Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 4
„Rétt er að aðrir svari spurningum sem tengjast því félagi 4 Fréttir 18.–20. janúar 2013 Helgarblað Vildi greiða minni bætur n Hæstiréttur staðfestir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur H æstiréttur staðfesti á fimmtu­ dag dóm héraðsdóms í máli Hlífars Vatnars Stefánssonar sem í júlí í fyrra var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að myrða Þóru Eyja­ lín Gísladóttur með hrottafengnum hætti þann 2. febrúar 2012. Eins og áður hefur komið fram ját­ aði Hlífar sök í málinu og var dæmdur í sextán ára fangelsi, en ákæruvaldið hafði farið fram á hegningarauka. Sem varakröfu vildi ákæruvaldið að Hlífar yrði vistaður á viðeigandi stofn­ un, en ekki í fangelsi. Það var þó ekki saksóknari sem áfrýjaði heldur Hlífar sjálfur, sem vildi vægari refsingu auk þess sem hann krafðist þess að skaða­ bætur yrðu lækkaðar. Hlífar gerði því vel skil fyrir héraðs­ dómi að hann væri mótfallinn því að greiða skaðabætur og sagði orðrétt: „Fokkaðu þér. Djöfull er það ógeðslega ómerkilegt að óska eftir skaðabótum“, þegar greint var frá bótakröfunni. Hlíf­ ari var gert að greiða aðstandendum Þóru samtals tæpar fimm milljónir í skaðabætur og sú upphæð stendur auk þess sem hann greiði málskostn­ að allra aðila fyrir Hæstarétti. Hlífar Vatnar var ákærður fyrir manndráp með því að hafa veist að Þóru Eyjalín Gísladóttur með hnífi og stungið hana ítrekað í andlit og lík­ ama. Þá skar hann hana á háls með þeim afleiðingum að hún lést. Morðið þykir óvenju hrottafengið en Hlífar játar að hafa stungið Þóru sem var 35 ára þegar atvikið átti sér stað. Hlífar fór í annarlegu ástandi á lögreglustöðina við Flatahraun í Hafnarfirði að morgni 6. febrúar og greindi óljóst frá atvik­ inu. n FASTEIGNIR ÞORSTEINS Í EIGNARHALDSFÉLAG n Burstir fasteignafélag í eigu huldufélags í Lúxemborg B urstir fasteignafélag ehf. eignaðist á síðasta ári ein­ býlishús og fjórar íbúðir sem höfðu verið í eigu félagsins Sólstafa ehf. en eigandi þess er fjárfestirinn Þorsteinn M. Jóns­ son, fyrrverandi eigandi Vífilfells. Þá keypti félagið Burstir einnig glæsilegt einbýlishús við Sunnuflöt 28 í Garða­ bæ í fyrra. Þar er Ingibjörg Egils dóttir, unnusta Þorsteins, skráð til heimilis en hann flutti sjálfur lögheimili sitt til Lúxemborgar eftir bankahrunið. Eigandi Bursta fasteignafélags heitir síðan Lucilin Conseil og er skráð með aðsetur í Lúxemborg, líkt og Þorsteinn. Eignir Bursta eru metnar á 130 milljónir króna, samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2011 og voru þær nær alfarið fjármagnað­ ar með láni frá hluthöfum. Sólstafir hélt meðal annars utan um eignarhlut Þorsteins í Vífilfelli. Eins og kunnugt er missti hann yfir­ ráð yfir Vífilfelli þegar það var selt til spænska drykkjarvöruframleiðand­ ans Cobega í upphafi árs 2011. Sól­ stafir átti einnig hlutabréf í Kaup­ þingi, BYR sparisjóði, Bakkavör og Exista en í lok árs 2007 voru umrædd hlutabréf metin á 4,5 milljarða króna. Umræddar fimm fasteignir hafði Þorsteinn fært af sér persónulega yfir í félagið Sólstafi í apríl 2008. Er talið að það hafi verið gert vegna kröfu Kaupþings um auknar tryggingar vegna lækkunar á hlutabréfum í eigu Sólstafa á þeim tíma. Ein þeirra eigna var einbýlishús Þorsteins við Laufás­ veg 73 auk tveggja íbúða í Hlíðunum, íbúðar í Mosfellsbæ og einnar íbúðar í Garðabæ. Vill ekki svara Þegar DV hafði samband við Þor­ stein baðst hann undan því að svara spurningum blaðamanns um mál­ efni Bursta fasteignafélags. Þannig fengust ekki svör við því hvers vegna umræddar fasteignir voru færðar frá félaginu Sólstöfum árið 2011 til Bursta fasteignafélags. Umræddar fasteignir fóru um tíma á árinu 2011 yfir til félagsins EAB 1 ehf. en Arion banki fer með 30 prósenta hlut í því félagi en Lucilin Conseil á 70 prósent í því. Þar sem Þorsteinn vildi ekki ræða við DV hafa ekki fengist upplýsingar um það hver er eigandi félagsins Lucilin Conseil í Lúxemborg sem nú á fimm af fyrr­ verandi fasteignum hans. DV hefur einnig heimildir fyrir því að Þor­ steinn eigi enn íbúð í London en þar sem hann vildi ekki ræða við DV hef­ ur það ekki fengist staðfest. Skráð hjá lögmanninum Burstir fasteignafélag er skráð til heimilis að Suðurlandsbraut 18 hjá lögmannsstofunni Nordik. Bernhard Bogason lögmaður er skráður fram­ kvæmdastjóri og stjórnarmaður í Burstum fasteignafélagi en hann stýr­ ir skrifstofu Nordik í London. Hann sá um fjárhagslega endurskipulagningu fyrir hönd Þorsteins gagnvart Arion banka sem og öðrum lánastofnun­ um. Bernhard starfaði sem forstöðu­ maður skatta­ og lögfræðisviðs FL Group á árunum 2006 til 2009 og sat í varastjórn Glitnis. Þorsteinn var sem kunnugt er stjórnar maður í FL Group auk þess að vera stjórnarformaður Glitnis um tíma. DV reyndi ítrekað að ná tali af Bern­ hard til að spyrja hann um málefni Bursta fasteignafélags án árangurs. Vafi um eignarhaldið Félagið EAB 1 sem hélt um tíma utan um þær fimm fasteignir sem síð­ ar fóru til Bursta fasteignafélags var notað utan um söluna á Vífilfelli fyrir hönd Arion banka. Inn í EAB 1 er enn 5 prósenta hlutur í hollenska drykkj­ arvöruframleiðandanum Refresco. Félagið Exalba S.L. er dótturfélag spænska félagsins Cobega sem keypti Vífilfell af Þorsteini. Í uppgjöri við Arion banka greiddi Exalba hluta af kaupverðinu með 5 prósenta hlut í Refresco. Sá hlutur var metinn á 3,3 milljarða króna í upphafi árs 2011 við uppgjörið. Samkvæmt ársreikn­ ingi EAB þurfti félagið hins vegar að niðurfæra hlutinn um 773 milljónir króna árið 2011. Í ársreikningi EAB 1 fyrir árið 2011 kemur fram að Lucilin Conseil, eigandi Bursta fasteignafé­ lags, fari með 70 prósenta hlut í EAB. Eignahaldið á Lucilin Conseil er hins vegar á huldu. Í svari frá Haraldi Guðna Eiðssyni, upplýsingafulltrúa Arion banka, seg­ ir að bankinn eigi ekki hlut í Burst­ um fasteignafélagi. Arion banki hafi selt umræddar fasteignir en ekki er upplýst hver hafi verið kaupandinn. Þá segir í svarinu að Arion banki eigi ekki hlut í Lucilin Conseil og hafi ekki komið að stofnun þess. „Rétt er að aðrir svari spurningum sem tengj­ ast því félagi,“ segir í svari bankans. n Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Býr enn vel Þorsteinn býr við Sunnuflöt 28 þrátt fyrir að hann sé skráður með lögheimili í Lúxemborg. Eigandi hússins er fasteignafélag í eigu huldufélags í Lúxemborg. Júlli áfram í Draumnum „Ég fer bara ekki neitt,“ segir kaup­ maðurinn Júlíus Þorbergsson, þekktur sem Júlli í Draumnum, en samkvæmt dómsúrskurði í Hér­ aðsdómi Reykjavíkur verður hann borinn út úr verslunarhúsnæði Draumsins við Rauðarárstíg og íbúð sem er í sama húsi. Frétta­ blaðið greinir frá þessu. Eignirnar voru settar að veði fyrir láni sem sonur Júlla tók en eftir vanskil og langt og árangurs­ laust innheimtuferli voru eignirn­ ar seldar á nauðungaruppboði. Í Fréttablaðinu kveðst Júlli hafa verið svikinn og að þeir feðgar íhugi að fara í hart við lánveitand­ ann. Ástæðan sé meðal annars að þeir peningar sem sonur hans hafi fengið lánaða gegn veði í eign­ unum hafi aldrei skilað sér. Júlí­ us segist ekkert skulda en hann bíður þess að hefja afplánun tólf mánaða fangelsisdóms fyrir að selja lyfseðilsskyld lyf í Draumn­ um. Talskona Stígamóta kemur á Beina línu Guðrún Jónsdóttir, talskona Stíga­ móta, verður á Beinni línu DV.is í dag, föstudag, klukkan 13. Stíga­ mót er ráðgjafar­ og stuðnings­ miðstöð fyrir konur og karla sem hafa verið beitt hvers kyns kyn­ ferðisofbeldi. Guðrún hefur lengi staðið í eldlínunni í baráttunni gegn kynferðisofbeldi og mun hún svara þeim spurningum sem brenna á lesendum. Það eina sem lesendur DV.is þurfa að gera til að spyrja spurninga er að vera skráð­ ir inn á Facebook og fara svo inn á dv.is/beinlina klukkan 13. Hrottafengið morð Hlífar Vatnar játaði að hafa veist að að Þóru Eyjalín Gísladóttur með hnífi og stungið hana ítrekað í andlit og líkama.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.