Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2013, Qupperneq 20
20 Erlent 18.–20. janúar 2013 Helgarblað Baðst afsökunar á blóðbaðinu n Bæjarstjóri Corleone á Sikiley biðlaði til mafíunnar um að gefast upp B æjarstjóri smábæjarins Cor­ leone á Sikiley á Ítalíu hefur beðist afsökunar á morð­ um, skotárásum og kúgunum sem framkvæmdar voru af mafíu­ foringjum í bænum fyrir margt löngu. Þetta gerði bæjarstjórinn, Leoluchina Savona, í tilefni þess að í vikunni voru tuttugu ár liðin frá handtöku mafíu­ foringjans Toto Riina, sem kallaður var Skepnan vegna miskunnarleysis síns, en Riina fæddist í bænum. Savona bað fórnarlömb mafí­ unnar afsökunar fyrir hönd bæjar­ búa en mafían framdi ófá ódæðin á seinni hluta 20. aldar. Nafnið Corle­ one hringir væntanlega bjöllum hjá mörgum enda voru Godfather­mynd­ irnar, með þeim Marlon Brando og Al Pacino í aðalhlutverkum, byggðar að hluta til á mafíuforingjunum sem slitu barnsskónum í Corleone. „Ég biðst afsökunar í nafni allra íbúa Corleone. Ég bið um fyrirgefn­ ingu fyrir blóðbaðið,“ sagði bæjar­ stjórinn á hátíð sem haldin var í bænum á mánudag. „Ég bið mafíuna um að hætta öllum átökum, viður­ kenna ósigur og gefast upp,“ sagði Savona. Riina er talinn bera ábyrgð á fjölmörgum ódæðum sem framin voru á níunda og tíunda áratugnum en meðal þeirra sem féllu fyrir hendi hans má nefna saksóknarana Paolo Borsellino og Giovanni Falcone sem létust í sprengjuárás árið 1992. Riina var dæmdur í margfalt lífstíðarfang­ elsi og sakfelldur fyrir fjölda morða. Faðir og synir hans urðu úti Hörmulegur atburður átti sér stað í Missouri í Bandaríkjun­ um um liðna helgi þegar David Decareaux, 36 ára, og tveir syn­ ir hans, átta og tíu ára, frusu í hel í gönguferð á afskekktu svæði í ríkinu. Feðgarnir voru í helgar­ ferð og höfðu tekið á leigu bústað. Snemma á laugardag lögðu þeir af stað í gönguferð en þegar gangan hófst var um 15 stiga hiti úti. En skjótt skipast veður í lofti og þegar feðgarnir höfðu gengið í dágóða stund versnaði veðrið snögglega og fór hitinn niður fyrir frost­ mark. Leitarflokkur var kallaður út á sunnudag og fundust feðgarn­ ir eftir stutta leit. Faðirinn var úr­ skurðaður látinn á staðnum en synir hans létust á sjúkrahúsi eftir stutta dvöl. Að sögn lögreglu kom vegfarandi auga á þá á laugardag og spurði hvort þeir vildu fá far til baka. Faðirinn hafði afþakkað boðið. Gullið á heimleið Seðlabanki Þýskalands ætlar að flytja gullbirgðir sínar sem eru í geymslu í New York og París aft­ ur í hvelfingu bankans á næstu árum. Um er að ræða tæplega 700 tonn, en gullið var flutt úr landi í varúðarskyni á sínum tíma þegar Þjóðverjar óttuðust innrás Sovétríkjanna. Þrátt fyrir það er algengt að seðlabankar geymi hluta gullbirgða sinna erlendis – þannig má kaupa er­ lendan gjaldeyri með skömm­ um fyrirvara. Þýski seðlabank­ inn mun fyrir árið 2020 ekki eiga neinar gullbirgðir í París þar sem bæði Þýskaland og Frakkland notast við evruna. Hluti birgð­ anna verður þó áfram geymdur í New York og í London þar sem 13 prósent af forðanum eru geymd. Ætla að drepa útsendarann Hryðjuverkasamtökin Al­ Shabab í Sómalíu segjast ætla að drepa franska útsendarann Denis Allex í hefndarskyni fyr­ ir misheppnaða björgunarað­ gerð franska hersins á föstudag í síðustu viku. Um 50 franskir hermenn ruddust inn í höfuð­ stöðvar samtakanna í Bulo Mar­ er í Sómalíu þar sem talið var að Allex væri í haldi. Björgunarað­ gerðin misheppnaðist og féllu tveir franskir hermenn í henni. Frönsk yfirvöld telja að Allex hafi nú þegar verið líflátinn en því neita samtökin. Þau segja hins vegar að Allex verði tekinn af lífi á næstunni og Frakkar muni bera ábyrgð á dauða hans. Corleone Bæjarstjórinn baðst afsökunar fyrir hönd bæjarbúa á blóðbaði mafíunnar á undanförnum árum. Mynd ReuteRS M yndin hér til hliðar var tek­ in örfáum sekúndum áður en nashyrningur réðst á stúlkuna á myndinni aft­ an frá og stakk hana á hol með horni sínu. Chantal Bayer, 24 ára bresk stúlka, var stödd í suðurafrískum þjóðgarði ásamt kærasta sínum og nokkrum vinum þegar þau sáu þessa nashyrn­ inga skammt frá bílnum. Þau ákváðu að stoppa og taka myndir af þessum tignarlegu en varasömu dýrum, með ófyrirséðum afleiðingum. Sökin hjá leiðsögumanninum? Með fólkinu í för var þaulreyndur leiðsögumaður sem, samkvæmt fréttaflutningi vefútgáfu Daily Mail, átti nokkurn hlut að máli í því sem gerðist. Alex Richter er sagður hafa hvatt fólkið til að fara út úr jeppan­ um og láta mynda sig með villtum dýrunum. Hann lokkaði dýrin nær með því að gefa þeim mat. Ekki nóg með það heldur er Alex þessi Richter vændur, í suðurafrísk­ um fjölmiðlum um að hafa hvatt parið, sem sést á myndinni, til að færa sig nær nashyrningunum. Það gerði hann að sögn til að reyna að ná betri myndum af þeim. Babb kom hins vegar í bátinn því örfáum augnablikum síðar kom nashyrn­ ingurinn á fullri ferð aftan að Bayer og rak í hana flugbeitt hornið. Nashyrningar eru afar eftirsótt dýr, í tvennum skilningi. Þeir eru mjög vinsælir á meðal ferðamanna, sem líklega er af hinu góða, en einnig hjá veiðiþjófum, sem er öllu verra. Fyrir vikið eiga nashyrningar undir högg sækja í álfunni. Í Suð­ ur­Afríku hafa á bilinu fjögur til sex hundruð dýr verið drepin árlega, í það minnsta, síðustu tvö ár. Brotin rifbein og samfallið lunga Eins og sjá má á myndinni báru mat­ argjafir leiðsögumannsins þann ár­ angur að villtir nashyrningarnir stóðu aðeins fáeinum metrum frá bílnum. Nashyrningar geta vegið allt að tveimur tonnum og þeir stærstu eru 180 sentímetrar á hæð. Í Suður­ Afríku er að finna um 80 prósent allra nashyrninga í heiminum, eða um 20 þúsund dýr. Nashyrningurinn sem réðst á stúlkuna rak horn sitt í ofanvert bak hennar með þeim afleiðingum að lunga féll saman og rifbein brotnuðu. Stúlkan, sem stundar nám í Jóhann­ esarborg í Suður­Afríku berst nú fyrir lífi sínu á gjörgæsludeild Krugers­ dorp­sjúkrahússins í borginni. Ástand hennar er sagt stöðugt. treystu herra Richter Frændi stúlkunnar og talsmað­ ur fjölskyldunnar í málinu, Thom Peeters, sagði við suðurafríska blað­ ið Beeld að öllum væri vitaskuld brugðið. „Það voru nokkur ung­ menni í bílnum og þau töldu sig lík­ lega geta treyst herra Richter, sem er fullorðinn.“ Talsmenn Aloe Ridge Hotel and Nature Reserve, sem stóðu fyrir ferðinni, hafa ekki viljað tjá sig um málið, að því er hermir í Daily Mail. Í auglýsingu á vefsíðu fyrirtækisins kemur fram að nashyrningar séu á meðal þeirra dýra sem gestir geti vænst þess að sjá í návígi. Þar er sannarlega engu logið. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Það voru nokkur ungmenni í bílnum og þau töldu sig líklega geta treyst herra Richter, sem er fullorðinn. AugnAblikið fyrir árásinA n Var stungin á hol af nashyrningi n Fylgdi fyrirmælum leiðsögumanns Á meðal allt lék í lyndi Stúlkan á myndinni átti sér einskis ills von. Hornin talin hafa lækningarmátt Horn nashyrninga eru söguð af dýrunum dauðum og mulin í duft. Duftinu er síðan smyglað til Asíu, þar sem markaður er fyrir það. Eftirspurnin er gífurleg og hornin eru nálægt því að vera þyngdar sinnar virði í gulli. Auðjöfrar í Asíu trúa því margir að duft af hornum nashyrninga hafi lækningarmátt. Konan á myndinni, sem Brent Stirton tók og var verðlaunaður fyrir, er frá Víetnam og sést merja niður nashyrningshorn. Þegar hornið er orðið að dufti er því blandað út í vatn til drykkjar (sjá flöskur á borðinu). Guardian sagði sögu þessarar konu í fyrra en þetta gerir hún því hún trúir því að drykkurinn muni losa hana við nýrna- steina. Hún keypti hornið á nokkur þúsund Bandaríkjadali en ekki er vitað til þess að hornin hafi neinn sérstakan lækningar- mátt. Nashyrningurinn sem átti þetta horn var drepinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.