Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 15
É g er að reyna að selja túristun­ um þá hugmynd að koma hingað því hér er ekkert í ná­ grenninu. Hér er ró og friður en svo kemur einhver risastór geð­ veikur hundur geltandi og eyðilegg­ ur það,“ segir Veigar Freyr Jökulsson, hótelstjóri á Hótel Brú í Hvalfjarðar­ sveit, sem hefur nú í tæpt ár reynt að fá nágranna sinn til að hafa hemil á labradorhundinum Rex sem hrellir hótelgesti ítrekað með háværu gelti. Sagt að skjóta hundinn Fyrsta skref Veigars var að tala við eiganda Rex, Ingimar Þorsteins­ son, og biðja hann um að hafa hem­ il á dýrinu. Ingimar brást hins vegar ekki vel við bóninni og svaraði hon­ um með skætingi, að sögn Veigars. Bar Ingimar það meðal annars fyrir sig að engin skilti væru á svæðinu sem segðu að lausaganga hunda væri bönnuð. Veigar brá þá á það ráð að setja upp fjölda skilta í kring­ um hótelið, en allt kom fyrir ekki. Hann er nú orðinn langþreyttur á tíðum heimsóknum hundsins. „Hundurinn kemur reglulega hingað, geltir í átt að húsinu, hræðir fólk hrellir og það eru allir úrræða­ lausir. Lögreglan, hundaeftirlitið, sveitarstjórnin, þeir benda hver á annan. Hundaeftirlitsmaðurinn hefur bæði gefið í skyn og sagt með beinum orðum að ég þurfi bara að fá mér byssu og skjóta hundinn til að leysa vandann. Mér finnst það hins vegar svolítið villta vestursleg pæl­ ing,“ segir Veigar sem hyggst ekki grípa til slíkra örþrifaráða. „Erlendir ferðamenn flokkast ekki sem búfé“ „Af því þetta svæði telst til dreifbýlis þá fellur þetta undir sama hatt og bóndabæir. Ef hundurinn kæmi hérna og legðist á fé þá hefði ég lög­ in mín megin ef ég drægi upp hagl­ arann og skyti hann. En þar sem er­ lendir ferðamenn flokkast ekki sem búfé þá gengur það ekki. Það væri líklega ekki skemmtileg upplifun ferðamanna af Íslandi ef það væri einhver hótelstjóri með haglara á bakinu að plaffa niður hunda fyrir framan þá.“ Þar sem lausaganga hunda er ekki bönnuð í dreifbýli hefur lög­ regla engin úrræði önnur en að hafa samband við eigandann og biðja hann um að hafa hemil á hundinum svo hann raski ekki ró nágrannanna. Eigandinn býðst til að sækja hundinn „Ég hringi alltaf reglulega í lög­ regluna og læt færa það til bókar að ég hafi orðið fyrir ónæði af hund­ inum. Þeir skrá þetta niður og svo hringja þeir stundum í hann.“ Lögreglan í Borgarnesi staðfestir í samtali við DV að kvartanir hafi borist vegna hundsins. Einu úr­ ræðin sem þeir hafa eru að reyna að höfða til þess að nágrannar sýni hver öðrum tillitssemi. Viðbrögð Ingimars eru ávallt þau sömu þegar kvartanir berast vegna hundsins. Hann vill að Veigar hringi í sig þegar Rex kemur að hótelinu og hann muni þá sækja hundinn. Veigar segir hins vegar að þá sé skaðinn skeður og því gagnist það úrræði lítið. „Réttur hans til að láta hundinn ganga lausan og hrella gesti er allur meðan réttur minn til að fá frið fyrir honum er enginn,“ segir Veigar sem hyggst þrýsta enn frekar á sveitar­ félagið að koma með lausn á vanda­ málinu. Enda sé þarna ekki um eig­ inlegt dreifbýli eða bændasamfélag að ræða þar sem fjöldi sumar­ og heilsárshúsa sé á svæðinu. Segir hundinn alltaf bundinn Í samtali við DV fullyrðir Ingimar að Rex sé ávallt bundinn en það komi hins vegar fyrir að hann sleppi. „Ég hef alveg hemil á hundinum en það kemur fyrir að hann sleppur. Þá á Veigar bara að hringja í mig og ég næ strax í hundinn, en hann gerir það ekki.“ Ingimar segist alltaf fara strax að leita að Rex þegar hann sér að hann hefur sloppið. Hann finni hundinn þó aldrei uppi við Hótel Brú. Að sögn Ingimars er hundurinn mjög félagslyndur. „Hann er voða­ lega blíður við alla, en einhverra hluta vegna er honum persónulega illa við Veigar. Ég veit ekki af hverju það er. Hann er mjög barngóður og félagslyndur við fólk sem hann þekkir.“ Ingimar viðurkennir að Rex gelti oft að ókunnugum en um leið og kallað er á hann með nafni, hætt­ ir hann því. Ekki gott fyrir móralinn að skjóta hunda Þorvaldur Magnússon, hunda­ eftirlitsmaður hjá sveitarfélaginu Hvalfjarðarsveit, segir það algengt til sveita að hundar flakki á milli bæja enda séu engin lög eða reglur sem banni það. Hann sem hundaeftirlits­ maður hafi því ekkert vald til að taka hunda og sekta eigendur þeirra, nema í þéttbýlishverfum. Það sé því mjög erfitt að eiga við vandamál líkt og það sem Veigar glími við. Að­ spurður hvort hann mæli með því að fólki taki upp byssu og skjóti hunda ef þeir valda ónæði, svarar Þorvald­ ur: „Nei, ég mæli nú ekki með því, það er ekki gott fyrir móralinn. En ég veit að menn hafa gert þetta ef hundar eru að hlaupa í fé á öðrum bæjum.“ n Fréttir 15Helgarblað 18.–20. janúar 2013 hundur hrellir gesti hótelsins„Hér er ró og frið- ur en svo kemur einhver risastór geðveikur hundur geltandi og eyði- leggur það. n Hótelstjóra ráðlagt að skjóta hund nágrannans n Eigandinn segir hundinn blíðan Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Þreyttur á hundinum Veigar segir hundinn hafa hrellt hótelgesti hans í heilt ár. Hann er orðinn langþreyttur á ónæðinu. Ró og friður Hótelstjórinn segir erfitt að selja gestum ró og frið á Hótel Brú á meðan geltandi hundur hræðir fólk. Labradorhundur Hundaeftirlitsmaður- inn segir að það væri ekki gott fyrir móralinn að skjóta Rex. Tekið skal fram að myndin er ekki af Rex og tengist því fréttinni ekki með beinum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.