Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 54
54 Fólk 18.–20. janúar 2013 Helgarblað B ókaútgefandinn Jóhann Páll Valdimars­ son er á ferðalagi í Dúbaí með eigin­ konu sinni, Guðrúnu Sigfúsdóttur, þar sem þau fagna brúðkaups­ afmæli sínu. Hann lítur ofgnóttina stór­ um augum og í stórri verslunarmiðstöð þar í borg hugsaði hann til Melrakkasléttu þar sem fjölskyldan dvelur oft á sumrin. „Hef aldrei séð aðra eins ofgnótt eins og í Dubai. Ekki seinna vænna að huga að verslunarmiðstöðinni á Melrakkasléttu.“ N ý kvikmynd Marteins Þórssonar um áfeng­ isþyrsta þingmann­ inn, Leif Sigurðarson, verður frumsýnd í kvöld, föstudaginn 18. janúar. Myndin er sögð fjalla um fall manns en um leið fall þjóðar með tilvísun í hroka, stærilæti og meðvirkni þeirra sem fylgj­ ast með af hliðarlínunni. Leiðast predikanir Sjálfur er Marteinn alkó­ hólisti og hefur lengi langað til þess að gera kvikmynd um alkóhólisma. „En skemmti­ lega mynd! Ekki skandi­ navískt og leiðinlegt sósíal­ drama, ég vildi bjóða í partí,“ segir Marteinn í spjalli við blaða­ mann og segist leiðast fanatík og predikanir. „Mér leiðast predik­ anir, mér leiðist fólk sem hættir að reykja og drekka og finnur sér far­ veg fyrir fíknina í fanatík. Margir hætta að drekka á hnefanum, halda síðan áfram í fíknihegðun og það kemur alls kyns bull frá þeim. Tilgangurinn fyrir mér þegar ég hætti að drekka var að finna jafn­ vægi.“ Býður Íslendingum í partí Hann segist tala mjög frjálslega um alkóhólisma og finna fyrir því að sjúkdómurinn er tabú í samfé­ laginu. „Ég tala mjög frjálslega um alkóhólisma. Flestir eru opnir fyrir því að ræða um alkóhólisma, nema þeir sem eru sjálfir veikir og nokkr­ ir fjölskyldumeðlimir. En margir átta sig ekki á því hversu mjög alkóhólismi litar íslenskt samfé­ lag. Það er þess vegna sem ég býð fólki í partí að skoða þetta íslenska fyllerí og hvað gerist þegar maður í valdastöðu er veikur, hvaða áhrif það getur haft á heila þjóð. Svo ekki sé talað um meðvirknina sem fylgir og niðurbrotið á siðferðinu.“ Handrit á mettíma Marteinn byggir mynd sína upp eins og spennumynd. „Maður vill fá fólk í bíó,“ segir hann og hlær. „Í myndinni eru fjölmörg atriði sem eru úr raunveruleikanum. Mínum og annarra. Hugmyndin að myndinni kviknaði þegar ég leikstýrði myndinni Roklandi. Þá komu að máli við mig Elma Lísa Gunnarsdóttir og Ólafur Darri og stungu upp á því við mig að gera kvikmynd um alkóhólisma. Við gerðum saman stuttmyndina Pró­ mill. Þetta verkefni hefur því verið að gerjast nokkuð lengi og það var met hvað handritið varð fljótt til. Ég byrjaði að skrifa í nóvember­ mánuði og fyrsta handrit var klárt stuttu fyrir jól. Þá tók við Guð­ mundur Óskarsson sem fullkláraði handritið.“ Árni Johnson gekk inn í tökur Með aðalhlutverk fara Ólafur Darri sem leikur Leif og María Birta Bjarnadóttir, sem leikur ástkonu hans, Æsu. Elma Lísa Gunnars­ dóttir, Nanna Kristín Magnús­ dóttir, sem leikur eiginkonu Leifs, Þorsteinn Bachmann sem er í hlut­ verki forsætisráðherra og Helgi Björnsson sem fer með hlutverk eins konar útrásarvíkings. Af öðr­ um leikurum má nefna mynd­ listarmanninn Snorra Ásmunds­ son og Moniku Ewu Orlowsku en nokkrir þingmenn reyna einnig fyrir sér í leiklistinni, þeir Róbert Marshall, Þráinn Bertelsson, Guð­ mundur Steingrímsson og Árni Johnsen. Marteinn segir frá því að það hafi nú verið óvart að það kom til að Árni Johnsen leikur í myndinni. „Hann Árni þekkir Darra að­ eins. Í tökum á Djúpinu fékk hann að gista heima hjá Árna. Við vorum að skjóta atriði með þeim Þráni Bertels, Guðmundi Steingríms og Róberti Marshall og Darra þegar Árni gekk inn í mynd. Hann gengur hreinlega inn í atriðið og heilsar Darra með virktum. Kvik­ myndatökuvélarnar rúlla og við héldum áfram að skjóta. Árni gerði sér enga grein fyrir því að hann væri í mynd. Við hringdum svo seinna og báðum hann um að fá að nota þetta atriði og hann varð við því. Þetta var mikil heppni,“ segir Marteinn og hlær. n n Þrjú ár síðan leikstjórinn hætti að drekka „…margir átta sig ekki á því hversu mjög alkóhólismi litar íslenskt sam- félag Árni Johnsen lék óvart í Xl Raunverulegt atriði Hér sést Árni Johnsen heilsa Darra með virktum. Hann gekk inn í miðja töku án þess að átta sig á því. Hættur í þrjú ár „Mér leiðist fólk sem hættir að reykja og drekka og finnur sér farveg fyrir fíknina í fanatík,“ segir Marteinn sem sneri sjálfur við blaðinu fyrir þremur árum. Ofgnótt í Dúbaí Veikindin tóku sig upp V eikindi Jóhannesar Jónssonar hafa tekið sig upp á ný. Hann hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri fé­ lagins Ísland­Verslun hf. sem rekur verslanir Iceland og tekur við sem stjórnar­ formaður og ætlar að verja tíma sínum og kröftum í að takast á við veikindin. J á, það er einfaldlega brjálað að gera fyrir innflutnings­ hátíðina sem verður haldin dagana 21. janúar til 31. jan­ úar, segir Björg Magnúsdóttir sem stendur í ströngu vegna opnunar á nýjum Stúdentakjallara. Björg er dagskrárstjóri Stúdentakjallarans og gaf forsmekkinn af því sem koma skal á fimmtudagskvöld í sér­ stöku opnunarhófi. Hún segir dagskrána munu taka mið af fjöl­ breyttu lífi háskólanema. „Hér er stór hópur háskóla­ nema sem á börn og því verður hér oft fjölskylduvæn dagskrá yfir daginn – fyrir börn og unglinga – en á kvöldin er auðvitað mikið fjör,“ segir Björg frá. Meðal þess sem er á dagskrá á næstunni er rokkabillíkvöld, pub quiz, spila­ kvöld og grínkvöld. Í Stúdentakjallaranum er einnig boðið upp á mat og verðinu er haldið í algjöru lág­ marki. „Markhópurinn okkar er fátækir námsmenn: þetta er ekki batterí sem á að koma út með hagnaði,“ segir Björg. n Björg Magnúsdóttir stendur í ströngu sendi 92 tölvupósta Á einum degi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.