Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 34
34 18.–20. janúar 2013 Helgarblað ára nígerísk kona trylltist í flugstöðinni í Kaupmannahöfn í vikunni. Konan var þar í lög- reglufylgd enda búið að vísa henni frá Danmörku þar sem hún hefur stundað vændi. Konan hélt að hún yrði send til Spánar en fékk á síðustu að vita að áfangastaðurinn væri Nígería og hugnaðist það ekki. Þegar upp var staðið lá einn lögreglumaður á sjúkrahúsi með bitsár sem þurfti meðferðar með og dvöl konunnar í Danmörku lengdist enda var hún ákærð fyrir vikið.34 Magnað Matarboð n Gesti í matarboði hugnaðist ekki innihald frystikistu Didiers n Ekki allt ætlað til matar Á Bar du Rire í Verviers í Belg- íu hittust gjarna sjö manns, spjölluðu saman og sötruðu vín. En í raun þekktist fólk- ið sáralítið utan barsins og kom það því sex þeirra skemmtilega á óvart þegar þeim var boðið heim í mat af þeim sjöunda, Didier Char- ron. Didier var að margra mati skrít- in skrúfa, spreðaði fé á báða bóga, bauð gjarna í glas og grunnt var á glensinu hjá honum. Hann hafði komið víða við, var þrígiftur og hafði síðasta eiginkona hans nýlega yf- irgefið hann snögglega og rokið til Lúxemborgar. „Tyllið ykkur. Verið eins og heima hjá ykkur,“ sagði Didier við gesti sína sem komu sér fyrir við borðstofu- borðið. Einum gestanna, Christinu Vanz- ini, leist nú ekki mikið á blikuna þegar hún sá hvað var á boðstólum, en Christina var eina konan í hópn- um og matreiðslukona í þokkabót. Í matinn var réttur sem samanstóð af ostsneiðum sem hita átti í þar til gerðum ofni sem stóð á miðju borðinu og neyta með kartöflum sem Christinu þótti helsti ókræsi- legar á að líta. Þreyta sækir á gestgjafann Gestirnir dustuðu rykið af jákvæðu viðmóti og hófust handa en mik- il varð undrun þeirra þegar Didier sagðist ætla að fá sér lúr því þreyta hefði skyndilega sótt á hann. „Ég varð blekaður í gær. Mér líður ekki vel,“ sagði hann til skýringar. Þau sem eftir sátu létu brotthvarf hans ekki á sig fá en sátu og spjöll- uðu og kynntust betur, en er þau höfðu lokið við matinn ákváðu þau að skjótast á Bar du Lire og slá botn- inn í kvöldið þar – en fyrst var að ganga frá eftir matinn. Christina tók það sem eftir var á borðinu og hugðist setja það í kæli- skápinn, en hann var fullur. Þá mundi hún eftir frystikistu sem var í skoti rétt hjá en mikil var undr- un hennar og óhugnaður þegar hún opnaði kistuna því við henni blasti kvenmannslík. Fyrsta hugsun Christinu þegar hún fór að jafna sig var að þarna væri komin þriðja og síðasta kona Didiers – sú sem átti að hafa farið til Lúxemborgar. Hvað er til ráða? Christina fór felmtri slegin inn í borð- stofu og sagði félögunum frá fundi sínum, en þeir voru ekki reiðubúnir til að leggja trúnað á frásögn hennar og töldu hana vera að grínast. Skyndilega birtist Didier uppi á stigaskörinni og ljóst að hann renndi í grun hvað hefði átt sér stað. „Ég skal sjá um þetta,“ sagði hann og reif af þeim diska og hvað eina. „Er það satt að þú sért með lík í frystinum?“ spurði einn gestanna. Didier umlaði eitthvað og nánast ýtti þeim út um dyrnar og fengu þau vart tækifæri til að þakka fyrir sig. Þegar sexmenningarnir voru komnir á barinn var úr þeim öll gleði. Þau sátu þar þögul í bragði og ráðvillt á svip, en að lokum tók Christina af skarið: „Það var bara ég sem sá lík- ið. Ég myndi ekki fyrirgefa mér ef ég væri aðgerðarlaus. Ég ætla að hringja í lögregluna.“ Og það var einmitt það sem Christina gerði. Móðir og sonur Lögreglan brást við ábendingu Christinu og bankaði klukkustund síðar upp á hjá Didier. „Hvar er konan þín,“ spurði lög- reglan Didier sem svaraði að bragði: „Þið vitið hvar hún er, það er þess vegna sem þið eruð hér staddir.“ En ekki voru öll kurl komin til grafar eins og lögreglan átti eftir að komast að. Þegar rannsóknarteymi lögreglunnar kom til að fjarlægja lík Chantal Bernard, þriðju eiginkonu Didiers, kom í ljós að undir því var að finna annað lík. Þar var um að ræða lík ellefu ára sonar Chantal, Bryan. Í janúar 2011 var Didier Charron færður fyrir dómstól í Liege og gef- inn kostur á að útskýra mál sitt, en var tregur til. Í hvert skipti sem hann var spurður spurningar umlaði hann ógreinilegt svar. „Neitar þú að svara mér?“ þrum- aði dómarinn er hann hafði misst þolinmæðina. „Hver er tilgangur- inn?“ spurði Didier á móti. Að lokum opnaði hann þó munn- inn og talaði um ástlausa bernsku sína, föður sem brenndi til grunna garðkofa Didiers og hefnd Didi- ers sem lagði eld að heimili fjöl- skyldunnar. Braut allt og bramlaði Að sögn Didiers var engin ást í fyrsta hjónabandi hans og hann yfirgaf aðra eiginkonu sína vegna ótryggð- ar hennar. Framburður hennar var á annan veg; Didier braut allt og bram- laði á heimili þeirra og í raun var hún dauðhrædd við hann og á tímabili sannfærð um að hann myndi á end- anum drepa hana. Didier hitti síðar Chantal á karókíbar og þau rugluðu saman reytum árið 2005, en frá upphafi var samband þeirra róstusamt. Fimmtudaginn 12. apríl 2007 upp- hófst heiftarlegt rifrildi. Hann rauk út til að kaupa sér vindla og kom aft- ur skömmu síðar og í Chantal ólgaði enn reiðin. Að sögn Didiers tók hún fram eldhúshníf og hann bakkaði undan henni í átt að svefnherbergi Bryans. „Ég man ekki meira,“ sagði Didier. Þegar á hann var gengið bætti hann við að hann rámaði í að Bryan hefði blandað sér í deilurnar og að Chantal hefði þá ráðist á Bryan með hnífnum: „Hann fórnaði lífi sínu fyr- ir mig.“ Dómarinn lagði ekki trúnað á frá- sögn Didiers, enda höfðu mæðginin verið stungin tuttugu sinnum hvort. Didier Charron var síðar dæmdur til lífstíðarfangelsis. n „Er það satt að þú sért með lík í frystinum? Didier Charron Ekki taldist allt matur sem fannst í frystikistu hans. Bryan Ellefu ára sonur Chantal var stunginn tuttugu sinnum. Í lukkunnar velstandi Hjónaband Cantal og Didiers var róstusamt frá upphafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.