Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 18
H alldór Viðar Sanne, sem situr í gæsluvarðhaldi í Danmörku grunaður um að hafa svikið fé út úr fjölda fólks, á að baki langa slóð svika. Sumarið 2011 auglýsti hann lífvarðarnámskeið sem halda átti í Danmörku þar sem fólk fengi þjálf- un til þess að gerast lífvörður. Nám- skeiðið auglýsti hann undir nafninu Þrír Danir og það átti að fara fram 19.–26. júní í Danmörku. Vitað er til þess að nokkrir Íslendingar hafi skráð sig á námskeiðið og borgað námskeiðsgjaldið, 399 þúsund krón- ur íslenskar, en námskeiðið var hins vegar aldrei haldið. Faðir íslensks manns sem skráði sig og borgaði fyrir námskeiðið segir Hall- dór Viðar hafa virkað sannfærandi og hann hafi náð að hafa fé af fjölda fólks. Líkt og sagt hefur verið frá þá situr Halldór Viðar í gæsluvarðhaldi grun- aður um að hafa svikið út 600 til 800 iPhone-síma í Danmörku. Einnig hef- ur það fengist staðfest að nokkur mál gegn Halldóri vegna meintra fjársvika séu til rannsóknar hjá lögreglu hér á landi. DV sagði frá því á miðvikudag að eftir Halldór lægi löng slóð svika hér- lendis. Leyniskyttufræði í Danmörku Auglýsing fyrir námskeiðið var mjög ítarleg og þar komu fram öll helstu atriði um dagskrá námskeiðsins. Þar stóð meðal annars að innifalið í nám- skeiðinu væri flug og uppihald í sex daga, akstur fram og til baka á flugvöll- inn, gisting í sex nætur og þrjár mál- tíðir á dag á meðan þjálfun stæði yfir. Einnig kom fram að þátttakendur yrðu að geta stundað þjálfun í skotheldum vestum og unnið undir álagi. Meðal þess sem nemendur námskeiðsins áttu að læra var áhættumat og ráðgjöf vegna verkefna fyrir einstaklinga og fyrirtæki, leyniskyttufræði; staðsetn- ing út frá atferli/hugsun leyniskyttu, skipulag og verndun á vinnusvæði, ör- yggi við heimsóknarstað og flutning viðskiptavinar, tæknivinna á vettvangi, læra að þekkja hvort verið væri að veita eftirför, skönnun rýmis og farartækja, þjálfun með sprengjuhundum ásamt líkamsrækt og fleiru. Sérstaklega var tekið fram að leið- beinendur á námskeiðinu væru allir atvinnumenn í námskeið- um sem þessum og þeirra á með- al væri Michael Pedersen, danskur uppgjafahermaður, sem sagt var að starfaði við lífvarðarkennslu og sem lífvörður. Námskeiðið myndi opna starfsmöguleika um allan heim og þeir sem lykju námskeiðinu fengju vinnu sem lífverðir eða öryggisráðgjafar stæðust þeir námskeiðið. Var alltaf að fresta „Lýsingar hans hljómuðu vel og hann var mjög sannfærandi. Sonur minn gleypti alveg við þessu,“ segir faðir manns sem ætlaði á lífvarðarnám- skeið Halldórs Viðars en var blekkt- ur. Faðirinn hringdi sjálfur í Halldór Viðar til þess að fá nánari lýsingar á námskeiðinu og sagðist hafa fallið fyrir lygum Halldórs Viðars. Maðurinn og eiginkona hans borguðu námskeiðsgjaldið fyrir son sinn, tæpar 400 þúsund krón- ur og létu skipta því í tvær greiðsl- ur á VISA-korti. „Ég talaði við hann í síma og hann var mjög sannfær- andi. Hann hvatti hann til að skrá sig og sagði að það væri auðvelt að fá vinnu í kjölfarið. Hann ætlaði að redda þeim húsnæði, svo áttu þeir að fara út á land og fara á nám- skeiðið. Svona námskeið eru til í Danmörku og eru ágæt. Hann talaði eins og hann væri umboðsmaður fyrir þessi námskeið. Við borguðum en svo dróst allaf að námskeiðið yrði haldið og hann frestaði því alltaf“ segir maðurinn. Segir Halldór hafa hótað barsmíðum Maðurinn segist margoft hafa hringt í Halldór og spurst fyrir um námskeiðið en hann hafi sífellt verið með afsakan- ir á reiðum höndum. Hann segir þau hjónin hafa gengið hart á eftir Halldóri að fá endurgreitt áður en þau lögðu fram kæru. Hann var búsettur erlend- is og því fóru samskiptin fram í gegn- um síma og tölvupóst. Meðal annars ræddu þau við konu Halldórs sem þau segja að hafi tekið þátt í blekkingum hans. „Hann laug sig út úr öllu. Hann er mjög klár í að blekkja fólk og virðist vera algjörlega siðlaus maður. Við viss- um að fyrir lægju kærur á hendur hon- um hérna og konan mín kærði hann. Þá hringdi lögreglan og sagði að Hall- dór hefði sagt konuna vera að ofsækja hann og reyna rústa mannorði hans hér á landi,“ segir hann. Maðurinn segir að á endanum hafi Halldór Viðar hótað konunni hans. „Hann hótaði konunni minni að hann myndi koma til Íslands og ganga í skrokk á henni,“ segir hann og segir það hafa verið vegna kærunnar sem þau lögðu fram og að þau hafi geng- ið hart á eftir honum að fá peninginn endurgreiddan. Fengu borgað til baka Þegar komið var fram á enda sum- ars og Halldór var enn að fresta nám- skeiðinu og búa til afsakanir segir maðurinn að þau hafi áttað sig á því að hann væri að svindla á þeim og lögðu þess vegna fram kæru á hend- ur honum. Þá hafði sonur þeirra tví- vegis tekið sér frí til þess að fara út á námskeiðið en því var alltaf fre- stað á síðustu stundu. „Það voru þó nokkuð margir sem töpuðu á þessu en ég náði peningnum okkar til baka með því að kæra hann til lög- reglu. Við lögðum fram öll gögn og tölvupósta og höfðum samband við Valitor og náðum greiðslunum til baka með herkjum. Ég veit að margir höfðu borgað með debet eða lagt inn á hann og fengu ekki peninginn til baka. Posinn sem hann notaði var skráður á fyrirtæki sem mamma hans var með. Það var íslenskur posi og þess vegna var hægt að bakfæra greiðsluna,“ segir maðurinn. Þegar hjónin fengu svo greitt til baka þá létu þau kæruna niður falla. „Svo drógum við kæruna til baka því við fengum endurgreitt frá VISA. Við þurftum ekkert að fara lengra með þetta, við vissum að það voru fleiri kærur á hendur honum. Hann flúði land út af þessum kærum,“ segir hann. Að sögn mannsins var nám- skeiðið aldrei haldið og því einung- is um enn eitt svindl Halldórs Viðars að ræða. n 18 Fréttir 18.–20. janúar 2013 Helgarblað „Við borguðum en svo dróst allaf að námskeiðið yrði haldið og hann frestaði því alltaf. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Rukkaði en hélt aldRei námskeiðið n Halldór Viðar sagður hafa hótað barsmíðum vegna ákæru Umfjöllun 16. janúar sl. Lífvarðarnámskeiðið Hér er auglýs- ingin fyrir lífvarðarnámskeiðið sem Halldór ætlaði að halda. Námskeiðsgjaldið var tæpar 400 þúsund krónur sem einhverjir borguðu en námskeiðið var aldrei haldið. Eins og sést þá var auglýsingin sannfærandi. Í haldi Halldór er í haldi í Kaup- mannahöfn grunaður um tug- milljóna fjársvik. Hér á landi liggur eftir hann löng slóð svika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.