Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 25
Við vitum forsöguna Hverju get ég svarað? Lilian Jensen kærði kynferðisbrot sambýlismanns síns þegar dóttir hennar var þriggja ára. – DV Stór skref í náttúruvernd Spurningin „Ekkert sérstaklega en það verður að segjast að hún er með fallegt hár.“ Birnir Jón Sigurðsson 19 ára nemi „Hell jess!“ Árni Gunnar Eyþórsson 22 ára starfsmaður Hörpu „Ég mun sakna raddar hennar.“ Gabríel Benedikt Bachmann 22 ára nemi í grafískri hönnun í LHÍ „Nei. Mér finnst hún gömul.“ Óskar Hallgrímsson 30 ára ljósmyndari „Já og nei. Ég held að hennar tími sé nú kominn til að fara að hætta en hún hefur samt karakter sem maður er búinn að venjast í áratugi.“ Arnþór Indriðason 33 ára verslunarmaður í Björk Munt þú sakna Jóhönnu úr pólitík? 1 „Það er eins og við séum slitin í sundur“ Páli Bergþórssyni veður- fræðingi bannað að búa hjá eiginkonu sinni til 60 ára. 2 Edrú í fimm ár Benjamín Þór Þorgrímsson, oft kallaður Benni Ólsari, búinn að vera edrú í fimm ár. 3 Fær ekki að kenna vegna klámfortíðar Nemendur og kennar- ar fundu klámmyndskeið á netinu af kennara í Kaliforníu. 4 Hvar er best að búa á Íslandi? DV tók saman búsetuskilyrði í mismun- andi sveitarfélögum. 5 Töluðu um hvor yrði fyrri til að sofa hjá konunni sinni Lög- reglumaður var kærður fyrir að misnota unga stúlku í sumarbústað. 6 Júlli verður borinn út en neitar að yfirgefa Drauminn Júlíus Þorbergsson, eigandi söluturnsins Draumsins, verður borinn út úr húsnæði verslunarinnar við Rauðarárstíg. 7 Ráðherra lætur skoða mál Páls og Huldu Guðbjartur Hannes- son velferðarráðherra kynnir sér mál Páls Bergþórssonar og eiginkonu hans. Mest lesið á DV.is Hinn grátbroslegi gamanleikur M ikið svakalega væri nú gam­ an ef sérfræðingasamfélagið, fræðimannafélagið og gáfu­ mannagengið sameinuðust um að gera á því úttekt; hver þróun mála mun hugsanlega verða hér á landi næstu 50 árin. Og þá þarf í þeirri úttekt að gera ráð fyrir því, annars vegar, að við fáum ekki nýja stjórnarskrá og kvótinn verði áfram í gíslingu útgerðarinnar og auðvalds­ ins, en hins vegar verði gert ráð fyrir nýrri stjórnarskrá sem tryggir að all­ ar auðlindir verði sameign þjóðar­ innar. Ég nefni þetta við ykkur, kæru vinir, vegna þess að ég á þá von að okkur megi auðnast í sameiningu að byggja hér upp ágætt samfélag. Og von mín er svo heit að ég vil nánast banna þá heimsku hjátrú sem segir að peningar gefi fólki farsæld. Ég er nefnilega viss um að jöfnuður og jafnvægi á milli manna sé það sem getur komið okkur á besta veg. Og þá verðum við að gera ráð fyrir því að hér sé ekki vitlaust gefið. Einhverju sinni andaðist sjómað­ ur sem ég þekkti. Hann hafði alltaf verið hinn besti maður en hafði þó átt nokkur skemmtileg feilspor í líf­ inu. Í mínum huga var þessi maður alþýðuhetja, þar eð honum tókst að berjast í gegnum lífið á þeim verð­ leikum sem hann hafði – og var hon­ um þó naumt skammtað af auðæf­ um þegar hann kom í þennan heim. Feilspor hans meiddu engan og aldrei fann hann til uppgjafar; jafnvel þótt hann þyrfti alltaf annað veifið að sætta sig við ranglæti af hálfu yfirboðara sinna. Hann var alþýðuhetja; fyrst og fremst í þeim skilningi að hann fékk enga forgjöf, var ónæmur fyrir aðkasti þeirra sem þóttust honum æðri og vegna þess að hann hélt reisn sinni í gegnum allt sem á dundi. Þessi mað­ ur dó með bros á vör, saddur lífdaga og sáttur við hlutskipti sitt. Á líkklæð­ um hans var óþarfi að hafa vasa; hann tók ekkert með sér nema helling af fal­ legum minningum um skrautlega og skemmtilega ævi. Annan mann þekkti ég, sá fæddist með gullskeið í kjaftinum og gortaði öllum stundum af mik­ illi auðlegð. Hann var alltaf nískur og skilaði aldrei neinu til samfélags­ ins nema svikum, lygum og minn­ ingum sem flestir þráðu að gleyma sem allra fyrst. Hann drapst einn góðan veðurdag, fékk rándýra út­ för, þar sem einungis heppni réð því að presturinn hálsbrotnaði ekki í helgislepjunni. Lofræðurnar voru lygin ein í sinni tærustu mynd. Hann hafði látið hanna líkklæðin þannig að á þeim voru vasar en hann borg­ aði klæðskeranum ekki eina einustu krónu. Auðvitað átti hann sína klíku; fólk sem lifði í klóm óhamingjunn­ ar. Og hann varð ábyggilega eitt allra ríkasta líkið í Fossvogskirkjugarði. Þriðja manninn vil ég nefna til sögunnar, sá þiggur laun frá útgerðinni fyrir það að ljúga að þjóðinni. Hann er þingmaður, nýtur falskrar virðingar. Hann er að vísu ennþá lifandi en þegar hann kveður og fer þá verður hans ekki saknað. Hann hefur aldrei gefið okkur neitt og hann er svo leiðinleg­ ur að mann langar fremur að fara til tannlæknis en að þurfa að mæta hon­ um. Hamingja þessa manns er fólgin í óhamingju þeirra sem minna mega sín. Já, lífið er grátbroslegur gaman­ leikur … þegar öllu er á botninn hvolft. Af þrautum visnar þjakað hold þegar yfir lýkur þá virðist best í vígðri mold að vera nógu ríkur. Þ egar arfleifð núverandi ríkis­ stjórnar verður gerð upp af fullri sanngirni verða framfaraskref í umhverfismálum líklega eitt af því sem stendur upp úr störfum hennar. Tvö mikilvægustu umhverfis­ mál þessa kjörtímabils hafa verið til umfjöllunar síðustu vikurnar. Annars vegar rammaáætlun, sem Alþingi samþykkti í byrjun þessarar viku, og hins vegar frumvarp til heildarendur­ skoðunar náttúruverndarlaga, sem ég mælti fyrir á þingi síðastliðinn þriðju­ dag. Rammaáætlun og ný náttúru­ verndarlög skipta hvort um sig miklu máli varðandi umgengni við landið. Til samans geta þau tryggt mikilvæga stefnumörkun um landnýtingu sem allt of oft hefur skort, sérstaklega þegar litið er til þess að viðfangsefnið er jafn mikilvægt og dýrmætt og náttúra Íslands. Þróun á langri leið Undirbúning að rammaáætlun má rekja aftur til ársins 1989, þegar Alþingi samþykkti ályktun Hjörleifs Guttorms­ sonar að heildstæðri áætlun um verndun vatnsfalla og jarðhitasvæða, fossa og hvera. Frá þeim tíma hefur verkefnið þróast talsvert og breyst, en hvernig sem á málið er litið hefur tekið allt of langan tíma að ná nauðsynlegri sátt. Rammaáætlun hefði þurft að vera til staðar áratugum fyrr, svo ekki þyrfti að berjast fyrir hverju einasta land­ svæði, heldur hefði verið hægt að ná jafnvægi á milli sjónarmiða náttúru­ verndar og orkuframleiðslu. Ef slík áætlun hefði verið fyrir hendi eru líkur á því að meiri skynsemi og yfirvegun hefði einkennt mesta fram­ kvæmdatímabil orkugeirans. Á síðustu tveimur áratugum hefur framleiðsla rafmagns með vatnsafli nálega þrefald­ ast, en raforkuframleiðsla með jarð­ hita nærri tuttugufaldast. Dæmin um hvar betur hefði mátt fara á þeirri leið eru allt of mörg, hvort sem litið er til of brattra áforma vegna jarðvarmavirkj­ ana í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eða til ofsafenginna risaframkvæmda á hálendi Austurlands. Ný vinnubrögð við endurskoðun náttúruverndarlaga Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar kveður á um að hefja náttúruvernd til vegs, m.a. með því að endurskoða náttúruverndarlög, treysta verndar­ ákvæði þeirra og tryggja almannarétt. Til að sú endurskoðun byggði á traust­ um grunni birti umhverfisráðuneytið hvítbók um stöðu náttúruverndar haustið 2011. Þar var gerð grein fyrir fræðilegum og stjórnsýslulegum grunni náttúruverndar, samanburður gerður við lagaumhverfið í nágranna­ löndunum og gerðar tillögur að laga­ breytingum. Nærri tveggja ára vinna lá að baki hvítbókinni, verklag sem er nýjung hér á landi en tíðkast víða, m.a. á hinum Norðurlöndunum. Þetta eru vinnubrögð sem við hljótum að vilja sjá víðar í framtíðinni. Með hvítbók um náttúruvernd var hægt að ræða fyrirhugaðar laga­ breytingar á grunni þekkingar og heildarsýnar, sem var raunin á síð­ asta umhverfisþingi og í opnu um­ sagnarferli. Máli skiptir að ákvarð­ anatökuferlið sé lýðræðislegt þegar grunnur er lagður að náttúruvernd til langs tíma. Ég bind vonir við að Alþingi afgreiði frumvarpið sem lög nú á vordögum, enda væri það mikil lyftistöng fyrir náttúruvernd. Ákvarðanir á grunni upplýstrar umræðu Rammaáætlun markar mikil tímamót og er grunnur að langþráðri sátt á milli náttúruverndar og orkunýtingar. Það þurfti einbeitt átak núverandi ríkis­ stjórnar til að ljúka málinu og koma því til endanlegrar afgreiðslu þingsins. Hún markar líka nokkur vatnaskil varðandi verklagið sem viðhaft var á lokametrum afgreiðslu hennar. Með því að senda drög að þingsályktunartillögunni í opið umsagnarferli áttu stjórnvöld í virku samtali við almenning. Þessi lýðræðis­ lega aðkoma leiddi til þess að ákveðið var að afla frekari upplýsinga um sex svæði, sem voru því flokkuð í biðflokk í endanlegri tillögu Alþingis. Upplýst umræða almennings skilaði þannig betri tillögu þar sem varúðarsjónarmið voru höfð að leiðarljósi. Það hefur lengi verið mikil þörf á því að styrkja lagalegan umbúnað náttúruverndar í landinu og marka skil í þeim miklum átökum sem hafa átt sér stað milli verndar og nýtingar um árabil. Tvö stór skref voru stigin í liðinni viku. Umræða 25Helgarblað 18.–20. janúar 2013 Þetta er bara fínt Ásdís Rán kippir sér ekki upp við að vera kölluð „men hunter“. – DV Steinunn Rögnvaldsdóttir furðar sig á myndvali í auglýsingu Einkamál.is – DV „ … viðfangsefnið er jafn mikilvægt og dýrmætt og náttúra Íslands. Kjallari Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra Skáldið skrifar Kristján Hreinsson m y N d sig tr y g g u r a r i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.