Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Side 26
26 Umræða 5.–7. apríl 2013 Helgarblað
Við bjóðum
góða þjónustu
islandsbanki.is | Sími 440 4000
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
11
4
2
Vilborg pólfari átti sér þann stóra draum að
ganga á suðurpólinn og hún gerði hann að
veruleika með því að setja sér markmið.
Íslandsbanki býður viðskiptavinum upp á
frábæran fyrirlestur með Vilborgu þar sem
hún segir frá því hvernig lítil markmið geta
á endanum orðið að stórum sigri.
Hér býðst unglingum og foreldrum kjörið
tækifæri til að hlusta saman á uppbyggilegan
fróðleik.
#svaltmarkmið
Það er svalt að setja
sér markmið
Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari
Við bjóðum þér að hlusta á Vilborgu pólfara
í Háskólabíói:
mánudaginn 8. apríl kl. 18
miðvikudaginn 10. apríl kl. 18
Skráðu þig á islandsbanki.is/fyrirlestur
og þú mátt taka einn vin með.
„Ég fann sjálfa
mig á fjalli“
Vill gera stjórnmál skemmtilegri
Heiða Kristín Helgadóttir, frambjóðandi Bjartrar
framtíðar í Reykjavík norður, svaraði spurningum
lesenda á Beinni línu.
Þorsteinn Harðarson: Af hverju á ég að
kjósa Bjarta framtíð?
Heiða Kristín Helgadóttir Ef þig
langar að kjósa fólk sem vill leggja sig fram
um að búa til betra samfélag sem er stöðugt,
fjölbreytt og skapandi þá erum við þitt fólk.
Níels Ársælsson: Sæl og blessuð
Heiða. Hver er afstaða BF til núverandi
kvótakerfis við fiskveiðar?
Heiða Kristín Helgadóttir Við viljum að
þjóðin fái að njóta arðs af auðlindum sínum.
Við erum hlynnt aflamarkskerfinu, en það
þarf hins vegar að tryggja nýliðun í kerfinu.
Þannig finnst okkur sumt ágætt og að annað
megi bæta.
Birgir Olgeirsson: Hvert er uppáhalds-
lagið þitt með Ríó Tríó?
Heiða Kristín Helgadóttir Nú
auðvitað hið æsihressa lag „Á pöbbinn!“
darrrdarrrraraaaarrrarrraaaaa
Guðmundur Gíslason: Hvað ætlar Björt
framtíð sér að gera til að leysa úr
skuldavanda heimilanna?
Heiða Kristín Helgadóttir Við erum opin
fyrir leiðum sem eru raunhæfar og viljum
ekki festa okkur við einhverjar sérstakar hug-
myndir. Við viljum reyna til frekari hlítar hvort
hægt sé að ná samningum við lífeyrissjóðina
um að lánsveðshópurinn geti fallið undir
110% leiðina. Við viljum afnema stimpilgjöld.
Að skoða að setja þak á verðbætur verð-
tryggðra lána. En þetta sem ég nefni og fleiri
leiðir standa og falla með því að greina vel
hver vandinn er og hvað það kostar að leysa
hann og hvaða afleiðingar það hefur.
Fanney Stefánsdóttir: Er ESB lykillinn
að bjartri framtíð?
Jóhann Benediktsson: Sæl
vertu. Hvaða stefnu hefur Björt
framtíð gagnvart ESB?
Heiða Kristín Helgadóttir Við viljum ljúka
aðildarviðræðunum við Evrópusambandið
og sjá til þess að þjóðin fái að kjósa um eins
góðan samning og mögulegt er. ESB er ekki
töfralausn á öllum okkar vanda. En ég tel
að þar getum við komist að borðinu með
öðrum þjóðum sem eru líkar okkur og haft
e-ð um þá löggjöf að segja sem við þiggjum
frá ESB að mjög miklu leyti í dag í gegnum
EES. Eins er þetta stórt hagsmunamál fyrir
heimilisbókhaldið. Þetta snýst um að geta
tekið lán á sambærilegum kjörum og gerist
annars staðar t.d. Svo snýst þetta líka um
það að við getum selt vöru og þjónustu úr
landi án tolla og múra. Það myndi auka
útflutningsmöguleika okkar og styrkja
þannig fjölbreytni í atvinnulífinu. Eins tel ég
að sveitarfélög og dreifðari byggðir eigi mikið
í Evrópusamstarf að sækja í formi styrkja og
alls konar stuðnings sem Evrópusambandið
hefur margra áratuga reynslu í.
Astridur Jonsdottir: Hvaða kosti þarf
þingmaður að hafa til þess að sinna
þörfum kjósenda sinna?
Heiða Kristín Helgadóttir Hann þarf að
geta sett sig í spor annarra, vera meðvitaður
um kosti sína og galla – hvar hann er sterkur
og hvar hann þarf meiri stuðning og hjálp.
Svo er mikilvægt að taka sig ekki of hátíðlega
og hugsa um þetta sem þjónustu. Það að
vera kjörinn fulltrúi er mjög gefandi starf og
mjög gott tækifæri til að kynnast hlutum
sem maður hefði aldrei annars kynnst. Sem
gerir það bæði skemmtilegt og krefjandi.
Heiða Heiðars: Sæl Heiða Kristín. Mig
langar að vita hvar hugsjónir þínar,
persónulega, liggja. Það sem hefur sést
til þín er frekar flatt, að mínu mati, og mig langar
að vita hvaða hugsjónir þú persónulega stendur
fyrir. Sjá smá ástríðu :)
Heiða Kristín Helgadóttir Takk fyrir það
nafna. Ég brenn fyrir því að gera stjórnmál
skemmtilegri, aðgengilegri og áhugaverðari.
Mér finnst stjórnmál ekki eiga að vera einka-
vettvangur þeirra sem líta út fyrir að vera
með allt á hreinu. Stjórnmál þurfa á ólíkum
röddum að halda – ekki bara þeim sem eru
háværar og frekar. Svo brenn ég líka fyrir því
að við lærum af mistökum og höldum áfram.
Hættum að þvaðra um það sem er löngu búið
og gerum betur í dag en við gerðum í gær.
Ása Jóhanns: Hvaða afstöðu hafið þið
til nýrrar stjórnarskrár?
Heiða Kristín Helgadóttir Við
erum mjög hlynnt nýrri stjórnarskrá.Við höf-
um reynt hvað við getum að koma því máli
áfram og höfum gert það með því að tryggja
það að málið haldi áfram á næsta þingi.
Svala Jonsdottir: Hvernig svarar þú
þeim ásökunum að Björt framtíð hafi
brugðist í stjórnarskrármálinu og snúist
á sveif með Sjálfstæðisflokki og Framsóknar-
flokki á síðustu metrunum í því máli?
Heiða Kristín Helgadóttir Ég hef ekki heyrt
þetta ennþá og finnst það fáránlegt. Við
erum ekki vandamálið – heldur komum með
lausn. Hún var fólgin í því að forða málinu frá
því að deyja á næsta þingi með atkvæða-