Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 6
Fært til í starFi aF minna tileFni 6 Fréttir 18.–20. janúar 2013 Helgarblað Guðgeir í fjórtán ára fangelsi n Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Guðgeiri Guðmundssyni H æstiréttur staðfesti á fimmtu­ daginn 14 ára dóm héraðs­ dóms yfir Guðgeiri Guð­ mundssyni fyrir tilraun til manndráps og sérstaklega hættulega líkamsárás. Honum er einnig gert að greiða allan áfrýjunarkostnað máls­ ins, tæpa milljón króna. Í héraði var Guðgeiri gert að greiða Skúla Eggerts Sigurz, fram­ kvæmdastjóra Lagastoðar, þrjár milljónir í miskabætur fyrir tilraun til manndráps. Þar að auki þarf hann að greiða Guðna Bergssyni lögmanni Lagastoðar 800 þúsund krónur, en Guðgeir stakk hann tvisvar í lærið. Árásin átti sér stað í byrjun mars í fyrra. Guðgeir hafði óskað eftir fundi með lögmanni á Lagastoð vegna van­ greiddra iðgjalda og fékk í kjölfarið fund með framkvæmdastjóra lög­ mannstofunnar, Skúla Eggerts. Undir lok þess fundar dró Guðgeir upp hníf og stakk Skúla alls fimm sinnum. Eft­ ir árásina var Skúli með stungusár á hægri öxl, hægra og vinstra megin á brjóstkassa, aftarlega á hægri síðu og ofan við vinstri mjaðmarspaða. Auk þess var hann með minni skurða á höndum og andliti. Fjögur sáranna voru lífshættu­ leg en alls missti Skúli 50 lítra af blóði við blóðgjöf á meðan gert var að sár­ um hans. Það er um tífalt magn þess sem fyrirfinnst í mannslíkamanum. Fjarlægja þurfti hægra nýra hans og gallblöðru, auk þess að bæði lungu hans sködduðust. Guðgeir var einnig dæmdur fyrir hættulega líkamsárás gegn Guðna, en Guðni kom Skúla til bjargar og náði að yfirbuga Guðgeir. n simon@dv.is Fáðu greinar í heild sinni á DV.is og vefáskrift af prentútgáfu DV * Verðið er 790 kr. fyrstu 3 mánuðina, en 1.790 kr. eftir það. fyrir 790 kr. á mánuði * Sjáðu meira Úlpurnar fundnar Úlpurnar sem stolið var úr fata­ hengi í anddyri Fjölbrautaskóla Suðurlands síðastliðinn föstu­ dagsmorgun eru komnar í leit­ irnar. Lögreglan fékk ábendingar frá borgurum eftir að mynd af ungri konu, sem tók úlpurnar birtist, í netmiðlunum dfs.is og sunnlenska.is. Lögreglumenn á vakt könnuðu þær vísbendingar sem bárust og unnu úr þeim. Ítarleg rannsókn þeirra leiddi svo til þess að grunur féll á tvítuga konu með lögheim­ ili á höfuðborgarsvæðinu, sem ekki tengist skólanum á neinn hátt. Hjá konunni fundust tvær úlpur og sú þriðja var komin í sölu en náðist til baka. Verðmæti úlpnanna þriggja úr verslun er samtals um 130 þúsund krón­ ur. Lögregla vill koma á framfæri þakklæti til forráðamanna FSU, sem gerðu allt sem gera þurfti, og þeim einstaklingum sem komu með upplýsingar eftir að leitað var eftir þeim á netmiðlum. Átta af tíu á réttum tíma Brottfarartímar í millilandaflugi voru oftar samkvæmt áætlun en komutímar á fyrstu tveimur vikum ársins. Í heildina voru ferðirnar til og frá Keflavíkurflug­ velli rúmlega fimm hundruð og var meðaltöfin fimm mínútur, samkvæmt útreikningum á vef­ síðunni turisti.is Rúmlega átta af hverjum tíu farþegaþotum fóru í loftið á rétt­ um tíma á fyrri hluta mánaðar­ ins. Þær skiluðu sér hins vegar ekki eins oft heim á auglýstum tíma eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. n Lögreglumaður með barnaníðskærur á bakinu hlaut dóm fyrir brot í starfi S amkvæmt heimildum DV innan lögreglunnar hafa lögreglumenn verið færðir til í starfi eða vikið tímabundið frá störfum fyr­ ir mun minni sakir en þær að sæta rannsókn eftir að hafa verið kærður fyrir barnaníð. DV greindi á miðvikudaginn frá máli lögregluvarðstjóra á höfuð­ borgarsvæðinu sem hefur fengið að starfa áfram þrátt fyrir að hafa í þrí­ gang verið kærður fyrir barnaníð. Móðir einnar stúlkunnar sem seg­ ir hann hafa brotið gegn sér þegar hún var gestkomandi í sumar­ bústað, 9 ára gömul, telur rannsókn málsins hafa verið mjög ábótavant og finnst það óásættanlegt með öllu að maðurinn hafi fengið að starfa áfram. Tvær kærur á hendur mann­ inum voru felldar niður í október á síðasta ári en sú þriðja síðastliðinn fimmtudag. Segir góð tengsl hafa áhrif Að sögn heimildarmanns er bak­ grunnur þeirra manna sem færð­ ir eru til í starfi eða settir af tímabundið yfirleitt sá að þeir séu ekki nógu „hlýðnir“ eins og hann orðar það. „Það má ekki anda á toppana í löggunni þá eru menn settir til hliðar.“ Hann vill meina að góð tengsl lögreglumanna við yf­ irmenn sína geti haft áhrif á með­ höndlun mála þegar eitthvað kem­ ur upp á. Þess ber að geta að með í áður­ nefndri bústaðarferð var félagi hans, sem er hátt settur embættis­ maður. Má draga af því þá ályktun að lögreglumaðurinn sé vel tengd­ ur. Embættismaðurinn var jafn­ framt eitt aðalvitna í kærumálinu gegn honum. Dæmdur fyrir brot í starfi Umræddur lögreglumaður, sem sinnir einnig trúnaðarstörfum inn­ an lögreglunnar, var á síðasta ára­ tug dæmdur í Hæstarétti fyrir brot í opinberu starfi og umferðarlaga­ brot. Honum var gefið að sök að hafa ekki gætt lögmætra aðferða í aðgerð lögreglu til að stöðva ætlaðan hraðakstur ökumanns bifhjóls. Heimildir DV herma að skömmu eftir dómurinn féll hafi lögreglumaðurinn verið gerður að varðstjóra. Athygli vekur í máli umræddrar stúlku að lögreglumaðurinn fékk ekki bara að starfa áfram meðan á rannsókn málsins stóð, heldur sinnti hann, og sinnir enn, útkalls­ skyldu í hverfinu þar sem hún býr. Móðir hennar krafðist þess að manninum yrði vikið frá störf­ um en ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgar­ svæðinu vísuðu hvor á annan í málinu. Lögreglustjórar vísuðu hvor á annan Í svarbréfi Stefáns Eiríkssonar, lög­ reglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, til móður stúlkunnar kom fram að sú ákvörðun að vísa lögreglumanni frá störfum væri í höndum ríkislög­ reglustjóra. Í bréfi ríkislögreglustjóra kom hins vegar fram að þar sem emb­ ættið fengi ekki aðgang að rann­ sóknargögnum málsins frá ríkis­ saksóknara hefði embættið ekki næg gögn í höndunum til að taka ákvörðun um það hvort víkja bæri umræddum lögreglumanni tímabundið frá störfum. DV hafði samband við embætti ríkislögreglustjóra sem ítrekaði fyrri svör sín til móðurinnar og rétt­ argæslumanns stúlkunnar. Í svari til DV segir meðal annars: „Vegna alvarleika málsins beindi embætti ríkislögreglustjóra því hins vegar til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðis­ ins að meta hvort hann leysti lög­ reglumanninn undan vinnuskyldu, en það er einnig á forræði viðkom­ andi lögreglustjóra að ákveða um tilfærslu í starfi og við hvaða verk­ efni lögreglumaður starfar. Sam­ kvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er greinarmunur á þessum úrræðum og því að leysa embættismann frá embætti um stundarsakir.“ Lét fjarlægja skráningu af já.is Mynd af lögreglumanninum hefur gengið á netinu síðustu daga og verið deilt oftar en 1.500 sinnum á Facebook. Undir myndinni er hann nafngreindur og sakaður um kyn­ ferðisbrot gegn þremur stúlkum. Það skal þó tekið fram að hvorki móðirin sem DV ræddi við né dótt­ ir hennar standa að baki mynd­ birtingunni. Í kjölfar myndbirtingarinnar og umfjöllun fjölmiðla um mál manns­ ins virðist hann hafa látið fjarlægja nafn sitt og heimilisfang af já.is, en fyrst þegar DV reyndi að hafa uppi á honum var hann skráður þar. Ekki hefur náðst í lögreglumanninn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. n „Það má ekki anda á toppana í lög- gunni þá eru menn settir til hliðar. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Dæmdur Guðgeir Guðmundsson sagði í aðalmeðferð málsins að hann hafi á fund- inum með Skúla séð „vott af brosi“ á svip hans – eins og hann hafi verið að hugsa „Ég náði þér.“ Þá kvaðst hann hafa snöggreiðst og ráðist á Skúla. Ekki færður til Samkvæmt heimild- um DV hafa lögreglumenn verið færðir til í starfi eða vikið tímabundið frá störfum fyrir léttvægar sakir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.