Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Side 13
Því standi ekki til að afskrifa kröfur sem lífeyrissjóðirnir eigi á Íbúðalána- sjóð. Í því samhengi má nefna að út- lán Íbúðalánasjóðs til íslenskra heim- ila nema um 650 milljörðum króna. Þá eiga lífeyrissjóðirnir um 630 millj- arða króna í íbúðabréfum (HFF) út- gefnum af Íbúðalánasjóði. Alls eiga íslenskir lífeyrissjóðir um 1.500 millj- arða króna í verðtryggðum eignum. Vigdís segir að það sé ætlunin að leiðrétta öll neytendalán íslenskra heimila við lífeyrissjóði, bankana sem og við Íbúðalánasjóð, samfara afnámi verðtryggingar á neytendalánum. Rík- inu verði síðan áfram frjálst að gefa út verðtryggð skuldabréf sem lífeyrissjóð- ir geti fjárfest í sem dæmi. Tillögurn- ar eigi einungis við um neytenda- lán. Ekki sé um að ræða að afnema verðtryggingu lána afturvirkt – Fram- sóknarflokkurinn líti á þetta sem eins- skiptisaðgerð. Sú aðgerð muni byggja á samningum milli íslenska ríkisins og eigenda gömlu bankanna. Samningar gangi út á að samningaaðilar séu báðir sáttir. Það svigrúm sem þarna myndist verði nýtt til leiðréttingar verðtryggðra íbúðalána landsmanna. Þegar Vigdís er spurð hvort Fram- sóknarflokkurinn vilji líka leið- rétta stökkbreytt verðtryggð náms- lán sem námsmenn hafa fengið að láni hjá Lánasjóði íslenskra náms- manna (LÍN) segir hún að það mál verði að bíða. Talið er að Íslendingar skuldi LÍN um 170 milljarða króna og hafa margir fundið fyrir hækkun á skuldum sínum við sjóðinn líkt og þeir sem eru með verðtryggð íbúða- lán. „Við teljum að skuldavandi heim- ilanna sé það stór að önnur mál verði að víkja á meðan fundin verði lausn á þeim. Þannig að við höfum ekki vilja blanda skuldum fólks hjá LÍN við vanda íslenskra heimila vegna verðtryggðra íbúðalána. Fyrst þarf að koma heimilunum í öruggt skjól áður en við förum að skoða önnur mál sem liggja á landsmönnum,“ segir hún. Vill lækka kröfu lífeyrissjóða Frá því að krónan var sett á flot árið 2001 hafa óverðtryggðir vextir að meðaltali verið um ellefu prósent á Íslandi. Þá lét Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, hafa eftir sér í DV nú nýverið að ef lífeyrissjóðir hættu að núvirða eignir sína miðað við 3,5 prósenta verðtryggða kröfu, sem er bundið í lögum um lífeyrissjóði, yrði líklega að hækka þessa kröfu upp í níu prósent óverðtryggt. Aðilar á fjár- málamarkaði telja að það yrði til þess að Íbúðalánasjóður sem dæmi yrði ekki fært að bjóða lægra en í kring- um tíu prósenta óverðtryggða vexti á íbúðalánum sínum. Aðspurð um þetta atriði segir Vig- dís að sér fyndist eðlilegt að vextir á íbúðalánum hérlendis yrðu á bilinu 2,5–5 prósent. „Þessi orð lífeyrissjóð- anna um níu prósent óverðtryggða kröfu er bara sjónarspil hjá þeim. Ég tel að það sé kominn tími til þess að breyta lögum um lífeyrissjóði og fella út þess reglu um að núvirða eignir þeirra með 3,5 prósenta lágmarks verðtryggða kröfu. Lífeyrissjóðirnir eiga að fjárfesta í ríkisskuldabréfum og öruggum fjárfestingum og það er hægt að breyta þessari 3,5 pró- senta kröfu þeirra með lagasetn- ingu á Alþingi,“ segir Vigdís. Hún nefnir einnig að lífeyrissjóðirnir hafi tapað 480 milljörðum króna í kjöl- far bankahrunsins í október 2008 og þá hafi lífeyrissjóðirnir ekki verið að kvarta undan lögbundinni 3,5 pró- senta verðtryggðri kröfu sinni. Íslensk króna áfram næstu árin Þeir sem talað hafa fyrir upptöku evru á Íslandi hafa margir hverjir talið óraunhæft að afnema verðtryggingu á Íslandi án þess að taka fyrst upp ann- an gjaldmiðil. Vigdís segir að það sé afstaða Framsóknarflokksins að ekki sé raunhæft að taka upp annan gjald- miðil hérlendis á allra næstu árum og því þurfi að einblína á að bæta þá um- gjörð sem íslenska krónan býr við um þessar mundir samfara því að koma stjórn á efnahagsmálin. „Við teljum raunsætt að Ísland verði með íslensku krónuna sem sinn gjaldmiðil næstu átta til tíu árin. Út frá því verðum við að vinna því að við erum sem dæmi langt, langt frá því að uppfylla Maastricht-skilyrðin til þess að fá að taka upp evru. Því er ekki ráð- lagt að tala um að skipta um gjald- miðil eins og staðan er núna með gjaldeyrishöftin. Nú verðum við að vinna með íslensku krónuna og koma stjórn á efnahagsmálin. Ein leiðin til þess er að afnema verðtrygginguna því hún leiðir til þess sem dæmi að stjórntæki Seðlabankans í formi stýri- vaxta virkar ekki,“ segir Vigdís. Það sé hennar mat að stjórnmála- flokkar sem boði lausnir á vanda ís- lenskra heimila með upptöku evru séu að veita óraunhæfar væntingar því slíkt sé ekki boði á allra næstu árum. Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar nefnt einhliða upptöku Kanadadollars og norskrar krónu en Vigdís segir að það hafi verið niður- staðan á síðasta flokksþingi Fram- sóknarflokksins að það væri ekki ráðlagt að ræða upptöku annars gjaldmiðils þar sem auðséð væri að Íslendingar þyrftu að vera áfram með íslensku krónuna á allra næstu árum. Óviss hvort krónan fari aftur á flot Því hefur verið haldið fram að ís- lenska krónan verði aldrei sett á flot aftur, líkt og gert var árið 2001. Í dag uppfyllir Ísland ekki skilyrði samn- ingsins um Evrópska efnahags- svæðið (EES) sem meðal annars felst í frjálsu streymi fjármagns. Með setningu gjaldeyrishafta hef- ur ekki verið hægt að uppfylla þessi skilyrði. Eftir litsstofnun EFTA (ESA) komst hins vegar að þeirri niður- stöðu að þetta væri ekki brot á regl- um EES um frjálsa flæði fjármagns vegna þeirra atburða sem gerðust á Íslandi í kjölfar bankahrunsins. Að minnsta kosti ekki á þeim tíma- punkti sem ágreiningur um þetta atriði kom upp. „Ég taldi að eftir setningu neyðar- laganna og með gjaldeyrishöftunum væri Ísland að brjóta ákvæði EES- samningsins sem hindrar frjálst flæði fjármagns. ESA hefur hins vegar ályktað um að þetta brjóti ekki í bága við EES-samninginn þar sem hér skapaðist neyðarástand í kjöl- far bankahrunsins,“ segir Vigdís. Vill hún minna á að nú sé búið að setja gjaldeyrishöft á Kýpur þrátt fyrir að þeir séu með evru. Það muni því koma sér á óvart að sett verði út á það að á Íslandi ríki enn gjaldeyris- höft. Hún segist hins vegar ekki vilja leggja mat á það hvort raunhæft sé að íslenska krónan verði sett aftur flot með sama fyrirkomulagi og var á Íslandi fyrir bankahrunið haustið 2008. Fyrst þurfi að leysa vandann við að losa hina svokölluðu „snjó- hengju“ og finna lausn á því hvern- ig erlendir eigendur bankanna fái greitt við söluna á Arion banka og Íslandsbanka. Fram að þeim tíma sé ekki tímabært að ræða hvort ís- lenska krónan verði aftur sett á flot eða ekki. n EfnahagstEymi að baki tillögunum 12 Fréttir Finndu þinn frambjóðanda á DV.is n Taktu Alþingisprófið og finndu út hverjum þú ert sammála Í dag verður Alþingisvefur DV fyrir kosningarnar 27. apríl opnaður. Á vefnum gefst kjósendum tækifæri til að taka Alþingispróf þar sem þeir svara spurningum sem frambjóðend- ur hafa þegar svarað. Niðurstaðan úr prófinu gefur svo kjósandanum til kynna með hvaða stjórnmálaflokkum og einstökum frambjóðendum til Al- þingis hann á mesta hugmyndafræði- lega samleið með. Nú þegar hafa yfir 150 frambjóðendur svarað prófinu og eru svör þeirra samkeyrð við svör frá þeim kjósendum sem taka prófið. Hver á best við kjósendur? Á Alþingisvefnum gefst kjósendum einnig færi á að skoða hvernig einstakir frambjóðendur svara spurn- ingunum. Þannig er hægt að kynna sér beint afstöðu frambjóðenda fyrir þingkosningarnar í hinum ýmsu málum. Þá er einnig hægt að skoða hvaða frambjóðendur eiga málefna- lega samleið með hver öðrum og þannig um leið hvort frambjóðandi á meiri samleið með frambjóðendum annarra flokka en síns eigin. Á Alþingisvefnum er einnig hægt að sjá hvaða flokkur á best við þann sem svarar prófinu. Sá samanburður er gerður út frá svörum frambjóðenda viðkomandi flokks. Alþingispróf DV byggir á stjórnlaga- þingsprófi DV, sem tilnefnt var til Blaðamannaverðlauna Íslands árið 2010, og hefur verið unnið að þróun þess síðastliðin tvö ár. Spurningarn- ar á Alþingisprófinu voru samdar af blaðamönnum DV í samstarfi við sér- fræðinga á sviði skoðanakannana. Prófið snertir á hinum ýmsu mála- flokkum en það mælir ekki einung- is stjórnmálaskoðanir, heldur einnig grundvallarviðhorf til lífsins og sam- félagsins. Í prófinu er að finna spurn- ingar almenns eðlis en ekki bara spurningar um einstök mál þó að helstu mál sem hafa verið í um- ræðunni undanfarin ár komi við sögu. Hvergi ítarlegri upplýsingar Á Alþingisvef DV eru til staðar um- fangsmestu upplýsingar um fram- bjóðendur fyrir kosningarnar 27. apríl. Rúmlega sextíu prósent fram- bjóðenda hafa þegar svarað spurn- ingunum á prófinu en í heild eru þeir á þriðja hundrað. Öllum frambjóðendum í efstu fimm sætum þeirra flokka sem kynnt hafa framboðslista sína hefur ver- ið boðin þátttaka í prófinu. Þeir fram- bjóðendur sem enn hafa ekki svarað spurningunum hafa enn tækifæri til þess. Þá munu frambjóðendum þeirra flokka sem enn hafa ekki kynnt fram- boðslista sína standa til boða að taka þátt í prófinu og mun því bætast enn frekar í safn upplýsinga á vefnum á næstu dögum. Slíkt tæki sem prófið er hefur aldrei áður verið aðgengilegt kjós- endum á Íslandi fyrir þingkosningar. Því er um að ræða enn einn áfang- ann í yfirstandandi upplýsinga- byltingu. n Nýi vefurinn Sextíu prósent frambjóð- enda hafa tekið stjórnmálaprófið. n Vigdís Hauksdóttir vísar því á bug að tillögur Framsóknar séu óraunhæfar n Vill fá allra færustu samningamenn til að semja við vogunarsjóði um uppgjör bankanna Fréttir 13Helgarblað 5.–7. apríl 2013 Verðandi forsætisráð- herra? Fylgi flokksins hefur aukist jafnt og þétt síðustu vikur, frá flokksþingi Fram- sóknarflokksins. Hvað eiga vogunarsjóðirnir? n Kröfuhafar hugðust greiða út nærri 700 milljarða í gjaldeyri N ýlega hafa birst fréttir um að íslenskir lífeyrissjóðir ætli sér að kaupa Arion banka og Íslandsbanka. Framsóknar- menn hafa verið duglegir að minn- ast á þetta. Líklega eiga margir erfitt með að átta sig á tali stjórnmála- manna þegar þeir ræða um að setja skatt á kröfuhafa gömlu bankanna. Lengi hefur verið talað um svokall- aða „snjóhengju“ og hafa sumir talað um að hún sé upp á 400 millj- arða króna. Nefndi Stefán Ólafs- son, prófessor í félagsfræði, það á bloggi sínu á Eyjunni að miðað við orð Más Guðmundssonar, seðla- bankastjóra að eigendur þessara 400 milljarða gætu þurft að gefa eft- ir allt að 75 prósentum af kröfum sínum þá myndi slíkt skila um 300 milljörðum króna. Það myndi duga vel fyrir þeim 240 milljörðum króna sem Sigmundur Davíð Gunn- laugsson hefur nefnt að dugi til að leiðrétta öll verðtryggð íbúðalán landsmanna. Verðtryggð íbúða- lán Íbúðalánasjóðs, bankanna og lífeyrissjóðanna nema um 1.225 milljörðum króna, 20 prósent af því gera um 245 milljarða króna. Í lok síðasta árs kom Seðlabank- inn í veg fyrir að slitastjórnir Glitn- is og Kaupþings kláruðu nauða- samninga við kröfuhafana. Þar með var komið í veg fyrir að þær gætu greitt kröfuhöfum út um 675 milljarða króna í erlendri mynt. Eitt af því sem hefur verið nefnt í þessu samhengi er að ef Glitnir og Kaup- þing myndu ekki greiða kröfuhöf- um sínum gætu bæði þessi þrotabú óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Það myndi þýða að þeim yrði meinað að vera eigendur hinna nýju banka en kröfu hafar Kaupþings fara með 87 prósenta hlut í Arion banka og kröfu hafar Glitnis fara með 95 pró- senta hlut í Íslandsbanka. Talið er að um 95 prósent af kröfuhöfum Kaupþings og Glitn- is séu erlendir aðilar en hin fimm prósentin innlendir aðilar og þar stærstur Seðlabanki Íslands. n Már Talið er Seðlabankinn sé stærsti innlendi kröfuhafi Glitnis og Kaupþings.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.