Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 29
Viðtal 29Helgarblað 18.–20. janúar 2013 fólk sé samkvæmt sjálfu sér, lífsreynslu, virðuleika og vammleysi. Frómt frá sagt fannst mér enginn frambjóð- andinn standast þessar margslungnu kröfur með þeim hætti að ég treysti mér til þess að styðja hann.“ Páll er hikandi og varfærinn þegar hann lýsir afstöðu sinni, enda þekkj- ast þau Þóra náið. Aðspurður hvort þau séu persónulegir vinir segir hann að þau séu góðir samstarfsfélagar sem hafa unnið lengi saman en það væri ofsagt að segja að þau væru vin- ir. „Þóra er mörgum góðum kostum gædd og hún er góður starfsmaður hér. En ekki hún, frekar en aðrir, upp- fyllti allar þessar kröfur. Þetta getur allt verið ágætisfólk fyrir því. Það fer ágæt- lega á með okkur og hún sýndi mér þá kurteisi að upplýsa mig um sína ákvörðun þegar hún lá fyrir áður en það var tilkynnt opinberlega. Hún var þó hvorki að leita eftir mínu samþykki né hvatningu, enda hefði það verið óviðeigandi.“ Breytingar á dagskrárstjórn Fleiri starfsmenn RÚV hafa ver- ið til umræðu á síðustu vikum og mánuðum. Það vakti til dæmis mikla athygli þegar Sigrún Stefánsdóttir dag- skrárstjóri hætti skyndilega síðasta haust. Páll útskýrir sína hlið mála. „Við vorum að breyta hér til fyrra horfs, að- skilja dagskrárstjórn útvarps og sjónvarps, en hún hafði um skeið gegnt báðum þessum störf- um. Hún var ekki dús við það með hvaða hætti ég ætlaði að standa að þessu og ákvað að hætta,“ útskýrir Páll. „Þetta var alfarið hennar ákvörðun, henni bauðst áframhaldandi dag- skrárstjórastarf í útvarpi sem hún ákvað að þiggja ekki.“ Vissi ekki af umsókn dótturinnar Þá hefur sú ákvörðun að ráða dóttur Páls til starfa á RÚV verið umtöluð og umdeild. Þegar hún svo kærði íþrótta- fréttamanninn Hjört Hjartarson fyrir líkamsárás, sem hafði þær afleiðingar að Hirti var sagt upp störfum, var Páll kominn í mjög óþægilega stöðu. „Dóttir mín er og hefur alltaf verið mjög sjálfstæð. Hún tók ákvörðun um að sækja hér um sumarafleysingastarf hjá íþróttadeildinni. Um þessa stöðu sótti hún án minnar vitundar og ég frétti fyrst af þessu þegar mér var til- kynnt af fréttastjóra og mannauðs- stjóra að það væri þeirra niðurstaða að ráða hana. Auðvitað var þeim báðum kunnugt um að hún væri dóttir mín, hún hafði verið hér í einhverjum íhlaupastörfum áður, helgarafleysingum sem skrifta og þess háttar. En hvernig á þá að bregð- ast við? Hún var látin undirgangast sömu staðla og taka sömu próf og aðrir sem sóttu um þetta starf. Það var ekki verið að útdeila miklum gæðum því þetta var nokkurra mánaða afleysinga- starf í íþróttadeild. Ég geri ráð fyrir að bæði fréttastjór- inn og mannauðsstjórinn hafi gert sér grein fyrir því að þetta yrði alltaf um- deilt, að þeir þyrftu að vanda sig þeim mun meira því þeir yrðu að standa með þessari ákvörðun á faglegum forsendum. Það var þeirra mat að ráða hana og ég ætla ekki að hafa miklar skoð- anir á því. Ég held að hún hafi kom- ið best út á þessu fréttamannsprófi en það var auðvitað gert mikið úr þessu. Það sem er gert hér og það sem er ekki gert hér, ekki síst það sem útvarps- stjóri gerir eða lætur ógert er alltaf á milli tannanna á fólki,“ segir Páll. „Það hefði verið mikið þægilegra fyrir mig ef hún hefði ekki sótt um þetta starf en ég ætla ekki að álasa henni fyrir það. Hún hafði áhuga á þessu starfi og sótti um það. En ég hafði enga aðkomu að þessu máli og vissi ekkert af því fyrr en það var um garð gengið, eða svo gott sem, þegar þessir tilteknu yfirmenn höfðu komist að niðurstöðu. Ég held síðan að það sé svo sem ekkert um það að deila að hún hafi staðið sig ágætlega.“ Óþægileg staða Að sama skapi vildi hann ekkert af því vita þegar tekið var á máli Eddu Sifjar og Hjartar, en hún kærði Hjört fyrir líkamsárás eftir valið á íþrótta- manni ársins árið 2011. „Þegar ég hafði spurnir af þessu máli sagði ég viðkomandi yfirmönnum að þeir yrðu bara að leysa þetta á faglegan hátt og án tillits til þess hverjir ættu í hlut og ég vildi ekkert vita hvernig það yrði gert. Þeir leystu það með þeim hætti sem þeir töldu eðlilegt við þessar aðstæð- ur. Auðvitað var þetta óþægilegt,“ segir hann og dæsir. Aðspurður hvort þau feðgin séu náin segist hann halda það. „Við erum í ágætu sambandi en frá blautu barns- beini hefur hún tekið sínar ákvarðan- ir sjálf. Ætli hún hafi ekki smurt nestið sitt frá því að hún var fimm ára. Hún hefur sem sagt verið mjög sjálfstæð og eiginlega bara farið sínu fram. Kannski hefur hún þurft að búa sér sjálf til ein- hverja brynju til þess að verjast umtali út af þeirri stöðu sem ég var í. Henni hefur ágætlega tekist að brynja sig fyrir áreiti.“ Þau feðgin léku stórt hlutverk í ára- mótaskaupinu, þar sem óspart var gert grín að þessum aðstæðum. „Ef eitt- hvað í heiminum er smekksatriði þá er það áramótaskaupið. Sumt fannst mér gott en annað síðra, eins og gengur. Ég tek skýrt fram að það myndi aldrei hvarfla að mér að kveinka mér undan þeirri útreið sem ég sjálfur fæ í skaup- inu. Menn verða að gera sér grein fyrir því að partur af þessari áramótaút- gerð felst í því að vera ósanngjarn og ósmekklegur.“ Leiðin yfir landamærin Frekari spurningum um fjölskyldulíf- ið á hann erfitt með að svara. „Það er þannig þegar maður er í þessu starfi þá er maður eiginlega alltaf í því, ég er í vinnunni á kvöldin, um helgar og í fríum. Svo er ég að reyna að búa til einhver skil á milli einkalífsins og opinbera lífsins, eða starfsins sem ég sinni, og það gengur ekkert mjög vel því þetta skarast stöðugt og ég er aldrei laus úr vinnunni. Ég þarf alltaf að vera tilbúinn til að taka einhvern skammt af henni með mér inn í það líf sem ég er að reyna að eiga fyrir utan hana. Þannig að þegar ég er að tala við þig núna þá er ég að reyna að virða þau landamæri sem ég er að burðast við að koma upp,“ segir Páll hugsi. Þegar hann var yngri var hann ekki eins meðvitaður um að setja þessi mörk á milli einkalífsins og starfsins og lét því meira flakka í svona viðtölum. „Þá var ég líka hégómlegri. Síðan hef ég fund- ið að það er einhver partur af mér sem er bara prívat og ég er að reyna að virða það. En aftur að þessum óljósu skilum á milli starfs og einkalífs, þá gengur þetta bara í aðra áttina. Þegar ég er hér þá get ég leyft mér að halda hinu að mestu frá. Þá er ég hér á kafi og það er ekki margt sem truflar. Þá get ég lokað mig af í því sem ég er að gera. Leiðin yfir landamærin er opnari í hina áttina. Einn kollegi minn á Norðurlöndun- um sagði að þetta væri erfiðasta, kröf- uharðasta og vanþakklátasta starf sem hann hefði unnið. Það má færa viss rök fyrir því. En þetta er líka skapandi, ögrandi og mikilvægt starf. Til þess að sinna svona starfi þarftu að vita hvað þú vilt og nenna að standa í þessu ati. Þú þarft að finna einhverja ögrun, þér þarf að þykja starfið mikilvægt og þú þarft að finna að þú eigir erindi, eigir eitthvað óunnið. Öðruvísi er erfitt að ætla að vera í svona starfi. Þú verður að hafa eitthvað til að stefna að.“ „Komið í partíið“ Á meðal þeirra markmiða sem Páll vill ná eru áherslubreytingar á RÚV. Af því að fjölmiðlanotkun ungs fólks er að breytast. „Ég mæli það meðal annars á syni mínum sem er sautján ára. Það er til dæmis ekki lengur þannig að ungt fólk setjist niður á fyrirfram ákveðn- um tíma og horfi á fréttir. Þessar kyn- slóðir sem nú eru að vaxa úr grasi láta ekki segja sér hvenær, hvar eða í hvaða tækjum þær eiga að horfa á fréttir. Með hefðbundnum mælingum á fjölmiðlanotkun komust sjónvarps- stöðvar í Skandinavíu að þeirri niður- stöðu að svo gott sem allir átján ára og yngri væru hættir að horfa á fréttir. Það fengu allir hland fyrir hjartað og ótt- uðust að vera að missa erindið. Síðan voru gerðar annars konar mælingar og þá kom í ljós að unga fólki horfði í raun meira á fréttir en áður. DR réð síðan til sín hóp af ungu fólki til þess að fylgj- ast með fjölmiðlanotkun þess. Nokkru seinna hittust útvarpsstjórar Norður- landanna þar sem ungur strákur úr hópnum talaði yfir hausamótunum á okkur og sagði sem svo að við værum að gera fullt af góðum hlutum, fréttum og þáttum, sem ungt fólk vill gjarna horfa og hlusta á en við yrðum að mæta með þetta í þeirra partí. „Komið í partíið með rauðvínsflöskuna og við skulum drekka hana með ykkur,“ sagði hann. Áherslubreytingar framundan „Ég hef notað þetta mikið síðan því það rann upp fyrir mér ljós þegar ég hlustaði á hann. Við verðum að mæta í partíið, á Facebook, Youtube og á alla þessa miðla þar sem unga fólkið er. Því þetta fólk ætlar ekki að mæta klukk- an sjö inn í stofu þegar okkur hentar að sýna fréttatíma þar. Það er ákveðin hætta á því að svona batterí eins og Ríkisútvarpið sé þungt í vöfum og mæti kannski of seint í partíið. En við verðum að ná þangað áður en fólkið byrjar að tínast í burtu. Ef við svörum ekki þessu kalli þá missum við erindið og okkur dagar uppi. Það er óhjákvæmilegt að það verði áherslubreytingar innan RÚV. Miðlun- arleiðirnar sem við höfum notað í ára- tugi duga ekki lengur einar og sér og það er fyrirséð að sú deild sem mun vaxa hraðast hvað mikilvægi varðar er nýmiðladeildin sem við settum á fót fyrir rúmlega ári. Þar er verið að skoða hvernig efninu okkar verður best fyrir komið á alls kyns miðlum.“ Honum er mikið niðri fyrir þegar hann ræðir framtíð RÚV. Honum er mikið í mun að rétta þann hlut svo hægt sé meðal annars að vinna „Það hefði verið mikið þægilegra fyrir mig ef hún hefði ekki sótt um þetta starf „Að mínu mati uppfyllti enginn frambjóðandinn allar þær kröfur sem ég geri til forseta Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.