Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Blaðsíða 30
30 Viðtal 5.–7. apríl 2013 Helgarblað
Kominn í ráðhúsið Besti flokkurinn kom
öllum á óvart, þar á meðal Jóni. Hann trúði vart
eigin augum þegar hann fékk afhenta hornskrif-
stofuna í Ráðhúsi
Reykjavíkur.
Skjaldarmerkið
Jón hefur sýnt borginni
virðingu í verki og
hefur látið húðflúra
skjaldarmerki borgar-
innar á innanverðan
handlegginn.
Ringo og Yoko Jón Gnarr er vinsæll hjá
stjörnunum. Hér kemur hann fram á friðartónleik-
um ásamt fyrrverandi Bítli Ringo Starr og ekkju
bítilsins John Lennon, Yoko Ono.
Í ökuferð
Jón hefur unnið
náið með
Heiðu Kristínu
Helgadóttur,
stjórnarfor-
manni Bjartrar
framtíðar og
fyrrverandi
fram-
kvæmdastjóra
Besta flokks-
ins.
Gleðiganga
Pussy Riot
Jón hefur jafnan
vakið mikla athygli
fyrir framgöngu
sína í Gleðigöngu.
Síðast sýndi
hann rússnesku
pönkhljóm-
sveitinni Pussy
Riot stuðning sinn
með dramatískum
hætti.
Með Star
Wars á
heilanum
Jón hefur
bæði komið
fram sem ill-
mennið Darth
Vader og hinn
góðhjartaði lærimeistari Obi-Wan Kenobi.
Á kanósiglingu Það er sjálfsagt að sýna
útivist í Reykjavík áhuga. Hér er siglt á kanó í
Vatnsmýrinni.
1.000
dagar með
Jóni Gnarr
Þarna eru tvær kynslóðir sem virðast ekki skilja
hvor aðra. Þetta er eitthvað séríslenskt held
ég. Þetta er svo karllægt samfélag og kannski
er þetta eitthvað tengt ákveðnum mýtum sem
voru búnar til um karllæg gildi á 20. öldinni.
Það þarf fleira fólk sem er tilbúið til að gera
eitthvað sem er töff. Við þurfum meira töff og
minna hallærislegt. Við erum búin að lenda í
svo mörgu sem er svo hallærislegt. Hugsaðu
um mannanafnalög. Hvaða rugl er það? Fólk
er að hlæja að okkur um allan heim. Ég þarf í
alvöru að útskýra fyrir útlendingum að ég heiti
ekki í raun Jón Gnarr. Þetta er bara hlægilegt.“
Of mikið af gömlum körlum
Jón hlær en er síðan fljótur að skipta um gír.
„Það sem er ótrúlegt er að þrátt fyrir öll
þessi karllægu gildi, þá er samt talið vera best
að vera kona á Íslandi. Við höfum verið mjög
frjálslynd á margan hátt. Við kusum konu sem
forseta. Það er lesbísk kona sem er forsætis-
ráðherra. Réttindi samkynhneigðra eru með
því besta sem gerist í heiminum. En þetta er
kannski alþjóðlegt vandamál. Það er of mikið
af gömlum körlum. Ekki að gamlir karlar séu
eitthvað slæmir, það vantar bara meira jafn-
vægi.“
Réttindi kvenna eru Jóni greinilega hugleikin
en margir femínistar vildu engu að síður gagn-
rýna hann og handritshöfunda Vaktaþáttanna
og -myndarinnar fyrir persónu Bjarn freðar.
Skilur Jón þá gagnrýni, að persónan hafi verið
samansafn af mýtum um femínista sem stand-
ast engan veginn?
„Mér hefur alltaf þótt gaman að gera grín að
hlutum. Ég hef verið sakaður um að gera lítið
úr þeim sem eru fatlaðir, gera lítið úr samkyn-
hneigðum eða gera grín að konum. Ég myndi
samt skilgreina sjálfan mig einhvers staðar á
næsta bæ við öfgafemínista. Ójafnrétti sem
byggist á kynjamismunun finnst mér rangt
og mér finnst að við eigum að horfast í augu
við slík vandamál og leiðrétta þau. Ég byrjaði
daginn í dag til dæmis á fundi með fjármála-
stjóra Berlínarborgar, til að kynna mér hvernig
Berlín stendur að kynjaðri starfs- og fjárhags-
áætlanagerð.“
„Fer í hnjánum þegar ég hitti Vigdísi“
En tekur Jón gagnrýnina til sín?
„Ég skil gagnrýnina en það stóð aldrei til
að sýna neinum óvirðingu. Frá mínu sjónar-
horni er til dæmis Besti flokkurinn, ef hægt er
að bera hann saman við eitthvað úr íslenskri
stjórnmálasögu – þá væri það Kvennalistinn. Í
báðum tilfellum er verið að bjóða fram mýkri
gildi, ef svo má að orði komast, gegn rosalega
karllægum heimi. Margir menn ganga í gegn-
um tímabil þar sem þeim finnst nauðsynlegt
að gera grín að pabba sínum. Það þýðir samt
ekki að maður elski ekki pabba sinn. Ég hef
gert grín að sjálfum mér en ég ber alveg rosa-
lega mikla virðingu fyrir sjálfum mér. Ég hef
gert grín að Vigdísi Finnbogadóttur! Hugsaðu
þér. Það eru fáar manneskjur sem ég ber meiri
virðingu fyrir. Ég fer alveg í hnjánum þegar ég
hitti Vigdísi.
Ég skil þessa gagnrýni en ég ætlaði aldrei
að móðga neinn. Undanfarið hef ég til dæmis
verið að horfa á Fóstbræður með sjö ára syni
mínum og þar er skets sem heitir Hvað á að
gera við afa? Mér fannst þetta gríðarlega vel
heppnað skets en á sínum tíma hafði forstöðu-
kona á elliheimili samband við mig út af þessu
og var virkilega misboðið. Henni fannst ég ekki
aðeins vera ófyndinn heldur sakaði hún mig
beinlínis um að gera lítið úr gömlu fólki. Það
er alls ekki ætlunin og ég hugsa að þegar það
má ekki gera grín að þér þá er fyrst eitthvað að
hjá þér.“
Þú minnist á eldra fólk. Skoðanakannan-
ir sýna að Björt framtíð er vinsælust hjá ungu
fólki á höfuðborgarsvæðinu. Hefur flokkurinn
einhverja skírskotun til eldra fólks, eða til fólks
á landsbyggðinni?
„Mér finnst það auðvitað. Okkar stærsta
vandamál sem þjóðar er gjaldeyrismálin
okkar. Hvaða gjaldmiðil við komum til með
að nota. Það gildir fyrir alla þjóðina og all-
ar okkar gjaldeyristekjur. Þarna finnst mér
ferðamannamálin skipta miklu, sem eiga sín
helstu sóknarfæri á landsbyggðinni. Í dag er
ferðamannaiðnaðurinn farinn að skapa meiri
gjaldeyristekjur en sjávarútvegurinn og ef við
höldum rétt á spilunum þá getum við nýtt
þessa auðlind miklu betur. Auðlindin er þá
auðvitað allt landið, því fólk kemur hingað til
lands til að sjá náttúru Íslands. Um leið þurf-
um við að huga að ágangi. Við þurfum að verja
ákveðin svæði í náttúrunni okkar fyrir ágangi
og við verðum að passa að gera þetta rétt. Við
viljum ekki bara vera „flavour of the month“
þar sem hingað kæmi fullt af fólki til skamms
tíma og svo værum við bara að þrífa upp um
ókomna tíð.“
Dilkadrættir og ósanngjarnir fordómar
Margir myndu tengja svona áherslur við latté-
fólk í miðbænum, sem er ef til vill orðræða sem
er sterk á landsbyggðinni. Að sama skapi telur
fólk á landsbyggðinni að Reykvíkingar skilji
ekki þarfir landsbyggðarinnar. Er hægt að brúa
þessa menningar- og skoðanagjá sem mynd-
ast hefur á milli höfuðborgarinnar og lands-
byggðarinnar?
„Við erum bara ein þjóð og þessi menn-
ingarmunur er aðallega bara tilbúinn og nærist
á fordómum. Ég hef sjálfur farið um allt þetta
land sem grínisti og ég sé ekki stóran mun á
því að skemmta á Egilsstöðum eða í Kópavogi.
Þetta er í aðalatriðum sama fólkið sem hlær að
sömu hlutunum. Að halda því fram að fólk sem
býr í vesturhluta Reykjavíkur sé á einhvern hátt
verra en annað fólk er bara ekki rétt. Eins og hér
búi bara tómar liðleskjur á listamannalaunum,
það er ekki gaman að hlusta á þetta. Við eigum
svo merkilegt land, svo merkilega menningu
og merkilega náttúru. Mér finnst að við mætt-
um hætta þessum dilkadrætti með fólk, eins og
það séu tvær þjóðir sem búi hérna. Við erum
bara ein þjóð og öll tengjumst við sömu menn-
ingu og sömu náttúru. Ísland er heimsfrægt
fyrir menningargersemar, sama hvort það eru
Íslendingasögurnar, Laxness, Björk eða Sigur
Rós. Svo erum við heimsfræg núna fyrir þetta
eldfjall sem enginn veit hvernig á að bera fram
nafnið á. Náttúran, landsbyggðin og listin geta
alveg unnið saman í vinsemd. Þegar ég fer
á Borgarfjörð eystri lít ég ekki á mig sem að-
komumann. Þetta eru oftast ósanngjarnir for-
dómar. Að segja að þessi sé svona eða hinsegin
því hann kemur frá Akureyri, eða hvaða stað
sem er. Ég er bara stoltur af því að koma frá
þessari eyju og stoltur af því að hér hafi verið
fólk sem hafi tekist að byggja upp siðmenntað
samfélag.“
Klausturbúi í tvo daga
Um nokkurra ára skeið var Jón mjög trúaður.
Hann skrifaði mikið um trú og gekk svo langt að
ganga í klaustur. Er hann enn trúaður eða var
þetta bara eitt stórt grín?
„Já, ég gekk í klaustur en það var bara í
tvo daga. Það var svo ógeðslega leiðinlegt! En
ég leiddist til trúar af ýmsum ástæðum. Ég er
gegnheill anarkisti og ég kynntist ákveðinni
hugmyndafræði sem er kennd við rússneska
rithöfundinn Leo Tolstoj, sem kallast kristi-
legur anarkismi. Í stuttu máli gengur þetta út
á að viðurkenna ekkert yfirvald, nema Guð.
Það voru því hugmyndafræðilegar ástæður, í
bland við persónulegar, sem leiddu til þess að
ég reyndi að tileinka mér að verða trúaður. Ég
taldi mig ná því ágætlega. Ég reyndi einlæglega
að verða trúaður og þetta var alls ekkert grín.
En þessi tilraun mistókst. Ég er ekki trúaður í
dag. Ég trúi ekki á neinn æðri mátt þó ég geti al-
veg skilið fólk sem gerir það. Ég ber fullkomna
virðingu fyrir því ef fólk hefur skoðanir á þess-
um málum. Ef fólk trúir á drauga er það í fínu
lagi fyrir mér. Ég get alveg talað um það og
fundist það merkilegt, jafnvel dáðst að því. En
um leið og fólk byrjar að leggja mér einhverj-
ar línur, út frá því hvað þeirra draugar segja,
þar dreg ég línuna. Ef það er farið að mismuna
fólki út frá einhverjum óljósum hugmynd-
um sem þú kannt að hafa í þínu höfði, það fer
í taugarnar á mér. Ein stærsta hindrunin fyrir
jafnrétti, til að mynda milli karla og kvenna,
eða gagnkynhneigðra og samkynhneigðra, er
skipulögð trúarbrögð. Ég myndi til dæmis full-
yrða að sú mismunun sem samkynhneigt fólk
þarf að upplifa sé apartheid-stefna okkar daga.
Þetta er nákvæmlega sama hugmyndafræði.
Að þarna sé ónáttúrulegra fólk eða óeðlilegra
fólk en við hin sem erum „eðlileg“.“
Samkynhneigð er eðlileg
„Náttúran er nú bara þannig, að ef samkyn-
hneigð væri eitthvað óeðlileg, þá væri náttúr-
an búin að sjá um það. Samkynhneigð er bara
eðlileg. Og það að fæðast í líkama sem sam-
svarar ekki kyni þínu, það er líka bara eðlilegt.
Það er bara eitthvað sem er eðlilegt í náttúr-
unni og þú átt að eiga þinn rétt. Það óréttlæti
sem konur verða fyrir víða um heim, á sér yfir-
leitt rætur í einhverri eldgamalli hugmynda-
fræði sem er löngu orðin úrelt.
Ég geri auðvitað greinarmun á því að eiga
sína persónulegu trú, og síðan að búa við skipu-
lögð trúarbrögð. Margt af því fólki sem hefur
haft mest áhrif á mig og margt af því fólki sem
hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif á mannkyns-
söguna var trúað fólk. Gandhi var trúaður. Tol-
stoj var trúaður. Martin Luther King var trúað-
ur. Ég geri alls ekki lítið úr því. En þegar apparat
eins og kaþólska kirkjan er að banna notkun
getnaðarvarna og banna fóstureyðingar þá er
það bein árás á konur.
Ég vildi auðvitað að við tækjum vísindin
fram yfir trúarbrögð. Það er alls konar mis-
munun sem á sér stað um allan heim, algerlega
að ástæðulausu. Meira að segja stutt frá okkur.
Bara í Færeyjum hefur fólk þurft að deyja vegna
þess að það var öðruvísi. Það er bara óþarfi og
ömurlegt. Þér má finnast það sem þér sýnist en
ekki þröngva því upp á aðra.“
Vill aðskilnað ríkis og kirkju
Hvað finnst Jóni þá um aðskilnað ríkis og
kirkju?
„Hann á að fara fram, ekki spurning. Það er
fáránlegt að ríki skuli vera að reka trúarbragða-
starfsemi. Áðan töluðum við um listamenn.
Um daginn talaði bæjarstjórinn í Vestmanna-
eyjum um að hann vildi frekar fá nýjan lög-
reglumann á vakt heldur en halda uppi lista-
manni. Mér finnst þetta alltaf svo fáránleg
nálgun. Nú er til dæmis söfnuður í Vestmanna-
eyjum, margir söfnuðir meira að segja. Ríkið
eyðir árlega miklu meira í kirkjuna en lista-
menn, en fáir virðast gera athugasemd við það.“
Ávarpaður af Noam Chomsky
Að lokum, hvernig finnst Jóni að vera orðin al-
þjóðleg stjarna? Hann á tugþúsundir aðdáenda
um allan heim og hefur fengið að hanga með
stjörnum á borð við Lady Gaga sem lýsir yfir að-
dáun sinni á borgarstjóranum. Bjóst hann ein-
hvern tímann við þessu?
„Nei, ég get ekki sagt það. Í sumar var ég
til dæmis í Póllandi bara að slappa af þegar
kona kom upp að mér og bað um mynd. Þá
hafði heimildamyndin, Gnarr, einmitt verið
á kvikmyndahátíð þar. Það fannst mér merki-
legt. Ég er þó sennilega stoltastur af því að
Noam Chomsky ávarpaði mig að fyrra bragði
en hann er líklega þekktasti anarkisti í heimi.
Hann sagði að ég væri uppáhaldsstjórnmála-
maðurinn hans. Þannig að Besti flokkurinn var
nú ekki meira grín en það, að einn gáfaðasti
maður í heimi heldur upp á hann!“ n
„ Já, ég gekk í klaustur en
það var bara í tvo daga.
Það var svo ógeðslega leiðinlegt!
Stundum Þreytti-Jón, stundum Áhyggjufulli-Jón „En ég er anarkisti og borgarstjóri, ég er grínisti og borg-
arstjóri en ég er líka bara einhver sem á fullt af börnum og borga reikninga og rek heimili.“