Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 17
Fór úr matreiðslu í milljarða viðskipti 16 Nærmynd KAUPTU FJÓRAR & FÁÐU SEX FERNUR NÝTT! NÚ FÆST HLEÐSLA LÍKA MEÐ SÚKKULAÐIBRAGÐI. HOLL OG UPPBYGGILEG NÆRING EFTIR GÓÐA ÆFINGU. HENTAR VEL FÓLKI MEÐ MJÓLKURÓÞOL. Fleiri flytja til Íslands en frá n Brottfluttir umfram aðflutta frá hruninu árið 2008 eru þó 8.600 V iðsnúningur varð á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs varðandi brottflutning frá Ís- landi. Það sem vekur mesta athygli er að í fyrsta skipti frá hruni er fjöldi þeirra sem flytjast til lands- ins nú mun meiri en þeirra sem flytja frá landinu. Greining Íslands- banka fjallar um þetta á vef sínum og telur að þetta sé meðal merkja um bata íslenska hagkerfisins. Í umfjöllun Greiningar kemur fram að á fjórða ársfjórðungi síð- asta árs hafi 630 fleiri flutt til Ís- lands en frá landinu. Aðeins einu sinni áður hefur þetta gerst frá hruni en það var á fyrsta fjórð- ungi síðasta árs og þá var fjöldi að- fluttra umfram brottflutta aðeins 10. Á síðasta ári fluttu 250 fleiri frá landinu en til þess og er það mun minni fjöldi en verið hefur undan- farin ár en árið 2011 voru brott- fluttir umfram aðflutta 1.404. „Hér hefur líklega talsvert að segja að efnahagsþróun hefur verið hagfelld undanfarin misseri og bati hefur orðið á vinnumarkaði með fjölgun starfa og fækkun atvinnulausra. At- vinnuleysi á síðasta ári var að jafn- aði 6,0% miðað við 7,0% árið 2011. Þá hefur kaupmáttur launa og ráð- stöfunartekna verið vaxandi,“ segir í umfjölluninni. Frá því að bankahrunið varð á haustmánuðum 2008 hefur brott- flutningur verið viðameiri en flutn- ingur til landsins. Brottflutningur náði hámarki árið 2009 þegar 4.835 fleiri fluttu frá landinu en til þess. Þessi þróun virðist hafa snúist við samhliða batanum í efnahagskerf- inu. Á síðustu fjórum árum, eða frá hruni, hafa 8.623 fleiri flutt frá landinu en til þess. n Efnahagsbati Greining Íslandsbanka tel- ur að breytingin á undanförnum misserum sé batanum í íslenska hagkerfinu að þakka. vegna láns sem Byr veitti Exeter eftir bankahrunið. Hluti af láninu fór í að kaupa stofnfjárbréf sem höfðu ver- ið í eigu Jóns Þorsteins sjálfs sem MP Banki hafði lánað fyrir. Með láninu til Exeter losnaði Jón Þorsteinn við bréf- in og jafnframt undan persónuleg- um ábyrgðum vegna lánsins frá MP Banka. Viðmælandi sem DV ræddi við sagði að líklega hefði Jón Þor- steinn treyst öðrum sem tóku þátt í Exeter-málinu, mönnum eins og Ragnari og Styrmi Þór Bragasyni, þá- verandi framkvæmdastjóra MP Banka. Ef þeir sögðu að þetta væri í lagi treysti Jón Þorsteinn þeim einfaldlega. Líkt og áður kom fram er Jón Þorsteinn menntaður matreiðslumaður og hefur því ekki viðskipta- eða lögfræði- menntun líkt og margir sem starfa í viðskiptalífinu. Hann hafi því oft þurft að treysta áliti sérfræðinga á málum sem hann þekkti ekki vel sjálfur. Hið sama eigi við um mál sem náði hámæli nú í haust þegar DV sagði frá því að Jón Þorsteinn hefði flutt hundruð milljóna króna úr landi í erlendum gjaldeyri þvert gegn lögum um gjaldeyrishöft. Samkvæmt frétt DV var þetta gert í gegnum breska félag- ið CCP Systems Ltd. en einn af þeim sem tengdist því félagi var Guðmund- ur Örn Jóhannsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Landsbjargar. Hann hætti hjá Landsbjörg eftir fréttir um aðkomu hans að gjaldeyrisviðskipt- um. Segir viðmælandi DV að það sé táknrænt fyrir Jón Þorstein að fara í viðskipti með manni eins og Guð- mundi Erni án þess að hafa mikla þekkingu á flóknum gjaldeyrisvið- skiptum. Fréttir DV um gjaldeyrisviðskiptin virðast hins vegar hafa farið fyrir brjóstið á Jóni Þorsteini sem ákvað að stefna starfsmönnum blaðsins. Vísaði hann meðal annars til þess í yfirlýs- ingu að umfjöllunin hefði valdið fjöl- skyldu sinni sálarkvölum. Þá hefði umfjöllun DV einnig orðið til þess að dóttir hans hafi brotnað niður í skóla sínum. Þess skal þó getið að Jón Þorsteinn hefur verið mikið í fjölmiðlum eftir bankahrunið og þá aðallega í tengsl- um við Exeter-málið. Virðist sem það hafi haft minni áhrif á fjölskyldu Jón Þorsteins en einnig var hér fyrr í um- fjöllun rifjað upp að þrjár dætur hans fengu svokölluð „barnalán“ hjá Glitni sem flestir fjölmiðlar á Íslandi gerðu góð skil. Það að Jón Þorsteinn skyldi í þessu tilfelli minnast á vanlíðan fjöl- skyldunnar kom því mörgum á óvart. Má þar nefna að Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri DV, skrifaði um kæruna á bloggi sínu og furðaði sig á því að Jón Þorsteinn skyldi grípa til þess ráðs að vísa til líðanar barna sinna í yfirlýsingu – þau brot sem hann framdi sem stjórnarformaður í Byr hafi líklega valdið þeim meira tjóni. n n Jón Þorsteinn Jónsson einn af erfingjum Nóatúns og fyrrverandi stjórnarformaður Byrs Fréttir 17Helgarblað 18.–20. janúar 2013 „Hann hafi því oft þurft að treysta áliti sérfræðinga á mál- um sem hann þekkti ekki vel sjálfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.