Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 38
38 Menning 18.–20. janúar 2013 Helgarblað Norskir karlmenn eru of kvenlegir n Óslóarkonur ósáttar og sakna herramennsku n Körlum finnst að sér vegið S ú var tíðin að norskir karl­ menn sigldu um höfin blá á opnum skipum, lögðu borgir í eyði frá Ítalíu til Írlands, voru í lífvarðasveit Mikla­ garðskeisara og námu hið ógest­ milda Ísland með aðstoð óviljugra skoskra kvenna. En eitthvað virðist vera farið á slá í þá í seinni tíð. Nýleg rannsókn dagblaðsins VG sýnir fram á að norskar konur telja karlmenn þar í landi vera orðna allt of mjúka og kvenlega. Sakna þær meiri herramennsku af þeirra hálfu, og finnst allt of lítið um að karlmað­ urinn sé sterki aðilinn í sambandinu. Hefur þetta að vonum vakið sterk viðbrögð karlkyns pistlahöfunda. Enga mjúka menn, takk Norskum karlpeningi finnst hart að sér vegið, og benda á að eftir að hafa eytt áratugum í að hugsa um börnin, sýna tilfinningar og almennt rækta sínar mýkri hliðar, sé ósann­ gjarnt að nú komi í ljós að þetta sé alls ekki það sem konur vilja. Fé­ lagsfræðingurinn Nils Astrup hefur fellt þann dóm að norskir karlmenn séu talsvert ringlaðir þegar kemur að því að skilja hvers konur ætlast til af þeim. Óslóarkonur virðast ósáttastar við sína menn, en í Þrændalögum eru konur ánægðari með úrvalið. Ef til vill eru karlmenn þar meiri harð­ naglar af gamla skólanum. Betra að vera ein/n? Hvort sem það er vegna þess að norsk­ ir karlmenn þykja ekki nógu aðlað­ andi eða af öðrum ástæðum, þá kjósa stöðugt fleiri að búa einir. Um 40 pró­ sent af norskum heimilum hýsa nú ekki fjölskyldur, heldur einstaklinga. Ef til vill er það ekki tilviljun að flest­ ir af þeim sem búa einir eru í Ósló eða Suður­Noregi, eða þá nyrst í landi þar sem konur eru af skornum skammti. Í Þrændalögum giftist fólk þó enn. Þessi þróun hefur gengið lengst í Nor­ egi, en sömu sögu er að segja víða annars staðar. Árið 1950 voru fjórar milljónir manna sem bjuggu einir í Bandaríkjunum. Í dag eru það um 31 milljón sem eins er farið fyrir. Kynlíf og einhleypa konan Sumir félagsfræðingar vilja rekja þessa þróun aftur til 7. áratugarins. Árið 1962 gaf Helen Gurly Brown út bókina Sex and the Single Girl, nokkurs konar fyrirrennara Sex and the City (sem ég virðist minnast á í hverri grein), sem rakti dásemdir þess að vera einhleyp kona. Áratug áður hafði tímaritið Playboy hafið göngu sína og sýndi karlmönnum þær lystisemdir, raunverulegar og ímyndaðar, sem fylgdu því að vera piparsveinn. Karlar einir í sveitinni Á 8. áratugnum rauk skilnaðartíðnin upp, á sama tíma og fólk hélt áfram að flytja úr sveitum í borgir. Reyndin var sú að það voru oftast konur sem fluttu til borganna, á meðan karl­ menn urðu eftir á landsbyggðinni. Þetta má einnig sjá hérlendis. Í borg­ um er jú úrvalið talsvert meira en þar sem allir búa hver á sínum sveita­ bænum, og því minni ástæða til að gifta sig. Á sama tíma hefur atvinnu­ þátttaka kvenna aukist til muna, sem hefur ekki aðeins gert þær efnahags­ lega sjálfstæðar, heldur taka margar ferilinn fram yfir hjónabandið. Einsemd á tímum kreppu Þetta á ekki síst við á krepputímum. Lífsbaráttan er á margan hátt harðari, og þeir sem gifta sig ungir hafa minni tíma og tækifæri til yfirvinnu eða eyða kvöldum sínum í „network­ ing“, það er að segja að kynnast fólki sem gæti gagnast ferli þeirra. Að lok­ um má benda á að fólk lifir nú mun lengur en það gerði áður. Fólk sem giftir sig um tvítugt sér fram á að eyða helmingi meiri tíma saman en forfeð­ ur þeirra gerðu. Ef til vill virkar þetta letjandi á suma þegar kemur að því að skuldbinda sig með hjónabandi. En vill fólk þá búa eitt þegar upp er staðið? Því er erfiðara að svara. Bíómyndirnar og sjónvarpsþættirn­ ir fjalla flestir um fólk sem er í makaleit, sem þá verður hið endan­ lega takmark. Í Sex and the City (svo við minnumst á þá eina ferðina enn) er aðeins ein af konunum fjór­ um sem kýs að vera áfram einhleyp þegar upp er staðið. Hinar þrjár gifta sig, og tvær eignast börn. Laun handa heimavinnandi húsfeðrum Félagsfræðingurinn Eric Klinenberg bendir þó á að mörgum skilnaðar­ pörum finnst þau vera minna ein­ mana í kjölfar skilnaðar en í hjóna­ bandinu. Þar að auki finnst þeim sem þau hafi meiri stjórn yfir eigin tíma, yfir fjárhagnum, vinnunni, fé­ lagslífi og jafnvel heilsu. Yfirvöld hafa talsverðar áhyggjur af þessari þróun, fólk á Vesturlöndum verður jú stöðugt eldra á sama tíma og færri börn fæðast, og reynt er að styðja við kjarnafjölskylduna með einum og öðrum hætti. Kristelig folkeparti lagði til dæmis til í maí síðastliðinn að gefnir væru styrkir til heimavinnandi feðra. n Noregur Valur Gunnarsson Ósanngjarnt Norskum körlum finnst að sér vegið eftir að hafa eytt áratugum í að rækta mjúkar hliðar. Norskar konur, sérstaklega þær sem eru búsettar í Ósló telja norska karlmenn of kvenlega. Í mínum heimi Nemendur í Laugarnesskóla taka þátt í alþjóðlegri myndlistarsýn­ ingu sem opnuð verður í Brunei Art Gallery í höfuðborg Brúnei laugardaginn 19. janúar. Þar eru sýnd verk barna og unglinga frá 21 landi og verk þekktra mynd­ listarmanna úr röðum ástralskra frumbyggja. Þema sýningarinnar er Í mínum heimi (e. In my world) og eru öll verkin unnin á hand­ gerðan pappír frá frumbyggja­ samfélagi í Ástralíu. Ísland er eina Evrópulandið sem tekur þátt. Napóleon Mér finnst Napóleon áhugaverður. Boyd Clive Aynscomb Stephen 9 ára Friðarbyssa Friðarbyssa sem skýtur friði á jörð. Ólafur Franklín Jónasson 11 ára Tóma húsið Ekkert fólk en samt er líf. Áróra Isól Valsdóttir 11 ára Fiskurinn Ég hugsa oft um fiskana mína. Mirra Bjarnadóttir 8 ára Rauði sófinn Ég er búin að hugsa mikið um rauðan sófa. Jóhanna Lísa Björnsdóttir 7 ára Berjamór Mig langar að fljúga inn í myndina og baða mig í litunum. Eydís Barke Ágústsdóttir 10 ára Óþekkt lík á ströndinni n Leikrit byggt á grein um óupplýst mál í Ástralíu É g las grein í tímaritinu Skakka turninum og Sögunni allri sem fjallar um atburði sem áttu sér stað árið 1948 í Ástralíu. Þar fékk ég hugmyndina að verkinu,“ segir Ingi Hrafn Hilmarsson um leikritið Tamam Shud sem verður frumsýnt föstudaginn 18. janúar í Leikhúsinu í Kópavogi. Ingi Hrafn segir að hann hafi lengi verið búinn að leita að efni í leikrit þegar hann rakst á greinina. Leikritið er byggt á henni og fjallar um eldri mann, Guðmund, sem les þessa sömu grein um lík af ókunn­ um manni sem fannst á Somerton­ ströndinni í Ástralíu. Guðmund­ ur verður hugfanginn af sögunni og áhorfandinn fær innsýn í hugarheim hans og heldur af stað í ferðalag til ársins 1948 í von um að leysa ráðgát­ una. „Þegar ég fann greinina fannst mér tilvalið að setja saman leikhóp til að láta þetta verða að veruleika og ferlið hefur gengið frábærlega vel. Við náðum öll svo vel saman og þetta er skemmtilegur hópur,“ segir hann. Ásamt Inga Hrafni eru þau Tryggvi Rafnsson og Áslaug Torfa­ dóttir höfundar verksins og leikar­ ar en Áslaug er eini Íslendingurinn sem hefur klárað mastersnám í leik­ ritun. „Ég lærði í Goldsmith Uni­ versity í London og námið hefur nýst vel í þessu ferli. Við sömdum söguna saman en ég hef haft yfirumsjón með textanum,“ segir Áslaug. Þetta hafi verið langt ferli og mikil vinna en þó gengið vonum framar. Leikhópurinn hefur fest fimm sýningar á verkinu og er uppselt á frumsýninguna. Tamam Shud Guðmundur verður hugfanginn af málinu og reynir að leysa ráðgátuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.