Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Blaðsíða 44
44 Sport 18.–20. janúar 2013 Helgarblað n Skotinn sterki gekkst undir aðgerð vegna sáraristilbólgu Skilar verð- launum Alþjóða ólympíunefndin hefur staðfest að hjólreiðakappan- um Lance Armstrong verði gert að skila bronsverðlaunum sem hann vann á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Armstrong hefur að sögn viðurkennt, í óbirtu viðtali við Opruh Winfrey, að hafa notað ólögleg lyf til að ná árangri í íþrótt sinni. Armstrong vann hug og hjörtu heimsbyggðarinnar þegar hann sigraðist á krabbameini og vann eftir það Tour de France, eina erfiðustu hjólreiðakeppni heims. Keppnina vann hann sjö sinnum en hann hefur þegar verið sviptur þeim titlum. Bikurum hefur því fækkað í fórum hjólreiðakappans, sem má muna fífil sinn fegurri. Við- talið við Opruh verður sýnt í dag, föstudag, en þess hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Vissir þú þetta? n Aron Pálmars- son, yngsti leik- maður Íslands á HM, er búinn að skora 15 mörk á mótinu. Hann hefur hins vegar átt 24 stoðsendingar af 49 sem Ís- lendingar hafa átt á mótinu. Önnur hver stoðsending kemur því frá skyttunni ungu. n Íslensku leikmennirnir hafa fengið skráðar flestar stoðsendingar allra liða á mótinu, eða 55. Það segir okkur að hin liðin hafa ef til vill treyst frekar á einstak- lingsframtakið. n Guðjón Valur Sigurðsson er langmarkahæsti leikmað- ur liðsins. Hann hefur skorað 27 mörk í 46 skotum, sem gerir 59% skotnýtingu. Næstur á eftir honum kem- ur Aron Pálm- arsson með 15 mörk en aðeins 37% skotnýtingu. Bestu nýtinguna í hópnum hefur Fannar Þór Frið- geirsson. Hann skoraði tvö mörk í tveimur skotum á móti Chile. n Íslendingar hafa skorað 27 mörk úr hröðum upphlaupum á mótinu og nýtt rúmlega átta af hverjum tíu sem bjóðast. Aðeins Danir (33) og Króatar (31) hafa skorað meira úr hröð- um upphlaupum. n Kiril Lazarov er markahæsti maðurinn á HM. Hann hefur skorað 31 mark. n Suður-Kórea er það lið sem hefur sjaldnast gert tæknileg mis- tök í sóknum sínum. Þeir hafa 31 sinni misst boltann vegna slíks en Íslendingar hafa 47 sinnum misst boltann þess vegna. Mestu klauf- arnir eru Ástralíumenn sem misst hafa boltann 72 sinnum vegna tæknimistaka. n Ásgeir Örn Hallgrímsson er sá leikmaður í íslenska liðinu sem hefur stolið flestum boltum. Sex sinnum hefur Ásgeir Örn læst krumlunum í boltann þegar and- stæðingar íslenska liðsins hafa verið í sókn. Sverre Jakobsson og Arnór Þór Gunnarsson hafa stolið boltanum fimm sinnum hvor. n Íslendingar eru í sjötta sæti yfir þau lið sem flest mörk hafa skor- að á mótinu, 114 mörk. Danir hafa skorað langflest, eða 151. Ís- lendingar eru hins vegar skotglað- astir allra liða á HM og hafa skotið boltanum 211 sinnum í átt að marki. Nýtingin er 54%. Íslendingar þurfa að halda með Dönum n Getum mætt Frökkum, Þjóðverjum, Túnisbúum eða Argentínumönnum Þ að er að mestu undir Dön- um komið hvort Íslendingar sleppa við að mæta Frökkum í 16 liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í handbolta sem fram fer á Spáni. Eftir slæmt tap gegn sterku liði Danmerkur á miðvikudag, og jafn- tefli Makedóníumanna og Rússa, er staðan þannig að líkur eru á því að Ísland hafni í fjórða sæti B-riðils mótsins. Danir hafa þegar tryggt sér fyrsta sætið í riðlinum en mæta í dag, föstudag, baráttuglöðum Makedóníumönnum. Makedóníu- menn geta með sigri tryggt sér þriðja sæti riðilsins. Tapi Makedóníumenn leiknum gætu þeir átt á hættu að lenda í fjórða sæti riðilsins (að því gefnu að Ísland vinni Katar síðar um kvöldið). Danir hafa engu að tapa gegn Makedóníu og eru líklegir til að hvíla sína bestu menn. Á hitt ber þó að líta að danski hópurinn er feiki- lega vel skipaður og þar er valinn maður í hverju rúmi. Allir vilja þeir líklega sanna sig og því er ómögu- legt að spá fyrir um úrslit leiksins. „Ég ræddi við Wilbek eftir leikinn og hann sagði að sínir menn færu í leikinn á móti Makedóníumönn- um til að vinna hann og ég hef enga trú á að Danirnir spari sig eitthvað í þeim leik,“ hefur Morgunblaðið eftir Aroni Kristjánssyni þjálfara. Íslendingar eru því í þeirri stöðu að hafa ríka ástæðu til að halda með Dönum í kvöld. Enginn vill mæta Frökkum En hvers vegna er fjórða sæti riðils- ins svona hættulegt? Ástæðan er sú að fjögur efstu liðin úr B-riðli mæta fjórum efstu liðunum í A-riðli. Þar er eitt lið sem enginn vill mæta; marg- faldir meistarar Frakka. Frakkar eru með lið sem veðbankar segja að sé næst líklegast til að vinna mótið. Líklegast þykir að þeir vinni sinn riðil og mæti því liðinu sem hafnar í fjórða sæti riðilsins sem Ísland leik- ur í. Í þeirri stöðu vill ekkert liðanna í B-riðli vera. Þó ber að nefna að Frakkar eiga eftir að spila við Þjóð- verja – sem geta raunar stolið af þeim efsta sætinu, en á því eiga fáir von. Íslendingar mæta eins og áður segir liði Katar í síðustu umferð rið- ilsins. Lið Katar hefur engu að tapa en allt að vinna. Þeir geta með sigri farið upp fyrir Íslendinga, sem yrði frábær árangur fyrir þá. Það er því ekkert víst að leikurinn við þá verði formsatriði. Aron Kristjánsson þjálf- ari hefur þó sagt að liðið geri þá kröfu til sín að vinna Katar. Allt opið ennþá Ef svo fer að Íslendingar og Danir vinni mótherja sína í síðustu um- ferðinni, og Frakkar vinni Þjóð- verja í hinum riðlinum, mæta Ís- lendingar Þjóðverjum, Túnisbúum, já eða Argentínumönnum í 16 liða úrslitum. Það eru allt lið sem spáð var verra gengi á HM en Íslending- um. Með öðrum orðum eiga strák- arnir okkar í það minnsta jafna möguleika á sigri gegn þeim liðum. Staðan fyrir síðustu umferðina er því þannig að Íslendingar geta hafnað í þriðja, fjórða eða fimmta sæti riðilsins. Vinni liðið Katar, eða geri jafntefli, geta þeir ýmist mætt Frökkum, Þjóðverjum, Túnisbúum eða Argentínumönnum í 16 liða úr- slitum. n Staðan í B-riðli* Danmörk 8 (+45) Rússland 5 (+8) Makedónía 5 (+2) Ísland 4 (+7) Katar 2 (-17) Chile 0 (-45) *Séu lið jöfn að stigum ræður innbyrðis viður- eign röðun liðanna. Þar á eftir kemur markatala. Síðustu leikirnir Rússland - Chile kl. 15.45 Ísland - Katar kl. 18.00 Danmörk - Makedónía kl. 20.15 Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Ég ræddi við Wil- bek eftir leikinn og hann sagði að sínir menn færu í leikinn á móti Makedóníumönnum til að vinna hann. Erfið staða Þórir Ólafsson er frábær hornamaður. Hann væri þó örugglega til í að sleppa við Frakka í 16 liða úrslitum, væri hann spurður. M Y N D V IL H EL M G U N N A R SS O N M anchester United hefur staðfest að skoski miðju- maðurinn Darren Fletcher leiki ekki meira með liðinu á tímabilinu eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna sáraristilbólgu. Fletcher greindist með sjúkdóminn í mars 2011 og í desember sama ár var tilkynnt að hann þyrfti að taka sér ótímabundið frí frá fótbolta. Fletcher snéri hins vegar aftur í lið Manchest- er United í haust og hafði komið við sögu í 10 leikjum í öllum keppnum áður en tilkynnt var að hann hefði gengist undir aðgerð á fimmtudag. Í tilkynningu sem Manchester United birti á heimasíðu sinni á fimmtudagskvöld kom fram að búið hefði verið að skipuleggja aðgerðina fyrir þó nokkru. Fletcher hafi hins vegar þurft að ná góðri heilsu áður en hann gæti gengist undir hana og þess vegna hefði þessi tímapunktur verið valinn. „Þó það sé svekkjandi, bæði fyrir Darren og félagið, að hann geti ekki tekið þátt í fleiri leikjum á tímabilinu teljum við að aðgerðin muni þjóna hagsmunum allra til lengri tíma litið. Við hlökkum til að sjá Darren á vellinum á næsta tímabili og vonum að þá verði öll hans vandamál að baki.“ Fletcher, sem er 26 ára, hef- ur allan sinn feril leikið með Manchester United en áður en hann veiktist var hann orðinn algjör lyk- ilmaður í liðinu. Hann á yfir 300 leiki að baki í öllum keppnum með United og hefur leikið 61 landsleik fyrir Skotland þar sem hann er fyrir- liði. einar@dv.is Fletcher spilar ekki meira Í aðgerð Fletcher ætti að verða orðinn leikfær þegar nýtt tímabil byrjar í haust. MYND REUTERS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.