Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 20
20 Erlent 18.–20. janúar 2013 Helgarblað Baðst afsökunar á blóðbaðinu n Bæjarstjóri Corleone á Sikiley biðlaði til mafíunnar um að gefast upp B æjarstjóri smábæjarins Cor­ leone á Sikiley á Ítalíu hefur beðist afsökunar á morð­ um, skotárásum og kúgunum sem framkvæmdar voru af mafíu­ foringjum í bænum fyrir margt löngu. Þetta gerði bæjarstjórinn, Leoluchina Savona, í tilefni þess að í vikunni voru tuttugu ár liðin frá handtöku mafíu­ foringjans Toto Riina, sem kallaður var Skepnan vegna miskunnarleysis síns, en Riina fæddist í bænum. Savona bað fórnarlömb mafí­ unnar afsökunar fyrir hönd bæjar­ búa en mafían framdi ófá ódæðin á seinni hluta 20. aldar. Nafnið Corle­ one hringir væntanlega bjöllum hjá mörgum enda voru Godfather­mynd­ irnar, með þeim Marlon Brando og Al Pacino í aðalhlutverkum, byggðar að hluta til á mafíuforingjunum sem slitu barnsskónum í Corleone. „Ég biðst afsökunar í nafni allra íbúa Corleone. Ég bið um fyrirgefn­ ingu fyrir blóðbaðið,“ sagði bæjar­ stjórinn á hátíð sem haldin var í bænum á mánudag. „Ég bið mafíuna um að hætta öllum átökum, viður­ kenna ósigur og gefast upp,“ sagði Savona. Riina er talinn bera ábyrgð á fjölmörgum ódæðum sem framin voru á níunda og tíunda áratugnum en meðal þeirra sem féllu fyrir hendi hans má nefna saksóknarana Paolo Borsellino og Giovanni Falcone sem létust í sprengjuárás árið 1992. Riina var dæmdur í margfalt lífstíðarfang­ elsi og sakfelldur fyrir fjölda morða. Faðir og synir hans urðu úti Hörmulegur atburður átti sér stað í Missouri í Bandaríkjun­ um um liðna helgi þegar David Decareaux, 36 ára, og tveir syn­ ir hans, átta og tíu ára, frusu í hel í gönguferð á afskekktu svæði í ríkinu. Feðgarnir voru í helgar­ ferð og höfðu tekið á leigu bústað. Snemma á laugardag lögðu þeir af stað í gönguferð en þegar gangan hófst var um 15 stiga hiti úti. En skjótt skipast veður í lofti og þegar feðgarnir höfðu gengið í dágóða stund versnaði veðrið snögglega og fór hitinn niður fyrir frost­ mark. Leitarflokkur var kallaður út á sunnudag og fundust feðgarn­ ir eftir stutta leit. Faðirinn var úr­ skurðaður látinn á staðnum en synir hans létust á sjúkrahúsi eftir stutta dvöl. Að sögn lögreglu kom vegfarandi auga á þá á laugardag og spurði hvort þeir vildu fá far til baka. Faðirinn hafði afþakkað boðið. Gullið á heimleið Seðlabanki Þýskalands ætlar að flytja gullbirgðir sínar sem eru í geymslu í New York og París aft­ ur í hvelfingu bankans á næstu árum. Um er að ræða tæplega 700 tonn, en gullið var flutt úr landi í varúðarskyni á sínum tíma þegar Þjóðverjar óttuðust innrás Sovétríkjanna. Þrátt fyrir það er algengt að seðlabankar geymi hluta gullbirgða sinna erlendis – þannig má kaupa er­ lendan gjaldeyri með skömm­ um fyrirvara. Þýski seðlabank­ inn mun fyrir árið 2020 ekki eiga neinar gullbirgðir í París þar sem bæði Þýskaland og Frakkland notast við evruna. Hluti birgð­ anna verður þó áfram geymdur í New York og í London þar sem 13 prósent af forðanum eru geymd. Ætla að drepa útsendarann Hryðjuverkasamtökin Al­ Shabab í Sómalíu segjast ætla að drepa franska útsendarann Denis Allex í hefndarskyni fyr­ ir misheppnaða björgunarað­ gerð franska hersins á föstudag í síðustu viku. Um 50 franskir hermenn ruddust inn í höfuð­ stöðvar samtakanna í Bulo Mar­ er í Sómalíu þar sem talið var að Allex væri í haldi. Björgunarað­ gerðin misheppnaðist og féllu tveir franskir hermenn í henni. Frönsk yfirvöld telja að Allex hafi nú þegar verið líflátinn en því neita samtökin. Þau segja hins vegar að Allex verði tekinn af lífi á næstunni og Frakkar muni bera ábyrgð á dauða hans. Corleone Bæjarstjórinn baðst afsökunar fyrir hönd bæjarbúa á blóðbaði mafíunnar á undanförnum árum. Mynd ReuteRS M yndin hér til hliðar var tek­ in örfáum sekúndum áður en nashyrningur réðst á stúlkuna á myndinni aft­ an frá og stakk hana á hol með horni sínu. Chantal Bayer, 24 ára bresk stúlka, var stödd í suðurafrískum þjóðgarði ásamt kærasta sínum og nokkrum vinum þegar þau sáu þessa nashyrn­ inga skammt frá bílnum. Þau ákváðu að stoppa og taka myndir af þessum tignarlegu en varasömu dýrum, með ófyrirséðum afleiðingum. Sökin hjá leiðsögumanninum? Með fólkinu í för var þaulreyndur leiðsögumaður sem, samkvæmt fréttaflutningi vefútgáfu Daily Mail, átti nokkurn hlut að máli í því sem gerðist. Alex Richter er sagður hafa hvatt fólkið til að fara út úr jeppan­ um og láta mynda sig með villtum dýrunum. Hann lokkaði dýrin nær með því að gefa þeim mat. Ekki nóg með það heldur er Alex þessi Richter vændur, í suðurafrísk­ um fjölmiðlum um að hafa hvatt parið, sem sést á myndinni, til að færa sig nær nashyrningunum. Það gerði hann að sögn til að reyna að ná betri myndum af þeim. Babb kom hins vegar í bátinn því örfáum augnablikum síðar kom nashyrn­ ingurinn á fullri ferð aftan að Bayer og rak í hana flugbeitt hornið. Nashyrningar eru afar eftirsótt dýr, í tvennum skilningi. Þeir eru mjög vinsælir á meðal ferðamanna, sem líklega er af hinu góða, en einnig hjá veiðiþjófum, sem er öllu verra. Fyrir vikið eiga nashyrningar undir högg sækja í álfunni. Í Suð­ ur­Afríku hafa á bilinu fjögur til sex hundruð dýr verið drepin árlega, í það minnsta, síðustu tvö ár. Brotin rifbein og samfallið lunga Eins og sjá má á myndinni báru mat­ argjafir leiðsögumannsins þann ár­ angur að villtir nashyrningarnir stóðu aðeins fáeinum metrum frá bílnum. Nashyrningar geta vegið allt að tveimur tonnum og þeir stærstu eru 180 sentímetrar á hæð. Í Suður­ Afríku er að finna um 80 prósent allra nashyrninga í heiminum, eða um 20 þúsund dýr. Nashyrningurinn sem réðst á stúlkuna rak horn sitt í ofanvert bak hennar með þeim afleiðingum að lunga féll saman og rifbein brotnuðu. Stúlkan, sem stundar nám í Jóhann­ esarborg í Suður­Afríku berst nú fyrir lífi sínu á gjörgæsludeild Krugers­ dorp­sjúkrahússins í borginni. Ástand hennar er sagt stöðugt. treystu herra Richter Frændi stúlkunnar og talsmað­ ur fjölskyldunnar í málinu, Thom Peeters, sagði við suðurafríska blað­ ið Beeld að öllum væri vitaskuld brugðið. „Það voru nokkur ung­ menni í bílnum og þau töldu sig lík­ lega geta treyst herra Richter, sem er fullorðinn.“ Talsmenn Aloe Ridge Hotel and Nature Reserve, sem stóðu fyrir ferðinni, hafa ekki viljað tjá sig um málið, að því er hermir í Daily Mail. Í auglýsingu á vefsíðu fyrirtækisins kemur fram að nashyrningar séu á meðal þeirra dýra sem gestir geti vænst þess að sjá í návígi. Þar er sannarlega engu logið. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Það voru nokkur ungmenni í bílnum og þau töldu sig líklega geta treyst herra Richter, sem er fullorðinn. AugnAblikið fyrir árásinA n Var stungin á hol af nashyrningi n Fylgdi fyrirmælum leiðsögumanns Á meðal allt lék í lyndi Stúlkan á myndinni átti sér einskis ills von. Hornin talin hafa lækningarmátt Horn nashyrninga eru söguð af dýrunum dauðum og mulin í duft. Duftinu er síðan smyglað til Asíu, þar sem markaður er fyrir það. Eftirspurnin er gífurleg og hornin eru nálægt því að vera þyngdar sinnar virði í gulli. Auðjöfrar í Asíu trúa því margir að duft af hornum nashyrninga hafi lækningarmátt. Konan á myndinni, sem Brent Stirton tók og var verðlaunaður fyrir, er frá Víetnam og sést merja niður nashyrningshorn. Þegar hornið er orðið að dufti er því blandað út í vatn til drykkjar (sjá flöskur á borðinu). Guardian sagði sögu þessarar konu í fyrra en þetta gerir hún því hún trúir því að drykkurinn muni losa hana við nýrna- steina. Hún keypti hornið á nokkur þúsund Bandaríkjadali en ekki er vitað til þess að hornin hafi neinn sérstakan lækningar- mátt. Nashyrningurinn sem átti þetta horn var drepinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.