Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 36
H vað var William Shake­ speare að fara með leik­ riti sínu, Macbeth? Hvað vildi hann segja með þessu makalausa verki um metn­ aðarfullan skoskan stríðsgarp sem myrðir konung sinn og frænda, ekki síst að undirlagi konu sinnar, og end­ ar sem morðóður einvaldur, blóði ataður, hataður og útskúfaður? Hvað veldur því að mannkynið hefur tekið þetta leikrit til sín umfram önnur verk Shakespeares, ef frá eru talin Hamlet og Rómeó og Júlía? Macbeth er í mínum huga fyrst og fremst verk um glæpskuna og þau endurgjöld sem hún kallar á. Hryll­ inginn og óttann sem henni fylgja. Það er nærmynd af illvirkja eða öllu heldur tveimur illvirkjum sem sam­ einast um verknað sem að lokum sundrar þeim og steypir í glötun. Illsk­ an getur aldrei endað í öðru en sálar­ legu hruni þess sem gefur sig henni á vald, skelfingu og brjálsemi; það er skýr og ótvíræð niðurstaða verksins. Eiga Macbeth og hans frú sér þá nokkrar málsbætur? Getur hugsast að þrátt fyrir allt sem þau gera af sér, leynist enn með þeim leifar þeirrar mennsku sem þau hafa gert allt til að eyðileggja með athæfi sínu? Er nokk­ ur von til að þeim veitist fyrirgefning handan þessarar tilveru, sé slíkt á annað borð í boði? Í kristinni trú er talað um dóminn á efsta degi: hver eru líkleg til að verða örlög þeirra þá? Þó að slíkar spurningar leiti ef til vill ekki á alla nú, er öruggt að þær gerðu það við mjög marga á dögum Shakespeares. Vitaskuld reynir hann ekki að svara þeim, en hann ýtir þeim að okk­ ur, mjög fast. Ef við tökum leiknum – í góðri sýningu – opnum huga, knýr hann okkur til að viðurkenna að við höfum öll í okkur eitthvað sem gæti, við vissar kringumstæður, leitt okk­ ur inn á brautir svipaðar þeim sem Macbeth og kona hans rata inn á. Allt til enda halda þau áfram að bregðast við og tjá hugsanir og til finningar sem við þekkjum frá okkur sjálfum. Við fordæmum verk Macbeths og hans illu eiginkonu, en höfum við rétt til að fordæma þau sjálf? Sá yðar sem synd­ laus er, kasti fyrsta steininum, var eitt sinn sagt – orðin eru okkur svo kunn og tungutöm að við sláum þeim oft og einatt fram í hugsunarleysi, án þess að hugleiða raunverulega merkingu þeirra: að við erum öll í einhverjum skilningi brotin, veik, sek, og að það er ekki okkar eigin hrósun að hafa ekki orðið ógæfufólk af því tagi sem hér er leitt fram. Ég trúi því að það sé það sem Shakespeare vildi segja og það sé þessi boðskapur – svo ég noti orð sem sumum ku þykja óbragð að – sem umfram allt annað geri Macbeth að sígildu verki. Shakespeare „hrár“ höfundur? Nú er verið að leika Macbeth í Þjóð­ leikhúsinu, eða öllu heldur stytta út­ gáfu hins ástralska leikstjóra Benedict Andrews af verkinu. Hvað er Andrews að fara með þeirri sýningu? Hvaða er­ indi telur hann sig eiga við Shakespe­ are? Í leikskránni er birt langt viðtal við leikstjórann þar sem hann fer um þetta mörgum orðum. Ég staldra hér fyrst við það sem hann segir einkum hrífa sig í verkum skáldsins. Hann seg­ ir að það sé það sem er „hrjúft, bein­ skeytt, kynþokkafullt, fallegt, tilfinn­ ingalega hrátt.“ Og hann kveðst telja óheflaðan húmor, karlmennsku, eró­ tík, sterka líkamsvitund og náin tengsl við landið mikilvæga þætti í leikritun­ um. Bætir því við að þetta séu einnig mikilvægir þættir í íslensku samfélagi sem hann er væntanlega búinn að stúdera jafn vel og verk Shakespeares. Honum finnst Shakespeare greini­ lega hrár höfundur; orðið kemur oft­ ar fyrir í viðtalinu. Hann nefnir hins vegar ekki óþrot­ legan mannskilning Shake speares, sálrænt innsæi hans í bestu verk­ unum, næmleika fyrir fjölbreytileik mannlegrar skapgerðar, dýpt tilf­ inningalífsins og launstigum vit­ undarinnar. Hvernig hann smátt og smátt rís upp úr klisjunum sem alltaf fylgja bókmenntunum og leið­ ir fram karaktera sem engum eru lík­ ir og aldrei hætta að heilla okkur. Ekki nefnir Andrews heldur ljóðrænuna sem blikar í öllum litbrigðum mann­ legrar reynslu og skynjunar í þessum tæpu fjörutíu leiktextum sem eftir skáldið liggja, að ógleymdum sonn­ ettum, kvæðum og tveimur söguljóð­ um. Flugbeitt samfélagsgagnrýnin kemst ekki heldur á blað hjá honum, andúð skáldsins á hvers kyns valda­ brölti, spillingu og valdníðslu, andúð sem teygir sig í gegnum öll verkin allt frá fyrstu kóngaleikjunum til síðustu ævintýraleikjanna, hins óræða loka­ þáttar á höfundarverki sem stendur í raun og veru ofar öllum mannlegum skilningi – en kallar þó sífellt á okkur og heimtar að við leggjum við hlustir. Það er langt síðan ég kynntist Macbeth fyrst. Ég held það hafi ver­ ið þegar ég las söguna í Sígildum sögum, myndablöðunum sem margir muna eftir. Ég var þá eitthvað um tíu ára gamall, nýbúinn að sjá Rómeó og Júlíu í Iðnó. Svo las ég hann í þýð­ ingu Matthíasar. Við lásum hann líka í sjötta bekk í ensku hjá Guðna rekt­ or. Ég er búinn að sjá þó nokkrar sýn­ ingar á honum í tímans rás og einnig nokkrar kvikmyndir. Sú langbesta – og raunar ein af bestu myndum sem ég hef séð – er mynd Kurosawa sem á japönsku heitir Kastali kóngulóar­ innar. Kurosawa flytur verkið yfir í fornlegan heim samúræjanna, tekur burt næstum alla orðræðu frumtext­ ans, en fer með úthugsuðu myndmáli og mögnuðum leik beint inn í kviku verksins. Duncan vondur kóngur? Misskiljið mig ekki: þessi kynni mín af verkinu gera mig ekki að sérfræðingi í því eða hæfari en aðra til að dæma um meðferð á því. Ef nokkuð er gætu þau jafnvel gert mig vanablindan, lok­ að mig fyrir því sem aðrir kynnu að sjá þar með réttu. Ég skal ekkert um það segja hvernig sýning af því tagi, sem Þjóðleikhúsið býður nú upp á, kann að orka á þá sem koma að verkinu án allrar forþekkingar á því. Fyrir mér er hún ekkert annað en samsafn af alls kyns hugdettum og uppáfyndingum leikstjórans sem eru sumar þannig vaxnar að ég finn enga sérstaka hvöt hjá mér að lýsa þeim eða útlista á prenti. Þetta er leikstjórnarleikhús í öfgafullri mynd, leikhús sem snýst um eitthvað allt annað en að draga fram mannleg sannindi skáldverksins og finna leiðir til að hjálpa leikendum að blása í þau lífi. Sýningin einkennist öll af krampakenndum tilraunum til að tengja söguna, eða það sem er eft­ ir af henni, við eitthvað sem leikstjór­ inn telur nútímalegt. Ef einhver vill hæla honum eða öðrum helstu þátt­ takendum fyrir kraft og áræði, er hon­ um það velkomið, en sýningin lét mig að langmestu leyti ósnortinn og það er það sem skiptir mig máli. Ein rökleysa blasir þarna strax við, ekki óþekkt fyrirbæri í vondum sýn­ ingum á þessu vandmeðfarna leik­ riti. Hún er fólgin í því að Duncan, kóngurinn góði sem Macbeth myrð­ ir, er af leikstjóra gerður að lúðalegu skrípi. Hann gengur svo langt að láta kónginn gefa lafði Macbeth búralega undir fótinn – og hana honum; nokk­ uð sem enginn fótur er fyrir í text­ anum. Það verður naumast héraðs­ brestur í skosku hálöndunum þó að þetta kóngsgerpi hrökkvi upp af standinum, og varla tekur skárra við þó hinn skrýtni sonur hans setjist í hásætið. Snýst leikurinn þá ekki um annað en að einn skúrkur ryðji öðrum úr vegi? Og þannig væntanlega mann fram af manni. Hugguleg framtíðar­ sýn það! En það er ekki aðalvandinn hér. Hann er sá að með þessu móti er mjög erfitt að skilja þá óskaplegu sekt­ arkennd sem hellist yfir Macbeth eftir að hann er sestur í hásætið og mæt­ ir afleiðingum gerða sinna, nístandi samviskubitið sem hann afneitar með öllum ráðum, jafnframt því sem hann forherðist í grimmdinni. Þessi afbökun, því að afbökun er það, kipp­ ir burt aðalforsendu hinnar sálrænu framvindu, brenglar innri rökfestu leiksins. Vængstýfður seinni hluti Önnur breyting leikstjórans er ekki síður fráleit. Í síðari hluta leiksins leggur höfundur sig fram um að sýna hvernig tortryggni og ótti læsa sig um allt samfélagið, þar sem einvaldurinn hefur njósnara í hverju húsi og enginn er óhultur. Að lokum veistu aldrei hvar þú átt vini að mæta eða fjandmanni sem á bak við grímu vin­ áttunnar situr á svikráðum við þig. Þetta er sá þáttur leiksins sem kallast hvað sterkast á við reynslu mannkyns á öld alræðis og blóðugra einræðis­ herra, það sem gerir verkið svo ótrú­ lega nútímalegt, öllu fremur myndi ég halda en bjórdósir, sjónvarpsskjá­ ir, hreingerningagræjur, fótboltar, nú­ tímaklæðnaður úr öllum áttum og annað sem hér ber fyrir augu á sviði Þjóðleikhússins. Í leikskrárviðtalinu kveðst Andrews hafa stytt síðari hluta leiks­ ins af því að þar séu bara leiddar fram „aukapersónur“. Hann segist hafa gert það af því sér finnist svo mikil­ vægt að leikritið sé einsog „þaninn strengur … sem aldrei slaknaði á.“ En það er alls ekki rétt hjá Andrews að hér verði spennufall í leikritinu; það verður aðeins til ný tegund spennu, ný vídd opnast. Þar að auki myndar þessi þáttur allur eðlilegan að­ draganda að hinu óhugnanlega atriði þegar fjölskylda Macduffs, höfðingj­ ans sem loks fellir Macbeth, er myrt á sviðinu fyrir augum áhorfenda. Því er þó haldið í sýningunni, en fellur næsta máttlaust niður, stendur bara sem stök táknmynd um framferði valdhafans. Misheppnaður Macbeth Það er ekki von að Birni Thors verði mikið úr persónu Macbeths, eins og hér er í pottinn búið. Vel má vera að hann hafi sem leikari ekki náð næg­ um þroska til að takast á við slíkt risahlutverk í öllum skilningi, en það er býsna augljóst að hann hefur ekki fengið til þess neinn umtalsverðan stuðning frá leikstjóranum. Hann nær ekki heldur að draga upp neitt sem líkist skýrri mynd af þróun persón­ unnar, samskiptum hennar við aðr­ ar persónur, einkum auðvitað eigin­ konuna, vaxandi tryllingi og andlegu niðurbroti. Leikarinn er of snemma farinn að spenna bogann hátt og nær því ekki þeirri stigmögnum sem allt stendur og fellur með. Fram að þessu hefur Björn gert allt vel sem ég hef séð til hans; hann er hugsandi leikari sem kastar aldrei höndum til neins, þó deila megi um sum hlutverkanna sem honum hafa verið falin. Þetta er í fyrsta skipti sem honum bregst bogalistin svo hrapal­ lega. Eitt gerði hann þó vel á þeirri sýningu sem ég sá og var ekki frum­ sýningin sem ég hafði ekki tök á að sækja: flutningur hans á einni fræg­ ustu ræðu leiksins sem á ensku hefst á orðunum: „Tomorrow, and tomorrow, and tomorrow …“ og er lögð Macbeth í munn rétt áður en hann fellur, varð áhrifamikill. Þar náði Björn með skilningi og hárréttri Á þetta að vera Macbeth? 36 18.–20. janúar 2013 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Jón Viðar Jónsson leikminjasafn@akademia.is Leikrit Macbeth eftir William Shakespeare Þýðandi: Þórarinn Eldjárn. Leikstjóri: Benedict Andrews. Leikmynd: Börkur Jónsson. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Tónlist: Oren Ambarchi. Ljós: Halldór Örn Óskarsson. Sýnt í Þjóðleikhúsinu „Macbeth er í mínum huga fyrst og fremst verk um glæpskuna og þau endurgjöld sem hún kallar á „Þetta er kvikmynd um þig“ „Í m Talking About You“ Geir Ólafs Life of Pi Ang Lee „Ærleg plata ærlegs listamanns“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.