Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 26
F yrirhuguð fjáröflun þjóðkirkj­ unnar fyrir Landspítalann vakti athygli um áramótin. Ýmsir töldu ástæðulaust að trúfélag væri að safna fyrir ríkisstofnun, allra síst trúfélag sem þiggur umtalsvert framlag frá ríkinu. Viðbrögðin vöktu mig til umhugs­ unar. Erum við virkilega ekki kom­ in lengra? Í hrunadansinum var einkaframtakið upphafið, á meðan trúin á forsjá ríkisins virðist ansi rík um þessar mundir. Það er staðföst skoðun mín að bestu samfélögin byggist á jafnvægi, þar sem einkaframtakið, ríkisvaldið og þriðji geirinn taka höndum saman við að mynda gott samfélag. Samfélag sem byggir á samvinnu, sjálfsábyrgð og samfélagslegri ábyrgð. Því hef ég horft mikið til Big Society (stóra samfélagsins), sem er stefnumarkandi áætlun bresku rík­ isstjórnarinnar um betra sam félag. Áætluninni er ætlað að tryggja al­ menningi meiri áhrif og tækifæri til að stjórna sínu lífi. Fjölskyldum, vinum, nágrönnum, frjálsum fé­ lagasamtökum, samfélagsrekstri og netverkum er ætlað að verða stærri og sterkari. Það á að gera með vald­ dreifingu, með því að fólk og sam­ félög fái raunveruleg áhrif og ábyrgð og þannig verði þeim tryggð sann­ girni og fjölbreyttari tækifæri. Þessum markmiðum hafa bresk stjórnvöld reynt að ná m.a. með auknu sjálfræði sveitarfélaga og beinu lýðræði, með því að gera íbúum og opinberum starfsmönn­ um kleift að taka yfir rekstur opin­ berrar þjónustu á samfélagslegum grunni (s.s. hagnaðarlaus samvinnu­ félög), með skattalegum ívilnunum góðgerðasamtaka, stuðningi við samvinnufélög, gagnkvæm félög og góðgerðasamtök og með því að nýta fjármagn á óhreyfðum innlánsreikn­ ingum til að setja á stofn samfélags­ legan fjárfestingasjóð. Af hverju ættum við ekki að geta gert þetta hér á Íslandi? Samfélagslegur rekstur Það er löngu tímabært að reyna að losa okkur við öfgarnar í íslensku samfélagi og hvetja okkur öll til samfélagslegrar ábyrgðar. Er ekki kominn tími til að tala um sam­ vinnurekstur í heilbrigðisþjónustu, skólakerfinu eða bönkunum? Leik­, grunn­ og framhaldsskóla sem rekn­ ir eru af kennurum og foreldrum? Heilsugæslu þar sem heilbrigðis­ starfsmenn, sjúklingar og góðgerða­ félög sameinast um reksturinn? Húsnæðisfélög þar sem íbúar taka höndum saman til að tryggja sér ör­ uggt húsnæði á sanngjörnu verði? Skattalega umbun til fyrirtækja sem sinna og fjárfesta í samfélagslegum verkefnum? En hvað með fjármögnun? Í fyrir spurn minni til efnahags­ og viðskiptaráðherra fyrir um ári síð­ an kom fram að á innlánsreikn­ ingum sem staðið hafa óhreyfðir í 15 ár eða lengur liggja rúmlega 1,5 milljarðar króna. Ef eigendur reikn­ inganna hafa ekki vitjað þeirra inn­ an 20 ára frá því þeir voru síðast hreyfðir fyrnast þeir og fjármála­ fyrirtækin eignast þessa peninga samkvæmt lögum um fyrningu kröfuréttinda. Bretar sáu enga ástæðu til að styrkja fjármálafyrirtækin sérstak­ lega með því að leyfa þeim að sölsa undir sig þessar innistæður. Þess í stað ákváðu þeir að breyta lögum þannig að óhreyfðir innlánsreikn­ ingar skyldu fyrnast að 15 árum liðn­ um og fara í sérstakan sjóð til styrkt­ ar góðgerðamálum, The Big Society Investment Fund. Í lok árs 2011 var úthlutað úr sjóðnum m.a. til að fjár­ magna viðskiptahugmyndir lang­ tímaatvinnulausra, aðstoða ungt fólk við að fá vinnu, bæta orkusjálfbærni samfélaga og opna fyrsta samfélags­ lega hlutabréfamarkaðnum. Ef eigendur óhreyfðu innláns­ reikninganna vitja peninganna eftir að þeir hafa verið fluttir yfir í sjóðinn, fá þeir peningana aftur með vöxtum. Þannig eru slegnar tvær flugur í einu höggi. Peningarnir nýtast í að bæta samfélagið, en jafnframt er tryggt að reikningseigendur grípi ekki í tómt ef þeir muna skyndilega eftir peningun­ um sínum eftir að fyrningarfresturinn rennur út. Hvetjum til sjálfboðavinnu Stór hluti félagasamtaka á Íslandi er að mestu leyti starfræktur í sjálf­ boðavinnu. Má þar nefna ýmis hjálparsamtök, íþróttahreyfingar og fleira. Skattalegt umhverfi góð­ gerðasamtaka hefur þó á margan máta verið óhagstæðara hér en í ná­ grannalöndunum og sama má segja um laga­ og skattaumhverfi sam­ vinnufélaga og sjálfseignarstofnana. Þessu þarf að breyta. Í þeim tilgangi hef ég ítrekað lagt fram tillögu um skattaívilnanir til handa góðgerða­ samtökum og talað fyrir endur­ skoðun á laga­ og skattaumhverfi samvinnufélaga. Meira væri hægt að gera til að hvetja ungt fólk til sjálfboðavinnu. Eitt af verkefnum Big Society­áætl­ unarinnar er að 16 og 17 ára ung­ lingar með ólíkan bakgrunn taki þátt í sjálfboðavinnu í sínu samfé­ lagi, kynnist nýju fólki og öðlist nýja þekkingu. Meginþorri íslenskra ung­ menna fer í framhaldsskóla og gæti sjálfboðavinna auðveldlega orðið hluti af námsskrá allra skóla. Samtakamáttur njóti sín Eftir öfgasveiflur til hægri og vinstri á síðasta áratug eða svo er mikilvægt að við reynum að leita jafnvægis á miðjunni. Við eigum að hafna ofurtrú hægrimanna á að lykillinn að velsæld séu brauðmolar sem hrynja af borð­ um hinna ofurríku. Jafnframt eigum við ekki að sætta okkur við að allri ábyrgð á samfélaginu sé vísað til ríkis­ valdsins og að við getum þannig firrt okkur allri ábyrgð sem einstaklingar. Hlutverk Alþingis og stjórnvalda er að búa til umhverfi sem styður þetta jafnvægi og gerir þriðja geirann, þ.e. félagasamtök, samvinnufélög og önn­ ur hagnaðarlaus félög að traustri stoð í samfélagi okkar. Þannig getur samtakamáttur einstaklinganna best fengið að njóta sín. 26 Umræða 18.–20. janúar 2013 Helgarblað J æja, þá er það formannskjörið í Samfylkingunni. Tveir góðir menn í framboði og svolítið erfitt að gera upp hug sinn. En eftir að hafa hugsað málið og setið þrjá fundi með frambjóðend­ um hallast ég að því að Árni Páll sé betri kostur í þeirri stöðu sem nú blasir við. Sprungur og kítti Guðbjartur kemur fyrir sem vand­ aður maður og góður fulltrúi en Árni Páll virkar þó kraftmeiri og öllu „formannslegri“. Hann er skeleggur og hugsandi, og honum er annt um heildarmyndina, sér málin úr fjar­ lægð, greinir stóra vandann á bakvið hversdagskarpið. Orð hans um 100 ára vistarband og geðklofinn gjald­ miðil eru meira en lítið eftirtektar­ verð og ættu að verða stóra málið í kosningabaráttu vorsins. „Allt síðan 1920, þegar íslensku krónunni var kippt úr sambandi við gullfótinn og dönsku krónuna, höf­ um við búið við tvískiptan gjaldmið­ il. Við fáum launin okkar í platkrón­ um á meðan skuldirnar teljast í alvörukrónum. Kjarasamningar skipta litlu sem engu þegar forsend­ ur fyrir þeim bresta í næsta geng­ isfalli. Líkja má kjarasamningum við það að farið sé með kíttisspaða yfir sprungurnar sem jarðskjálftar gengis breytinganna hafa skilið eftir.“ Baráttan fyrir alvöru gjaldmiðli er líkast til stærsta efnahagsmálið sem framundan er. Þar blasir sér­ staða Samfylkingar við. Enginn ann­ ar flokkur býður uppá lausnarleið út úr þeim vanda og tilvitnuð greining Árna Páls ber merki um skýran hug þótt andlitið sé loðið. Lausaganga kjósenda Af tveimur góðum formannskostum hef ég meiri trú á því að málflutn­ ingur og kraftur Árna Páls nái út fyrir raðir flokksmanna. Formannskjörið þarf að vera sú innspýting sem nær að stækka flokkinn í komandi kosn­ ingum. Við þurfum að ná til „hlut­ lausa“ fólksins á miðjunni sem nú stefnir unnvörpum á flokk sem lofar bjartri framtíð án þess að eiga sér þá glæstu fortíð sem hreyfing jafnaðar­ manna státar af. Árni Páll þótti standa sig vel sem ráðherra á örlagatímum, tók upp ný vinnubrögð í ráðuneytinu, náði alvöru allraflokkasamráði í Icesave­málsvörninni, beitti sér fyrir breytingu á formi ríkisstjórnar­ funda, vill leggja niður ráðningar­ vald ráðherra og minnka vald þeirra almennt séð. Hann talar um flokk­ inn sem opna og umburðarlynda breiðfylkingu ólíkra sjónarmiða, og er það vel. Sumir segja hann of markaðssinnaðan hægrikrata sem höfði meira til miðjunnar en vinstri­ manna. Hér getur sá „galli“ þó einmitt orðið kostur, því á miðjunni er lausagangan mest. „Við eigum ekki að stinga augun úr VG í leit að fylgi,“ svo vitnað sé í frambjóðand­ ann. Unga fólkið Á þeim fundum sem ég hef séð til Árna Páls veittist honum létt að kveikja bjartsýni og baráttuhug með fólki. Hann á þrátt fyrir allt djúpar rætur í vinstrinu, og hefur arkað margar pólitískar heiðar í átt að þessu tækifæri. Það heyrist vel að hann hefur tekið langt tilhlaup að formannsstólnum, er vel tilbúinn í slaginn. Þá spillir ekki að maður­ inn er vel menntaður og vel heima í Evrópumálunum. Hann hefur jafn­ vel, einn örfárra íslenskra stjórn­ málamanna, búið erlendis í nokkur ár, talar ensku og dönsku og er „ráð­ herrafær“ á þýsku og frönsku. Loks finn ég vel, eftir samtöl við yngsta fólkið í flokknum, sem hvergi fékk sæti ofarlega á nýjustu fram­ boðslistum, að það þráir að sjá nýja kynslóð taka við forystunni í Sam­ fylkingunni. Inn á við / út á við Ég finn það líka að Guðbjartur á at­ kvæði margra í innsta flokkshring. Einnig sú staðreynd hvetur mann til að kjósa Árna Pál. Því nú ber að kjósa út á við. Kosningarnar 27. apríl munu ekki snúast um starfið í Sam­ fylkingunni heldur myndun næstu ríkisstjórnar. Þar þarf formaðurinn að koma fylgisbreiður að borði og hafa styrk til að kljást við málþjófana í sjónvarpssal fyrir kosningar og í símtölum eftir kosningar. Ég treysti því að Árni Páll leggi þá að velli þar líkt og hann mun hafa gert í vetur, á fundum með þeim í Valhöll og Við­ skiptaráði. En hvernig sem formannskosn­ ingin fer skulum við samt verða ánægð með úrslitin, faðma nýjan formann, og taka svo til við hina raunverulegu kosningabaráttu. Sá frambjóðandinn sem tapar þarf heldur síst að örvænta. Eins og dæmin sanna getur það einmitt ver­ ið ávísun á lengra líf í pólitík. Að kjósa út á við „Baráttan fyrir alvöru gjaldmiðli er líkast til stærsta efnahagsmálið sem framundan er Aðsent Hallgrímur Helgason Aðsent Eygló Harðardóttir Betra Ísland„ Það er löngu tímabært að reyna að losa okkur við öfgarnar í íslensku samfélagi og hvetja okkur öll til samfé- lagslegrar ábyrgðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.