Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 52
52 Fólk 18.–20. janúar 2013 Helgarblað Hvað er að gerast? 18.–20. janúar Föstudagur18 jan Laugardagur19 jan Sunnudagur20 jan Sally Matthews í Hörpu Breska sópransöngkonan Sally Matthews flytur nokkrar af aríum Mozarts en hún hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir túlkun sína á verkum hans. Hún er ein eftirsóttasta söngkona sinnar kynslóðar í Evrópu en öll helstu óperuhús álfunnar eru á meðal fastra viðkomustaða hennar og má þar nefna Vínaróperuna, Covent Garden og Glydebourne-hátíðina. Stjórn- andi er Eivind Aadland Eldborg, Harpa 19.30 Lögin hans Óda Flottur hópur hljóðfæraleikara og söngvara með þau Óskar Pétursson og Helenu Eyjólfs í fararbroddi taka fyrir öll þekktustu lögin sem Óðinn Valdimarsson flutti á sínum farsæla en stutta ferli. Græni hatturinn 20.00 Tríó Glóðir og Sigríður Thorlacius Tríó Glóðir saman- standa af Hafsteini Þórólfssyni söngvara, Jóni Gunnari Biering Margeirssyni gítarleikara og Ingólfi Magnússyni bassaleikara. Þeir hafa í sameiningu útsett dægur- lagaperlur Oddgeirs Kristjánssonar úr Eyjum og gáfu út á plötunni Bjartar vonir í lok árs 2011. Gestasöngvari á plötunni var Sigríður Thorlacius en þau koma nú saman aftur og flytja lög Oddgeirs og Jóns Múla. Salurinn Kópavogi 20.00 Einu sinni var ég frægur Sýningin gerist á Kanarí og fjallar um ferð eldri borgara frá Akureyri til Kanarí sem fer úr böndunum. Leikararnir nota sögur úr eigin reynslu, Gestur Einar þolir ekki Gogga úr Stellu í Orlofi, Alli Bergdal þolir ekki Skralla trúð og Þráinn Karlsson þolir ekki þegar fólk segir við hann; mikið líturðu vel út! Við sýninguna fléttast leikhústónlist úr þeim verkum sem hafa staðið upp úr á 50 ára leiklistarferli. Hlaðan (Litli Garður) 20.00 Skoppa og Skrítla Í sýningunni er fjallað um flest það sem börn á leikskóla aldri fást við í sínu daglega lífi, svo sem liti, tölur, rím og allt tengist það töfraheimi leikhússins á einhvern hátt. Áhorfendur eru virkjaðir með í söng og dansi og við að leysa hinar ýmsu þrautir sem á vegi verða í framvindu leiksins. Skoppa og Skrítla nota líka tákn með tali svo að sem flest börn fái notið sýningarinnar. Í verkinu er leitast við að örva og fræða börnin á skapandi hátt. Borgarleikhúsið 13.00 Af sama kalíberi og Airwaves n Ein af stærstu tónlistarhátíðum heims haldin á Íslandi Þ að er mikill heiður að vera boðið að spila á Sónar og hvað þá að fá að halda há­ tíðina. Það er gríðarlegur mikill fengur í þessu,“ segir Margeir Ingólfsson, einnig þekktur sem Dj Margeir. Hann er einn af þeim sem stendur fyrir tónlistarhá­ tíðinni Sónar sem haldin verður hér á landi um miðjan febrúar. Framsækin tónlist Sónar er ein af stærstu tónlistar­ hátíðum heims og er þekkt merki. Hátíðin var fyrst haldin fyrir 20 árum í Barcelona og hefur verið árlegur viðburður síðan. Hún hefur farið fram á stöðum eins og Sao Paolo, Höfðaborg, Tókýó og nú verður hún haldin á Íslandi, fyrstu Evrópulanda fyrir utan Spán. Margeir segir að þar sé lögð mikið áhersla á listamenn sem hafa einhverja tengingu við elektróník. „Þeim finnst ekki leiðin­ legt að bóka listamenn sem spila framsækna tónlist en það vill þannig til að það er mikil gróska í elektróník í framsækinni tónlist í dag.“ Opnar dyr fyrir íslenskt tónlistarfólk Sónar er hátíð sem skipuleggjendur annarra hátíða líta til þegar þeir ákveða atriðin hjá sér. „Þetta hefur því mikla þýðingu fyrir íslenskt tón­ listarlíf. Við sjáum bara hvað Iceland Airwaves hefur gert og Sónar er hátíð af því kalíberi að hún mun örugglega gera sitt líka. Bæði að auka áhuga á íslenskum tónlistarmönnum og að opna dyr fyrir þá út í heim.“ Gera leiðinlegan árstíma skemmtilegan Aðspurður um ástæðu þess að Són­ ar verði haldin hér á landi segir Mar­ geir að það hafi komið hvatning frá Icelandair og opinberum aðil­ um um að sækja um og búa þannig til menningartengdan viðburð yfir vetrartímann. „Við þurftum svo­ lítið að berjast fyrir þessari dagsetn­ ingu því þeim úti fannst þetta ekki spennandi tími en við náðum þessu í gegn. Það er ekkert að gerast hér á þessum tíma og fáir ferðamenn. Af hverju ekki að breyta leiðinlegasta tíma ársins í þann skemmtilegasta?“ segir hann og bætir við að ef vel takist til, eins og allt stefni í, þá verði hátíð­ in haldin árlega hér á landi í 5 til 6 ár. Nánast uppselt Búist er við að um 2.500 manns sæki hátíðina og nú þegar hafa 500 erlendir hátíðargestir keypt miða. „Við vorum með það markmið að fá 500 manns til landsins og erum búin að ná því mánuði áður en hátíðin hefst þannig að þetta er frábært.“ Hann segir að ís­ lensku miðarnir hafi einnig selst vel. Rjóminn af íslenskum listamönnum Hátíðin verður haldin í Hörpu dagana 15. og 16. febrúar en það verða tæp­ lega 50 listamenn sem koma fram. Margeir tekur sem dæmi James Bla­ ke, Squarepusher, Modeselektor og Alva Noto & Ryuichi Sakamoto. „Svo erum við með rjómann af íslenskum listamönnum eins og GusGus, Ásgeir Trausta, Retro Stefson, Ólaf Arnalds og fleiri. Mugison kemur líka fram og ætlar að spila á mistrumentið sitt en það er heimagert hljóðfæri.“ Líf í öllu húsinu Ólíkt Airwaves fer Sónar fram ein­ göngu í Hörpu en sett verða upp tvö aukasvið í tónlistarhúsinu og annað þeirra verður á fyrstu hæðinni sem vísar út á flóann. „Svo búum við til lítinn næturklúbb í bílakjallaranum sem mér finnst rosalega spennandi því kjallarinn er hrár og skemmtileg­ ur. Við vildum setja þetta þannig upp að það væri líf í öllu húsinu. Harpan verður iðandi af lífi,“ segir hann að lokum. n gunnhildur@dv.is Nokkrir erlendra listamanna sem koma fram á Sónar Alva Noto & Ryuichi Sakamoto Samstarf hins þýska Alva Noto og japanska tónskáldsins Ryuichi Sakomoto náði hámarki árið 2011 þegar þeir gáfu út plötuna “summvs” þar sem elektrónísk og akústísk tónlist blandast saman. Sakamoto vann til Óskarverðlauna fyrir tónlist sína í myndinni The Last Emperor. Þeir munu spila í Hörpu á Sónar og eru skipuleggjendur hátíðarinnar stoltir af því að fá tvíkeykið til Íslands. James Blake Bretinn James Blake er einn af aðalnúm- erunum í tónlistarsenunni í dag. Þetta er önnur heimsókn hans til Íslands en hann kom fram á Airwaves-hátíðinni árið 2010 sem plötusnúður. Í þetta skiptið mun hann koma tvisvar fram, á föstudagskvöldinu sem plötusnúður í bílakjallara Hörpu og á laugardagskvöldinu með hljómsveit sinni. Þar mun James Blake spila nokkur af sín- um þekktari lögum eins og til dæmis, Limit To Your Love og The Wilhelm Scream, ásamt efni af væntanlegri plötu sem beðið er með mikilli eftirvæntingu. Modeselektor Elektrónísk hljómsveit frá Berlín sem samanstendur af Gernot Bronsert og Sebastian Szary en sagt er að tónlist þeirra sé undir áhrifum af IDM, glitch, electro house og hip hop. Liðsmenn hafa þó sjálfir sagt í viðtali að þeir vilji ekki láta festa sig við ákveðinn tónlistarstíl eða -stefnu. Modeselektor hefur meðal annars remixað Björk og Radiohead. Dj Margeir Einn af höfuðpaurunum bak við Sónar á Íslandi. MyND eyþóR áRNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.