Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 50
50 Fólk 18.–20. janúar 2013 Helgarblað Á stefnumót með Clinton L eonardo DiCaprio á stefnumót með eldri manni, og giftum í þokkabót. Nefnilega Bill Clinton! Stefnumótið við Bill keypti DiCaprio á uppboði Sean Penn til styrktar bágstöddum á Haítí síðasta laugardag. Leonardo bauð hundrað þúsund dollara í stefnumótið en var yfirboðinn. Hann safnaði því liði og fékk fjóra aðra með sér en hann og ónefnd kona buðu samtals tvö hundruð þúsund dollara hvort, eða 25 milljónir króna. Mikið fé safnaðist til góðgerðamála á söfnun Penn. Eða 2,25 milljónir dollara. n Leonardo DiCaprio bauð í stefnumótið á uppboði Tveir góðir saman Það er ekki ódýrt, stefnumót með Bill Clinton, 25 milljónir íslenskra króna borgar DiCaprio. Villtur, óþekkur og sjóðheitur Þ ótt Harry prins sé ekki efstur á lista yfir erfingja bresku krúnunnar er hann efstur á lista yfir heitustu piparsveina ársins, að mati lesenda tímaritsins Town & Country. Harry, sem er 28 ára, bar sigurorð af frægum karl- mönnum á borð við George Cloo- ney og fyrrverandi kærasta Taylor Swift, Conor Kennedy. Í umsögn um prinsinn kemur fram að öll sú hneykslanlega hegð- un sem hann hafi orðið ber að síð- ustu árin sé allt partur af sjarma hans. „Hann er villtur og óþekkur þótt hann sé konungborinn. Hann elskar fallegar konur, hangir með þotuliðinu og drekkur allt of marga drykki. Hann lifir í núinu og þess vegna elskum við hann. Hann er kannski ekki sá klárasti enda sleppti hann háskólanámi til að fara beint í herskóla en hann er svalari og meira heillandi en eldri bróðir hans, eins dásamlegur og Vilhjálmur er.“ n Harry prins er heitasti piparsveinn ársins Rauðhaus Prinsinn þykir mun svalari en eldri bróðirinn. Villtur Prinsinn hefur hneykslað marga upp á síðkastið en samkvæmt lesendum tímaritsins Town & Country er það allt hluti af sjarma hans. L eikarinn Victor Garber, sem lék meðal annars Jack Bristow í Alias og skipasmiðinn Thom- as Andrews í Titanic, staðfesti í vikunni það sem hann hélt að all- ir vissu nú þegar. Victor er sem sagt samkynhneigður. „Ég vil helst ekki tala um það en það vita það allir,“ sagði Garber, sem er 63 ára, í viðtali við E!-sjónvarpsstöðina. Leikarinn, sem hefur verið til- nefndur til Emmy-verðlauna, segist aldrei hafa verið inni í skápnum. „Ég og maki minn, Rainer Andrees- en, höfum verið saman í tæp 13 ár. Við búum í Greenwich Village og elskum báðir New York,“ sagði leik- arinn en Andreesen, sem er lista- maður og fyrirsæta, mætti á Golden Globe-verðlaunaafhendinguna með Garber. Garber leikur lítið hlutverk í kvikmyndinni Argo, er vinur Bens Affleck og Jennifer Garner og mont- inn af þeirri vináttu, en Affleck leik- stýrði Argo og Jennifer lék með Vict- or í Alias. „Þetta er frábært. Að sjá hann rísa sem einn af flottustu leik- stjórunum. Og að fólk elski þessi mynd skiptir öllu máli.“ n Victor Garber viðurkennir samkynhneigð Á föstu í 13 ár Victor Garber Leikarinn segist aldrei hafa verið inni í skápnum. Hann hafi bara ekki viljað ræða þetta hingað til. S ögusagnir um að Elton John og David Furnish hafi eign- ast annað barn hafa verið staðfestar. Yngri sonur þeirra fæddist í Los Angeles þann 11. janú- ar með aðstoð staðgöngumóður og hefur hann fengið nafnið Elijah Jos- hep Daniel Furnish-John. Fyrir eiga þeir Zachary sem fæddist í desem- ber 2005. „Við höfum báðir þráð að eignast börn og nú eigum við tvo syni. Við trúum þessu varla,“ segir í tilkynningu frá John og Furnish sem Hello! Magazine fékk. „Fæðing annars sonar okkar fullkomnar fjöl- skylduna. Það er erfitt að lýsa til- finningum okkar núna. Við erum himinlifandi, glaði og spenntir.“ Ekki hefur verið gefið upp hver staðgöngumóðirin er og verður ekki gert. „Elton og David þykir mjög vænt um þessa konu, elska hana eins og systur og munu standa í þakkarskuld við hana það sem eftir er,“ segir heimildarmaður The Sun sem er náinn parinu. „Hún hefur að sjálfsögðu fengið ríkulega umbun en það verður ekki gefið upp hver hún er.“ Hafa eignast annan son n Himinlifandi með fjölskylduna Elton John og David Furnish Parið með eldri son sinn, Zachary.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.