Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2013, Side 32
32 Viðtal 5.–7. apríl 2013 Helgarblað
S
ýninguna Laddi lengir lífið
samdi hann ásamt félögum
sínum Sigurði Sigurjóns
syni og Karli Ágústi Úlfssyni.
Þegar hann varð sextíu ára
fyrir sex árum ákvað hann að setja á
svið sýninguna Laddi sextugur sem
naut gífurlegra vinsælda og var sýnd
fyrir fullu húsi í rúmlega tvö ár. Þegar
Laddi var spurður hvort hann vildi
ekki gera aðra sýningu var hann ekki
til í að vera með upprifjun á ferlin
um.
„Ég var til í að gera þessa með því
að gera það allt öðruvísi. Ég var til í
að gera eitthvað glænýtt. Þannig að
við settumst niður, ég, Siggi Sigur jóns
og Karl Ágúst og sömdum alveg nýtt
leikrit. Í sýningunni kynnast áhorf
endur manninum á bak við allan
þann fjölda karaktera sem hann
hefur skapað á rúmlega fjörutíu ára
ferli og fá þeir að sjá hvað Laddi gerir
ef hann hefur ekkert gervi til að fela
sig á bak við.
„Erfiðasta sem ég hef gert“
„Þetta er sennilega það erfiðasta sem
ég hef gert. Ég er alveg ég sjálfur,“ seg
ir Laddi. „Ég byrja frásögnina þegar
ég er þriggja ára í Hafnarfirði. Ég er
að segja frá mínu lífi,“ segir Laddi
sem mun fara yfir það hvernig hann
fór að búa til karaktera ungur að aldri
til að geta tekist á við þá miklu feimni
sem hann er haldinn. Ef kennar
inn kallaði hann upp að töflu í æsku
og Laddi þorði ekki fór einhver allt
annar en Laddi upp að töflunni. „Þá
mætti upp á töflu einhver fíflakarak
ter og kennarinn rak hann í sætið aft
ur. Þannig losnaði ég við að reikna
dæmin sem ég kunni ekki,“ segir
Laddi brosandi á meðan hann rifjar
upp þennan tíma.
Eftir hann liggja ógrynni af
karakterum sem þjóðin hefur hlegið
að í hartnær fjörutíu ár. Ladda telst
til að þetta séu rúmlega sextíu karak
terar sem hann hefur skapað, sum
ir einnota en aðrir hafa fengið að
njóta sín mun betur. Skrámur var
einn af þeim fyrstu sem hann byrj
aði að nota í æsku, eða öllu heldur
rödd hans. „Ég var ekki mjög gamall
þegar ég fór að nota þessa rödd. Hún
var reyndar örlítið öðruvísi í gamla
daga, örlítið grófari. En hún þróaðist
og varð fínni,“ segir Laddi.
Saxi fyrstur
Saxi læknir, sá sem læknar engan og
ráðleggur fólki að leita til læknis, var
fyrsti fullmótaði karakterinn sem leit
dagsins ljós. Laddi sótti innblástur í
breska gamanleikarann Terry Thom
as þegar hann skapaði Saxa lækni.
Terry þessi naut mikilla vinsælda
þegar hann var uppi á sitt besta um
miðbik síðustu aldar og var hvað
þekktastur fyrir mikið skarð á milli
framtannanna. Á meðan Laddi lýsir
útliti Terrys breytist hann hægt og
rólega í Saxa fyrir framan okkur á
meðan við sitjum og drekkum kaffi
í Hörpu. Þetta er tilkomumikil sjón.
Hann þarf ekkert gervi og engan
farða. Í örskotsstund er ekki lengur
verið að taka viðtal við Ladda heldur
Saxa lækni.
Það var í upphafi áttunda ára
tugar síðustu aldar sem Saxi varð til
í sjónvarpssal. Þá hafði Laddi hafið
vinnu í Sjónvarpinu ásamt bróð
ur sínum Halla og áður en langt um
leið ákváðu þeir sem sáu um dag
skrárgerð að nota Halla og Ladda í
þáttum. Þetta var ekki eitthvað sem
þeir Halli og Laddi höfðu stefnt að en
engu að síður virðast það hafa verið
örlög Ladda að skemmta fólki allt sitt
líf. Hann var dreginn inn í dagskrár
gerðina þar sem Saxi læknir varð til
í einhverjum fíflagangi á milli hans,
Halla bróður og Kaffibrúsakallanna.
Ætlaði aldrei að verða grínisti
„Það var eiginlega aldrei ákveðið
að verða grínisti. Þetta var eiginlega
óvart, við drógumst út í þetta ég og
Halli,“ segir Laddi en fljótlega eftir
að þeir urðu áberandi í sjónvarpi fór
þeim að berast tilboð um að mæta á
árshátíðir að skemmta fólki.
„Við héldum nú ekki. Þetta var alls
ekki ætlunin að fara út í þetta. Svo var
ágangurinn það mikill að fá okkur að
við enduðum með að segja: Ókei!,
og réðum okkur á tvo staði eitt kvöld
til að pófa,“ segir Laddi. Þetta var
vægast sagt örlagríkt kvöld því á fyrri
staðnum var þeim tekið afskaplega
illa og voru þeir staðráðnir í að taka
ekki að sér að skemmta svona aftur.
Voru næstum því púaðir niður
„Við vorum næstum því púaðir
niður. Þetta var hópur eldri borg
ara í mjög litlum sal, sem við viss
um ekki áður en við lögðum í þetta.
Við vorum með smá Saxa lækni
en svo vorum við með fimm mín
útur af Spike Jones þar sem við
hermdum eftir honum á segul
bandi. Það féll ekki í góðan jarðveg
hjá gamla fólkinu. Það var gamall
maður á fyrsta bekk sem stóð upp
og sagði: Hvers konar helvítis fífla
læti eru þetta! og bara eiginlega rak
okkur út. Þannig að við slökktum
á segulbandinu og komum okkur,“
segir Laddi og héldu þeir bræður á
næstu skemmtun í Hafnarfirði með
hálfum hug.
„Þannig að eftir það ákváðum við
alls ekki að gera þetta oftar. En það
var einn staður eftir, hann var suður
í Hafnarfirði og þar virkaði þetta.
Þeir kunnu að meta þetta Hafn
firðingarnir, vinir mínir. Þannig að
eftir það sögðum við; „Jú, þetta virkar
og höldum áfram með þetta“. Þannig
var þetta og eftirspurnin var slík að
við héldum þessu áfram.“
Vildi verða tónlistarmaður
Upp frá þessu hefur Laddi verið iðinn
við kolann og líkt og fyrr segir liggja eft
ir hann tugir karak tera þar sem hann
nefnir Eirík Fjalar og Martein Mosdal
sem eina af sínum uppáhaldskarakt
erum. Laddi hefur lifað lífi grínist
ans sem aldrei stóð þó til hjá honum.
Hann ætlaði sér alltaf að verða tónlist
armaður en hefur að vissu leyti getað
sinnt þeirri ástríðu sinni í gegnum
þessa karak tera þar sem hann býr að
talsverðum tónlistar ferli. Eftir hann
liggja sólóplötur og samstarfsverk
efni með öðrum sem hafa notið tölu
verðra vinsælda í gegnum tíðina en
Laddi byrjaði um tvítugt í hljómsveit
sem nefndist Faxar og var Halli bróð
ir hans með honum í henni. Laddi
var trommuleikari þeirrar hljómsveit
ar sem ferðaðist með söngvaranum
Al Bishop um landið og alla leið til
Noregs.
Birgir Olgeirsson
birgir@dv.is
Viðtal
Langar
að leika
illmenni
Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi,
hefur í nógu að snúast þessa dagana. Um páska var
frumsýnd kvikmyndin Ófeigur snýr aftur þar sem hann
fer með hlutverk draugs og nú er verið að frumsýna
verkið Laddi lengir lífið í tónlistar- og ráðstefnuhús-
inu Hörpu. Yfir kaffibolla í Munnhörpunni sagði Laddi
meðal annars frá draumi sínum um að leika illmenni í
kvikmynd og hvernig hann mátti aldrei vera alvarlegur,
þá hafi menn einfaldlega hlegið að honum.
„Þetta er mín
martröð og mig
dreymir þetta alltaf aftur
mjög svipað.