslega anga stórra deilumála sem sem snúast um annað og meira. Af þessu leiðir að endanleg markmið þjóða, sem stýrt er af ríkisstjórnum sem aftur endurspegla almannaviljann á hverju kjörtímabili, ættu því heldur ekki að vera sem mestir peninga óháð öðr- um sjónarmiðum. Nú gengur til dæmis yfir mikil um- ræða um Evrópusambandsaðild Ís- lendinga. Sú umræða, rétt eins og áhorf- endur Kastljóssins sáu til að mynda á miðvikudaginn í karpi þingmannanna Ásmundar Einars Daðasonar og Guð- mundar Steingrímssonar, endar oftast á því að snúast um krónur og aura. Munu Íslendingar og íslensk fyrirtæki tapa einhverjum peningum yfir til annarra sambandsríkja með aðild að ESB? And- stæðingar Evrópusambandsins – valda- mestir þeirra og háværastir eru stórir fyrirtækja- og fjármagnseigendur í sjáv- arútvegi – einblína gjarnan á fjárhags- lega anga málsins. Fylgjendur sam- bandsaðildar eru tíðum í þeirri stöðu að lenda upp við vegg í umræðunni og þurfa að rökstyðja af hverju þeir telja hugsanlegan tekjumissi ekki svo mik- inn.Umræðan kemst svo oft ekki upp úr þessum skotgröfum peninganna. En hvað með rökin með eða gegn aðild að Evrópusambandinu sem ekki snúast um peninga? Ein af rökunum með aðild að sambandinu eru menn- ingarleg og snúast ekkert um fjármuni. Þorvaldur Gylfason hefur útskýrt þau svona: „Ég hef þá skoðun, og hef haft hana í 25 ár, að Ísland eigi heima í Evrópusambandinu. Skoðun mín hvíl- ir ekki á efnahagsrökum fyrst og fremst heldur á stjórnmálarökum. Þetta er bara félagsskapur sem við eigum heima í, al- veg eins og mér fannst alltaf að við ætt- um heima í Norðurlandasamstarfinu og í Atlantshafsbandalaginu. Bara vegna þess að vinir okkar eru þar þá viljum við líka vera þarna. Þessi skoðun mín felur það í sér að jafnvel þótt einhver næði að sannfæra mig um að kostnaðurinn sem fylgir aðild Íslands að Evrópusam- bandinu sé meiri en hagurinn sem við höfum að því þá myndi ég samt vilja fara þangað inn.“ Hvernig myndu sams konar rök and- stæðings Evrópusambandsins hljóma? Hljóma þau þannig að við eigum ekki heima í Evrópusambandinu vegna þess að Ísland sé svo ólíkt hinum aðildarríkj- unum af menningarlegum ástæðum, að þau séu ekki „vinir“ okkar eða að landfræðilega sé Ísland ekki í Evrópu? Ef rök andstæðingsins eru ekki á þessa leið heldur efnahagsleg þá má aftur spyrja hvort slík rök um hugsanlegt fjár- hagslegt tap séu nægjanlega góð til að skáka stjórnmálarökunum með aðild sem Þorvaldur reifar. Þetta er umræða sem vert væri að taka. Íslendingar flíka því stundum til hátíðabrigða að þeir séu „bókaþjóð“ eða „menningarþjóð“. Inntakið í þeirri sjálfsskoðun á að undirstrika háleitt „eðli“ landsmanna. Ef þessi sjálfsmynd á að eiga möguleika á því að vera að ein- hverju leyti rétt, sama hversu þjóðremb- ingsleg hún kann að hljóma, þá væri við hæfi að umræðan um Evrópusam- bandsaðild, og önnur stórmál, yrði víkk- uð út fyrir hinn þrönga ramma peninga. „Bóka- og menningarþjóð“ getur ekki bara hugsað um peninga og vegið rök í stórmálum á altari þeirra. Annars verð- ur þjóðin að apa og land hennar auð- land. Slík þjóð getur ekki öðlast farsæld frekar en andlegi öreiginn sem hefur auðsöfnunina sem sitt eina markmið. Þorbjörg mætt n Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi hefur undan- farið ár verið fjarri góðu gamni í borg- arstjórn þar sem hún hefur búið á Spáni. Þor- björg hefur verið í barn- eignarleyfi og notaði tækifærið til að flytja út ásamt eiginmanni sínum, Hallbirni Karlssyni. En nú er Þorbjörg Helga aftur mætt í borgarstjórn og svellkaldur íslenskur veruleikinn tekinn við. Ekki er talið útilokað að hún geri tilkall til odd- vitasætis Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur þegar hún gengur í björg landsmálanna í vor. Páll hataður n Páll Magnússon útvarps- stjóri er hataður af öfgaöfl- um innan Sjálfstæðisflokks- ins. Hefur útvarpsstjóri fengið yfir sig miklar skítadembur frá Davíð Oddssyni, ritstjóra Moggans, og félögum hans á amx.is. Sem kunnugt er fékk amx.is verðlaun frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna fyrir Fuglahvísl sitt og fleira smekk- legt. Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, var við afhendinguna. Nú hafa ráðamenn amx sent út- varpsstjóra þau skilaboð að „101 dagur er nú eftir í starfi hjá Páli Magnússyni“ en þá lýkur fimm ára ráðningar- tíma hans. Reiknað er með að Bjarni verði þá kominn til valda og sparki Páli út. Undrast Ögmund n Þótt fimm ára reglan gildi við ráðningu embættis- manna er fáheyrt að henni sé beitt. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmála- ráðherra, losaði sig við Jóhann R. Benedikts- son, þáverandi sýslumann á Keflavíkurflugvelli, með því að auglýsa stöðu hans. Nýverið rann út skipunar- tími hins umdeilda Haraldar Johannessen ríkislögreglu- stjóra. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra aðhafðist ekki, mörgum til undrunar, og var Haraldur endurráðinn. Litla Samfó n Björn Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður, er iðinn við að skrifa á eftirlaunum sín- um. Hann er sannfærður Evrópuand- stæðingur og skrifar drjúgt á Evrópu- vaktina það- an sem hann hefur fengið umbun í formi dagpeninga og greiðslu út- lagðs kostnaðar. Björn er póli- tískur vígamaður sem upp- nefnir oft andstæðinga sína. Á stundum geisla skrif hans af húmor. Guðmundur Steingríms- son, formaður Bjartrar fram- tíðar, er Birni gjarnan hugleik- inn. Í nýlegum pistli sínum endurskýrði Björn flokk Guð- mundar sem hann kallar Litlu Samfylkinguna. Mér ofbauð sumt Ég er að verða 64 ára Birgitta Jónsdóttir lét fjarlægja heitapottssenur úr handriti að kvikmynd um WikiLeaks. – DV Úlpu Andreu Jónsdóttur var stolið í fyrsta skiptið á djamminu. – DV Villuljós í auðlandi„Slík þjóð getur ekki öðlast farsæld. Á ratugum saman bjuggu Ís- lendingar og Írar við meiri höft og hömlur í efnahagslíf- inu en flestar aðrar Vestur- Evrópuþjóðir. Haftafárið helgaðist sumpart af því, að innlend stjórnvöld þóttust geta kennt Dönum og Bretum um ýmislegt, sem aflaga fór, einnig um eigin misgerðir. Sjálfs- ábyrgðartilfinningu stjórnmálastétt- arinnar var eftir því ábótavant. „Hvað var það, sem gerðist 1874, þegar fjár- hagur okkar var aðskilinn Danmörku? Í raun og veru ekki annað en það, að arðránið af alþýðunni færðist inn í landið. Það voru bara höfð þjóðerna- skipti á ræningjunum“, lætur Halldór Laxness Arnald segja við Sölku Völku. Þannig er þetta enn sums staðar í Afr- íku, þar sem gamalli nýlendukúgun er kennt um ýmsar ófarir, þótt sums staðar sé hálf öld liðin frá því ný- lenduherrarnir hurfu á braut. Suður- Kórea var rjúkandi rúst að loknu Kóreustríðinu 1953 og er nú 60 árum síðar eitt ríkasta land í heimi. Kýrnar leystar út Lönd með langa haftasögu að baki þurfa að fara öðrum löndum varlegar við frívæðingu efnahagslífsins og einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Nýliðin saga Rússlands og annarra Austur- Evrópuríkja eftir hrun kommúnism- ans ber vitni. Þar reis upp ný stétt manna, sem hrifsuðu til sín ríkiseignir í stórum stíl, án þess að almenningur fengi rönd við reist. Nýfrjálsir bankar og bældir stjórnmálamenn hegða sér stundum eins og kýrnar, þegar þær eru leystar út á vorin. Í þessu ljósi get- ur verið gagnlegt að skoða hremm- ingar Íslands og Írlands frá hruni 2008. Það er e.t.v. engin tilviljun, að bæði löndin urðu verr úti 2008 en Norðurlöndin yfirleitt í bankakrepp- unni þar í kringum 1990. Lands- framleiðsla Íslands og Írlands skrapp saman um 10% eftir hrun 2008, áður en hún byrjaði að vaxa á ný. Sam- drátturinn var svipaður í Finnlandi eftir bankakreppuna þar um 1990 og mun minni í Noregi og Svíþjóð. Sá er þó munurinn á Íslandi og Írlandi nú, að þar hefur atvinnuleysið aukizt í 14% af mannafla, en er 6% hér heima. Ólíkar leiðir Írar og Íslendingar fóru ólíkar leiðir eftir hrun. Ríkisstjórn Írlands ákvað að ábyrgjast allar skuldbindingar bankanna, ekki bara tryggðar inn- stæður, heldur einnig allar aðrar skuldir þeirra. Þessi ákvörðun var tek- in á símafundi um miðja nótt í þeirri trú, að skattgreiðendur gætu risið undir skuldafarginu. Evrópusam- bandið og Seðlabanki Evrópu lögðu að Írum að ábyrgjast allar skuld- bindingar bankanna. Beinn herkostn- aður, sem írskum skattgreiðendum er gert að bera vegna bankanna, nem- ur alls 60 milljörðum evra eða tæp- um þriðjungi landsframleiðslunnar. Það gerir 13 þúsund evrur (2,2 mkr.) á hvert mannsbarn í landinu. Margir líta nú svo á, að um þessa skuld þurfi írska ríkisstjórnin að reyna að semja við lánardrottna írsku bankanna. Á Íslandi blasti sú staðreynd við strax í byrjun, að skuldir bankanna höfðu vaxið ríkissjóði yfir höfuð. Því var útilokað að leggja það á skatt- greiðendur að borga brúsann. Þess vegna ákvað ríkisstjórnin, að bank- arnir hlytu að fara í þrot og segja sig frá skuldbindingum sínum við er- lenda lánardrottna og aðra kröfuhafa. Samt hafði erlendum lánardrottnum verið gefið í skyn, að ríkið stæði að baki bönkunum, ef á þyrfti að halda, en sú leið reyndist ófær. Sumir líta svo á, að þarna hafi Ís- lendingar gert betur en Írar með því að standa uppi í hárinu á erlendum bönkum. Það er hæpin ályktun. Ís- lendingar gátu einfaldlega ekkert annað gert. Það var ekki vinnandi vegur og ekki heldur rétt að láta skatt- greiðendur axla skuldbindingar, sem námu fimmfaldri til sjöfaldri lands- framleiðslu. Ærinn er vandinn samt, þar eð skuldir ríkissjóðs jukust eft- ir hrun um 64% af landsframleiðslu, sem jafngildir 2,8 mkr. á hvert manns- barn í landinu, mun hærri fjárhæð en lögð var á írska skattgreiðendur. Meira en helmingur aukningar rík- isskuldarinnar (1,6 mkr. á mann) er til kominn vegna endurfjármögnun- ar Seðlabankans, sem varð tækni- lega gjaldþrota, og föllnu bankanna, og nemur ekki nema fjórðungi lægri fjárhæð á hvern Íslending en beinn herkostnaður Íra vegna bankanna. Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn greiddi fyrir þessari lausn með því að útvega lán til að fleyta Íslandi yfir byrjunarerfiðleik- ana og leggja á ráðin um hagstjórnina. Öskureiðir Viðbrögð Íra við óförum landsins hafa verið býsna hörð. Þeir tóku stærsta stjórnmálaflokk landsins, Fianna Fáil, sem hefur verið við völd í 61 ár síðustu 80 árin, og tjörguðu hann og fiðruðu í kosningunum 2011. Flokk- urinn tapaði þá 51 þingsæti af 71 og er nú ekki nema svipur hjá sjón; þeir 20 þingmenn, sem eftir eru, fara með veggjum. Fintan O’Toole, aðstoðarrit- stjóri Irish Times, hefur skrifað prýði- lega bók um Írland og hrunið. Bókin heitir Ship of Fools: How Stupidity and Corruption Killed the Celtic Tiger. Bókarheitið segir í reyndinni allt sem segja þarf. Írar eru margir öskureiðir. Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 24 18.–20. janúar 2013 Helgarblað Kjallari Þorvaldur Gylfason „Sá er þó munurinn á Íslandi og Írlandi nú, að þar hefur atvinnuleysið aukizt í 14% af mannafla, en er 6% hér heima. Ísland og Írland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.