Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 53
Fólk 53Helgarblað 18.–20. janúar 2013 Þ egar ég var lítil þá var það minnisstæðast að á afmælis­ daginn minn var alltaf svo mikill snjór og óveður og því þurfti svo oft að fresta afmælinu mínu,“ segir Heiðrún Sif Garðars­ dóttir sem verður þrítug í dag, föstudag. „Þetta árið er þó betri færð, nánast sumarleg,“ segir hún og því tekst henni vonandi að fagna tímamótunum með vinum og fjöl­ skyldu á laugardag, án þess að þau verði veðurteppt. „Þetta verður stór veisla, vinir og fjölskylda,“ seg­ ir hún. Á sjálfan afmælisdaginn ætlar hún að að gleðjast með vinkonum sínum á Hótel Rangá en þar ætla þær virkilega að láta dekra við sig. „Ég tek tvær vinkonur mínar með – þetta verður skvísuferð. Við ætlum að borða góðan mat og fara í heita pottinn. Þetta verður kampavín og kavíar,“ segir hún glettin og til­ hlökkunin leynir sér ekki. Heiðrún býr á Akranesi og stundar fjarnám við Háskólann á Akureyri þar sem hún nýtur þess að vera í kennara­ námi. Hún segist einbeita sér að kennslu fyrir yngstu börn grunn­ skólanna en vegna námsins ferðast hún reglulega norður og segir það skemmtilega tilbreytingu. G uðrún Lára Sveinbjörns­ dóttir, íþróttakennari í Klettaskóla, verður þrítug á föstudag og til þess að fagna tímamótunum ætla hún og vinkonur hennar að halda stór­ veislu með Barbie­þema. „Ég er að lita hárið á mér ljóst fyrir veisl­ una, þetta á að vera svona smá djók,“ segir Guðrún í samtali við DV. „Þetta er með einni vinkonu minni, ein er að verða 29 ára og ég verð þrítug.“ Afmælið verður þó ekki haldið alveg á næstunni og um helgina ætlar hún að fagna með sínum nánustu. Minnisstæðasti afmælisdag­ ur Guðrúnar Láru er síðasti stór­ afmælisdagurinn, en þegar hún varð 25 ára fór hún ásamt móður sinni til New York þar sem þær sáu Mamma Mia­söngleikinn á Broad­ way. Guðrún hefur undanfarið verið í fæðingarorlofi og er núna að hefja störf aftur í Klettaskóla sem hún segir vera afar gefandi starf. „Þetta er æðislegt starf. Ég hlakka til að fara í vinnuna á hverjum degi,“ segir hún en áður en hún hóf form­ lega störf þarna var hún mikið með annan fótinn í Klettaskóla og vann með þeim ýmis verkefni til að fá sem mesta reynslu. „Ég vissi alveg hvað mig langaði að gera,“ segir hún og hlær. Skvísuferð Litar hárið ljóst fyrir Barbie-afmæli Heiðrún Sif ætlar að halda upp á afmælið með stæl Guðrún Lára íþróttakennari elskar vinnuna sína n Missirinn og blaðamannsstarfið Sölvi minnist bróður síns F jölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason minnist bróður síns, Högna Erps, sem lést langt fyrir aldur fram, á Face­ book­síðu sinni. „Högni Erpur bróð­ ir minn hefði orðið fertugur í dag ef hann hefði fengið lengra líf. Hann fékk aðeins að lifa í tíu ár, en minn­ ing hans lifir. Ég hef reynt eins og ég get að láta örlög hans kenna mér að taka engu sem sjálfsögðum hlut. Þakklæti er stærsta gjöf sem til er. Í henni felst munurinn á hamingju og óhamingju. Ást og friður.“ Sölvi og bróðir hans voru samfeðra og lést Högni Erpur í hörmulegu slysi þegar móðir hans sofnaði út frá logandi kerti um jól. Sölvi var þá fjögurra ára. Hann ræddi um missinn í helgar viðtali í DV árið 2011 og sagð­ ist aldrei hafa jafnað sig. Missirinn hefði ýtt honum í starf blaðamanns. „Í mínu tilfelli hefur þetta gert mig að manni sem er sífellt að pæla og hugsa um reynslu annarra og líðan. Þessar pælingar hafa líklega ýtt mér í blaðamannsstarfið.“ Þakklátur Sölvi hefur reynt að láta örlög bróður síns kenna sér að taka engu sem sjálfsögðum hlut. Vissi hvað hún vildi Guðrún Lára starfar í Klettaskóla og segist hlakka til að mæta til vinnu á hverjum degi. Mynd Guðrún Lára M ér brá smá fyrst þegar ég sá þetta því það hafði enginn haft samband við mig, segir Þorbjörg Mar­ inósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, sem er til um­ fjöllunar í fyrirlestri í Háskóla Ís­ lands í dag, föstudag. Tobba segist vera vön því að fá yfir sig gagnrýni þar sem hjólað er í hana en ekki verk hennar. Því var hún með varann á sér varðandi fyrir lesturinn og setti sig í sam­ band við Öldu Björk Valdimars­ dóttur sem heldur fyrirlesturinn og fékk þá nánari upplýsingar um er­ indið Ég er ekki þunn­ Tobba Mar­ inós. Alda Björk reyndist vera að vinna að doktorsverkefni sem fjallar um Jane Austen í samtímanum og kafli í verkefninu fjallar um skvísu­ sögur. Tobba hefur sjálf skrifað tvær slíkar auk sjálfshjálparbókarinnar Dömusiða og þær eru því gott dæmi um slíkar bækur í íslensku bókaflór­ unni. Sú fjórða í þegar í smíðum enda mikil eftirspurn eftir bókum Tobbu. Í erindinu fer Alda meðal annars yfir það hvernig Tobba hefur verið gagnrýnd fyrir viðhorf sín, útlit og póstfemínisma í íslenskri menn­ ingu. Það er því í raun verið að fjalla um gagnrýni á Tobbu en ekki Tobbu sjálfa eins og svo oft áður. „Þetta eru bara góðar og gildar pælingar og ég hef því hugsað mér að mæta þarna sjálf og mamma og amma líka. Ég hugsa að það þori enginn að vera með kjaft þegar þrír ættliðir mæta þarna,“ segir Tobba og skellir upp úr. „Fyrirlitningin er svo svakaleg“ Tobba segist vera tilbúin til þess að taka uppbyggilegri gagnrýni en henni blöskri þegar líkamsburðir hennar og uppstillingar á bókakáp­ um séu til umræðu í bókagagnrýni, en ekki textinn sjálfur. „Það er alveg steikt hvernig Páll Baldvin tók þetta fyrir á sínum tíma,“ segir Tobba. „Það hefði aldrei neinum öðrum gagnrýnanda dottið í hug að eyða hálfri gagnrýninni í umfjöllun um það hvernig höfundurinn stendur á einhverri mynd. Ég sé það ekki fyrir mér að í bókagagnrýni um verk Stef­ áns Mána þá væri það tekið fyrir í smáatriðum hvernig hann bæri sig á höfundarmynd kápunnar, hvað það þýddi eða hvort hann væri að reyna að virðast grennri eða vöðvastæltari. Það var bara kvenfyrirlitning að lýsa svona. Svo klykkti hann út með að segja að það hlytu karlmenn að hafa skrifað þessa bók,“ segir Tobba og segir umfjöllun Öldu því afar áhuga­ verða fyrir sig. allir reknir á hol „Fyrirlitningin er svo svakaleg. Þetta er svo ómálefnalegt og kjána­ legt því Páll er svo ágætur gagn­ rýnandi,“ segir hún og segist sem höfundur vilja uppbyggilega gagn­ rýni. En Páll Baldvin var ekki einn í sinni gagnrýni sem var yfirleitt á Tobbu sjálfa og þá gjarnan sett fram til þess að niðurlægja hana. Þrátt fyrir þessa gagnrýni bendir Tobba á að bækurnar hennar selj­ ist afar vel. Hennar markmið er að skemmta fólki og hún segir að það veiti ekki af um þessar mundir að vera skemmtilegur. „Ég vildi óska þess að það væru fleiri konur sem væru að skrifa og láta frá sér efni en þegar þær sjá svona gagnrýni þá hrökkva þær í baklás. Ég hef rætt við margar kon­ ur sem hafa spurt mig hvernig ég fór að því að fá mínar bækur útgefnar en þær eru dauðhræddar við gagn­ rýnina. Þær eru bara skíthræddar. Fólk þorir þessu ekki vegna þess að við rekum alla á hol,“ segir hún. Á sínum forsendum „Ég er dauðfeginn að einhver sé að taka upp þennan punkt, til dæm­ is að það séu til fleiri angar af femín­ isma en sá sem er helst ráðandi í umræðunni. Að fólk megi vera femínistar á sínum eigin forsendum á meðan það er að berjast fyrir því sem skiptir máli,“ segir Tobba. astasigrun@dv.is ný bók í vinnslu Bækur Tobbu hafa selst vel og er nú sú fjórða í smíðum. „Það Þorir enginn að vera með kjaft“ n Tobba vissi ekki af umfjöllun um sjálfa sig í HÍ É g fæ mér kannski eina köku með stelpunum,“ segir Helgi Seljan fréttamaður sem verð­ ur 34 ára í dag, föstudaginn 18. janúar. Hann segir að það verði ekki mikið tilstand þessa helgina: „Ég ætla nú eiginlega að fresta þessu afmæli í svona viku eða svo, ég verð í brasi við að standsetja íbúðina mína og svona.“ Helgi Seljan – 34 ára á föstudag Frestað í bili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.