Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 40
V ilborg Arna Gissurardóttir suðurpólfari á nú að baki meira en 1.140 kíló- metra leið. Í hálfan ann- an mánuð hefur hún átt næturstað í litlu göngutjaldi. Á miðvikudag gekk Vilborg tæp- lega 20 kílómetra og átti eftir 18 kílómetra á pólinn. „Góður dag- ur að baki og ég er búin að hugsa mikið. Ég skíðaði 19.2 km í dag í ágætu veðri rétt áður en ég fékk út- sýni að sjálfum pólnum. Þvílík til- finning! Núna er það svo síðasta kvöldið áður en ég klára, það er mikil spenna og gleði í Hilleberg höllinni. Á morgun verður skíðað til sigurs og gleði,“ sagði Vilborg á miðvikudagskvöldið ánægð með afraksturinn. Síðustu dagar hafa reynst henni mjög erfiðir, veður og aðstæður hafa verið með versta móti og einnig glímdi hún við magakveisu og kal á lærum. Hún hefur gengið 10 dögum lengur en gert var ráð fyrir og afrek hennar þeim mun meira. Vilborg áætlaði að vera komin á suðurpólinn klukkan 18.00 að íslenskum staðartíma. Það gekk ekki eftir og þremur tím- um síðar höfðu ættingjar ekki enn heyrt frá Vilborgu. Þegar blað- ið fór í prentun á fimmtudags- kvöldið fylgdust ættingjar Vil- borgar spenntir með vefmyndavél sem sýnir brekkur og inngang að suðurpólstöðinni. Þar óskar Vil- borg sér að eyða nóttinni og er með nokkra dollara á sér til að eyða í minjagripi sem þar eru seld- ir. Aðstandendur hafa hvatt hana til þess að taka nokkur dansspor á pólnum; Vilborg style! Mörg brýn verkefni Bjarney Harðardóttir, varaformað- ur Lífs styrktarfélags, segir næstu verkefni kvennadeildar brýn. Kvennadeild reiðir sig á gjafafé Áheitasöfnun Vilborgar Örnu í þágu Lífs styrktarfélags kvenna- deildar Landspítalans hefur tekið kipp á síðustu dögum. Nú hafa safnast um fimm milljónir króna. Styrktarfélagið Líf var stofnað af starfsmönnum kvennadeildar og konum sem hafa dvalist á kvenna- deild. „Ljósmæður og hjúkrunar- konur ákváðu að bregðast við í stað þess að sætta sig við að þjón- usta við konur hafi verið neðar- lega í forgangsröðinni áratugum saman. Konur eru ekki lengur sett- ar niður, nú hefur orðið breyting á,“ sagði Bjarney Harðardóttir hjá Lífi á síðasta ári þegar DV gerði úttekt á aðstæðum kvennadeildar og blaðamaður fór í leiðangur um deildina. Í þeim leiðangri varð ljós góður árangur af starfi styrktar- félagsins á vöggustofunni en líka slæmt ástand á kvenlækningadeild þar sem sex, oft mikið veikar kon- ur, dvelja saman og nota lítið bað- herbergi í sameiningu. Í úttektinni kom í ljós að í þessu herbergi hafa konur látið lífið vegna meina sinna án þess að fjölskyldumeðlimir hafi getað verið með þeim. „Það er ekkert pláss fyrir maka eða fjölskyldu á þessum erfiða tíma í lífi þeirra kvenna sem koma hingað til meðferðar,“ sagði Bjarn- ey. „Uppbygging kvennadeildar- innar hefur að miklu leyti byggst á gjafafé allt frá stofnun hennar árið 1975. Þannig hefur það verið og verður áfram. En þetta er mik- ið réttindamál, að koma málum kvenna á kvenlækningadeild í rétt horf. Hér sést sá góði árang- ur sem við viljum ná með alla hluta kvennadeildar. Við viljum að fæðingarþjónusta og kvenlækn- ingar geti áfram staðist samjöfn- uð við þjónustu á hinum Norður- löndunum.“ n 40 Lífsstíll 18.–20. janúar 2013 Helgarblað Reynir Traustason Baráttan við holdið J ólin og áramótin voru mér erfið í þeim skilningi að freistingar í mat og drykk voru við hvert fótmál og ég féll fyrir þeim flestum. Þetta byrjaði allt með skötunni á Þorlák og lauk með lambinu á nýársdag. Þá var staðan orðin þannig að fjögur kíló sátu eftir á skrokknum á mér. Í fyrsta sinn í meira en ár bankaði vigtin í þriggja kílóa tölu. Ég gerði mér grein fyrir því að tími aðgerða var runninn upp. Í gegnum tíðina hef ég reynt alls kyns megrunarkúra. Ég hef alltaf verið veikur fyrir patent- lausnum. Sár reynsla mín er sú að um leið og kúrunum sleppir þá gengur allt til baka aftur og vel það. Ekki var óal- gengt að í stað 20 horfinna kílóa kæmu 30 í staðinn á nokkrum mánuðum. Allt frá því ég hóf stór- fellt heilsuátak mitt í ársbyrjun 2011 hefur þó orðið sú breyting á að ekki hefur komið nema örlítið brot til baka. Af 40 sem fóru hafa í versta falli komið 5 kíló til baka. S trax í janúar hóf ég að snúa við þeirri óheillaþróun sem hófst í desember. Ég tók að nýju upp mataræði þar sem sykri, hveiti og feitmeti er að mestu úthýst. Tími hrökkbrauðsins var aftur runninn upp. Þar sem ég var í miðjum klíðum að skipuleggja mín mál rak á fjörur mínar bók nokkra. Titill hennar var heillandi: Sex kíló á sex vikum. Þarna var að finna uppskriftir af ýmsu tagi sem mér virtust einstaklega heillandi. Ég ákvað að taka slaginn og láta reyna á hvort þetta virkaði. Fyrsta mál- tíðin var gæðakjötbollur með alls kyns grænmeti með. Ég var alsæll og pakksaddur. E itt af lykilat- riðunum við vel heppn- að heilsuá- tak er að setja sér markmið og standa við þau í stóru sem smáu. Ef þú ákveður að borða ekki sykur þá skaltu láta konfektið og helsykraða gosið í friði. Það eru engar undan- tekningar leyfðar af þeirri einföldu ástæðu að einni undantekningu fylgir gjarnan önnur og þá er stutt í fallið. Það hefur komið fyrir að ég hef af rælni stungið upp í mig konfektmola. Strax og mér varð ljóst hvað var að gerast ákvað ég að hætta við að innbyrða meinvætt- inn. Ég fékk sykurbragðið en slapp við að gumsið settist utan á mig. V andinn hefur verið sá að ég hef verið of undanlátssamur við sjálfan mig. Ég hef látið eftir mér að grípa til sælgætis annað veifið. Það sem öllu skiptir er staðfesta og skipulag. Það er allt í lagi að fá sér sælgæti annað veifið en það þarf að vera meðvitað. Undantekningar eru ekki leyfðar. Það eru liðnar tvær vikur frá því ég hóf að fylgja uppskriftunum. Það undarlega er að mér finnst ég borða meira en ég gerði áður. Á hverjum degi, án samviskubits, er borðaður veislumatur. Og það merkilega er að á þessum tveimur vikum hefur vigtin snarlækkað sig og sýnir mig fjórum kílóum léttari en á nýárs dag. Jólafitan er farin. Á endanum snýst þetta auðvitað ekki um kraftaverkalausn heldur að innbyrða aðeins þær kaloríur sem tryggja að það fari jafnmikið út og kemur inn. Um miðjan febrúar mun ég síðan upplýsa um endan- legan árangur. Svona fór jólafitan Skíðað til sigurs n Ættingjar hvetja Vilborgu til að taka dansspor á suðurpólnum Ferðir Vilborgar: n Vilborg gekk að meðaltali um 22 kílómetra á dag n Leiðin er 1.140 kílómetrar n Sleðinn sem Vilborg dró var 115 kíló og léttist um kíló á dag n Vilborg hefur gengið yfir Grænlandsjökul og upplifði gríðarlega bráðnun jökulsins n Tvisvar hefur hún siglt á skonnortu til austurstrandar Grænlands og kannað óbyggðir n Áætluð brennsla á hverjum degi er 6.000 hitaeiningar n Í vistum Vilborgar var þurrmatur, fita, harðfiskur, múslí, kex og súkkulaði n Á hverjum morgni þurfti Vilborg að bræða snjó fyrir dagneyslu Pólfari Vilborg Arna náði ekki að fylgja settri áætlun í gær. Vindasamt og kalt var í veðri. Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Ískaldar staðreyndir: n Hitastig: -26 gráður n Vindkæling: -32 gráður n Vindhraði 3 hnútar n Loftþrýstingur 687 millibör Númer söfnunar- innar er 908 15 15 og dragast þá 1.500 krónur af símreikn- ingi. Einnig er hægt að heita á spor Vil- borgar með frjálsum framlögum á heimasíðu hennar. Sex veikar konur þurfa að nota þetta herbergi Margar þeirra eru í afar bágu ástandi. Með miklar og þungar blæðingar og nýkomnar úr skurðaðgerð. Hér hafa konur dáið. Vilborg safnar fé til þess að byggja upp starf kvennadeildar. Ein á ferð Vilborg dró vistir sínar á sleða á suðurpólinn. Hvílir lúin bein Vilborg hefur verið dugleg að deila gleði sinni og vonbrigðum á netinu. Tignarlegt útsýni Kalt og tært loft á einum áningarstað Vilborgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.