Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Síða 45
Sport 45Helgarblað 18.–20. janúar 2013 ÞESSU MÁTTU EKKI MISSA AF n Nágrannaslagur Chelsea og Arsenal n Magnaður árangur United á heimavelli Tottenham „Þótt að Arsenal geti spilað góðan fótbolta þá vantar þennan herslumun K nattspyrnuunnendur ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi um helgina en þá fara fram hörkuleikir í ensku úrvalsdeildinni. Stórleik- ir helgarinnar fara fram á sunnu- dag þegar Chelsea tekur á móti Arsenal og Tottenham tekur á móti Manchester United. Athyglisverð- ir leikir fara einnig fram á laugardag þegar lið í botnbaráttu mætast inn- byrðis. Newcastle, sem gengið hefur herfilega, mætir Reading og Wigan mætir Sunderland. Manchester City, sem unnið hefur 31 af 35 síðustu heimaleikjum sínum, ætti að eiga nokkuð þægilegt verkefni fyrir hönd- um þegar liðið tekur á móti Fulham. Sömu sögu má segja um Liverpool sem tekur á móti Norwich en Liver- pool vann síðasta leik þessara liða 5–2 í lok september. Bæði lið þurfa sigur Nágrannaslagur Chelsea og Arsenal ætti að geta orðið hörkuleikur. Chelsea er í þriðja sæti deildar- innar með 42 stig á meðan Arsenal er í því sjötta með 34 stig. Arsenal þarf nauðsynlega á sigri að halda til að halda lífi í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu en Chelsea þarf einnig að vinna til að halda lífi í titilbaráttu sinni. Liðin mættust síð- ast í lok september á Emirates og þá fór Chelsea með sigur af hólmi, 2–1. Síðast þegar þessi lið mættust á heimavelli Chelsea í deildinni vann Arsenal magnaðan 5–3 sigur þar sem Robin van Persie skoraði þrennu. Magnaður árangur United Tottenham hefur spilað vel undan- farnar vikur og aðeins tapað einum af síðustu tíu leikjum sínum í deildinni. Á sama tíma hefur Manchester United verið á mikilli siglingu og unnið 9 af síðustu 10 leikjum sínum. United hefur gengið ótrúlega vel á White Hart Lane, heimavelli Totten- ham, á undanförnum árum. Ef skoð- aðir eru 10 síðustu leikir liðanna í deildinni á þessum velli má sjá að United hefur unnið sjö en þrír hafa endað með jafntefli. Síðasti deildar- sigur Tottenham á United á heima- velli kom þann 19. maí 2001 þegar Tottenham vann 3–1 með mörkum frá Willem Korsten (2) og Les Ferdin- and. Þess ber þó að geta að síðast þegar þessi lið mættust í deildinni, á Old Trafford í september, vann Tottenham góðan 3–2 sigur. n Laugardagur Liverpool – Norwich „Þetta fer 5–0 fyrir Liverpool. Rodgers klikkar ekki á að hafa Daniel Sturridge frá byrjun og strákurinn setur þrennu.“ Manchester City – Fulham „Þetta verður öruggur heimasigur. Meist- ararnir mega ekki við því að misstíga sig og þeir klára þetta 3–0.“ Newcastle United – Reading „Newcastle-liðið hefur verið slakt á þessu tímabili en þeir landa sigri á móti Reading. Þetta fer 2–1.“ Swansea – Stoke „Þetta er heimasigur, 2–1. Swansea er skemmtilegt lið á móti hundleiðinlegu Stoke-liði. Þetta verður sigur fótboltans og Michu stelur sviðsljósinu.“ West Ham – QPR „Þetta er strembinn leikur. Ég ætla samt að segja að QPR vinni 2–1 og Redknapp nái að bjarga liðinu frá falli. Þetta verður kærkominn útisigur.“ Wigan – Sunderland „Ég hallast að því að Sunderland vinni þetta 2–1 eftir að hafa dottið úr bikarnum í vikunni. Ég held að Wigan fari niður í vor.“ WBA – Aston Villa „Athyglisverður nágrannaslagur. WBA hefur verið að gefa eftir en Villa með allt lóðrétt niður um sig. Ég held að WBA taki þetta 3–1.“ Sunnudagur Chelsea – Arsenal „Ég held að Chelsea vinni þennan leik 2–1. Þó að Arsenal geti spilað góðan fótbolta þá vantar þennan herslumun. Ég held að hann komi ekki á meðan Wenger er við stjórnvölinn.“ Tottenham – Manchester United „United hefur gengið vel á þessum velli á undanförnum árum. Það er erfitt að segja það en United er einfaldlega með lang- besta liðið og ég held að þeir fari illa með Tottenham í þessum leik. Þetta fer 4–1 og Persie setur að minnsta kosti tvö mörk.“ Mánudagur Southampton – Everton „Ég held að Everton sé þetta mánudagslið og ég held að það komi sér í gegnum þennan leik með herkjum. Þeir vinna þetta 1–0 og Baines skorar sigurmarkið úr aukaspyrnu.“ Sturridge með þrennu Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR og stuðningsmaður Liverpool, er spámaður helgarinnar. Kristinn spáir því að sínir menn í Liverpool vinni auðveldan sigur á Norwich, Manchester United vinni öruggan sigur á Tottenham og Chelsea leggi Arsenal að velli. Það er vonandi að Kristni gangi betur en spámanni síðustu helgar, Adolf Inga Erlingssyni, sem fékk einungis tvo leiki rétta af tíu. Vissir þú … … að Sunderland hefur leikið flesta leiki allra liða í úrvalsdeildinni án þess að fá vítaspyrnu. Þeir eru orðnir 33. … að varnarmenn Norwich hafa skorað 33% marka liðsins í úrvalsdeildinni í vetur. … að Ashley Williams, varnarmaður Swansea, hefur varið 33 skot í deildinni vetur. Enginn varnarmaður hendir sér fyrir fleiri skot. … að fimm leikmenn Chelsea hafa tekið vítaspyrnur fyrir liðið í deildinni í vetur. … að 16 leikmenn hafa skorað fyrir Manche- ster United í deildinni í vetur. Ekkert lið á jafn marga markaskorara. … að Steven Gerrard hjá Liverpool er eini leikmaðurinn í deildinni sem hefur spilað allan tímann í öllum leikjum síns liðs. … að 34 stig Arsenal úr 21 leik í deildinni eru fæst stig liðsins síðan Arsene Wen- ger tók við stjórn þess. … að Manchester-liðin hafa bæði klúðr- að 5 vítaspyrnum, samtals 10. Öll hin 18 lið deildarinnar hafa samanlagt klúðrað 11 spyrnum. … að Arsenal hefur aðeins unnið 1 leik af 16 í úrvalsdeildinni þegar Mike Dean hefur dæmt. HEIMILD: OPTA Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Staðan í ensku úrvalsdeildinni 1 Man.Utd. 22 18 1 3 56:29 55 2 Man.City 22 14 6 2 43:19 48 3 Chelsea 21 12 5 4 43:19 41 4 Tottenham 22 12 4 6 39:27 40 5 Everton 22 9 10 3 35:26 37 6 Arsenal 21 9 7 5 40:24 34 7 WBA 22 10 3 9 31:30 33 8 Liverpool 22 8 7 7 35:28 31 9 Swansea 22 7 9 6 31:26 30 10 Stoke 22 6 11 5 21:24 29 11 West Ham 21 7 5 9 24:27 26 12 Norwich 22 6 8 8 24:34 26 13 Fulham 22 6 7 9 33:38 25 14 Sunderland 22 6 7 9 24:29 25 15 Southampton 21 5 6 10 28:38 21 16 Newcastle 22 5 6 11 27:39 21 17 Wigan 22 5 4 13 23:40 19 18 Aston Villa 22 4 7 11 17:42 19 19 Reading 22 3 7 12 26:42 16 20 QPR 22 2 8 12 17:36 14 Barátta Það er jafnan hart tekist á þegar Arsenal og Chelsea mætast. Hér lætur Kieran Gibbs Juan Mata finna fyrir því í leik liðanna í lok september en þá vann Chelsea góðan útisigur, 2–1. MYND REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.