Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 14
14 Fréttir 18.–20. janúar 2013 Helgarblað Þ að að geta ekki alltaf verið nærstaddur er verst. Ef það er einhvern tímann nauðsynlegt í hjónabandi á ævinni að sýna umhyggju þá er það þegar annar makinn er far- inn að veikjast. Það er meiri þörf á að vera saman þá, en það er eins og það sé ekki skilningur á því,“ segir Páll Bergþórsson, fyrrverandi veður- stofustjóri. Saga Páls og Huldu Baldursdóttur eiginkonu hans vakti athygli í Kast- ljósi RÚV á miðvikudag en þar sagði Páll frá raunum þeirra hjóna, en þau fá ekki að búa saman síðustu æviárin þar sem Hulda þarf að búa á hjúkr- unarheimili vegna heilsubrests en þar má Páll ekki vera vegna þess að hann er nokkuð heilsuhraustur. Í Kastljósi var haft eftir Pétri Magnús- syni, forstjóra Hrafnistu, að Páll geti ekki búið á Hrafnistu, þar sem eigin- kona hans býr, miðað við núverandi lög þar sem færni- og heilsumats- nefnd fari yfir heilsufar fólks og meti hvort það eigi rétt á því. Pétur hvatti stjórnvöld til þess að breyta lögunum svo að hjón geti búið saman á hjúkr- unarheimilum ef annað þeirra þarf að vera vistað þar vegna heilsutaps. Fer ekki fyrr hún er sofnuð „Það er sárt að geta ekki alltaf verið með henni. Maður veit aldrei hvenær þörfin verður brýnust. Það getur alltaf eitthvað komið fyrir fólk þannig að maður þurfi að vera viðstaddur. Maður þarf alltaf að vera viðbúinn hverju sem er. Og það er aldrei nauðsynlegra en einmitt í svona að- stæðum,“ segir Páll. Hjónin Páll og Hulda hafa fylgst að í gegnum lífið í 63 ár. Þau fagna bæði níræðisafmæli sínu í sumar en aðeins tveir mánuðir skilja milli þeirra, eru fædd í júní og ágúst árið 1923. Sem sálufélagar í lífsins ólgusjó hafa þau alið upp þrjú börn saman og eiga nú fjölda afkomenda; átta barnabörn og níu barnabarnabörn. Fyrir rúmlega einu og hálfu ári þurfti Hulda að flytja á hjúkrunarheimili vegna veikinda sinna. Eins og áður sagði má Páll ekki búa með henni þar og því þurfa þau að sofa hvort á sín- um staðnum eftir að hafa vanist því til 60 ára að vera saman. Páll kemur á hverjum morgni klukkan níu til Huldu og fer ekki fyrr en hún er sofn- uð á kvöldin. „Ég er hérna þegar hún sofnar en hún vaknar ein. Það er auðvitað leiðinlegt að vakna á sitt- hvorum staðnum,“ segir Páll þegar blaðamaður og ljósmyndari kíktu í heimsókn til þeirra hjóna á Hrafn- istu. Hulda var í sjúkraþjálfun þegar okkur bar að garði en Páll fylgdi okkur inn í herbergi hennar þar sem þau hjónin eyða dögunum saman. Myndir af afkomendum þeirra hjóna prýða veggi herbergisins. Páll býr annars staðar þó að hann sé hér yfir daginn með eiginkonu sinni. Tómlegt án Huldu „Ég bý um fimm kílómetra í burtu. Ég keyri fram og til baka kvölds og morgna,“ segir Páll. Hann býr enn í húsi þeirra hjóna í smáíbúðahverfinu í Reykjavík en þangað fluttu þau með börnin sín í kringum 1970 og hafa því búið þar í yfir 40 ár. Páli finnst tóm- legt að vera þar án Huldu sinnar og myndi helst vilja fá að búa með henni á Hrafnistu þar sem hún gæti fengið þá umönnun sem hún þarf þó hann þurfi ekki á henni að halda. Hulda byrjaði að veikjast fyrir um 10–15 árum en fyrst um sinn gat hann hugs- að um hana. Fyrir um rúmlega einu og hálfu ári var hún orðin það veik að hún gat ekki lengur búið heima. Páll segist hafa grunsemdir um að veik- indin stafi af liðaskiptum sem Hulda fór í fyrir mörgum árum en einnig spili öldrun inn í. Hann lýsir veik- indunum sem máttleysi og ákveðnu minnistapi. „En engar þjáningar, það munar um það,“ segir hann. Spáir á hverjum degi Páll vaknar snemma á morgnana og býr til veðurspá áður en hann heldur af stað til Huldu. „Ég fer á fætur klukk- an sex og byrja alltaf að spá. Klukkan sjö fara að koma gögn sem ég nota til að búa til spá,“ segir Páll sem setur spána inn á Facebook-síðu sína eða Fasbókina, eins og hann kallar hana, en þar er hann virkur og vinir hans á síðunni fá langtímaspá á hverjum degi. „Ég spái alltaf 10 daga fram í tímann,“ segir hann brosandi en það er lengri spá en flestar veðurstofurn- ar gefa út. Um klukkan átta fer hann að gera sig tilbúinn fyrir daginn. „Ég kem svo hérna um níu og er fram á kvöld. Hún fer oft snemma að sofa, kannski um 8–9 leytið, svo ég er oft til 9.“ Hann segir misjafnt hvað þau geri yfir daginn, Hulda fer í sjúkraþjálfun tvisvar í viku og hann hefur tölvuna sér til dundurs. Mestu skiptir að þau eru saman. Þegar þar er komið í samtalinu kemur sjúkraþjálfi með Huldu inn í herbergið. Hún er búin í sjúkra- þjálfuninni og Páll tekur brosandi á móti henni og kynnir blaðamann og ljósmyndara. Hún segist gjarnan vilja hafa Pál hjá sér á næturnar en það verði að fara eftir reglunum. „Sonur okkar prjónaði þetta á hana,“ segir Páll og bendir á stúkur með fallegu prjónamynstri sem Hulda er með á báðum úlnliðum. Sonur- inn hæfileikaríki er Bergþór Páls- son söngvari. „Það sækir meiri kuldi á fólk þegar það situr svona mikið kyrrt,“ segir Páll. Ekki ýkja algengt Páll hélt erindi á ráðstefnu Sjó- mannadagsráðs sem haldin var í haust en þar ræddi hann um þá stöðu sem hjónin eru í og vakti er- indið athygli. „Þeir báðu mig að segja nokkur orð um þetta og þá var ég að halda þessu fram hvað það væri nauðsynlegt að hjón fengju að vera saman. Það fékk góðar undirtektir en alls ekki frá stofnunum því þær telja sig bara ekki mega leyfa þetta.“ Páll segist hafa fengið heilmikil viðbrögð eftir að hann sagði sögu þeirra í Kast- ljósinu. „Aðallega á Fasbókinni. Það voru margir sem skrifuðu mér þar,“ segir hann og segist hafa heyrt af fólki í sömu stöðu og þau hjónin séu í. „En það er kannski ekki mjög al- gengt því að það er oft þannig að það eru bæði hjónin sem þurfa pláss og þá leysist þetta að vissu leyti af sjálfu sér. Svo er mjög algengt að fólk er orðið það gamalt þegar það er í þessu hér að það er oft búið að missa maka sinn. Það eru eiginlega flestir hér þannig sýnist mér. Þannig að þetta er kannski ekki svo ýkja algengt. Að að- stæður séu eins og hjá okkur hjónun- um,“ segir Páll. Vongóður DV hafði samband við Guðbjart Hannesson velferðarráðherra vegna málsins og viðbrögð hans voru þau að hann væri að skoða málið. Páll er ánægður að heyra að málið sé til skoðunar og vonast til að það leiði til þess að það verði leyst úr því. „Ég held að það sé möguleiki á því. Upp- haflega þegar þessi deild var hér þá var þetta þannig að það voru her- bergi sem lágu saman og það var hægt að opna á milli. En svo komu þessar reglur vistheimilanefndar fyrir 2–3 árum og síðan þá hefur þetta ekki verið hægt. Ég trúi nú ekki öðru en að það gangi fyrst að þetta var þannig,“ segir Páll vongóður um að stjórnvöld breyti núverandi lög- um og geri þannig hjónum, í þeirri stöðu sem þau Hulda eru í, að búa saman síðustu æviárin. n n Páll og Hulda fá ekki að búa saman síðustu æviárin n Vonast eftir lagabreytingum „Sárt að geta ekki alltaf verið með henni“ „Það er auðvitað leiðinlegt að vakna á sitthvorum staðnum. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Vilja vera saman Páll og Hulda þrá að fá að búa saman síðustu æviárin. Þau hafa verið gift í 62 ár en þurfa nú að búa hvort á sínum staðnum. mynd SigTryggur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.